Tíminn - 16.11.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur 16. nóvember 1973.
TÍMINN
11
ÍJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Iielgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aöalstræti 7, simi 26S00 — afgreiösiusími 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
I lausasöiu 22 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f.
Umbótastefnan
Málgögn Sjálfstæðismanna hampa oft þeim
áróðri að ekki sé um að ræða nema tvær höfuð
stefnur i stjórnmálum, sósialismann og sjálf-
stæðisstefnuna, sem þeir nefna öðru nafni
frjálshyggju. Samkvæmt málflutningi þeirra
snýst stjórnmálabaráttan fyrst og fremst um
þessar tvær stefnur.
Þegar rætt er um sósialsima, eins og hann
hefur reynzt i framkvæmd, er allajafna átt við
stjórnarhættina i Austur-Evrópu. í stytztu máli
má segja, að höfuðeinkenni þeirra stjórnar-
hátta sé skipulag án frelsis. Þar er reynt að
skipuleggja alla hluti sem mest ofan frá, en
afleiðing þess verður, að pólitiskt frelsi, og
raunar annað valfrelsi einstaklinganna, verður
litið eða ekkert. Þótt ýmislegt geti unnizt á með
slikri ofskipulagningu, hafa jafnhliða komið i
ljós svo margir og miklir annmarkar, að slikir
stjórnarhættir geta ekki þótt eftirsóknarverðir.
Þegar rætt er um frjálshyggjuna, eða
sjálfstæðisstefnuna öðru nafni er fyrst og
fremst haft i huga það stjórnarfar, sem er rikj-
andi i Bandarikjunum. Segja má, að höfuðein-
kenni þess sé frelsi án skipulags. Einstaklingn-
um er þá gefinn sem frjálsastur taumurinn og
öll opinber afskipti höfð sem allra minnst.
Afleiðingar þess verða þær, að auður og völd
dragast mjög á fárra manna hendur, annars
vegar blasir við mikill stórgróði tiltölulega fá-
mennrar auðstéttar, en hins vegar örbirgð
mikils fjölda, m.a. fjölmenns kynþáttar. Hin
harða og óvægna samkeppni leiðir til margvis-
legra glæpa. Óneitanlega leiðir þetta sam-
keppnisfyrirkomulag til mikilla verklegra og
tæknilegra framfara, en ókostirnir, sem
fylgja þvi, eru lika stórkostlegir.
Það verður þvi ekki sagt, að þessi tvö
stjórnarform, eða annars vegar skipulag án
frelsis og hins vegar frelsi án skipulags, hafi
gefizt vel. Þess vegna hefur komið til sögu
þriðja stefnan,sem hefur mótað stjórnarfarið á
Norðurlöndum og hjá fleiri vestrænum þjóð
um, og borin hefur verið uppi af hófsömum
jafnaðarmönnum og umbótasinnuðum
miðflokkum. Einkenni þessarar stefnu er frelsi
með skipulagi. Markmið þessarar stefnu er að
veita einstaklingnum sem raunhæfast frelsi,
án þess þó að verða öðrum að tjóni og beita til
þess hóflegu skipulagi, tryggingum og öðrum
aðgerðum til að búa jafnt hinum veikbyggða
sem hinum sterka mannsæmandi lifskjör.
Óneitanlega hefur þessi stefna náð beztum
árangri og sést það gleggst, þegar borið er
saman ástandið á Norðurlöndum annars vegar
og i Sovétrikjunum og Bandarikjunum hins
vegar.
Það ber að viðurkenna, að Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur tekið nokkurt tillit til þessarar
stefnu, þegar hann hefur þurft að vinna með
öðrum flokkum, eins og Framsóknarflokknum
og Alþýðuflokknum. Siðan flokkurinn lenti i
stjórnarandstöðu, hefur hann hins vegar færzt
til hægri og virðist nú ekki sjá aðra fyrirmynd
en hina skefjalausu og óheftu samkeppni. Til
að réttlæta þessa öfugþróun reynir hann að
gera sem mest úr sósialismagrýlunni. Umbóta
stefnu Norðurlandaþjóðanna þykist hann ekki
sjá. Þ.Þ.
...................................................."1
ERLENT YFIRLIT
Stóru flokkarnir
tapa í Bretlandi
Frjálslyndi flokkurinn styrkir stöðu sína
Margo McDonald
í SÍÐUSTU viku fóru fram
samtimis aukakosningar i
fjórum kjördæmum í Bret-
landi. Ihaldsflokkurinn hafði
öruggan meirihluta i þremur
þeirra i kosningunum 1970, en
Verkamannaflokkurinn hafði
þá öruggan meirihluta i einu
þeirra. Ef allt hefði verið með
felldu, átti þvi engin breyting
að verða i aukakosningunum.
Þrátt fyrir það var úrslitanna
beðið með verulegri eftirvænt-
ingu i Bretlandi og viðar.
Astæðan var sú, að þau þóttu
geta orðið veruleg visbending
um fylgi flokkanna um þessar
mundir. M.a. myndu þau leiða
I ljós, hvort fylgishrun thalds-
flokksins héldi áfram, en hann
hafði beðið stórfellda ósigra i
aukakosningum fyrr á þessu
ári.
Þessu til viðbótar bættist
svo það, að allir þrir helztu
flokkarnir, þ.e. thaldsflokkur-
inn, Verkamannaflokkurinn
og Frjálslyndi flokkurinn,
höfðu haldið flokksþing i haust
og markað sér þar málefna-
stöðu með tilliti til þess, að
timinn væri að styttast tii
aðalkosninganna. Frjálslyndi
flokkurinn hafði markað sér
framfarasinnaða • stefnuskrá,
þar sem bæði var hafnað
ihaldi og sdsialisma. Þing
hans hafði einkennzt af mikl-
um sigurvilja og bjartsýni,
enda hafði hlutur hans orðið
góður i aukakosningum að
undanförnu, og skoðana-
kannanir höfðu verið honum
hagstæðar. Þing Verka-
mannaflokksins hafði ein-
kennzt af þvi, að flokkurinn
skipaði sér mun meira til
vinstri en áður, og lofaði m.a.
stórfelldri þjóðnýtingu. Meiri
eining hafði náðst á þinginu
um þessa stefnu en spáð hafði
verið fyrirfram. thalds-
flokkurinn hafði á þingi sinu
lýst fylgi við hófsama ihalds-
stefnu, og skipaði sér þvi ekki
eins langt til hægri og rfkis-
stjórn hans hafði gert, fyrst
eftir að hún kom til valda.
Þessi nýja stefnumörkun
flokkanna átti sinn þátt i þvi,
að umræddum aukakosning-
um var veitt talsvert meiri at-
hygli en ella.
FYRIR kosningarnar hafði
þvi verið spáð, að héldi thalds-
flokkurinn áfram aðtapa, gæti
hann beðið ósigur i tveimur
kjördæmanna, þrátt fyrir
öruggan meirihluta i þeim
1970. t báðum þessum kjör-
dæmum var Frjálslynda
flokknum spáð sigri, ef thalds-
flokkurinn tapaði. Hann hafði
þó ekki boðið fram i öðru
þeirra, Hove, i kosningunum
1970, en i hinu, Berwick-upon-
Tweed, hafði hann haft minna
fylgi en Verkamannaflokkur-
inn 1970. t þriðja kjördæminu,
þar sem thaldsflokkurinn
hafði sigrað 1970, Edinburgh
North, var hann talinn likleg-
ur til að halda þingsætinu. Or-
slitin urðu lfka þau, að hann
hélt Edinburgh North, en at-
kvæðatala hans lækkaði i 7.208
úr 13.005, sem hann fékk 1970.
Verkamannaflokkurinn fékk
nú 4.467 atkvæði, en fékk 9.127
i kosningunum 1970 og hafði
þvi tapað enn meira fylgi en
Ihaldsflokkurinn. Frjálslyndi
flokkurinn fékk 3.431 atkvæði i
stað 2.475 i kosningunum 1970.
Hins vegar fékk flokkur
skozkra þjóðernissinna 3.526
atkvæði, en hann hafði ekki
boðið fram i kosningunum
1970.
Ihaldsflokknum tókst að
halda Hove-kjördæminu, en
úrslitin þar urðu samt mikill
sigur fyrir Frjálslynda flokk-
inn. Ihaldsflokkurinn fékk nú
22.070 atkvæði i stað 34.287 i
kosningunum 1970. Frambjóð-
andi Verkamannaflokksins
fékk 5.335 atkvæði i stað 15.639
I kosningunum 1970, og hafði
flokkurinn þvi tapað tveimur
þriðju af fylgi sinu. Frjáls-
lyndi flokkurinn fékk hins veg-
ar 17.224 atkvæði nú, en hann
bauð ekki fram i kjördæminu
1970. Hann vann þannig mikið
fylgi frá báðum aðalflokkun-
um.
1 Berwick-upon-Tweed urðu
úrslitin þau, að thaldsflokkur-
inn missti þingsætið til Frjáls-
lynda flokksins, en með aðeins
57 atkvæða mun. Frjálslyndi
flokkurinn fékk nú 12.489 at-
kvæði i stað 6.741 i kösningun-
um 1970. thaldsflokkurinn
fékk 12.432 atkvæði i stað
15.558 i kosningunum 1970.
Verkamannaflokkurinn fékk
nú 6.178 atkvæði, en fékk 8.413
I kosningunum 1970.
Niðurstaðan i þessum þrem-
ur kjördæmum var þvi sú, að
sigurganga Frjálslynda
flokksins hélt áfram, en
Ihaldsflokkurinn stóð sig þó
mun betur en i aukakosning-
unum fyrr á árinu. Þetta þykir
benda til þess, að hann sé að
vinna sér aukið traust aftur.
Hins vegar voru úrslitin mjög
óhagstæð fyrir Verkamanna-
flokkinn, og er þó eftir að
greina frá úrslitunum i þvi
kjördæmi, þar sem ósigur
hans varð mestur.
1 ÞESSU kjördæmi, Glas-
gow Govan, hefur Verka-
mannaflokkurinn jafnan átt
öruggan meirihluta. 1 þing-
kosningunum 1970 fékk
flokkurinn þar 13.443 atkvæði,
Ihaldsflokkurinn fékk 6.301 og
skozki þjóðernisflokkurinn
2.294 atkvæði. Úrslitin nú urðu
á þá leið, að skozki þjóðernis-
flokkurinn vann þingsætið og
fékk 6.360 atkvæði, frambjóð-
andi Verkamannaflokksins
fékk 5.789 atkvæði, frambjóð-
andi íhaldsflokksins 1.780 og
frambjóðandi Frjálslynda
flokksins 1.239, en flokkurinn
bauðekki fram i kosningunum
1970.
Sigur skozkra þjóðernis-
sinna kom á óvart. Hann er
einkum talinn sprottinn af
tveimur ástæðum. Onnur var
sú, að hann hafði mjög ske-
leggan frambjóðanda, frú
Margo McDonald, sem er tæp-
lega þritug að aldri. Hin er sú,
að hann hefur rekið mjög ein-
dregið þann áróður, að Skot-
land eigi að njóta meiri
hagnaðar af oliuvinnslu úr
hafsbotni, sem er að hefjast
undan ströndum landsins. Það
sást einnig á úrslitunum i
Edinburgh North, að þessi
áróður hefur viðar borið
árangur en i Glasgow.
Eftir að ljóst varð um kosn-
ingaúrslitin, hefur sú hug-
mynd aftur komizt á dagskrá,
að Frjálslyndi flokkurinn hafi
kosningabandalag við þjóð-
ernissinna i Skotlandi og Wal-
es i næstu kosningum. Frjáls-
lyndi flokkurinn styður ein-
dregið kröfur Skota og Wales-
búa um sérstakt þing og aukna
heimastjórn. Ef þetta kosn-
ingabandalag tækist, kynni
það að geta orðið sigursælt i
umræddum landshlutum.
ÚRSLIT þessara aukakosn-
inga valda báðum stóru
flokkunum áhyggjum, en þó
meiri hjá Verkamannaflokkn-
um. Það hefur sjaldan komið
fyrir áður, að óánægja með
rikisstjórnina hafi ekki orðið
tn ávinnings fyrir stærsta
stjórnarandstöðuflokkinn.
Bersýnilegt er, að eins og sak-
ir standa, njóta hvorki forysta
né stefna Verkamannaflokks-
ins nægilegs trausts.
Ýmsir halda þvi fram, að
þetta stafi m.a. af þvi, að
sosialdemokratiskir flokkar
séu i öldudal um þessar mund-
ir. Til þess bendi m.a. úrslit
þingkosninganna i Noregi og
Sviþjóð. Þó geti ósigur þessi
orðið mestur i Danmörku. Þá
benda skoðanakannanir i
Vestur-Þýzkalandi til þess, að
sosialdemokratar séu að tapa
fylgi, en frjálslyndir demo-
kratar vinni á.
Þ.Þ.