Tíminn - 01.11.1973, Side 10

Tíminn - 01.11.1973, Side 10
10 TÍMINN Fimmtudagur 1. nóvember 1973. Fimmtudagur 1. nóvember 1973. TÍMINN 11 íslenzku hjónin Jóhann og Kristin Eyfells opnuðu 21. október s.l. sýningu vestan hafs á nýjustu listaverkum sinum, nánar tiltekið i ,,Bastillion by the sea”, New Smyrna Beach á Flórida. Meðfylgjandi myndir eru af nokkrum skúlptúrverkum þeirra, sem á sýningunni eru, og einnig af þeim hjónunum sjálfum. Óhætt er að segja, að þau hafa náð langt i list sinni. Sem dæmi um það má geta þess, að þau áttu bæði verk á sýningu úrvalsverka banda- riskra listamanna á Ólympiuleikunum i Múnchen i fyrra. Undanfarin ár hafa þau ýmisst dvalizt hér á landi eða i Banda- rikjunum, þar sem þau kynntust, er þau voru við nám við sama háskóla i Kaliforniu. Jóhann lauk prófi i húsagerðarlist (B.Arch.) og einnig i listfræði (M.F.A. gráða). Kristin lauk prófi i sálarfræði og einnig i listfræði (hefur gráðuna A.B.F.A.), Siðari hluta náms sins stunduðu þau við háskólann á Flórida, og þar luku þau prófum. Þau hjónin hafa á siðustu árum sýnt viða i austurrikjum Banda- rikjanna og einnig i Evrópu. Skúlptúrverkin á sýningunni á Flórida eru úr málmi, stein- steypu og asbest-steypu. Myndirnar tók Kristin Eyfells. -Step Fangavarðafélag stofnað I vörbum lyrir hliöstæöri menntunaraöstöðu og lög- reglumenn nú njóta. Samkvæmt lögum Fanga- varðafélags Islands er félagið deild innan Starfsmanna- félags ríkisstofnana. kjarasamningum, sem unnt er, til að jafna það misræmi, sem er á launum fangavarða og annarra stétta, sem vinna hliðstæð störf, jafnframt þvi sem fundurinn skorar á stjórnvöld að þau siái fanga- FÖSTUDAGINN 25. október s.l. var formlega gcngið frá stofnun Fangavarðafélags ís- lands, en scrstök nefnd fanga- varða hafði áður unniö að undirbúningi málsins. Sam- kvæmt lögum félagsins ciga allir starfandi fangaverðir á islandi rétt til aðildar að félaginu. Kinn mcgintilgangur félagsins er að fylgjast mcð þvi, að kjarasamningar, er varða fangaverði,séu haldnir, að réttindi starfsmanna séu i heiðri höfð og að bæta hag þeirra eftir þvi sem við verður kom ið. Stjórn Fangavarðafélags Is- lands skipa þessir menn: Fri- mann Sigurðsson, Litla- Hrauni, formaður, en aðrir i stjórn voru kosnir: Anna Ing- varsdóttir, Fangageymslunni, Hverfisgötu, Haukur Nielsson, Hegningarhúsinu, Jón Sigurðsson, Litla-Hrauni og Örn Ármann Sigurðsson, Fangelsinu Sfðumúla. 1 vara- stjórn voru kosnir: Gunnar Kristinsson, Hegningarhusinu og Gunnar Marinósson, Fangelsinu Siðumúla. Á fundinum var einróma samþykkt tillaga um að beina þvi til hluteigandi aðila, aö allt verði gert i yfirstandandi VISINDASTYRKIR A-BANDALAGSINS fimmtudag klukkan fimm. Dr. Guðmundur Sigvaldason, sem er fulltrúi islands i Visindanefnd At- lantshafsbandalagsins, mun flytja inngangsorð, en prófessor deKeyser, formaður ráðgjafa- nefndarinnar, mun kynna vis- indastarfsemi og styrkveitingar Atlantshafsbandalagsins. Spurn- ingum um starfsemina verður jafnframt svaraö. Atlantshafsbandalagið veitir mikla og vaxandi visindastyrki. Eru islenzkir visindamenn hvatt- ir til þess að kynna sér þá mögu- leika, sem þarna eru til þess að fá styrki til ýmiss konar visinda- starfsemi hér á landi. Eru allir velkomnir til þessa fundar. Þessa dagana er stödd hér á landi ráðgjafanefnd uin úthlutun vís- indastyrkja Atlantshafsbanda- lagsins. i nefndinni eiga sæti 7 þekktir visindamenn frá með- limarikjunum. Hún fjallar um allar umsóknir um visindastyrki, sem bandaiaginu berast. Nefndin heldur þrjá fundi á ári hverju. Einn af þessum fundum er hald- inn til skiptis i meðlimarikjum. Pannig fá nefndarinenn tækifæri til þess að kynnast visindastarf- semi þar. Kynning á styrkveitingum og visindastarfsemi Atlantshafs- bandalagsins verður á fundi i Átt- hagasal Hótel Sögu næstkomandi EYFELLS SYNA A FLORIDA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.