Tíminn - 30.08.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.08.1973, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. ágúst 1973. TÍMINN 13 0 AAegivistna iö eftir þvi og linna ekki látum að skamma mig. Ég vona þess vegna að mér fyrirgefist, þó ég noti tækifærið að bera þetta af mér einu sinni enn. En ég var að tala um skrifstofu mina já, ég hef komið upp handa leiklistardeildinni dálitlu safni góöra bóka og ágætu safni leik- ritahandrita, sem útlendar út- varpsstöðvar sem ég hef heimsótt eða skrifað til senda mér reglu- lega i hverjum mánuði. Svo hefur tengdasonur minn lánaö mérj málverk eftir sig til að hengja á veggina og allt þetta gerir vinnu- stofuna mina vistlega og viðkunnanlega. Gluggai minir vita I mót suðri, eins og ég hef áður drepið á, og það er sólskin úti og heitt i veðri. Aður en ég veit af er ég búinn að opna glugga til að hleypa inn dálitlu lifslofti. En ég er fljótur að loka honum aftur. Hávaðinn úr húsgrunni Seðlabankans ætlar að æra mig. Hérna handan við gang- inn er einn af minum ágætu sam- starfsmönnum i tæknideildinni að taka upp á segulband morgun- bænir með séra Þorgrimi, og mér veröur eitt andartak á að hugsa, hvorthávaðinn frá loftpressunum muni ekki koma inn á bandið með bæninni. En ég átta mig fljótt og minnist -þess að þegar við fluttum hingað átti (Jtvarpið nokkrar milljónir króna I byggingarsjóði og þeim var varið til þess að hljóðeinangra skonsurnar hér á 6. hæðinni, þar sem dagskrá út- varpsins er tekin upp, og svo til þess að greiða nokkurra ára fyr- irfram leigu, svo Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins gæti lokið við húsið sitt. Ég settist við skrif- borðið mitt og ætlaði að byrja að vinna, en það gekk ekki. Það sóttu að mér hugsanir, sem höfðu reyndar oft áður valdið mér óró- ieika, en ég hélt að ég væri búinn aö sigrast á þeim og þær mundu ekki trufla mig framar. En þvi var ekki að heilsa. Hugur minn tók á rás fjóra áratugi aftur i tim- ann til þeirra daga þegar ég, eftir auglýsingu þáverandi útvarps- stjóra, sótti um stöðu sem að- stoðarþulur útvarpsins og gekk undir samkeppnispróf við sjötug- asta mann. Þetta var á kreppuár- unum. Ég renni huganum til baka og dvel við nokkrar minningar frá þessu timabili ævi minnar og út- varpsins, margar góðar og skemmtilegar, fáeinar ekki góðar og ekki skemmtilegar. En ég ætla ekki að fara aö þreyta hlustendur á þeirri sögu, ég ætla að minnsta kosti að geyma mér það. En vegna þeirra atvika, sem ég hef verið að ræða hér á undan, heimtar ein þessara minninga að ég segi frá sér með nokkrum orð- um. Fyrir þvi nær fjórum árum varð útvarpið40 ára. Þá var hald- in veizla aö Hótel Borg og okkur starfsfólkinu var boðið i veizluna. Mér er það ákaflega minnisstætt, þegar þáverandi Menntamála- ráðherra, æðsti yfirmaður út- varpsins, steig I ræöustólinn og tilkynnti viðstöddum að hið háa Alþingi hefði gert samþykkt á þá leiö, að hér eftir skyldi útvarpið leggja til hliðar 5% af tekjum sin- um I byggingarsjóð. Það leyndi sér ekki i fasi ráðherrans, að hann taldi sig vera að flytja hér boðskap um heldur en ekki myndarlega afmælisgjöf til hins fertuga afmælisbarns. Þaö var auðséð að hann ætlaðist til að það yrði klappað — og það var klapp- að. En ráðherrann var 1 svo góðu skapi, að mega flytja þetta fagnaðarerindi, að hann tók að segja gamansögu, einhverja sögu sem átti vel við þetta hátiðlega tækifæri. Ég er nú búinn að gleyma sögunni, en ég man að mér þótti hún skemmtileg, og það var hlegið. Já, misjafnlega ferst forsjár- mönnum almannafjár við börnin sin. A þeim þvi nær 44 árum sem liðin eru frá þvi aö útvarpiö var stofnað, hafa mörg Alþingi setiö og margar rikisstjórnir. Aldrei fyrr en á þessu 40 ára afmæli haföi, svo ég viti til, neinum al- þingismanni né ráðherra dottið i hug að veita fé til þess aö byggja hús handa útvarpinu. Og þá var fjárveitingin með þessum myndarbrag, að útvarpiö mátti á næstu árum, og sennilega áratug- um, leggja til hliöar 5% af sinum eigin peningum og byggja svo yfir sig einhvern tima I framtiðinni. Þangaö til skyldi þaö kúldrast áfram i allt of þröngu húsnæði við ófullnægjandi tækjakost sem leigjandi hjá einhverri annarri rikisstofnun. Þessi 5% munu nema nálægt 15 milljónum á ári, og var byrjað að leggja þetta til hliöar á árinu 1972, svo þaö getur orðið langur á þessu ómagaháls- inn, ef það dæmi er reiknaö. Reyndar byggja nú margir, þó þeir eigi ekki fyrir öllum kostn- aði, flestir taka lán. Hver veit nema Seðlabankinn sæi aumur á útvarpinu, ef það tæki á sig rögg upp á Guð og lukkuna. Ég horfði og hlustaði á sjónvarpsviötal við nýja félagsmálaráöherrann á mikudaginn var. Hann var spurð- ur hvernig Rikisstjórnin ætlaði aö afla fjár i eitthvað, sem hún var I beknivi með. Hann savaraði mjög bljúgurásvip: ,,Ja, Seðlabankinn hjálpar nú kannski upp á sakirnar hjá okkur. Hann hefur fyrr verið okkur velviljaður”. Svo mér dett- ur i hug hvort ráðherra okkar út- varpsmanna, Menntamálaráö- herrann núverandi, mundi ekki lika með hógværö sinni geta lagt inn gott orð fyrir þessa marg- hrjáðu stofnun sina útvarpið, ef hún hristi af slenið. En svo ég sleppi öllu kallsi: Ég hef oft undrazt það hve stjórnmálamenn á tslandi hafa gjörsamlega brugðizt skyldum sinum við útvarpið. Við sem munum fyrstu ár þess, og þá kannski sérstaklega við, sem urð- um starfsmenn þess minnumst þess hve þjóðin var innilega glöð að eignast þessa stofnun. Eimskipafélagið var þá aö kom- ast i efni og orðið það hátt til hnésins, að það þurfti ekki lengur á gælunafni sinu aö halda: Öska- barn tslands. Þá tóku sér margir i munn þetta nafn um útvarpiö. Sér staklega held ég að það hafi verið fólkið I sveitum landsins, sem þótti vænt um útvarpið. En ekki heldur fulltrúar sveitakjördæm- anna á Alþingi hafa nokkurn tima, mér vitanlega, flutt um það tillögu að tryggja útvarpinu sómasamleg starfsskilyrði. En nú er útvarpið orðið það roskiö, að engum dettur lengur i hug aö kalla það barn, hvað þá Óskabarn íslands. Eiginlega held ég að það gælunafn sé ekki notaö um neina stofnun i landinu nú. Þaö er leitt til þess að vita. Hvernig væri að eitthvert lýöræðisblaöanna fimm, sem út eru gefin i Reykjavik, léti fara fram skoðanakönnum, þar sem vegfarendur yrðu spuröir þessarar spurningar: „Eruö þér meðmæltur þvi að gamalt og gott gælunafn, Óskabarn Islands, sem nú er laust til afnota verði gefið Seðlabankanum?” Ég legg til að fyrirspyrjandinn reki hljóönem- ann alveg fyrirvaralaust upp i andlitið á þeim, sem spurður er, og ljósmyndarinn sem er með honum smelli myndinni af um leið. Ég held að þetta yröi skemmtileg myndaseria. Ég hætti þessum vangaveltum. Mér verður hvort eð er ekkert úr verki, svo ég fer heim aö fá mér kaffisopa. Ég geng Ingólfsstræti, fram hjá bárujárnsgirðingu Seölabankans, og þegar ég er kominn fram hjá henni, veröur mér litiö yfir Arnarhólinn niöur á Kalkofnsveg. Hvaö er þetta sem ég sé? Stærðar skógur af grænum trjám á hreyfingu suður Kalk- ofnsveginn. Ég átta nig fljótt. Borgarstjórinn ungi er að búa til manneskjulegt umhverfi niöur I Austurstræti. Þetta eru tré i pott- um sem eiga að prýöa götuna. Nú vil ég ekki aö neinn haldi, að ég sé á móti því aö loka Austurstræti fyrir bilaumferð. Þvert á móti. Að visu hlýtur það aö skyggja mjög á ánægju okkar með þessa nýbreytni aö bæjaryfirvöldin skuli fyrir mörgum árum hafa fyrirbyggt það um allan aldur að vegfarendur Austurstrætis gætu hafiö augu sin upp á vesturloftiö, hversu fagur sem kvöldroðinn kann að vera, með þvi aö hlamma þar niður Morgunblaðshöllinni. Sjálfsagt hefur Birgir Isleifur ekki um þá óhæfu kennt, en hitt verður ekki afsakað, jafnvel með æsku borgarstj. að vita lóö á Arnarhólstúni undir Gabbróhöll Seðlabankans og loka þar meö um allan aldur fyrir Reykviking- um þeirri dýrlegustu útsýn sem til er i Reykjavik og nágrenni hennar, þegar búið veröur aö rifa stóra hjallinn sem kallaður er Sænska-frystihúsið. Þeir menn sem sliku valda, hvort sem þeir eru ungir eöa gamlir, eiga ekki aö taka sér I munn orðin „manneskjulegt umhverfi”, eða eins og leiöari Visis hét einn dag- inn: „Manneskjan i öndvegi”. Leiðarinn fjailaði um blómapott- ana I Austurstræti. Nei, komizt borgarstjórnin og Seölabankinn upp með þetta nú geta Reykvik- ingar átt það vist að eftir nokkur ár verði stytta Ingólfs Arnarson- ar flutt suður i Vatnsmýri og þvi sem eftir er af Arnarhóli úthlutað einhverri stofnun, sem þykir hafa til þess veröskuldun. Kannski verður Samvinnubankanum eða Alþýðubankanum þá vaxinn svo fiskur um hrygg aö þeir fái að byggja þar sina Gabbróhöllina hvor. Ég er vist búinn að tala of lengi. Ég vona aö mér verði talið það til málsbóta að ég hef alltaf siðan ég varð starfsmaöur útvarpsins haft i heiðri danskt orðsprok sem ég læröi ungur og er á islenzku eitt- hvað á þessa leið „Skóari, haltu þig við þinn leista”. En þó mér hafi orðiö skrafdrjúgt um þessi mál skal enginn halda að ég sé eini starfsmaður útvarpsins sem nú er heitt i hamsi. Stjórn starfs- mannfélags okkar hefur boöaö til fundar um málið og mun láta almenning frá sér heyra. Starfs- mönnum útvarpsins mun nú þykja mælirinn fullur og skekinn. Að lokum skora ég á, sem flesta Reykvikinga, aö leggja leið sina upp á Arnarhólinn næstu daga ef vel viðrar og taka með sér börn sin eða barnabörn. Þótt Sænska-frystihúsið kljúfi nú hina stórkostlegu útsýn af hólnum má þó sjá hvernig hún verður þegar búiö er að rifa það hrófatildur. Cató hinn eldri sem var á dög- um eitthvað tvö til þrjú hundruð árum fyrir Kristsburð og átti sæti i öldungaráöinu i Róm endaði all- ar ræöur sinar á sömu setning- unni sem hann hafði gert að kjör- oröi sinu, og mátti einu gilda um hvaö ræða hans hefði fjallaö. Þessi setning hljóðaði svo: „Svo lýsi ég að endingu yfir þeirri skoðun minni að leggja beri Karþagóborg i auðn”. Ég vil ljúka máli minu meö svipuðum hætti, og ég beini þeim tilmælum minum til allra þeirra, sem sjá um þætti I dagskrá útvarpsins að fara að minu dæmi, og enda jafn- an mál sitt á þessum orðum: „Arnarhóllinn er friðhelgur stað- ur, og skal vera þaö um allan ald- ur. Megi sú hönd visna sem hreyfir þann hóllL Þorsteinn 0. Stephensen. [bændurI ■ Gefið búfé yðar vítamín- og VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN I-k»XTUX Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir. smíÐaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 Ægir eignast bróður i fyrradag var undirritaður. samningur um byggingu á nýju varðskipi. Byggingarað- iiar eru Alborg Værft og Arhus Flydedok. Fyrir hönd tslands undirrituðu samninginn Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar og Egill Sig- urgeirsson hrl. en þeir eiga báðir sæti i byggingarnefnd auk óttars Karlssonar skipa- Apollo voru stödd 38 sjómilur norðvestur af Grimsey. Varðskipinu tókst að forðast árekstur i fyrstu, en eftir siendurteknar tilraunir tókst frei- gátunni að sigla á bakborðshlið varðskipsins, og urðu nokkrar skemmdir á skipunum. Varðskipið var á siglingu við Kolbeinsey, er freigátan stefndi að þvi. Freigátan notaði sömu að- ferðir og dráttarbátarnir og freigáturnar hafa notað, það er að sigla varðskipið uppi, beygja og reyna að slá skutnum i hlið varð- skipsins. Eftir itrekaðar tilraunir tókst freigátunni að slá skutnum i varðskipið og skullu afturhlutar skipanna saman. Eftirtaldar skemmdir urðu á Ægi: gat kom efst í ljósavélarúmi og varð smá leki. A freigátunni bognuðu sjö bönd inn stjórnborðs- megin um eitt og hálft fet fyrir neðan þilfar. Varðskipið Ægir hafði ekki orð- ið vart við brezkan togara allt frá Langanesi, og enginn brezkur togari var sjáanlegur nálægt árekstrarstað. Það er enginn vafi á að áreksturinn var beinn ásetningur af hálfu brezku freigátunnar Apollo”. Fréttastofan Rauter og NTB sendu út fréttaskeyti um atburð þennan og eru þau byggð á heimildum i brezka varnarmála- ráðuneytinu. Að venju ber þeim heimildum ekki saman viö frá- sögn Landhelgisgæzlunnar. Fréttaskeytið hljóðaði svo: „LONDON 29.8 NTB—REUTER, — Brezka freigátan Apollo og is- lenzka varðskipið Ægir lentu á miðvikudag i árekstri á miðun- um norður af tslandi, segja heimildir i varnarmálaráöuneyt- inu i London. Samkvæmt heimildunum varð áreksturinn, þegar Apollo var að vernda hóp brezkra togara, sem voru að veiöum innan nýju 50 milna markanna við Island, en Bretland viðurkennir ekki þessi mörk. Heimildirnar segja, að Ægir hafi skyndilega breytt um stefnu og siglt rétt fyrir framan stefni brezku freigátunnar. Um leið og Ægir gerði þetta gaf hann frá sér tvö hljóðmerki. Apollo reyndi að komast hjá árekstri, en þaö reyndist ekki mögulegt. Brezka varnarmálaráöuneytiö heldur þvi fram, að áreksturinn hafi stafað af hættulegum tilburð- um islenzka varðskipsins. „Litlar skemmdir urðu á skip- unum”. Timinn hafði samband við Haf- stein Hafsteinsson hjá Land- helgisgæzlunni og spuröi hann, hvaö honum þætti um frétta- skeytiö frá NTB og Reuter. „Þessi fréttaflutningur dæmir sig alveg sjálfur, enda er hann byggður á heimildum i brezka ráðuneytinu. Ég held, að sú stað- reynd, ein út af fyrir sig, aö Ægir gengur aðeins 20 sjómilur, en freigátan gengur um 30 milur, sýni, að fréttin er helber ósann- indi”, sagði Hafsteinn. — gj- verkfræðings og Guömundar Kærnested skipherra. Skipið verður afhent i desember 1974, og er samn- ingsverð d. kr. 29 millj. 642 þúsund, og nemur það sam- kvæmt núverandi gengi i Is- lenzkum krónum 416 millj. 381 þúsundum. Hið nýja skip verður i öllum megin atriðum eins og varðskipið Ægir. 0 Vísi stefnt halda þvi fram, að Vísir sé meö ótuktarskap og kvikindis- hátt. Slikt tiðkast ekki hér á blaðinu. Við höfum ekki enn rætt viö lögfræðing blaðsins, en við höföum mál á móti, ef ástæða þykir til. Ekki skortir nú meiðyröin i okkar garð I bréfinu. Úr þessu þarf að skera Eins og sjá má, stendur hér fullyrðing gegn fullyrðingu, en vonandi fæst úr þvi skorið, hver fer með rétt mál, því að vitaskuld er það með öllu óvið- unandi, ef blaðamenn leyfa sér að afbaka orð manna eða gera þeim upp orð, sem þeir i'iafa aldrei látið út úr sér, sem og hitt, að menn sem tekið hafa meira upp i sig en þeir eru menn til aö standa við, fái átölulaust að veitast að blaða- mönnum og ásaka þá um lyg- ar. Loks má hnýta þvi hér aftan i, að Páll Heiðar Jónsson mun ræða við Þórunni og önund i þætti sinum, „Vikan sem var”, á laugardaginn kemur. HHJ 0 Sviptingar Norðurár, sagöi Timanum, að leigutilboðin hljóðuðu upp á eitt til fimm ár, en til lengri tima hefði aldrei komið til greina að leigja ána. Sum leigutilboðin eru til mismunandi timalengdar og þannig gerði Stangaveiðifélagiö fimm mismunandi tilboð. Ymsar blikur eru á lofti, og virðist einsýnt, að Stangaveiðifé- lagið verði að sæta allhörðum kostum, ef það á að halda ánni. Meðal annars mun vérða að láta veiðihús i landi Litla-Skarös, sem talin eru tiu milljón króna virði eða meira, renna til veiðieigenda að loknu leigutimabilinu, ef það ætlar sér að halda ánni. Þess er þó að gæta, að á þvi hvila miklar veðskuldir, sem stofnað var til vegna byggingar veiðihússins viö Grimsá. Mun halli hafa orðiö á rekstri félagsins i Borgarfirði tvö siöustu ár, og bandarisk ferða- skrifstofa, Mayfair Travel, er það hafði samið við um sölu á veiöi- leyfum i Bandarikjunum, hefur sagt upp þeim samningum, þar sem hún hagnaðist ekki á þessum viðskiptum. Komið hefur til greina, að Páll Jónsson og feröaskrifstofa Zoéga gangi til samninga viö Stanga- veiðifélagiö gegn þvi, aö þeir aðil- ar fái ána til umráða og leigu handa útlendingum á timabilinu frá 1. júli til 5. ágúst. Um allt þetta hélt fulltrúaráð Stangaveiðifélags Reykjavikur fulltrúaráðsfund á þriðjudags- kvöldið, og I kvöld hefur verið boðað til almenns félagsfundar til þess að ráða til lykta, hvaö gera skuli. Blaðinu tókst ekki i gærkvöldi að ná i Barða Friðriksson, for- mann Stangaveiðifélags Reykja- vikur, og flestir aðrir, sem blaðið haföi tal, af vörðust aö mestu leyti frétta af þessu máli, er margir munu iáta sig miklu skipta. Atvinna Viljum ráða nú þegar bifreiðastjóra og af- greiðslumann i vörugeymslu. Kaupfélag Árnesinga Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.