Tíminn - 21.12.1973, Síða 10
10
TfMTNN
Föstuda-gur 21. descmber
Jón Sigurðsson skrifstofustjóri:
Þjóðleg félagshyggja og
framtíðarhorfur
FATT hefur vakið meiri athygli
meðal áhugamanna um stjórn-
mál að undanförnu en úrslit ný-
liðinna þingkosninga í Dan-
mörku. Hvað svo sem út úr þeirri
ringulreið kemur, sem þar er nú i
stjórnmálum, er ljóst, að valda-
og flokkakerfið, sem rikt hefur i
Danmörku siðustu áratugina, er i
rúst. Og það er alveg undir hælinn
lagt að það takist að reisa það að
nýju i svipuðu móti og áður var.
Það sem vekur ekki minnsta at-
hygli i þessu efni, er að þraut-
skipuiagður fjöldaflokkur, með
glæsilega sögu að baki og ágætan
árangur á mörgum sviðum,
flokkur danskra jalnaðarmanna,
forystuafl þjóðarinnar um langt
skeið, helur beðið ægilegt afhroð.
Nú mætti sjállsagl skýra hrun
hans með timabundnum erfið-
leikum Dana, ef hór væru um ein-
angrað fyrirbrigði að ræða. Kn
hrun danska Jafnaðarmanna-
flokksins er engan veginn
einangrað lyrirbrigði. Mönnum
er i fersku minni sú kreppa, sem
dundi á norskum jalnaðar-
mönnum fyrir skömmu. Deilur-
nar innan brezka Verkamanna-
flokksins risa einnig hærri en
löngum endranær um þessar
mundir, þótt gera megi ráð fyrir,
að skynsamlegra kosningakerfi
þarilandi muni firra Breta þeirri
óáran, sem gengur ylir Skandi-
naviu. Enn má nefna, svo að
annað dæmi sé tekið, að horfur i
sænskum stjórnmálum eru mjög
óljósar og á einskis færi að segja
fyrir um það, hvað þar kann að
verða uppi á teningnum fyrr en
varir. Loks er ekki úr vegi að hafa
I huga skipbrot islenzka Alþýðu-
flokksins i siðustu kosningum.
Þaðer Ijóst, að jafnaðarmenn i
svokölluðum velferðarrikjum
standa frammi fyrir meiri flokks-
legum og stjórnmálalegum vanda
en þær kynslóðir, þeirra, sem nú
lifa, hafa kynnzt, með undanlekn-
ingu þeirra elztu, sem muna ár-
daga hreyfingarinnar að ein-
hverju leyti.
Dað er ekki nóg með það, að
flokkar jafnaðarmanna eigi i
vanda, sem ekki verður að sinni
séð, hvernig verður leystur. 1
þeim jafnaðarmannaflokkum,
sem sæmilega samstæðir mega
teljast og staðizt hafa áföll liðandi
stundar að mestu, hefur það
komið fram á siðustu árum, að
yfir þá gengur iskyggileg, hug-
myndafræðileg kreppa. Þetta á
raunar. við um alla jafnaöar-
mannaflokka, en hefur sérstak-
lega orðið áberandi i Vestur-
Þýzkalandi, Bretlandi og Sviþjóð.
Innan þessara flokka eru sterk
öfl, með rætur i verkalýðs-
hreyfingunni, sem telja, að mark-
miðum flokksstefnunnar sé
þegar að mestu náð og nú sé um
að ræða að varðveita skipulagið.
Dessi öfl eru þannig orðin ihalds-
söm, þótt sjaldnast sé slíkt látið i
veðri vaka. Andstætt, standa
siðan þeir, einkum menntamenn,
sem telja, að nú sé að þvi komið,
að gengið verði á hólm við
ríkjandi hagskipan einkaeingar-
réttarins. Dessi átök hafa ekki
orðið eins áberandi á Islandi, af
þeirri einföldu ástæðu, að
tslenzkir jafnaðarmenn hafa um
langa stund verið sundraöir, svo
að slikar deilur eru hluti stjórn-
málakarpsins i landinu, en ekki
innanflokksmál.
Þjóðleg félagshyggja
i sókn
Það er samtimis mjög fróðlegt
að athuga, hvaða hreyfingar það
eru, sem unnið hafa á kostnað
jafnaðarmanna. þar sem þeir
siðar nefndu hafa beðið lægri
hlut. 1 þessu efni hafa Danir al-
gera sérstöðu með Glistrup sinn,
enda ófyrirsjáanlegt. hvaða
stefnu hreyfing hans tekur i
öörum málum en þeim. er snerta
tekjuákattinn fræga. Hreyfing
Glistrups á það að öðru leyti sam-
eiginlegt með þeim flokkum, sem
annars staðar hafa unnið fylgi af
jafnaðarmönnum, að stefna að
takmörkun opinberra afskipta og
ofskipulagningar. f Sviþjóð hefur
Miðflokkurinn, arftaki Bænda-
sambandsins, unnið glæsilega
sigra á siðustu árum, en flokk-
urinn sameinar andstöðu gegn
óðahagvaxtarstefnu jafnaðar-
manna, gegn rikisbákni og rikis-
einokunarhugmyndum valda-
flokksins, við félagshyggju og
þjóðleg sjónarmið. 1 Bretlandi
hafa margsinnis komið fram hug-
myndir meðal gætnari manna i
Verkamannaflokknum um það,
að þörf sé á alþýðlegum miðflokki
sem andsvari við ráðandi stefnu
Verkamannaflokksins annars
vegar og stjórnarstefnu ihalds-
manna hins vegar. Samtimis
hefur Frjálslyndi flokkurinn
brezki átt meðbyr að fagna. Hin
hófsamari öfl hafa haldið
taumunum i vesturþýzka Jafn-
aðarmannaflokknum, enda að-
stæður þar um ýmsilegt aðrar en
tiðkast i hinum löndunum, sem
nefnd voru.
Það er ljóst, að mörg megin-
markmið jafnaðarmanna hafa
þegar komizt i framkvæmd i svo-
nefndum velferðarrikjum, og við-
ast hafa hægri menn og ihaldsöfl
tileinkað sér þau að nokkru, að
svo miklu leyti sém þau geta
samrimzt einkarekstri og örum
hagvexti. Það er um leið ljóst, að
vandi nútimavelferðar- og
neyzluþjóðfélags verður ekki
leystur með aðferðum hefðbund-
innar jafnaðarstefnu. Jafnaðar-
stefna og hægri stefna eiga það
sammerkt, að þær vilja leysa
félagslegan vanda með aukinni
framleiðslu og vaxandi neyzlu.
Þeim er það lika sameiginlegt, að
þær lita á vöxt þéttbýlis sem
framfaramerki. Hvor um sig
stefnir að skipulagningu mann-
lifs, þótt með ólikum hætti sé.
Þessi stefna er nú að ganga sér
til húðar. Visindamenn hafa
meira að segja haldið þvi fram,
að hún sé mannkyni stórhættuleg,
ef fram fer um skeið eins og verið
hefur. I stað jafnaðarmanna ger-
ist það þvi i hverju landinu af
öðru, að félagshyggjumiðflokkar,
eða vinstri sinnaðir flokkar aðrir,
búa sig undir að taka forystuna.
Fyrir aðeins nokkrum árum var
allt tal um byggðastefnu og jafn-
vægi i byggð landsins álitið óráðs-
hjal. Nú er svo komið, og viðar en
á Islandi einu, að ailir vildu þetta
sagt hafa. Fyrir nokkrum árum
var hugmyndum um stöðugt
samfélag og jafnvægissamfélag
tekið sem hreinni afturhalds-
stefnu. Nú sannfærast æ fleiri um
að þetta sé ef til vill eina leiðin til
að komast hjá hörmungum. Þeir
flokkar, sem tekið hafa mið af
smárekstri i frumframleiðslu-
greinum, éins og landbúnaði og
fiskveiðum, af handverki og smá-
iðn, hafa að sama skapi siglt
meðbyr að undanförnu. Þeir
flokkar, sem lagt hafa áherzlu á
byggðajafnvægi og tortryggt hafa
hugmyndir um hömlulausan hag-
vöxt, hafa aukið fylgi sitt. Og viða
er nú svo komið, að þjóðleg
sjónarmið ryðja sér til rúms á
kostnað allra þeirra „isma”, sem
mest hefur borið á á menningar-
sviði að undan förnu.
Sé dæmi tekið af Islandi, er ekki
annað að sjá en að hefðbundin
sjónarmið framsóknarmanna
fyrr og siðar séu nú óðum stað-
fest af sjálfri framvindunni, um
leið og jafðarmenn eiga i vaxandi
örðugleikum með að fóta sig i
heimi cigin hugmynda. Fram-
sóknarmenn þurfa og verða að
gera sér grein fyrir þessu og
kunna að bregðast við þessum að-
stæðum.
Sameiningin svikin
Viðbrögð islenzkra jafnaðar-
manna við hruni Alþýðuflokksins
I siðustu Alþingiskosningum urðu
þau, að flokkurinn tók ákaft að
stunda sameiningarmálið ,svo-
nefnda. Nú er það ekki álitamál,
að sameining islenzkra vinstri-
manna i einhverri mynd er þjóð-
þrifamál. Þessum hugmyndum
var þvi vel tekið meðal margra
Framhald á bls. 19
RIStZHER S KIÐI
I í! V : ÍINLÍAIMII IJ I IMAN! I
Barnaskíði,
gönguskíði
og allur
annar
skíða-
útbúnaður
Mesta
úrval
landsins
SPOKI&4L
^HEEMMTORdi
fbcherSKIÐI