Tíminn - 01.12.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.12.1973, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. desember 1973. TÍMINN 5 Veðurstofan flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði VKÐUUSTOFA islands hefur nú nýlega flutt i nýtt og rúmgott hús-. næði við Litluhlið. Framkvæmdir viö hina nýju byggingu hófust árið 1970 og hefur verkið gengið mjög vel. lfúsnæði þetta er vitan- lega til mikilla bóta fyrir Veöur- stofuna, en áður bjó hún við þröngan húsakost. Veðurstofa Islands hóf starf- semi sina árið 1920 að Skólavörðustig 3, en siðan hefur hún verið til húsa i Landsima- húsinu og Sjómannaskólanum. Nýja byggingin er 6679 rúm- metrar, þrjár hæðir og kjallari. Arkitekt var Skarphéðinn Jó- hannsson, en að honum látnum sáu Guðmundur Kr. Guðmunds- son og ólafur Sigurðsson um teiknun innréttinga. Járnateikn- ingar gerði Verkfræðiskrifstofa Braga borsteinssonar og Eyvind- ar Valdemarssonar, Sigurður Halldórsson teiknaði raflagnir og Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen sf. hannaði hita- og loftræstikerfi. Innkaupastofnun rikisins, framkvæmdadeild annaðist útboð og framkvæmd verksins i heild. Nú vinna um 35 manns hjá Veðurstofunni (fyrir utan deildina á Keflavikurflugvelli, en þar eru um 22 starfsmenn) þar af sex veðurfræðingar auk veður- stofustjóra Hlyns Sigryggsonar. — gbk. Málverk, grjót og sótthreinsaðar fjósspýtur j7 ára finnsk listakona heldur sína fyrstu sýningu í Selfossbíói FINNSK listakona, sem reyndar hefur verið búsett hér á landi i um þrjá áratugi og hefur þar af leið- andi islenzkan rikisborgararétt, Ulrika Aminoff Stefánsson, opnaði sina fyrstu málverkasýn- ingu siðastliðinn laugardag f Sel- fossbiói. Ulrika er 67 ára að aldri, og hefur hvorki sýnt áður hér á landi eða erlendis né tekið þátt i samsýningum. Sýningin stendur yfir i hálfan mánuð. Á sýningunni eru um 20 málverk, en auk þess 38 steinar af ýmsri gerð, islenzkir, sem Ulrika hefur málað i bak og fyrir, eftir þvi er hún segir sjálf. Þá eru og á sýningunni 10-12 spýtur, málaðar, pússaðar og sótthreinsaðar, sem Ulrika hefur hirt úr gömlum hús- um, fjárhúsum, fjósum o.þ.h. f Ulrika Aminoff Stefánsson byr i dag ýmist i Eeykjavik eða á barnaheimilinu Sólheimum i Grimsnesi. Hún hefur málað um langt skeið. Var um þriggja ára skeið i listaskóla i Finnlandi, siðan eitt ár i Sivss. Þá hefur hún tekið þátt i námskeiðum i þessum sömu löndum og Sviþjóð. — Þetta eru ,,fantasi”-myndir, allt saman, sagði Ulrika i samtali við blaðið. — Þetta eru ævintýra- myndir, ,,fantasiu”-landslag og hitt og þetta. Úlrika hefur aldrei áður haldið sýningu á þeim steinum,sem hún er með þarna, eru þeir allir til sölu, eins og annað á sýningunni. Steinarnir eru frá Hveravöllum, Krisuvik og fleiri stöðum. — Step, Rímur og Eddukvæði á vogarskálinni NEFND sú, sem skipuð var af kennslumálaráðherra Danmerk- ur til að skipta islenzku handrit- unum i Árnasafni og Konunglega bókasafninu i Kaupmannahöfn, hélt sjöunda fund sinn dagana 9.- 14. nóvember 1973. Fundurinn var haldinn i Kaup- mannahöfn, og var fundarstjóri dr. Ole Widding orðabókarrit- stjóri, en með honum sat fundina af hálfu Danmerkur dr. phil. Chr. Westergard-Nielsen, prófessor frá Árósum. Fulltrúar tslands voru dr. phil. Jónas Kristjánsson prófessor og dr. jur. & theol. Magnús Már Lárusson prófessor, og sem varamaður sat fundina Ólafur Halldórsson cand. mag. Yfirgripsmiklu starfi nefndar- innar við tillögur um skiptingu handritanna var haldið áfram með sama hætti sem á fyrri fund- um. Að þessu sinni var fjallað um rimnahandrit og handrit Eddu- kvæða og Snorra-Eddu. Auk þess var rætt itarlega um þau sjónar- mið, sem ráða skyldu við skipt- ingu ýmissa annarra handrita- flokka. Fyrirhugað er að halda næsta fund I Reykjavik i febrúar 1974. Veikur Breti fluttur til ísafjarðar ÞINGEYRI S.E. — Gott veður er hérna á Þingeyri núna, en frostið nær 12 stigum. Breiðadalsheiði hefur teppzt, svo ófært er á ísafjörð, en fært suður. Hingað er fast áætlunarflug tvisvar I viku. Gengur það ágætlega. Nægja þessar ferðir til aðdrátta og eru Fokker-vélarnar með allt að tveggja tonna frakt I hverri ferð. Ernir á Isafirði sjá um póstflug hingað. Hafa þeir tvær vélar á sinum snærum. Tveggja hreyfla Piper Axtek og Cessnu 680. Flugmennirnir eru tveir, Hörður Guðmundsson og Kristján Harðarson. Er mikill fengur og öryggi fyrir Vestfirðina og hafa þessa menn, þvi að þeir sjá lfka um sjúkraflug. A þriðjudaginn sóttu þeir hingað veikan, brezkan togarasjómann, sem Lord Alexander hafði komið með að landi, og flugu með hann til tsa- fjarðar — kr — Taliðfrá vinstri: Margrét Guðjónsdóttir starfsstúlka, Hlynur Sigtryggsson vcðurstofustjóri, Geir ólafs- son deildarstjóri fjarskiptadeildar, Valborg Bentsdóttir skrifstofustúlka, Jónas Jakobsson veöur- fræöingur deildarstjóri spádcildar, Flosi Sigurðsson deildarstjóri áhaldadeildar, Markús A. Einarsson veðurfræöingur, Knútur Knudsen veöurfræöingur og Sigrföur ólafsdóttir starfsstúlka. Myndin er tekin á fjarskiptadeiid, þangað sem veðurskeyti berast frá hinum ýmsu heimshiutum. —Tímamynd: Róber. Hungurs- neyðin í Eþíópíu Hjálparstofnun kirkjunnar leggur lið EINS og kunnugt er af fréttuin rikir gifurleg hungursncyð i nokkrum héröðum Eþiópiu. Um það bil 2 milljónir manna liða hungursneyð og er talið að 1000 mauns deyi á dag. Löngu áður er heimsbyggðinni varð ljóst um þann harmleik, er þarna dró að, löngu áður en rikis- stjórn landsins viðurkenndi hann, hóf Mekane Jesús-kirk jan i Eþiópiuhjálp við fólkið á þessum svæðum, setti upp stöðvar og útdeildi mat.Lútherska heims- sambandið i Genf studdi þetta starf og hefur nú útfært það gifur- lega og kallað ákalt eftir aðstoð aðildarkirkna sinna. lljálparstofnun kirkjunnar hefur ákveðið að senda lil þess- arar hjálpar nú þegar jalnvirði 300 þúsund króna. Þessi upphæð er dropi i hafið, en tekin úr van- megna sjóði i trausti þess, að enn einu sinni bregði Islendingar við og hugsi til bræðra sinna i neyð. Hin minnsta upphæð getur bjargað mannslifi. Iljálparstofn- un. kirkjunnar tekur við Iram- lögum hjá sóknarprestum um land allt, á Biskupsstol'u, Klapparstig 27, og á giróreikningi 20.000 i öllum bönkum og spari- sjóðum. JIS HÚSIÐ VERZLIÐ ÞAR SEM ÚftVALIÐ ER MESTOG KJÖRIN REZT JIS HÚSIÐ 60 TILKYNNLR: JU Utanbæjarfólk athugið (S> GC s ts> c/> I NYJAR VORUR koma fram daglega. — Við afgreiðum allt beint af lager og þér fáið þvi vörurnar afgreiddar MEÐ NÆSTU FERÐ Við greiðum fargjaldið fyrir hjón, ef keypt er fyrir kr. 100.000 eða meira, og einstaklingsfargjald,.ef keypt er fyrir kr. 60.000 eða meira. ÞAÐ BORGAR SIG að skreppa i JL-húsið og velja úr stærsta úrvali landsins af húsgögnum, teppum, ljósa- og rabúnaði, byggingavörum og hvers konar innanstokksmunum. ATHUGIÐ! Tilboð þetta gildir aðeins til 15. desember 1973. |W JÓN LOFTSSON HF Boa Hringbraut 121 íö'10 600 co tSi Við sendum enga mynda- eða verðlista yfir okkar fjölbreyti- g: lega vöruúrval — þar sem 5 C. B X O (í) 5 ts% cn E 9 JB HÚSIÐ VERZLIÐ MR SEM ÚRVALIO ER MEST OG KJORIN BEZTJIl HUSID

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.