Tíminn - 01.12.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.12.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 1. desember 1973. Nú skilur hann John van Eyssen, sem mikið hefur veriö skrifað um i sam- bandi viö Ingrid Bergman, hef- ur, dkveðið að skilja við konu sina, Shirley Goulden. Fyrir tveimur árum sögðu blöð frá þvi, að Ingrid ætlaði að skilja við Lars Schmidt. Ástæðan var sögð sú, að hún hefði sézt á skemmti- stöðum með einum af eigendum Columbia-kvikmyndafyrirtæk- isins, John van Eyssen. Ingrid bar þessar fréttir til baka og sagðist alls ekki ætla að skilja við Lars. Nú er fólk hins vegar farið að trúa þvi, að þessar frá- sagnir af skilnaöarmálum séu sannar, og byggist það hvað mest á þvi, að John van Eyssen er i þann veginn að skilja við eiginkonu sina, barnabókahöf- undinn Shirley Goulden. Þau Shirley og John hafa búið sitt á hvorum stað, en John fluttist að heiman fyrir tveimur árum og leigði sér ibúð á Grosvenor House, sem er eitt af finni hótel- um i London. 1 þessari ibúð hef- ur Ingrid Bergman oft brugðið fyrir, að þvi er fréttir herma. John og Shirley hafa verið gift i 16 ár, og á þeim tima hefur frúin gefið út hvorki meira né minna en 34 barnabækur. önnur mynd- in er af frúnni á götu úti i London, en hin er af Ingrid og John og hefur reyndar birzt hér áður i Speglinum fyrir alllöngu, þegar sagt var frá þvi, að þau væru að draga sig saman. Tré felld vegna sýkingar 1 Roumare-skóginum, sem er skammt frá Rouen (Rúðuborg) i Frakklandi er nú unnið að þvi að höggva tré i stórum stil vegna þess að trén hafa sýkzt af sjúkdómi, sem ekki virðist vera hægt að lækna. Þegar hafa furu- tré verið felld á sjötiu og fimm ekrum lands, og fyrir dyrum stendur að fella öll tré á 500 ekr- um til viðbótar. Skógurinn við Rúðuborg hefur löngum verið talinn með þeim fallegustu i Frakklandi, svo mikil eftirsjá er ihonum. Þá er allt útlit fyrir, að fella verði bæði eikur og beyki á nærliggjandi stöðum, en ekki er það þó fullvist enn. Göngugötum fjölgar í París Aður en langt liður verða fimm- tiu og fimm götur i Paris gerðar að göngugötum, ef allt fer eins og ætlað er. Fram til þessa hef- ur þar aðeins verið ein slik gata, Rue Saint Rustique á Mont- martre. Allmargar götur i gömlum og sérkennilegum borgarhverfum á vinstri bakka Signu eru göngugötur að hluta, þ.e. bilaumferð er þar bönnuð á vissum timum sólarhringsins. Göngugötuhugmyndin fékk byr undir báða vængi, þegar Pompi- dou forseti lét i ljós áhuga sinn á málinu á blaðamánnafundi i Paris nýlega. Hann sagðist vona, að götur i öllum stærstu borgum Frakklands yrðu gerð- ar að göngugötum, svo gang- andi vegfarendur mættu fara þar um i friði og ró, óhultir fyrir bflum og öðrum farartækjum. Vitranir Amins Frá Kampala, höfuðborginni i Uganda, berast þær fregnir að Amin forseti hafi enn einu sinni fengiö guðlegar opinberanir. Nú vitraðist honum það, að honum væri af guði falið að stöðva ófriðinn i Miö-Austurlöndum og samkvæmt þvi sendi hann sim- skeyti I allar áttir. Þetta var á degi Sameinuöu þjóöanna, 24. október, og i tilefni af þvi sendi hann eitt skeytið til Kurts Wald- heim til aö láta hann vita, að hann — Amin, — myndi stöðva styrjöldina fyrir botni Miöjarð- arhafsins. Einnig sendi hann orðsendingu til forsætisráð- herra tsraels, frú Goldu Meir, og svo lika til allra arabisku leiðtoganna. — Ég hef sent áfram boðskap guðs til þeirra allra, sagði Amin. Lancaster giftir sig aftur Qfc Arið 1969 skildi Burt Lancaster við konu sina Normu Anderson. Þá urðu aðdáendur hans i Bandarikjunum heldur leiðir, þvi þeir höfðu verið hinir ána'gðustu með Normu fyrir hans hönd, en það nægði honum sem sagt ekki. Burt fékk Ijöldann allan af mótmælabréf- um, og þá varð Burt að ráða sér einkaritara til þess að geta svarað öllum bréfunum. Einka- ritarinn heitir Jackie Bone. Hér á myndinni sjáið þið Jackie og Burt Lancaster koma inn i flug- stöð i Rómaborg. Jackie er til hægri á myndinni, en til vinstri er önnur kona, og það mun vera ferðalélagi úr flugvélinni, sem Burt varð mjög hrifinn af. Annars eru þau Jackie og Burt að hugsa um að gifta sig á næst- unni. Burt er nú sextugur, en Jackie aðeins þritug,en aldurs- munurinn skiptir engu, segja þau bæði. ☆ — Manstu i þá daga, Emma..? — Nei...mér synist þetta ekki vera gott.... DENNI DÆMALAUSI ftg gat alls ekki sofnað, af þvi að ég var alltaf að hugsa um tvggjó- sjálfsalann hjá sjoppunni. [cj>y* PjQultm HáLU S<a»'£4~C,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.