Tíminn - 01.11.1973, Síða 1
fóðurvörur
ÞEKKTAR,
UM
LAND
ALLT
íwotellof™/?!
VEITINGABÚD
„Hótel Loftleiðir" er nýjung I hótel-
- rekstrl hérlendis, sem hefur náð skjót-
um vinsældum. Góðar veitlngar, lipur I
þjónusta, lágt verð —og opið fyrir allar
aldir!
BÝDUR NOKKUR BETUR!
Viljayfirlýsing íslands og Gambíu um títanbræðslu:
Títan-sandur frá Gambíu
unninn á Norðurlandi?
100 þúsund tonna bræðsla veitir 209 manns atvinnu og notar 42 MW af raforku
MAGNÚS Kjartansson, iðnaöar-
ráðherra, kynnti á fundi nieð
blaðaniönnum i gær viljayfirlýs-
ingu, sem fulltrúar islands og
Ganibiu hafa undirritað varðandi
ntöguleika á samvinnu landanna
um notkun á titaniumrikum sandi
frá Gambiu til framlciðslu á
titaniumgjalli og járni með raf-
bræðslu hérlendis. Sagði ráðherr-
ann aðspurður, að sennilega yrði
áhugi á að kanna, hvort heppilegt
yrði að staðsetja þessa verk-
sntiðju á Norðurlandi i tengslum
við virkjun i Dettifossi, en könnun
á virkjunarmögulcikum þar væri
nú að ijúka.
Næstu skref i þessu máli er að
gera á þvi itarlegri rannsóknir,
hvort hagkvæmt sé að koma
þessu fyrirtæki á laggirnar. Fyrst
verður gerð hagkvæmnisathugun
á nýtingargildi titanium-sandsins
i Gambiu, og ef hún reynist
jákvæð, þá verður gerð hag-
kvæmnisathugun á bræðslunni
hérlendis. Frumathuganir i þessu
efni benda til þess, að 100 þúsund
tonna bræðsla yrði mjög hag-
kvæm, en hún myndi veita 209
manns atvinnu og r.ota 42 meta
vött af raforku. Gróft áætlaður
stofnkostnaður er um 2.5 millj
arðar.
Á blaðamannafundinum kom
m.a. fram eftirfarandi:
Hinn 22. þ.m. undirrituðu i
Vinarborg Ingi R. Helgason, hrl.
og Árni Snævarr, ráðuneytis-
Framhald á bls. 13
Dý rir menn, Nixon og Pompidou:
Nixon og Pompidou iáta svalann
islenzka leika um höfuö sér.
Sameigin-
leg kaup
á leigu-
bílum?
UM ÞESSAR mundir er
Úlfur Markússon, formaður
bifreiðastjórafélagsins
Frama, erlendis þeirra
erinda að kynna sér
rekstrargrundvöll leigubif-
reiða i Danmörku, Sviþjóð og
Norcgi.
Úlfur sagði i viðtali við
Timann að hann mundi m.a.
kynna sér nýjungar i af-
greiðslukerfum bifreiða-
stöðva i þessum löndum. Þá
mundi hann kynna sér þann
hátt, sem hafður er á inn-
kaupum leigubifreiða i Dan-
mörku. Þar kaupa bilstjór-
arnir ekki bilana hver fyrir
sig, heldur eru keyptir
nokkur hundruð bilar i einu
og bifreiðaverksmiður i
mörgum löndum látnar gera
tilboð. Með þessu móti
verður kaupverð bilanna
mun lægra en ella yrði. Úlfur
sagði, að til álita kæmi að
nota svipaðar aðferðir við
kaup leigubila hingað til
lands. —HHJ
Stjórnmála-
samband við
Kenýu
KIKISSTJORNIR islands og
Kenýu hafa ákveðið að taka upp
stjórnmáiasamband.
Sendiherra Kenýu á Islandi
mun hafa aðsetur i Stokkhólmi,
en ákvörðun hefir eigi enn verið
tekin hvað snertir aðsetur
islenzks sendiherra i Kenýu.
Utanríkisráðuneytið
30. október 1973.
Frökkum og Bandaríkjamönnum
sendur 17,5 milljóna reikningur
— NEFNDIN, sem annaðist
undirbúning að komu forsetanna,
Nixons og Pompidous, til Reykja-
víkur f vor og sá um framkvæmd
viðræðna þeirra 31. maí og 1. júni,
hefur þegargengið frá endanlegu
uppgjöri, sem islenzka rikið hafði
af fundinum, sagði Hannes Jóns-
son, blaðafulltrúi rikisstjórnar-
Róðizt á
vaktmann
í togara
RÁÐIZT var á vaktmann um borð
itogara i Reykjavikurhöfn i fyrri-
nótt. Maðurinn, sem orðinn er
aldraður, meiddist i átökunum.
Auk annarra mciðsla eru brákuö I
honum þrjú rifbein, og er hann
marinn og skrámaður.
Það voru skipverjar á tog-
aranum, sem var nýkominn úr
siglingu, sem réðust á manninn.
Þeir voru drukknir og virðist sem
ástæðulítið hafi verið fyrir þá að
veitast að manninum.
innar, er Tfminn spurðist fyrir
um þetta atriði i gær, Hann nam
samtals hálfri átjándu milljón
króna, og þetta fé hefur utanrikis-
ráðuneytið verið beðið að inn-
heimta eftir venjulegum milli-
rikjaleiðum.
Hannes sagði, að þarna væri þó
ekki meðtalin risna, laun fastra
embættismánna og löggæzlu-
manna, sem verið hefðu að
störfum hvort eð var, og sitthvað
fleira tæki islenzka rikið á sig.
— Kostnaðurinn skiptist i þrjá
aðalliði, sagði Hannes. Fyrst er
kostnaður vegna fundarstaðar-
ins, 5,1 milljón króna, breytinga á
honum og ýmiss konar útbúnaðar
Kjarvalsstaða. 1 öðru lagi er 8,1
milljón króna vegna aukalög-
gæzlu, útboðs sérstakra löggæzlu-
manna til viðbótar föstu iög-
gæzluiiði, sem einnig var að
störfum vegna fundarins, þótt
ekki sé krafizt sérstakrar
greiðslu af þeim sökum. Loks eru
svo 43 milljónir króna, sem póst-
og simamálastjórnin borgaöi til
bráðabirgða vegna alls konar út-
búnaðar og framkvæmda að
beiðni fundarboðenda vegna fjar-
skiptaaðstöðu fyrir forsetana og
fylgdarlið þeirra.
Við spurðum Hannes, hvort
kostnaðurinn við fundinn hefði
ekki i rauninni orðið meiri.
— Jú, svaraði Hannes. Eins og
ég sagði áðan, er ekki reikningur
gerður vegna risnu, sem islenzka
rikið hafði i sambandi við
fundinn, og ýmislegt fleira, er
eðlilegt þótti, að við Islendingar,
gestgjafar, tækjum á okkur. Á
hinn bóginn höfum við alltaf litið
svo á, að fundarboðendur ættuað
greiða allan aukakostnaö, sem
islenzka rikið hafði af fundi
Nixons og Pompidous, enda var
þarna eingöngu um að ræða sam-
fundi þeirra og samræður, og
tslendingar áttuenga aðildaðþeim
— Hvernig skiptist svo kost-
naðurinn á milli Frakka og
Bandarikjamanna?
— Það höfum við ekki greint i
sundur, svaraði Hannes, Við
teljumþaðmál Frakka og Banda-
rikjamanna sjálfra, hvernig þeir
skipta kostnaðinum á milli sin.
1 undirbúningsnefndinni áttu
sæti, auk Hannesar ráðuneytis-
stjórarnir Baldur Möller, Guð-
mundur Benediktsson og Pétur
Thorsteinsson. —JH
Hermennirnir farnir
úr flugvallarhliðinu
UM MIÐNÆTTI s.I. hurfu
bandariskir hermenn úr aöalhliöi
Keflavikurflugvallar, og eftir-
leiðis munu eingöngu islenzkir
löggæzlumenn gæta hliðsins.
Síðan varnarliðið kom til lands-
ins vorið 1951 hafa bandariskir
herlögreglumenn og islenzkir lög-
regluþjónar gætt hliðsins. Hefur
engum verið hleypt inn á flugvöll-
inn án þeirra leyfis Og ekki mega
menn fara út af svæðinu nema
gerð sé tollskoðun á þeim eða i
bilum þeirra, ef svo ber við að
horfa. Sfðan Keflavikurflug-
völlur var gerður að alþjóðlegri
flugstöð og islenzku flugfélögin
hófu áætlunarflug um völlinn,
hefur mörgum verið varðstaða
hermannanna i hliðinu þyrnir i
augum, og þótt litt við hæfi, að
þeir hefðu afskipti af islenzkum
og erlendum ferðamönnum, sem
leið eiga um flugstöðina, þó svo
að varnarliðið hafi aðsetur á
Keflavikurflugvelli.
Vegna aukinnar varðgæzlu
Islendinga i hliðinu þarf að fjölga
i lögregluliði Keflavikurflugvall-
ar. Nokkrar lögregluþjónsstöður
voru auglýstar og er nú verið að
vinna úr umsóknum.
OO.