Tíminn - 21.12.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.12.1973, Blaðsíða 11
Föstudágur 21'. dcsémbéi' 1973. Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn F'innbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. V -------------------- -----------— ' Hræsni og lýðskrum Er skattafrumvarp Sjálfstæðisflokksins var til umræðu á Alþingi nú i vikunni benti Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, á, að i greinargerð með frumvarpinu væri talað um, að mæta ætti afleiðingum frumvarpsins, ef að lögum yrði, með niðurskurði rikisútgjalda, ,,og ef nauðsyn krefur með breyttum tekjuöflunar- leiðum”. Sagði Halldór, að þó að skorin væru niður öll framlög rikisins til framkvæmda við skóla, hafnir, sjúkrahús, heilsugæzlustöðvar, til vega, til kaupa á nýju varðskipi, til iþrótta- mannvirkja, svo eitthvað væri nefnt — þótt allt þetta væri skorið niður i núll næði það ekki til að koma skattatillögum Sjálfstæðisflokksins i framkvæmd. Það er auðvelt að bjóða mönnum með fögr- um orðum að fella niður af þeim alla skatta. En þetta er lýðskrum á hæsta stigi, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn fæst ekki til að benda á neitt, sem hann vill skera niður af rikisútgjöldunum. Þvert á móti hafa þingmenn stjórnarandstöð- unnar flutt breytingatillögur við fjárlögin um hækkun rikisútgjalda, og frumvörp þeirra og tillögur á Alþingi stefna svo til allar til aukinn- ar þátttöku rikisins i ýmsum kostnaði og til aukinnar þjónustu rikisins á fjölmörgum svið- um, sem þýðir auðvitað stóraukin rikisútgjöld. Þannig reynist stjórnarandstaðan á íslandi enn meiri lýðskrumsflokkur en flokkur Glist- rups i Danmörku. Hann hefur þó að nokkru gert grein fyrir þvi, hvað skera á niður, og er að þvi leyti skömminni til skárri en Sjálf- stæðisflokkurinn. En i sambandi við skattatillögur Sjálfstæðis- flokksins er rétt að benda á, að það væri unnt að lækka tekjuskatt rikisins um þrjá milljarða og 600 milljónir króna, ef teknir væru upp að nýju i óbreyttu formi nefskattarnir illræmdu, og sveitarfélögin látin taka á sig að nýju þau útgjöld, sem létt hefur verið af þeim i tið nú- verandi rikisstjórnar. Nefskattarnir lögðust með jöfnum þunga á menn, án tillits til efna- hags. Þeim,sem nær engar eða engar tekjur höfðu, var gert að greiða jafn mikið til þeirra þarfa, sem nefskattarnir runnu til, og þeir, sem hæstu tekjurnar höfðu. Fjármálaráðherra spurði, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn þyrði að leggja til að nefskattarnir yrðu teknir upp að nýju. Við þvi bárust engin svör. En á hitt er að lita, að hugsunin leynir sér ekki i skattafrumvarpi Sjálfstæðisflokksins, sem ráðgerir að þeir, sem nú hafa hæstu tekjurnar skuli fá margfaldar skattalækkanir á við þá, sem lágar og miðlungstekjur hafa. Og lýðskrum og ábyrgðarleysi Sjálfstæðis- flokksihs kemur einnig glögglega fram við meðferð tollalækkunarfrumvarps rikis- stjórnarinnar á Alþingi. Frumvarpið felur i sér, að ísland standi við skuldbindingar sinar skv. samningum við EFTA og EBE og að létt skuli tollum af vélum og hráefnum til islenzks iðnaðar. Auðvitað eru Sjálfstæðismenn með lækkuninni, en þeir eru á móti þvi, að rikis- stjórnin fái um leið heimild til að mæta tekju- missinum, sem af henni hlýzt. TÍMINN 11 | ERLENT YFIRLIT 1 Perez þykir væn- legri til athafna AAikill sigur stjórnarandstæðinga í Venezuela Carlos Andrés Pcre7. I MARZ næstk. tekur nýr maður við forsetaembættinu i Venezuela, sem er eitt af fáum rikjum Suður-Ameriku, sem býr við lýðræðislegt stjórnar- far. Forsetakosningar og þingkosningar fóru fram i Venezuela 9. þ.m. og urðu úr- slitin þau, að aðalstjórnarand- stöðuflokkurinn vann mikinn sigur. Forsetaefni hans, Carlos Andrés Perez, hlaut um 48% atkvæða og meiri- hluta i báðum þingdeildum. Frambjóðandi kristilega flokksins, sem fer með stjórn nú, fékk 38% atkvæða. Átta aðrir frambjóðendur skiptu afganginum á milli sin og fékk frambjóðandi róttæks vinstri flokks flest atkvæði þeirra. Venezuela er það land Suður-Ameriku, sem hefur bú- ið við einna mesta velmegun og veldur þvi oliuauðlegð landsins. Valdhafarnir hafa notað oliugróðann til margvis- legra verklegra framfara. Þannig er Caracas nýtizkuleg- asta höfuðborg i Suöur-Ame- riku, en ekki talin falleg að sama skapi. Hins vegar hefur félagslegum framförum veriö minna sinnt, en þó eru þær komnar öllu betur á veg i Venezuela en i öörum rikjum Suður-Ameriku, þegar Uru- guay er undanskilið. Hækkun oliuverðsins þykir likleg til að stuðla að stórauknum fram- förum i Venezuela, enda kepptust öll forsetaefnin við að lofa þvi. öll forsetaefnin hétu þvi, að vinna að þjóönýt- ingu olfunámanna og skyldi þvi siðast lokið fyrir 1983. Andrés Perez lofaði þvi jafn- framt, að greiða oliufélögun- um fullar skaðabætur. Oliu- framleiðslan i Venezuela er nú 3.4 milljónir barrels á dag og kaupa Bandarikin um helming þess magns. Um 90% útflutn- ingsteknanna kom frá oliusöl- unni og um tveir þriöju hlutar rikisteknanna, en þær nema alls þremur milljörðum doll- ara á ári. A ARUNUM 1908-’35 bjó Venezuela við einhverja verstu einræðisstjórn, sem um getur i sögu Suður-Ameriku. Einræðisherrann var Gomez hershöfðingi Fylgismenn hans héldu völdum til 1945, en þá var gerð stjórnarbylt- ing og kom frjálslynd stjórn til valda. Forseti hennar var Romulo Betancourt, sem er einn merkasti stjórnmála- maður landsins á þessari öid. Hershöföingjunum fannst hann of frjálslyndur og viku honum frá völdum. A árunum 1953-’59 var Jimenez hershöfö- ingi einræðisherra i Venezuela. Þá var honum vik- ið frá og fóru fram frjálsar forsetakosningar. Betancourt var kjörinn forseti aö nýju og fór meö forsetavald allt kjör- timabilið en þaö hafði engum lýðræðislegum kjörnum for- seta tekizt áður. Samkvæmt stjórnarskrá þeirri, sem Betancourt setti, mátti forsetinn ekki bjóða sig fram aftur. Flokksbróðir Betancourts, Raoul Leoni var þá kjörinn forseti og sat hann einnig út allt kjörtimabiliö. Það var þó nokkuð róstusamt, þvi að aðdáendur Castros efldu þá allmikla hreyfingu og gerðust svo uppvöðslusamir, að Leoni taldi sig þurfa að gripa til róttækra mótaðgerða. Þetta mun hafa átt sinn þátt i þvi, að flokkur þeirra Betan- courts og Leonis, Lýöræðis- hreyfingin (Democratic Action party) beiö ósigur. Nýr flokkur, Kristilegi flokkurinn, bar sigur úr býtum og náði forsetaefni hans, Rafael Caldera, kosningu. Hann hefur farið með völd siðan. 1 forsetakosningunum nú þótti lengi vel liklegt, að forsetaefni Kristilega flokksins, Lorenzo Fernandez myndi ná kosningu en úrslitin urðu á annan veg. Þaö er talið stafa mest af þvi, að forsetaefni Lýðræðis- hreytingarinnar, Carlos Andrés Perez, tókst aö ná mikilli hylli meðal kjósenda. Hann vakti þá tiltrú, að hann væri enn liklegri til þróttmik- illar stjórnar, enda var kjör- orð hans: Þróttmikið og at- hafnasamt lýðræði. CARLOS Andrés Perez er rúmlega fimmtugur að aldri, fæddur 27. október 1922. Hann var 15 ára gamall, þegar hann gekk i Lýðræðishreyfinguna og hefur haft stjórnmál að aðalstarfi siðan. Ariö 1945 varð hann einkaritari Betancourts forseta. Þegar hershöfðingjarnir gerðu bylt- ingu 1952 og Jimenez kom til valda, varö Perez meðal þeirra fyrstu,sem settir voru i fangelsi, en honum tókst aö flýja þaðan og komast siðan til útlanda. Eftir að Jemenez var vikið frá, átti Perez meginþátt i þvi, að endurreisa Lýðræðis- hreyfinguna og skipuleggja kosningabaráttu Betancourts. Hann varð siðar inn- anrikisráðherra i stjórn Bet- ancourts og haföi þá forustu um að kveða niður samtök Castrosinna meö harðri hendi. Siöan hafa þeir haft horn i siðu hans. Árið 1967 gerðist Perez framkvæmdastjóri Lýðræöis- hreyfingarinnar og gegndi hann þvi starfi þangað til hann var kjörinn forsetaefni hennar. Hann hefur verið mjög athafnasamur i kosningabaráttunni, ferðazt um landið þvert og endilangt og haldið ótal kosningafundi. Sagt er að hann hafi heimsótt alla helztu bæi og héröð lands- ins ekki sjaldnar en fjórum sinnum siðan kosningabarátt- an hófst. Þróttmikil og einörð framkoma hans er talin hafa aflað honum mikils fylgis og hafa gert gæfumuninn i kosningunum. Perez er kominn af efnaðri ætt kaupsýslumanna og kaffi- ræktarmanna. Hann er kvæntur frænku sinni og eiga þau fimm dætur og einn son. KOSNINGABARATTAN er sögð hafa verið mjög hörð og kostnaðarsöm. Sagt er að aðalkeppinautarnir hafi eytt 15 milljónum dollara hver um sig. Viða varefnt til stórhátiða til að hylla forsetaefnin og mikið kapp lagt á að hafa þær sem fjölmennastar. Lokaþátt- urinn hjá Perez var sá, að hann gekk 10 milna vegalengd eftir götum Caracas og var hylltur af um 200 þús. manns á leiöinni. Alls hefur Caracas um tvær milljónir ibúa, og hefur þvi 10. hver borgarbúi hyllt Perez i þessari gönguferð hans. Alls eru ibúar Venezuela um 11 milljónir og landið er rúmar 352 þús. milur að flatarmáli. Ekki er sagður teljandi munur á stefnuskrá frambjóð- andanna. Allir lofuðu að þjóð- nýta oliunámurnar og að hækka oliuverðið. Allir lögöu áherzlu á stórauknar félags- legar framfarir. Af hálfu Kristilpga flokksins var þvi haldið fram, að oliufélögin styddu Perez, en hann neitaði þvi harölega. Það var hins vegar haft eftir sumum for- ustumönnum oliufélaganna að þeir gerðu sér Ijóst, að Perez yrði harður i samningum, en hann hefði hins vegar þann kost, að reynslan sýndi, að óhætt væri að treysta orðum hans og þaö væri mikils virði. Utanrikismálin ollu helzt ágreiningi meðal frambjóð- endanna. Perez lagði mikla áherzlu á gott samstarf við Bandarikin, en var óvinsam- legur Castro. Hann lýsti yfir þvi, að hann myndi ekki taka upp stjórnmálasamband við Kúbu, nema það yrði gert yfir- leitt af latnesku Amerikurikj- unum. Fernandez gaf hins vegar til kynna, að hann gæti hugsað sér að viðurkenna stjórn Castros, þótt önnur riki yrðu ekki samferða, og yfir- leitt var afstaða hans vinsam- legri i garð kommúnistarikj- anna. Þegar þessu sleppti, var ekki mikill málefnalegur munur hjá honum og Perez, og virðist sigur Perez þvi rekja rætur til þess, að honum tókst að afla sér meira persónulegs trausts. Hitt er svo eftir aö sjá, hvort hann reynist þess verö- ugur i verki. — þ Þ —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.