Tíminn - 17.11.1973, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. nóvember 1973.
TÍMINN
9
/ .. —................
— WUkm —
-
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson.
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif-
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f.
„Dirfska, stefnufesta
og baráttuþrek"
í Degi á Akureyri er á forsiðu fjallað um lausn
landhelgisdeilunnar við Breta. Er þar minnt á til-
lögu forsætisráðherra um slit stjórnmálasam-
bandsvið Breta, er rikisstjórnin samþykkti og
kom rnálinu á úrslitastig. í kjölfar þess fyrirskip-
aði brezka rikisstjórnin undanhaldið með brott-
kvaðningu herskipanna og boðinu til Ólafs
Jóhannessonar um viðræður i Lundúnum.
Dagur telur einkum þrennt athyglisvert hafa
komið i ljós eftir utanför forsætisráðherra:
,,í fyrsta lagi var það sjálfur samningsgrund-
völlurinn. Um hann sagði brezki sendiherrann i
Reykjavik, að forsætisráðherra íslands hefði
kreist Breta i þeim samningum á þann veg, að
lengra yrði ekki komizt.
í öðru lagi sýndi forsætisráðherra þá djörfung,
heim kominn, að ákveða að standa eða falla með
máli þessu.
í þriðja lagi mótmæltu Alþýðubandalagsmenn
samningnum, semóaðgengilegum, þegar i stað.
Þótti þá ýmsum i óefni komið fyrir rikisstjórn-
inni, og stjórnarandstæðingarnir, einkum ihaldið,
höfðu mörg orð um, kvöldu Alþýðubandalags-
menn og spáðu stjórninni falli. En það voru þó
ekki hinir fljótráðu Alþýðubandalagsmenn, sem
að lokum rufu algera samstöðu Alþingis i land-
helgismálinu, er þingsályktunartillaga stjórnar-
innar um heimild til að ganga frá bráðabirgða-
samkomulaginu við rikisstjórn Breta var rædd
þar á mánudaginn. Þar rufu nokkrir Sjálfstæðis-
menn samstöðuna við endanlega afgreiðslu til-
lögunnar”.
í niðurlagi þessarar greinar i Degi segir svo:
„Dirfska, stefnufesta og baráttuþrek ólafs
Jóhannessonar forsætisráðherra, i landhelgis-
málinu, hefur aukið virðingu hans og vinsældir
með þjóðinni, og mun rikisstjórn hans nú njóta
meira fylgis en nokkru sinni áður”.
Endurskoðun
varnarsamningsins
Nýlokið er samningafundum hér i Reykjavik
um endurskoðun varnarsamningsins við
Bandarikin. Mr. Porter, sem var i forsvari fyrir
bandarisku samninganefndina, lagði fram nýjar
tillögur Bandarikjastjórnar um fyrirkomulag
þeirrar starfsemi, sem rekin er á Keflavikurflug-
velli. Ekkert hefur enn verið látið uppi opinber-
lega um þessar tillögur. Einar Ágústsson utan-
rikisráðherra hefur þær nú til athugunar, en mun
gefa um þær skýrslu til rikisstjórnar og utan-
rikismálanefndar.
Ákveðið er að halda samningaviðræðum
áfram, og er liklegt að næsti fundur verði i
Reykjavik i næsta mánuði.
Ólafur Jóhannesson lýsti þvi yfir i umræðunum
á Alþingi fyrr i vikunni, að rikisstjórnin myndi
leggja fram tillögur sinar i varnarmálum fyrir
lok þessa Alþingis. Sagði forsætisráðherra, að ef
utanrikisráðherra tækist ekki að ná fram þeirri
endurskoðun varnarsamningsins, sem teljast
mætti viðunandi og i samræmi við þau markmið,
er að væri stefnt, myndi rikisstjórnin leggja fyrir
þingið tillögu um uppsögn varnarsamningsins við
Bandarikin. — TK.
ERLENT YFIRLIT
Verður Japani vara-
forseti Bandaríkjanna?
Watergate-málið hefur gert Inouye frægan
Inouyf «»K fjölskylda hans
HAWAII varð 50. rikið i
Bandarikjunum árið 1959.
Ungur maður, Daniel Ken
Inouye, tók þá sæti i fulltrúa-
deild Bandarikjanna sem ann-
ar af fulltrúum Hawaii þar.
Fyrsta verk hans var að
ganga á fund forseta deildar-
innar, Sam Rayburns. Inouye
kvað það sér mikinn heiður að
mega heilsa þekktasta manni
deildarinnar. Rayburn svar-
aðium hæl: — Þú verður brátt
annar þekktasti maður
deildarinnar. Inouye varð
hálfvegis undrandi við þetta
svar og spurði um ástæðuna
fyrir þessum spádómi. — Við
höfum ekki marga Japani á
gangi hér, svaraði Rayburn,
sem hafa þar að auki misst
aðra höndina i striði lyrir
Bandarikin.
Rayburn reyndist ekki
sannspár. Inouye náði kosn-
ingu til öldungadeildarinnar
þremur árum siðar, og hefur
átt þar sæti siðan. Verulega
þekktur i Bandarikjunum hef-
ur hann ekki orðið fyrr en á
þessu ári. Hann var þá kjörinn
af demokrötum til að verða
einn af fulltrúum þeirra i
rannsóknarnefndinni, sem
fæst við Watergate-málið.
Réttarhöldum hennar er sjón-
varpað, og hefur það gert alla
nefndarmennina þekkta um
öll Bandarikin. Mesta athygli
hafa þó tveir þeirra vakið.
Annar þeirra er Howard Bak-
er, öldungadeildarmaður frá
Tennessee, en hann hefur að
undanförnu oft verið tilnefnd-
ur sem liklegt forsetaelni
republikana i næstu kosning-
um. Hinn er svo Inouye, en
hann er nú oft tilneíndur sem
heppilegt varaforsetaefni
demokrata. I skoðanakönnun,
sem nýlega fór fram, var
spurt, hvaða maður i Water-
gate-nefndinni héldi þar bezt á
málum. Inouye fékk flest at-
kvæði, Sam Irvin, formaður
nefndarinnar, kom næstur, en
Baker var sá þriðji i röðinni.
Aðrir nefndarmenn fengu
miklu minna.
DAN INOUYE fæddist i
Honolulu 7. sept. 1924. For-
eldrar hans höfðu flutzt til
Hawaii frá Japan með fjöl-
skyldum sinum, þegar þau
voru börn að aldri. Inouye
hafði rétt lokið menntaskóla-
námi, þegar Japanir réðust á
Pearl Harbor. Hann hefði þá,
sem bandariskur þegn, átt að
innritast i herinn, en af
öryggisástæðum þótti ekki
rétt að innrita neinn, sem var
'af japönsku bergi brotinn.
Siðar breytti Roosevelt forseti
þessari ákvörðun og veitti
heimild til að innrita mætti
takmarkaðan fjölda Japana,
sem hefðu gengið undir sér-
stakt próf. Inouye var einn
þeirra, sem stóðust slikt próf.
,Hann var þá 18 ára og ný-
byrjaður á laganámi við
háskólann i Honolulu. Eftir að
hafa fengið nauðsynlega her-
þjálfun, var hann sendur til
vigstöðva á ttaliu og sýndi
fljótt mikið hugrekki og snar-
ræði i orustum. Hann var þvi
gerður að foringja og var tal-
inn liklegur til mikils frama i
hernum. Það batt hins vegar
enda á þennan frama hans, að
hann varð íyrir þýzkri
sprengju og særðist hættulega.
Hann íá á spitala i 20 mán. og
missti hægri höndina. Þegar
hann komst til heilsu aftur, hóf
hann að nýju laganám við há-
skólann i Honolulu og hélt þvi
siðan áfram við háskólann i
Washington. Hann sneri heim
til Honolulu að loknu náminu i
Washington og hóf þar lög-
fræðistörf. Jafnframt gerðist
hann einn af forustumönnum
demokrata þar. Arið 1954 var
hann kjörinn á fylkisþingið i
Honolulu og varð brátt for-
maður þingflokks sins þar,
rétt þritugur að aldri. llann
náði svo kosningu til fulltrúa-
deildar Bandarikjaþings árið
1959 og var svo endurkjörinn
næsta ár. Arið 1962 bauð hann
sig fram i kosningum til
öldungadeildar Bandarikja-
þings og hlaut 70% greiddra
atkvæða. 1 kosningunum 1968
varð atkvæðamunurinn enn
meiri honum i hag. Það þykir
öruggt, að hann verði endur-
kjörinn i kosningunum, sem
eiga að fara fram á næsta ári.
ÞAÐ HEFUR að sjálfsögðu
verið Inouye mikill styrkur i
stjórnmálabaráttunni, að
hann er viðurkennd striðs-
hetja. Einkum átti það góðan
þátt i að ryðja honum braut,
þegar hann var að hefja
stjórnmálaferil sinn. Siðan
Inouye hóf þátttöku sina i
þingstörfum, hefur hann hins
vegar ekki þurft á herfrægð
sinni að halda. Hann hefur
reynzt mjög starfhæfur þing-
maður og hlotið almenna
viðurkenningu fyrir störf sin á
þingi. Hann hefur kynnt sér
mjög gaumgæfilega þau mál,
sem hann hefur tekið að sér,
og reynzt ötull við að koma
þeim fram. Það hefur hjálpað
honum i þeim efnum, að hann
er mjög vel látinn af þing-
mönnum, og á geðþekk fram-
koma hans þátt i þvi. Hann er
með betri ræðumönnum og
nýtur sin ekki sizt vel á fjöl-
mennum kjósendafundum.
Hann á lika auðvelt með að
ræða við áheyrendur á fá-
mennum fundum. Þetta hel'ur
komið honum vel i kosninga-
baráttunni á Hawaii, þvi að
þar hefur hann þurft jöfnum
höndum að mæta á fjölsóttum
fundum og fámennum.
Siðustu mánuðina, eða siðan
réttarhöldin i Watergate-mál-
inu hófust, hefur verið rætt um
þaö i sivaxandi mæli, að
Inouye gæti orðið mjög heppi-
legt varaforselaefni hjá
demokrötum i forsetakosning-
unum 1976. Sjállur segist hann
ógjarna vilja takast það á
hendur, heldur halda áfram
starl'i sinu i öldungadeildinni,
þvi að honum falli það mjög
vel. En margt bendir til þess,
að flokksbræður hans muni
ekki taka þær óskir hans til
greina. Þaö styrkir hann m.a.
sem varafðrsetaefni að hann
nýtur sérstakrar viðurkenn-
ingar fyrir heiðarleika i fjár-
málum. Þá er það honum til
framdráttar að tilheyra litlu
þjóðarbroti i Bandarikjunum,
en það er nú mjög vinsælt i
Bandarikjunum að sýna i
verki, að menn séu ekki snið-
gengnir vegna þjóðernis eða
litarháttar. Fyrir fáum ára-
tugum rikti gerólikt viöhorf i
þessum efnum. Hér er vissu-
lega um mikilsverða og lofs-
verða hreytingu að ræða.
Inouye kvæntist japanskri
stúlku á háskólaárum sinum.
Þau eiga niu ára gamlan son.
Fjölskyldulif hans er sagt
mjög gott, en hann leggur
kapp á að lifa hæglátu lifi,
þegar pólitiskt annriki leyfir
það. Siðan réttarhöldin i
Watergate-málinu hófust, hef-
ur hann þó haft litinn tima til
þess, þvi að þau hafa að sögn
hans aukið daglegan vinnu-
tima hans um fimm klukku-
stundir.
Þ.Þ.