Tíminn - 14.12.1973, Blaðsíða 23

Tíminn - 14.12.1973, Blaðsíða 23
Föstudagur 14. desember 1973. TÍMINN 23 liHiMHiii Jólatrés skemmtun Jólatrésskemmtun Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður sunnudaginn 30. des. nk. að Hótel Sögu og hefst kl. 14:30. Jóla- sveinn kemur, og börnin fá jólaglaðning. Nánar auglýst siðar. Selfoss UMSÖGN BISKUPS UAA ÁSATRÚARMENN SIGURBJÖRN EINARSSON biskup hefur sent Timanum umsögn, er hann lét dóms- og kirkjumálaráðuneytinu i té i byrjun árs 1973, þegar félag Asatrúarmanna sótti um safnaðarréttindi. Biskup segist i upphafi umsagnarinnar vilja taka fram, að þeir, sem félag þetta stofnuðu eigi að njóta þeirra réttinda til skoðana- og trú- frelsis, sem stjórnarskráin áskilur öllum landsþegnum. Vitnar hann siðan til 63. greinar stjórnarskrárinnar, þar sem öllum er veittur réttur til þess, að „stofna félög til að þjóna guði með þeim hætti, sem bezt á við sann- færingu hvers og eins”. Vekur hann siðan athygli á, að þarna er talað um guð i eintölu, svo að vafasamt sé, að ákvæðið nái til fleirgyðistrúarbragða, og styðst þar við álit Einars Arnórssonar i Islenzkum kirkjurétti: „Fleirgyðistrúar- brögð, stofnuð hér á landi, mundu þvi ekki njóta verndar samkvæmt stjórnarskránni". Biskup telur trúarlegan grundvöll Asatrúarmanna óljósan, en þó ljóst, að þeir telji sig fleirgyðistrúar, og bindi auk heldur ekki trú sina við Æsi eina, heldur áé heimilt að viðurkenna landvætti og máttugar verur. betta kveðst hann benda á, þótt það skerði ekki, að hans áliti, rétt manna til þess að bindast samtökum til þess að þóknast og þjóna goðmögnum af alls kyns tagi. Hann segist á hinn bóginn ekki geta mælt með þvi, að félag Asatrúarmanna fái viðurkenningu sem trú- félag, þar eð umsókninni hafi ekki fylgt yfirlýsing ákveðins manns um, að hann tæki að sér safnaðarforstöðu, ekki væru handbær skilriki um kenningu Asatrúarmanna og þeir hefðu ekkert guðs- þjónustuhús. A hitt leggi hann ekki áherzlu, að lög tali jafnan um kirkjufélag, en reyndin sé sú, að hérlendis hafi aðeins kristnir söfnuðir fengð stað- festingu, nema Bahaiar, sem eru múhammeðskur sértrúar- flokkur og Vottar Jehóva, sem hann telur á mörkunum, en með þvi mælti biskup, að þessir trúflokkar fengju lög- giltan forstöðumann. t lok umsagnarinnar segir: „Af þvi, sem þegar hefur verið greint, er ljóst, að ég tel mig verða að mæla gegn þvi, að umrætt félag fái staðfestingu sem sjálfstæður söfnuður”. Biskup kveðst vilja koma umsögn sinni á framfæri vegna fyrirspurna, áskorana og annarra tilefna. Ályktun stúdentafundar: Stúdentar mótmæla Framsóknarfélag Selfoss og FUF Selfossi halda sameiginlegan félagsfund sunnudaginn 16. desember kl. 21 að Eyrarvegi 15. Dagskrá: 1. Framboðsmál. 2. önnur mál. Framsóknarfélag Selfoss og FUF Eiríkur Hansson kominn út ó ný „EIRIKUR Hansson” heitir nýj- asta bókin i ritsafni vestur-is- lenzka skáldsins þjóðkunna, Jó- hanns“ Magnúsar Bjarnasonar. Aður hafa komið „Vornætur á Elgsheiðum”, „Haustkvöld við hafið” og „Braziliufararnir”. Eirikur Hansson er fyrsta skáld- saga höfundarins og sú stærsta. Hún kom fyrst út i 3 heftum, bæði i Kaupmannahöfn og Akureyri á árunum 1899-1903. önnur prentun i Reykjavik 1950 og nú i þriðja skipti á Akureyri, en var auk þess lesin i útvarpi fyrir nokkrum árum sfðan. Sýnir þetta bezt hve geysimikilla vinsælda sagan nýt- ur, enda af gagnrýnendum talið bezta skáldverk þessa snjalla höfundar. Hin nýja útgáfa er 502 bls. i mjög smekklegum búningi. Arni Bjarnarson bjó bókina undir prentun, en Prentsmiöja Björns Jónssonar prentaði. Útgefandinn er Edda á Akureyri. Stúdentafundur haldinn i Stúdentaheimilinu við Hring- braut, fimmtudaginn 13. des. 1973 mótmælir harðlega þeirri með- ferð, sem Alþingi og rikisstjórn hafa veitt brýnustu hagsmuna- málum u.þ.b. 4000 námsmanna. Hefur raungildi fjárveitinga Alþingis til Lánasjóðs isl. náms- © Stórhríð ekki hættu á snjóflóði. Til þess þyrfti hitabreytingu þ.e.a.s. hlýrra veður. bó gæru snjóflóð átt sér stað i giljum á einstaka stað utan byggðar. Svona veðurlagi, auk þess sem snjóinn setti á auða jörð, — fylgdi litil snjóflóðahætta. Hættan er annars mest báðum megin Strákaganga. Frost var 8-13 stig fyrir norðan i fyrrinótt. © Hitaorka unnar. bar sem ákvæði þetta er með nokkuð sérstökum hætti orð- ið svo atkvæðamikið i fjármögn- un þýðingarmikilla framkvæmda þykir ráðuneytinu rétt og skylt að óska eftir rökstuddu áliti yðar, hr. borgarstjóri, um þau atriði sem hér hafa verið rakin. Ráðuneytið vill enn sem fyrr leggja áherzlu á það, að óhjá- kvæmilegt er að flýta til muna hitaveituframkvæmdum i ná- grannabyggðum Reykjavikur, og i sambandi við það vill ráðúneytið minna á, að enn hafa ýmsir ibúar Reykjavikur ekki fengið hitaveitu i hús sin. Sjái Hitaveita Reykja- vikur ekki leiðir til þess að fjár- magna þessar framkvæmdir með eðlilegum hætti, er ráðuneytið fúst til samvinnu um lausn þess vanda. Hér er ekki aðeins um að ræða mikið nauðsynjamál ibú- anna i nágrannabyggðunum, held- ur verulegan þjóðhagslegan sparnað. bvi leggur ráðuneytið áherzlu á, að menn hefji þetta mál yfir meting og flokkspólitisk- an vopnaburð, en i staðinn takist einlæg samvinna um sem skjót- astan framgang þessa stórmáls milli Reykjavikurborgar, ná- grannabyggðanna og rikisstjórn- arinnar. Frá iðnaðarráðuneytinu 12. desember 1973. misrétti og þá spillingu, sem slikum forréttindum fylgja. Jafnframt ættu námslán, eða öllu heldur námslaun, að koma til lækkunar á launum mennta- manna og stuðla þannig aö launa- jöfnuði i landinu. I ljósi alls þessa krefjast námsmenn 100% náms- lána, og vita þeir framkomu hinnar svonefndu „vinstri- stjórnar” i lánamálunum og munu undir engum kringum- stæðum við una. f.h. Stúdentafundarins, Halldór Armann Sigurðsson formaöur Stúdentaráös III, manna staðið i stað frá 1971/1973. Er nú einungis fyrirhugað að veita 1/4 þeirrar lánaaukningar, sem námsmenn krefjast á fjár- hagsárinu 1974. Sú meðferð, sem núverandi rikisstjórn hefur veitt námsmönnum, er óþolandi af hálfu rikisstjórnar, sem kveður sig berjast fyrir félagslegu jafn- rétti. En námslán eru ekki einungis hagur námsmanna. bau eru hagur alls hins íslenzka þjóð- félags. bau eiga að tryggja jafn- rétti til náms, sem er einhver veigamesta hlið menntunarlýö- ræðis. bau eiga einnig að koma i veg fyrir að langskólamenntun verði „arfgeng forréttindi”, og hindra allt það félagslega © Varnarmálin nokkru áður en ég hélt utan, þ.e.a.s., að viðræður stæðu yfir og væri þar um 3 kosti að tefla, eins og ég hef skýrt áður. Engar umræður fóru fram á ráðherra- fundinum um varnarmál íslands, en einstakir ráðherrar ræddu við mig utan fundar um það hvaða möguleikar virtust liklegir i þessu sambandi. Aðaltiðindin af fundinum voru eins og fram hefur komið deila Bandarikjanna og Frakka um það sambandsleysi, sem mönnum virtist að væri fyrir hendi innan bandalagsins. Frakkar gagn- rýndu það m.a. að þegar að- vörunarkerfi Bandarikjanna var sett i gang 25.okt. sl. vegna striðs- ins i Mið-Austurlöndum, þá hafi aðrar bandalagsþjóðir fyrst verið látnar vita um það eftir á. Af hálfuBandarikjanna kom það m.a. fram, að Efnahagsbanda- lagsrikin væru sifellt að koma sér saman um eitthvað og létu Bandarikjastjórn ekki vita fyrr en eftir á. Mér fannst, að þessi viðræða bæri keim af þvi, að þarna væri um tvær stórheildir að ræða, annars vegar Bandarikin og hins vegar EBE. Ef fram heldur sem horfir er talsverð hætta á þvi, að þau lönd, sem hvorugri þessara heilda tilheyrðu, lendi utangarös. betta sjónarmið mitt setti ég fram i einkaviðtölum við ýmsa ráðherra. Walter Scheel, utanrikisráð- herra Vestur-býzkalands var glaður og reifur að venju og sagði við mig, að við myndum áreiðan- lega finna lausn á landhelgis- málinu, en við fórum ekki út i neinar samningaviðræður um málið, enda hvorugur til þessa fundar kominn til slikra samn- inga- og á sama hátt tókum við Kissinger ekki upp neina samn- inga um varnarmál á þessum fundi. Vinnings- númerið i merkjasöluhappdrætti Blindravinafélags Islands er 1978. Biindravinafélag tslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.