Tíminn - 29.12.1973, Side 8

Tíminn - 29.12.1973, Side 8
8 TÍMINN I.augardagur 2í). desember 1972. Mannkynið mun halda áfram að vera til Spár um domsdag og útrýmingu siðmenningarinnar byggjast á röngum forsendum, segir danskur prófessor i hagfræði. OLÍUVINNSLA Á GRÆNLANDI? Danskur prófessor t hagfræöi, Mogens Boserup, telur rangt að tengja saman fólksfjölgun, náttúruauölindir og mengun. — Nauðsyn þess að hafa áhrif á fólksfjölgunina með þvi að tak- marka barneignir, er hin raun- hæfa aðferð gegn fólksfjölgunar- vandamalinu, segir hann, og hún er jafnnauðsynleg, burtséð frá því hvað( okkur finnst um náttúruauðlindirnar, eða mögu- leika okkar til að vinna bug á menguninni. Um það bil 3.8 milljarðar manna búa nú á jörðinni, og ef fólksfjölgunin héldi áfram óbreytt, myndi þessi tala tvö- faldast á næstu 30 árum. Ef við leiðum hugann að árinu 2200, munu 530 milljarðar manna búa hér, með sama áframhaldi. Ef þessum fólksfjölda væri dreift um yfirborð jarðarinnar, yrðu um það bil 3,900 ibúar á hvern ferkíló- metra. Nú eru að meðaltali 115 ibúar á hvern ferkilómetra i Danmörku, en i Sviþjóð eru aðeins 17, Noregi 12 og tslandi 2 ibúar á hvern ferkilómetra. 1 sumum þróunarlöndum Afriku, Asiu og Suður-Ameriku, þar sem tveir þriðju hlutar mann- kynsins búa, er fólksfjölgunin yfir 2% á ári. Það þýðir, að á 20 árum mun fólksí'jöldinn tvöfaldazt. — Þessi aukning getur ekki haldið áfram öllu lengur, segir Boserup. Það er hafið yfir.allan vafa, að það verður að stöðva þessa miklu aukningu. Spurningin er bara sú, hvort hægt er að lækka fæðingartöluna á sið- menntaðan hátt. Hinn kosturinn er hærri dánartala. Það er óraunsætt að halda þvi fram, aö fólksaukningin hætti snögglega. Það tekur langan tima. En það eru þrjú atriði, sem vekja hjá mönnum vonir um, að stöövun fólksaukningarinnar þurfi ekki eingöngu að vera hæg- fara! 1. Þar kemur til, að Pillan hefur ekki komið i veg fyrir, að áfram er haldið rannsóknum, og nýjar uppgötvanir eru á næsta leiti. Visindamenn vinna nú að þvi að finna upp pillu fyrir karlmenn, sem verkar i langan tima og er bæði örugg og ódýr. 2. Aukin tækni i sambandi við upplýsingamiðlun, bæði hvað snertir útvarp, sjónvarp og fleira, auðveldar læknum og visindamönrium aö ná til í'ólks, t.d. ibúa litils indversks þorps, og þannig er hægt að hjálpa þeim að gera ráðstafanir til fækkunar barneignum. 3. Þriðja atriðið er að fengnar upplýsingar gefa til kynna, að i Taiwan, Malaysiu, Costa Kica, Jamaica, Chile og fleiri löndum, hefur átt sér stað töluverð fækkun barneigna. Þessi fækkun hefur orðið núna siðustu tiu árin. En það skal tekið fram, að vanda- málið er miklu stærra i löndum eins og Indlandi, þar sem ibúarnir eru 560-570 milljónir. 1 hinum rikari hluta heims, Norður-Ameriku og Evrópu, má segja, að fólksfjöldinn standi i stað, og sú tilhneiging tii frjálsra fóstureyðinga sem nú gætir þar mjög, flýtir kannski fyrir þvi, að þróunarlöndin feti i fótspor þeirra. Það vekur nefnilega tortryggni,' þegar riku löndin hvetja þróunarlöndin til að nota ákveðnar reglur, en taka jafn- framt sjálf afstöðu gegn þeim, á þeirri forsendu, að þær séu of siðlausar fyrir þau. 1 ágúst 1974 verður haldin i Búkarest alþjóðleg ráðstefna á vegum S.Þ. um fólksfjölgunar- vandamálið, og verður hún með sama sniði og mengunarráð- stefnan i Stokkhólmi. Dag hvern finnast nýjar náttúruauðlindir, og dag hvern skapa náttúruvisindin og tæknin nýja möguleika, einnig gagnvart hlutum, sem hingað til hafa þótt einskis virði. Það hugarfóstur, að ná11úruauð 1 i ndirnar séu ótæmandi, er blekking. Það hefur alltaf verið látið sem náttúru- auðlindirnar væru ótæmandi — en nú er það fjær sannleikanum, en nokkru sinni fyrr. En þegar skortur verður, t.d. á ákveðnum málmi aukast likurnar á nýjum uppfinningum. Um mengunina hefur prófessor Boserup þetta að segja: — Fójk þefur tilhneigingu að halda, að mengun sé eitthvert óyfirstiganlégt vandamál. Rannsóknir sem gerðar hafa verið i iðnaðarlöndum, sýna að kostnaður við nægilegar varnir gegn mengun muni ekki svara meira en fáeinum prósentum af heildarframleiðslunni i heiminum. Við stöndum þvi ekki frammi fyrir óleysanlegu verk- efni. Ef nægur vilji yfirvalda er fyrir hendi, er mengun nokkuð, sem hægt er að sigrast á. Auk þess sem mengunin er að einu leyti góð: hún er vatn á myllu uppfinningamanna. —kr Á öndverðu ári 1974 mun Græn- landsmálaráðumeytið danska bjóða oliufélögum að hefja oliu- leit á Grænlandi. Undanfarin þrjú ár hefur verið unnið að þvi að semja skilmála sem að þessu lúta. Nú er þvi verki lokið, og er talið, að undinn verði bráður bug- ur að þvi að hefja oliuleit. Talið er sennilegt, að hinir nýju þing- menn Grænlendinga séu þvi samþykktir, að hafizt verði handa sem allra fyrst, þótt ýmsir grænlenzkir stjórnmálamenn telji, að hingað til hafi ekki verið tekið nægjanlegt tillit til hags- muna Grænlendinga sjálfra i þessum efnum. Siðastliðin f jögur ár hafa bandarisk, kanadisk, brezk, hollenzk, frönsk, þýzk og itölsk oliufélög stundað rannsóknir á Grænlandi til þess að kanna, hvort þar sé olíu að finna. Ekki hefur þó enn verið lagt i tilrauna- boranir sakir kostnaðar, heldur látið nægja að gera skjálfta- mælingar og seguimælingar úr iofti. Árangurinn af þessum rannsóknum mun hafa verið svo góður, að talið er fullvist, að mörg oliufélög verði um hituna, þegar farið verður að veita leyfi til vinnslu. Skilmálar i sambandi við leyfisveitingar áþekkir þeim, sem gilda um Norðursjávaroli- una norsku. Græniandsmáiaráðuneytið áiitur, að hægt verði að veita leyfi til borunar 1975, en þó kann að vera. að hin nýja rikisstjórn láti hraða þvi með tilliti til oliu kreppunnar, þannig að boranir hefjist 1974. Þess er þó ekki að vænta, að oliuvinnsla geti hafizt á næstunni, þótt svo fari að boranir sýni, að vinnsluhæfa oliu sé að finna á Grænlandi. Grænlandsmálaráðunéytið áætlaði á siðastliðnu hausti, að oiiuvinnsla gæti að öllum likindum ekki hafizt fyrr en komið væri fram á niunda áratug aldarinnar. Þó ber að hafa i huga, •að sú áætlun var gerð áður en oliukreppan skall á, og sem fyrr segir má vera, að reynt verði að hraða framkvæmdum vegna henpaT. Nauðungar- flutningar í Rhódesíu Átök milli skæruliða og stjórnarhermanna fara nú harðn- andi i Rhódesiu. Stjórnin hefur gripið til þess ráðs að flytja fólk frá þeim héruðum, sem liggja að landamærum Rhódesiu og Mósambique, til þess að reyna að hefta starfsemi skæruliðanna. Fyrir skömmu voru rösklega 8000 manns af afrikönskum ættum fluttir frá landamærahéruðunum, að sögn fulltrúa stjórnarinnar i Salisbury. og komið fyrir i sér- stökum þorpum, sem gætt er af öryggissveitum. Ávallt fyrstur r Q morgnana I)r. Ricliard Beck: Útvcrðir islcn/krar mcnningar. Alm. bókal'clagið okt. 1972. Það verða nú sjálfsagt talin elliglöp min, að minnast nú fyrst bókar, sem kom út i'yrir ári siðan. En sú er orsök þess, að ég las bókina nýlega og þótti hún svo frqðleg og skemmtileg, að rétt væri að biðja þetta blað fyrir stuttorða umsögn. Eg minnist ekki að hafa séð hennar getið. Höfundurinn er, og hefur verið um hálfrar aldar skeið. einn allra fremsti útvörður is- lenzkrar menningar i Vestur- heimi og viðar þar sem enskt mál er mælt. Starf hans fáum við tslendingar aldrei fullþakk- að. Bók þessi er alls 7 þættir, sem flestir hafa birzt áður i ýmsum timaritum. en sumir þeirra eru nýir. Efni þeirra allra er um menn, sem segja má um að séu meðal andlegra höfðingja i enskumælandi heimi og eins og höf. kemst að orði ,,hafa öðrum fremur borið hróður þjóðar vorrar fyrir brjósti og eflt, hver á sinu sviði. þekkingu heimsins i sögu hennar og menningu að fornu og nýju”. Sex þættirnir eru um Vestur- heimsmenn af enskum ættum, en hinn sjöundi um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Þessum mönnum var það.öllum sameig- inlegt, að þeir höfðu fest ást á landi voru og þjóð, höfðu kynnzt fornbókmenntum vorum, sumir höfðu ferðast um landið og gátu talað og ritað málið. Mun það nánar skýrt siðar, einnig hvað þeir sýndu bæði samúð og glöggan skilning i frásögnum sinum héðan. Þeir eru ótvirætt i hópi mannanna, er fá þann dóm hjá dr. Sig. Nordal að — ,,aðdá- un þeirra hafi kennt þjóðinni betur að meta eigin eign sina”. Þessir þættir mynda allir sam- stæða heild, er kynna land vort og þjóð að fornu og nýju meðal enskumælandi þjóða, einkum sögu vora og bókmenntir. Dr. Richard Beck hefur dreg- ið efni viðs vegar að i þætti þessa og segir vel og skemmti- lega frá. Koma margir frægir landar vorir þarna við sögu, einkum 19. aldar mennirnir, en allmargir yngri. Þá eru og nefndir fjölmargir erlendir fræðimenn. auk þeirra sem þættirnir fjalla um. Það eru þvi engar ýkjur'. að efni nefndrar bókar sé ba'ði fjölbreytt og fróð- legt. Þvi til sönnunar vil ég kynna hvern þátt lltillega. I. Gcorg t’. Marsli var fjöl- fróður gáfumaður. lögfræðingur að mennt. Hann dvaldi um tima i Kaupmannahöfn og las hjá hinum þekkta fræðimanni C.C. Rafn. Og Marsh varð svo vel að sér i islenzku og norrænum fræðum, að hann gaf út, fyrstur manna, islenzka málfræði á ensku. Dr. R. Beck dregur upp mjög skýra mynd af þessum einlæga lslandsvini og skýrir vel hvað mikla þýðingu starf hans hafði fyrir útbreiðslu nor- rænnar menningar vestan hafs. II. Henry VV. Longfcllow,önd- vegis skáld og siðar prófessor við Harvard háskóla. Hann er kunnur hér á landi m.a. af kvæðum þeim, sem Matt. Jochumsson o.fl. þýddu, m.a. hið ágæta kvæði Lifshvöt. Um hann hefur litið verið ritað hér á landi, en i þessum þætti segir höfundur sögu hans mjög itar- lega og ræðir kynni hans af is- lenzku máli og norrænum bók- menntum. Hann getur þess t.d. að ritdómarar vestan hafs telji Longfellow hafa öðlazt mikinn þrótt og djörfung við kynni sin af norrænum bókmenntum, enda átti hann mikið safn nor- rænna bóka. Er allur þessi þátt- ur hinn skemmtilegasti. III. Bavard Taylor, rithöfund- ur og Íjóðsikáid. glæsilegur gáfumaður, er ungur að árum fékk áhuga á norrænum fræðum og dvaldi við nám i Kaup- mannahöfn. Hann var fréttarit- ari stórblaðsins Tribune á þjóð- hátið vorri 1874. Kynntist þá mörgum góðum tslendingum og skrifaði blaði sinu fróðleg bréf og sannorð. Er allur þessi kafli siórfróðlegur. IV. Willard Fiskc, hinn al- kunni fræðimaður og tslands- vinur, stofnaði sem kunnugt er Fiskesafnið við Cornellháskól- ann i tþöku, en það er nú eitt stærsta safn islenzkra bóka, sem tii er i heiminum. Saga hans hefur áður verið rituð á is- lenzku. en i þessum þætti dregur dr. R. Beck einkar vel saman höfuðatriðin i ævi og starfi þessa stórgáfaða og stórgjöfula tslandsvinar. Er mjög hugnæmt að iesa frásögn dr. Beck af ferðalagi Fiskes hér um landið og afskipti hans af islenzkum málum, t.d. stofnun fornleifafé- lagsins. bókasafns latinuskóla- , pilta, tþaka, o.fl. sem engin tök eru á að nefna hér. Og ánægu- ' legt er að lesa um hvað Fiske var vel tekið á landi hér. og um það hvilikur afbragðsmaður hann var i alla staði. V Arthur M. Reevers, fræði- maður og rithöfundur, nemandi Fiskes i Cornell. Fékk ungur ást á tslandi og norrænum bók- menntum, las um þau efni i Kaupmannahöfn. Lærði m.a. is- lenzku hjá dr. Valtý Guðmunds- syni og þýddi Pilt og stúlku á ensku. Það er gaman að lesa þennan þátt, m.a. um ferðalag Reeves um lsland 1879, ásamt Fiske. Frásögn dr. Beck er á þá lund, að Reeves verður manni hugþekkur eftir lesturinn og maður verður þakklátur fyrir allt sem hann kom i verk á skammri ævi. VI. Cliarles V. Hilcher, ástralskur biskup og skáld, sem byrjaði að læra islenzku 15 ára gamall, tilsagnarlaust, en varð svo vel að sér i málinu og jafn- framt svo hrifinn af islenzkum helgiijóðum og sálmum, að hann þýddi á ensku mörg feg- urstu ljóð vor um þau efni. Þessi þáttur, sem er að miklu leyti nýr fjallar um þessar þýðingar og eru tilgriend mörg sýnishorn til fróðleiks þeim, sem ensku kunna. Eru þar erindi úr Sólar- ljóðum. Lilju. Passiusálmunum o.fl. Lýkur dr. Beck lofsorði á þýðingar þessar svo og manninn sjálfan. er hann þekkti persónu- lega. Minnist hann þess m.a., að þýðingar dr. Pilcher prýða nú sáimabækur kristinna safnaða bæði i Vesturheimi og Astraliu. Óglevmanleg er frásögn höf- undar um ferðalag dr. Pilcher til tslands. Hann var svo mikill aðdáandi Hallgrims Pétursson- ar. að hann vildi engan greiða þiggja á tslandi fyrr en hann væri búin að fara pilagrimsför að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hvað skvldu margir landar vor- ir hafa farið pilagrimsför þang- / að? VII. Vilhjáimur Stefánsson, iandkönnuður. Þessi þáttur um hinn heimsfræga landa vorn er nýr að mestu. Höfundur dregur saman helztu æviatriði i stuttu og skýru máli, en annars fjallar ritgerðin einkum um ritstörf Vilhjálms varðandi tsland og islenzkar bókmenntir. Það efni hefur ekki verið ritað um sér- staklega. Þarna má segja að sé ritskrá um þetta efni, bæði mikinn fjölda ritgerða i heimsfrægum tima- ritum og nokkrar bækur. Er öll frásögn dr. Beck bæði fróðleg og skemmtileg. Einkum fannst mér ánægjulegt að lesa um skólaár dr. Vilhjálms Stefáns- ^onar, ást hans á íslándi, skáld- 'skap hans, þýðingar á islenzk- um kvæðum og fjölbreytt rit- störf hans á yngri árum. Ferða- lög dr. Vilhjálms Stefánssonar og öll ritstörf hans um heims- kautalöndin liggja utan efni þessa þáttar. — En að þeim loknum skrifaði hann mikils- verðar bækur um tsland sögu þess og menningu að fornu og nýju, kosti þess sem ferða- mannalands o.fl. o.fl., sem höfundur þáttarins lýsir ágæt- lea. Og hann endar þáttinn um störf dr. Vilhjáims Stefánsson á þá leið ,,að með störfum sinum hafi hann unnið landi voru og þjóð mikið og nytsamt land- kynningarstarf. janframt þvi sem hann sýndi fagurlega i verki ást sina á tslandi og rækt arsemi við ætterni og erfðir. Fyrir allt þetta fáum vér tslendingar seint fullþakkað Vilhjálmi Stefánssyni og von- andi verður hann oss að sama skapi seinglevmdur”.------ Að lokum flyt ég svo dr. R. Beck beztu þakkir fyrir þessa ágætu bók, sömuleiðis útgef- andanum. Það eitt þykir mér á skorta, að ekki fylgja mvndir af mönnum þeim. er þættirnir fjalia um. — Ingimar Jóhannes- son.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.