Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Laugardagur 17. nóvember 1973. Laugardagur 17. nóvember 1973. Séft til norftvesturs frá Svalvogum. Skagahlfftar I baksýn. BÓNDI OG VEGAGERÐARMAÐUR Sagt frá vegagerð Elísar á Kjaransstöðum í Dýrafirði Ljósmyndir: Séra Stefán Eggertsson UM nokkurra ára skeift hefur vegurinn frá Þingeyri út meft Dýrafirfti sunnanverftum aft Sval- vogum verift i tölu þjóftvega. All- langt er siftan farift var aft vinna vift þjóftveginn frá Keldudal aft Svalvogum. Kkki hafði lengi verift unnift, þgar babb koin i bátinn. I>ótt vegarstæftift væri bátt uppi i hlift olli laus sandur vcgagerftarmönnum miklum erfiftleikum. Þar á ofan varft bleyta og ýmislcgt fleira til þcss aft lcfja verkift. Fjárskortur hamlaði þvi lika að hægt væri aö sprengja á svo kölluðum Ófærukletti. Sakir alls þessa var verkið loks látið niður falla. I vor er leiö var Elis Kjaran Friðfinnsson, bóndi að Kjarans- stöðum I Dýrafirði, til þess fenginn ásamt syni sinum Ragnari, að hreinsa þann hluta vegarins, sem tekizt hafði að ljúka. Það var töluvert verk, þvi að vegurinn liggur um lausar skriður, þar sem hætt er við grjóthruni. Likast til hefðu flestir látið sér nægja að gera það, sem þeim hafift verið falið og láta þar stað- ar numið. En þeim feðgum Elis og Ragnari var öðru visi farið. Þegar þeir voru komnir á leiðar- enda, ákváðu þeir að freista þess, hvort ekki mætti komast lengra, þótt fátt hefðu þeir tækja annað en eina ýtu litla og væru tveir einir saman. Það er skemmst af verki þeirra feðga að segja, að með útsjónar- semi og harðfylgi tókst þeim á ótrúlega skömmum tima að marka veg i fjallshliðina, þótt snarbrött væri og grýtt, svo að i ofanverðum ágústmánuði voru þeir komnir i hlað i Svalvogum. Nú þótti feðgum iilt að láta við svo búið standa og vildu enn reyna, hvort ekki yrði áfram haldið að Hrafnabjörgum i Arnarfirði, en bæirnir tveir i Lokinhamradal hafa til þessa verið án bilvegasambands. Þeim feðgum varð þó ekki að þeirri von sinni á þessu sumri og kom þar margt til, en sýnt þykir, að það muni takast á sumri komanda, með góðum vilja, enda hafa varið gerðar ráðstafanir til þess að sá hluti vegarins verði tekinn i tölu sýsluvega. Mikið gagn og margvislegt má af þessum vegum hafa. Það fyrst, að hann tengir byggð ból, sem ekki hafa notið vegar áður. 1 öðru lagi er i Svalvogum vitavarðar- bústaður og þar yzt á nesinu á milli Arnarfjarðar og Dýra- fjarðar er ljósviti. sem mjög er mikilvægur siglingum öllum við Vestfirði. Rafstöðin þar er knúin með oliu og til þessa hefur þurft að dæla eldsneytinu á land úr vitaskipum. Aðstæður eru allar hinar verstu, eins og gefur að skilja, þvi að engin er höfnin og ströndin veit að opnu hafi. Þegar vegurinn er kominn verður hins vegar hægt að aka oliunni i tankbil frá Þingeyri og þarf ekki að eyða áð þvi orðum, hvilikt hagræði og öryggi væri að þvi. 1 þriðja lagi er þess að geta að i Svalvogum eru geymd sjó- björgunartæki af stærstu gerð, sem eru i eign Slysavarnarfélags tslands. Ef til þeirra þyrfti að taka yrði að manna þau frá Þingeyri. þvi að i Svalvogum er að jafnaði aðeins einn verkfær karlmaður og fámennt er á næstu bæjum. Gefur auga leiö hversu miklu hægara yrði um vik við björgunarstörfin, ef hægt væri að komast á bilum út i Svalvoga og má raunar segja að mannslif geti oltið á þvi. Þörfin fyrir bættar samgöngur við Svalvoga fer einnig vaxandi, þvi að i ráði er að þar verði settur niður radióviti. Það mundi auðvelda mjög allt flug til Dýra- fjarðar og Onundarfjarðar og vera sjófarendum til mikilla hagsbóta. Það er ekki úr vegi að geta þess hér, að niðjár Þorvaldar Kristjánssonar, er um langa hriö var bóndi og vita vörður i Svalvogum, hafa gefið myndariega fjárupphæð til þess að stuðla að þvi að komið verði upp radióvita að Svalvogum og slysavarnadeildir vestra hafa bætt nokkru við það fé. Það er enn, að ákaflega er brýnt að halda Svalvogum i byggð af þeim ástæðum, sem áður eru greindar, þ.e. vegna vitans og björgunartækjanna, en ekki er siður mikilvægt að geta fengið þaðan veöurfregnir vegna flugs til Dýrafjarðar og siglinga úti fyrir Vestfjörðum. Hjónin i Svalvogum hafa unnið mikið starf 'i þessu sambandi og eiga miklar þakkir skildar fyrir það. Þess skal getið þeim til skýringar, sem ókunnugir eru að- stæðum á þessum slóðum og fyrirkomulagi flugsamgangn- anna, að oft hagar svo til, þegar flogið er frá Reykjavik og vestur, að flogið er blindflug ofar skýjum að Bjargtöngum, og þaðan verður ekki komizt sjónflug til Þingeyrar nema hægt sé að afla upplýsinga um það hvort fært sé yfirleitt að fljúga sjónflug og þær upplýsingar fást ekki nema frá Svalvogum. Þau Svalvogahjón hafa sem fyrr segir unnið mikið starf i þessu sambandi og hafa jafnan verið reiðubúin að gefa upplýsingar um veðurfar jafnt á nóttu sem degi. Þannig er vegarstæftift. Þaft er ekki heiglum hent aft brjóta veg i snar- bratta fjallshliftina, en Elis og Ragnar sonur hans létu sér þaft ekki fyr- ir brjósti brenna. Elis Kjaran Friftfinnsson. Þessi erfiði áfangi i vegagerð með sjó fram milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar er nú senn að mestu að baki vegna áræðis og framtaks þessa dýrfirzka bónda, sem ekki hraus hugur við torfærunni, og allir heimamenn þar vestra, sem og aðrir þeir er til þekkja, kunna að meta að verð- leikum það verk.serh hann hefur unnið og það er von manna, að allir þeir sem hlut eiga að máli, svo sem forráðamenn vegagerðar og alþingismenn, leggist á eitt, svo að hægt verði að ljúka þvi sem á skortir, þvi að nú eru ekki nema 2-3 kilómetrar eftir i Lokin- hamra. Það skal enn tekið fram i sam- bandi við flugsamgöngur til Dýrafjarðar og Onundarfjarðar, að ekki er sizt brýnt að tryggja þær eins og unnt er, þegar haft er i huga, að læknishéruðin Þingeyri og Flateyri eru læknislaus og horfur eru á að svo verði i vetur, og að ætlunin er að leysa brýnasta vandann vegna þessa með þvi að senda lækni frá Reykjavik flug- leiðis vestur á fjörðu tvisvar á viku. HHJ Vegarstæftift i snarbrattri skriftunni. Ljósmyndir: Séra Stefán Eggertsson. TÍMINN n Björn Egilsson: Nokkur orð til Angantýs frænda I. Angantýr Hjálmarsson Eyfirð- ingur sendi mér visu i Timanum 8. mai siðastliðinn. Visa þessi er yfirskr. að kjallaragrein, þar sem hann er að svara grein minni „Morð i Stórahvammi”. Angan- týr segist hafa gripið þessa visu á flækingi, en sumir halda að hann hafi ort hana sjálfur. Ég held, að hann sé ekki höfundurinn, þvi að ég hef hugmynd um, að Angantýr sé brúklegur hagyrðingur. Að senda mér visu er eins og að stefna dauðum, þvi mér er fyrir- munað setja saman visu. Samt hef ég gaman af visum um mig og aðra, ef þær eru vel ortar. Ég get lofað Angantý að heyra visu, sem frændi hans orti um mig. Tel ég hana miklu betri en flækingsvisu hans. Ég var að slá kirkjugarðinn i Goðdölum, og þá kvað Sigurjón Svéinsson: Benedikt frá Hofteigi hefur ort um Angantý að gefnu tilefni. Fleiri hafa ort, og hef ég ekki átt neinn hlut að þvi. Þrjár visur eru til á Gilsbakka i Austurdal. Angantýr tilkynnir mér, að hann sé lika kominn af Sigriði frá Saurbæ. „Veit ég það, Sveinki”. Hann er 5. ættliður, en ég sá 6. En hans ættargrein er miklu verri. Hann er kominn af Mera-Eiriki i Djúpadal. „Ekki er það nú betra, nema helmingi verra”. Ég veit annars ekki, hvers vegna Angan- týr er að minna á frændsemi við mig. Ég held að hann hafi ekkert gagn af að vera skyldur mér, nema siður sé, manni, sem aldrei hefur getað eignazt neitt. Það má vel vera, að Angantý sé farið að leiöast eftir nótu frá mér, en ég taldi heppilegt, að veðri slotaði milli hans og Benedikts frá Hofteigi. II. Ég þarf að gera athugasemdir og mótmæla nokkrum atriðum i grein Angantýs, „Seint mun Bjössi sakafri”. Angantýr veltir þvi fyrir sér, hvers vegna ég hafi skrifað um Nýjabæjarafrétt, og segir og skrifar: „Mér er ekki fyllilega ljóst, hver er aðaltilgangur greinarinn- ar. Helzt litur svo út, sem Björn sé að áfrýja „röngum dómi” Hæstaréttar til þjóðarinnar”. Vist má þjóðin vita um málið, en ég hef ekki trú á að margir lesi langhunda okkar af fjöllum. En fyrst Angantýr skilur ekki, hvert ég stefni málinu, hefur hann ekki lesið niðurlagið á grein minni „Morð i Stórahvammi”. Ég stefni málinu til Alþingis og skora á þingmenn Skagfirðinga að láta setja lög um landamerki sýslunn- ar, á hálendinu sunnan og austan eftir vatnaskilum, samkvæmt dómi landamerkjadóms Eyja- farðarsýslu. Ég hef ekki persónu- legra hagsmuna að gæta i þessu máli, en skaplyndi mitt leyfir ekki alltaf, að ég þegi við öllu röngu. 1 öðru lagi tel ég, að ég hafi tillögurétt um landamerki sýslunnar sem sýslunefndarmað- ur. Angantýr getur þess tii, að það séu pennaglöp hjá mér, að ég nefni hið forna skinnhandrit ýmist afsal eða landamerkjabréf. Nei. Það eru ekki pennaglöp, heldur skrifað með fullri vitund og vilja. Umrætt er bæftiafsal og landamerkjabréf, svo glöggt og greinilegt, sem verða má, eða „eins og vötn draga til Jökulsár eystri”. örnefni týnast, en vatna- skil týnast ekki, meðan þyngdar- lögmálið er samt við sig. Afsals- og landamerkjabréf Nýjabæjar er fullkomin löglýsing og hefur staðið ómótmælt af Eyfirðingum i slétt 500 ár, eða frá 1464 til 1964, að Angantýr og félagar hans i Saurbæjarhreppi hugðust slá eign sini á landsvæðið allt sunnan Fossár. Arið 1905 keyptu bændur i Grundarplássi Nýjabæ og hálfa Nýjabæjarafrétt af Steingrimi bónd á Silfrastöðum ogáttuþess- ar eignir i röskan áratug. Um þetta segir Angantýr, áð það finn- ist enginn stafur fyrir þvi i opin- berum skjölum, að Skagfirðing- ar hafi keypt Nýjabæjarafrétt af Eyfirðingum, eftir að Eyfirðing- ar höfðu átt hlutdeild i henni um tima. Þessu hlýtur Angantýr að halda fram gegn betri vitund, þvi allir, sem vildu vita austan fjalls og vestan, vissu það, að Magnús hreppstjóri á Frostastöðum átti Abæ og Nýjabæ um tveggja ára- tugaskeið með öllu, sem fylgt hafði og fylgja bar. Jóhann Sigurðsson, bóndi á Úlfsstöðum i Blönduhlfð,bar vitni um það fyrir landamerkjadómi Eyjafjarðarsýslu, að laust fyrir 1920 hafi Magnús á Frostastöðum sent sig norður til að ganga frá kaupum á Nýjabæ og Nýjabæjar- afrétt. Samningurinn var gerður á Grund, og undir hann skrifuðu af hálfu Eyfirðinga: Davið á Kroppi, Einar á Stokkahlöðum og Magnús á Grund. Kaupverðið var 600 kr. t forsendum fyrir landa- merkjadómi segir svo: „Ein- hvern tima laust fyrir 1920 keypti Magnús li. Gislason, hreppstjóri á Frostastöðum i Skagafirði, jörðina Nýjabæ. Það alsai hefur eigi verið lagt fram i málinu, en það er ágreiningslaust, að þau kaup hafi átt sér stað”. Af þvf að afsalið var ekki lagt fram (mun hafa verið glatað)., er Angantýr með dylgjur um, að kaupin hafi aldrei verið gerð. Var Jóhann á Úlfsstöðum ekki vitnisbær? Myndu erfingjar Daviðs á Kroppi og Magnúsar á Grund ekki hafa gert kröfu um nefnda eign, ef hún hefði aldrei verið seld og borguð? Mér finnst, að slik málafylgja hæfi ekki Angantý. Angantýr getur þess.að ég hafi verið kallaður til vitnisburðar i landamerkjamálinu. Rétt er það. Ég var beðinn að mæta á siðasta réttarhaldi fyrir landamerkja- dómi Eyjafjarðarsýslu 24. mai 1967, og er það minnisstætt. Mér þótti mikið til koma að ganga inn i hinn virðulega dómþingssal Akureyrar. Mér var visað til sæt- ist i stól fyrir framan það allra helgasta, þar sem dómararnir sátu. Lögmaður Skagfirðinga sat tii hægri handar i salnum, en lög- maður Eyfirðinga til vinstri, og fannst mér sú röðun vera i sam- ræmi við málstaðinn. Ég spurði, hvort ég mætti taka i nefið i vitna- stói. Einn dómaranna kimdi og sagði, að Hæslaréttardómarar tækju I nefið. Svo hófst samkom- an með þvi, að ég var áminntur um sannsögli, sem engin furða var. Þá var ég spurður aö þvi, hvort ég hefði ekki heyrt Hrólf Þorsteinsson segja „heima i afrétt”. Ég sagöi sem satt var, að ég myndi ekki eftir þvi. Finnur Kristjánsson hafði boriö vitni um, að Hrólfur hefði komizt svo að orði um fé, sem var fyrir norðan Fossá, að það „væri heima i afrétt”. Hrólfur var andaður, þegar hér var komið sögu. En þótt Hrólfur hafi komizt svo að orði, kom það ekki aö gagni, þvi hann lýsti þvi yfir fyrir réttinum, að sýslumörk fylgdu vatnaskil- um. Siðar skildi ég vel, hvers vegna ég var spuröur um þetta. Það var vegna þess, að öll mála- fylgja Eyfirðinga beindist að þvi að færa sönnur á, að Nýjabæjar- afrétt væri ekki annaö en fjalls- hlfðin milli Fossár og Hvitár, sem ber sérheitið Afréttin. Þegar yfirheyrslunni var lokið, var bók- unin lesin, en þar stóð: „sagðist hann vara oddviti Lýtingsstaða- hrepps”. Við þetta íét ég bæta „aðspurður”. Dómstjóri, Magnús Thoroddsen, spurði mig. Hann var mildur á svip og kurteis og vildi dæma rétt, sem hann gerði. Þegar litið er yfir málsskjöl, sem lög voru fram fyrir landa- merkjadóm, sést það greinilega, hve Eyfirðingar áttu i vök að verjast. Til stuðnings kröfum sin- um koma þeir með þjóðsögu um, að Þórunn rika á Möðruvöllum hafi bjargað sér og hyski sinu i svartadauða með þvi að stjast að við Laugarfell! Landamerkja- dómur vildi ekki Þórunni, enda er hún ókennileg persóna, sem eng- ar sögulegar heimildir finnast um. Það eina, sem hægt var að taka til athugunar i málafylgju Eyfirðinga, voru landamerkja- bréf Möðruvalla og Hóla, en landamerkjadómur visaði þeim frá, vegna þess hve þau voru óljós, og dæmdi eftir ianda- merkjabréfi Nýjabæjar. t landamerkjabréfi Möðruvalla frá 1886 segir svo: „Afréttarland á jörðin frá Sandá, allan Svölvadal að auslan og Sandárdal að vestanverðu og llraunárdal allan báðum megin og þaðan suður á fjall að svo- nefndu Laugafelli”. t landamerkjalýsingu Hóla i Saurbæjarhreppi frá 1889 segir svo: „Hólar eiga afrétt i Eyja- fjarðardal að austanverðu árinn- ar fram frá Klaufá, við hana er byggður trippagarður, og að vestanverðu árinnar fram frá trippagarði þeim,sem byggðurer rétt á móli garðinum að austan- verðu árinnar,og l'ram til jökla að austan og vestan til sýslumóta”. t landamerkjalýsingu Ilóla, sem endurskirð var árið 1923, er sleppt tilvisun til jökla. 1 eldri heimildum er þess ekki getið, að nefndar jarðir eigi land fyrir sunnan og vestan Eyja- fjarðardali. 1 Jarðabók Arna Magnússonar segirum lönd þessara jarða: Um Möðruvelli segir: „Afréttarland á staðurinn fram úr Sölvadal, sem heitir Sölvadalstungur, og brúk- ast af öllum ábúendum Möðru- vallaeigna til uppreksturs fyrir lömb og geldfé, og svo eru þangað stundum látnir hestar á sumur”. t sömu bók er umsögn um landareign Hóla stutt og greini- leg: „Afrétt á staðurinn fram frá Tjarnarlandi og botninum á Eyjafjarðardal”. Það er ekki hægt að sjá, að þeir bændur, er sömdu landamerkja- bréf Möðruvalla og Hóla 1886 og 1889, hafi taiið, að jarðir þessar ættu mikið land sunnan og vestan Eyjafjarðardals. Að Laugafelli og að sýlumótum er skrifað, — ekki nefnt að landareignin nái að Jökulsá, hvað þá ofan i LönguhiÍÖ og Stórahvamm, og þegar Upprekstrarfélag Saurbæjar- hrepps notar þessi landamerkja- bréf, —sem eru hálmstrá ein-, til þess að gera kröfur um landar- eign ofan i Austurdal allt norður að Fossá, þá er það eins og þegar fjandinn tekur alla höndina. t málaferiunum var landa- græðgi Eyfiröinga litil takmörk sett. Þeim var ekki nóg að eignazt vatnasvæði Jökulsár fyrir sunnan Fossá. Þeir vildu eiga alla sand- ana suður frá Eyjafjarðardal allt að Fjórðungskvisl. Tilefni þess mun vera orðalag i landamerkja- bréfi Hóla „fram til jökla”, og gæti þar verið átt við Hofsjökul og Tungnafellsjökul. Angantýr segist ekki nenna að eltast við sparðatinslu i grein minni, en segist hafa i höndum ótal skjöl til að sanna sitt mál. Það eru engin leyniskjöl til varð- andi málið. Oll skjöl, sem máli skipta, voru lögð fram fyrir landamerkjadómi og miklu fleiri. Leyniskjöl Angantýs öll eru auka- atriði. Það eru aðeins tvö aðalat- riði varðandi málið. 1 fyrsta lagi: Landamerkjabréf Nýjabæjar, og I ööru lagi: Að Eyfirðingar hafa Framhald á bls. 19 Oddvitinn er eins f flestum greinúm, alla aft fiá. Djöflast yfir dauftra manna beinum meft dreginn Ijá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.