Tíminn - 29.12.1973, Síða 6
6
TÍMINN
Lauf>ardagur 29. desember 1973.
ER NOTKUN
SNJÓNAGLA
BLEKKING?
Nagladekk hafa nú verið í notkun í 9 dr hér á landi,
og í dag má segja, að langmestur meiri hluti bíla
séu búnir þeim yfir vetrartímann. En um leið er
verið að banna notkun þeirra í æ víðtækari mæli
bæði austan hafs og vestan. Hér segir Jón
Bergsson, verkfræðingur, okkur sitt álit:
Ef til vill er þessi á sumardekkjum. Lögreglan kemur bllnum af stað f
hálkunni, „svo að hann geti siðan runnið tii á næsta hálkubietti og jafn-
vel lent i árekstri.” Auðvitað er það ekki vilji lögregunnar, en er ekki
oft á tfðum veriðaö taka ábyrgðina af ökumönnunum sjálfum?
GÚMMÍVINNUSTOF-
AN h/f. Skipholti 35 mun
hafa orðið fyrst til að
flytja inn snjónagla og
var það i desember 1964
eða fyrir réttum 9 árum.
Flutti Björn heitinn
Pálsson þessa fyrstu
nagla frá Sviþjóð. í öðr-
um löndum hafði negl-
ing hjólbarða ekki hafizt
miklu fyrr. Upp úr þessu
fóru að berast hingað á
markaðinn hjólbarðar
með sérstökum götum
fyrir naglana. í dag eru
svo til eingöngu flutt inn
slik snjódekk, og að sögn
forstjóra Gúmmivinnu-
stofunnar h.f. i Skipholti
35, Ingvars Agnarsson-
ar, má nú heita, að öll
verkstæði hér i borginni,
sem á annað borð gera
við hjólbarða, hafi einn-
ig búnað til að negla þá.
Negldir hjólbarðar eru nú orðn-
ir mjög almennir og keðjurnar
hafa legið mikið til ósnertar síð-
ustu ár, enda sagði Ingvar, að hér
á höfuðborgarsvæðinu a.m.k.
mætti heita, að hver einasti mað-
ur, sem notaði bil eitthvað að
marki á veturn'a, léti negla undir
honum hjólbarðana. Keðjurnar
eru leiðinlegar og tímafrekt að
koma þeim fyrir, ekki sizt þegar
miðað er við það, hve skamman
tlma þeirra er yfirleitt þörf
hverju sinni.
Að sögn Ingvars má heita, að
hér sé aðeins notuð ein gerð af
snjónöglum en i þeim er pinni úr
hörðu stáli i miðjunni og utan um
linara járn. önnnur tegund er að-
eins til hér lika, en hún er mikið
dýrari. Er þá plast utan um stál-
pinnan i stað járnsins. Þvi hefur
verið haldið fram, að þessir nagl-
ar sliti götunum minna, en svo er
þó tæplega, þar sem sams konar
pinni er i báðum gerðunum, og
það er einkum hann, sem slitur.
Negldir hjólbarðar eru ekki
fluttir inn, heldur fer öll negling
fram hér á landi.
Ef notaðir eru
naglar, þá ,,á öllum”
t haust kom fram ný reglugerð
varðandi gerðog búnaö ökutækja.
t reglugerðinni er staðfesting á
fyrri reglum um tima þann, sem
heimilter að hafa nagladekk und-
ir bilnum, en hann er frá 15. októ-
bertil 1 maí.Helzta nýjung reglu-
gerðarinnar, hvað vetrarakstur
snertir, er það, að ef menn eru
með nagladekk undir bilnum á
annað borð, skuli þau vera á öll-
um hjólum. Þetta er eiginlega
eina breytingin, en annars gildir
enn hið gamla ákvæði, að bilarnir
skuli vera búnir til aksturs i snjó
og hálku.án þess að það sé skýr-
greint nánar.
Við spurðum Baldvin Ottósson
hjá umferðardeild lögreglunnar,
hvort tekið hefði verið tillit til
þess, i samræmi við nýju reglu-
gerðina, við árekstur, ef viðkom-
andi bill hefði aðeins verið meö
nagladekk á öðrum öxlinum.
— Ef árekstur verður i snjó eða
hálku, er ævinlega getið um það i
skýrslum, hvernig bifreiðin er
búin, og þá m.a. með tilliti til
dekkja. Siðan koma aðrir aðilar
og meta, hvort það hefur haft ein-
hver áhrif á það, hvernig árekst-
urinn atvikaðist.
Hjá Bifreiðaeftirlitinu fengum
við þær upplýsingar, að bifreiðar,
sem aðeins væru með nagladekk
á annarri hásingunni, fengju ekki
fullnaðarskoðun.
„Nagladekk eru úrelt”
Þau eru nú bönnuð mjög
iða
Jón Bergsson verkfræðingur,
kennari við Tækniskóla Islands,
er maður mjög áhugasamur um
umferðarmál, hefur hann þó
starfað eða stundað beinar rann-
sóknir á þvi sviði. en hefur starf-
að fyrir Bilgreinasambandið við
könnun á bilaverkstæðum. Engu
að siður fylgist Jón vel með um-
ferðarmálum og les allt, sem
hann nær i, er um þau fjallar.
— Það er um ár siðan ég las i
kanadisku timariti um umferðar-
könnun með tilliti til nagladekkja,
sem fram hafði farið um það leyti
i Toronto i Kanada. Niðurstaða
þeirrar könnunar var i stuttu
máli, að notkun nagladekkja væri
mjög neikvæð, á fleiri en einn
hátt. Staðreyndin er sú, að nagla-
dekkin eru oröin úrelt fyrirbrigði,
og i dag er notkun þeirra bönnuð i
mörgum borgum Bandarikjanna
eða einstökum fylkjum og mjög
viða i Kanada, þ.á.m. i Toronto.
Einnig er bann við nagladekkjum
I mörgum borgum Evrópu.
— Notkun nagladekkja hefur
aðallega verið studd með þvi, að
þau væru miklu öruggari fyrir
umferðina. I ljós hefur komið hins
vegar, að þau fækka ekki slysum !l
Það er svo óskaplega margt, sem
spilar inn i þetta „naglavesen”.
Fyrst má nefna hið óskaplega slit
á götunum af völdum naglanna,
sem er ekki sizt orsök þess, að æ
fleiri borgir Evrópu eru annað
hvort búnar að útiloka nagladekk
eða eru að vinna að þvi. Þá sýndi
það sig ljóslega i könnuninni, eins
og áður sagði, að slysum fækkaði
ekki með nagladekkjunum. Kem-
ur þar mannlegur breyskleiki
sjálfsagt mikið við sögu þar sem
menn aka hraðar, en þeir myndu
^ella gera, vegna þess að þeir telja
sig svo örugga á nöglunum!
— Þessi mál hafa hins vegar
ekkert verið rannsökuð hérlendis.
Það er bara vaðið áfram i blindni,
segir Jón. — Það er alveg eins og
með saltið.
,,Það er verið
að taka
ábyrgðina af fólki
— Ef þú lest umferðarlögin, þá
stendur þar að þú megir ekki fara
út á götu i bil i hálku, öðruvisi en
hann sé til þess búinn. Það eru
hreinar linur. Sá sem ekur bilnum
er ábyrgur. 1 reglugerðinni er
gefið upp, hvernig billinn á að
vera útbúinn i hálku og snjó. Nú
er borið salt á göturnar. Það kælir
malbikið niður i minus 21 gráðu
og sprengir það smátt og smátt
upp, jafnvel þótt engin umferð sé
um götuna. Siðan koma menn á
nagladekkjum og rifa malbikið
enn meira upp og fá um leið tjöru-
blöndu upp um allan bil, sem
verður áþreifanlega vart við
næsta þvott á bilnum. En það
veigamesta, hvað umferðina
snertir, er þó það, að þessi salt-
blandaða tjara, sem þannig er
búið að spóla upp, sezt á dekkin
og verkar nánast eins og skiðaá-
burður. Þegar bilarnir koma af
saltbornu götunum yfir á aðrar,
þar sem hálka er, og renna þeir
bókstaflega eins og belja á svelli.
Einfalt mál. Þarna eru þeir, sem
umferðar- og gatnamálum ráða,
bókstaflega að búa til hættu fyrir
ökumennina.
— Engin nagladekk. Heldur
eiga menn að nota venjulega
snjódekk og setja keðjur á þau,
þegar þess er þörf. Hvaða vit er i
þvi, að hið opinbera skuli láta
salta sumar götur, þannig að
menn verða, hvort sem þeir vilja
eða ekki, að aka ýmist saltaðar
eða ósaltaðar götur til að komast
leiðar sinnar. Dæmi: Maður
kemst kannski á bil sinum niður i
bæ, vegna þess að göturnar á leið-
inni eru saltaðar. Eri siðan kemst
hann ekki til baka eftir saltlaus-
Framhald á bls. 19
Umsóknir
um styrk
úr
Finnska
JC-sjóðnum
Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior
Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi
með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð
með sölu límmiða með íslenzka fánanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga
frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára,
utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær
til hverskonar náms, nema skyldunáms og
háskólanáms.
Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega
eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur
fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn
greiddur til fjölskyldunnar.
Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola,
Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur
Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru:
Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir
Þorgrímsson, Kópavogi.
(Jtfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska
JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík.
Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973
Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í
Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda
umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari
upplýsingar.
FINNSKI JC-SJÓÐURINN
PÓSTHÓLF 579
REYKJAVlK
Nagladekk eru nú bönnuð æ viðar um heim. Komið hefur I Ijós, að I
reyndinni fækka þau alls ekki slysum. Og slit gatna af þeirra völdum
er óskaplegt.