Tíminn - 14.12.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.12.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 14. desember 1973. Allar vörur til boltaíþrótta SIMI 2006 Póstsendum um allt land SPORTVORU- VERZLUN í SÉRFLOKKI I Hafnargötu 36 Keflavík WIPAC Þokuluktir úr ríðfríu stáli með Quarz-Halogen Ijósi SIMI 84450 Tilraunastöðin á Keldum verður lokuð laugardaginn 15. desember vegna útfarar Gunnars ólasonar, bú- stjóra. EIN ÞEKKTUSTU MERKI NORÐURLANDA TUDOR 7op DAC. TjMT GEYMAR 6 og 12 volta Sönnak og Tudor Rafgeymar jafnan fyrirliggjarsdi ARMULA 7 - SIMI 84450 »» AugtýsicT iTÍmamun Nýting hitaorku ætti að vera hafin yfir pólitískan meting IIINN 11. desember s.l. ritaöi iön- aöarráöuneytið borgarstjóranum i Kcykjavik svohljóöandi bréf: Raðuneytið minnir á, að nú um skeið hafa beiðnir um hækkanir gjaldskrár U.R. jafnan verið studdar þeim rökum, að ákvæði um 7% arðsemi i lánssamningi Alþjóðabankans og Reykjavikur- borgar, er gerður var i febrúar 1962, væru þess háttar, að þau hlytu að vera grundvallaratriði viö ákvörðun söluverðs á heitu vatni hér i borg. Sama sjónarmið er skjalfest isamningum þeim.er nú nýverið hafa veriö gerðir um hitaveituframkvæmdir og rekst- ur milli H.R. annars vegar og Kópavogskaupstaðar og Hafnar- fjarðarbæjar hins vegar, þ.e. skilyrði eru sett einhliða af hálfu H.R. um 7% arðgjöf. Har sem arðsemisákvæöum þessum hefir orðiö svo tiðförult inn i samninga, þótti ráðuneytinu rétt og raunar skylt að freista þess að kanna uppruna þessa fyr- irbæris. Athugun sú, er ráðuneytiö lét gera, var byggð m.a. á þessum gögnum: 1. Lánssamningur vegna hita- veitu milli tslands og Alþjóða- bankans dagsettur 14.02. 1962. 2. Framkvæmdasamningur um hitaveitu milli Alþjóðabankans og Reykjavikurborgar dagsettur 14.02.1962. 3. Lánareglur Alþjóöabankans nr. 2 dagsettar 15.02. 1961. 4. Kndurlánssamningur milli rikissjóðs og Reykjavikurborgar dagsettur 15. febrúar 1962. 5. Bréf borgarstjórans i Reykja vik til Alþjóðabankans dagsett 14. febrúar 1962. 6. Bréf Alþjóðabankans til Hita- veitunnar dagsett 29. september 1972. 7. Bréf Framkvæmdastofnunar rikisins til iðnaðarráöuneytisins dagsett 8. marz 1973. 8. Bréf Framkvæmdastofnunar rikisins til iðnaðarráðuneytisins dagsett 23. september 1973. Ætla verður að hér talin gögn hafi að geyma grundvallaratriði samninga Alþjóöabankans og Reykjavikurborgar um lán til hitaveitulramkvæmdanna. 1 stuttu máli skal hér rakin nið- urstaða þcssarar athugunar: a) Alþjóðabankinn setti hita- veitunni aðeins skilyrði um sann- gjarna arðseniiallan lánstimann. Sanngjörn arðsemi er ekki skil- greind af hálfu Alþjóðabankans, og sanngjörn arösemi er skv. ákvæðum framkvæmdarsamn- ingsins siðan háð mörgum mats- atriðum. Er ef til vill rétt að vekja sér.staklega athygli á þvi, að við mat á sanngjarnri arðsemi af fastafjármunum ber aöeins að taka lillit til kostnaöar viö eöli- lega og venjulcga árlega stækkun eöa útfærslu II ita veitunnar. Ilvergi i samningunum er að finna ákvæði um 7% arðsemi. b) Það er Reykjavikurborg sem ásetur sér strax 1962 að tryggja 7% arðsemi með einhliða yfirlýs- ingu i bréfi frá Geir Hallgrims- syni, þáverandi borgarstjóra. 1 bréfinu til Alþjóðabankans er hins vegar engin skuldbinding til slikrar arösemisgjafar. aöeins fyrirheit um aö bankanum skuli tilkynnt og viö hann ráögazt ef slik ágóöamyndun næst ekki. Hins vegar verður sú álytkun dregin af bréfi Alþjóðabankans frá 29. sept. 1972, að hann sé út af fyrir sig ánægður með 7% arð- semi og geri ekki frekari arð- semiskröfur en borgin ásetur sér sjálf. c) Viö mat á fastafjármunum i rekstri notast Reykjavikurborg við visitölu byggingarkostnaðar, en hvort hún e'r eðlileg viðmiöun i þessu sambandi kynni að orka tvimælis. Þá mun Hitaveita Reykjav. afskrifa flestar eignir sinar um 5% á ári og álitur ráöu- neytið ekki sjálfgefið að slikt skuli teljast hæfilegar afskriftir. d) Lán Alþjóðabankans til Hita- veitu Reykjavikur nam upphaf- lega 2 milljónum dollara, og mun nú endurgreiddur um það bil helmingur þessarar upphæðar. Eftirstöðvarnar nema svo lágri upphæð i samanburði við eignir Hitaveitu Reykjavikur, að fráleitt er að tillit til hennar teljist hæsta- réttardómur um allar athafnir stofnunarinnar. Ráðuneytið væntir þess að ekki sé umdeilt að timabært sé að kanna til fullrar hlitar hvort margnefnt arðgjafarákvæði sé að sama skapi svo óskorað sem það hefir verið túlkað, og litur ráðu- neytið það mjög alvarlegum aug- um hafi réttar staðreyndir ekki komið fram i umsóknum hitaveit- Framhald á bls. 23 OG FJAÐRIRNAR FJÓRAR“ frósöguþœttir eftir Guðmund Böðv- arsson, skóld d Kirkjubóli. Bók fyrir alla, sem njóta íslenzkra frósöguþótta. í fyrra kom út í sama flokki bókin KONAN SEM LÁ ÚTI. HÖRPUÚTGÁFAN REFSKINNA II - eftir Braga Jónsson frd Hoftúnum ó Snœfellsnesi (Ref bónda). í þessari bók eru m.a. Bjarna þóttur Finnbogasonar fró Búðum, Sagnir af Benedikt í Krossholti, séra Jens Hjalta- lín, Benedikt Bakkman ofl. af Snœfells- nesi. Einnig eru í bókinni fjölmargir landsþekktir bragir og skopkvœði. - Þjóðleg gjafabók, sem veitir gleði. HÖRPUÚTGÁFAN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.