Tíminn - 29.12.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.12.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Laugardagur 29. desember 1973. „Þeir voru líka dálítið sérstakir" Margir álita að poppstjörnur nútimans lifi og hegði sér alveg með eindæmum. Ef til vill getur þessi grein stuðlað aö þvi að breyta þeirri afstöðu nokkuö, þar sem hér kemur fram, aö okKar miklu, kallssisku tónskálds, höfðu hinar furðulegustu skoöanir og hegðuðu sér á þann veg, margir hverjir, að til samanburðar væru poppgoðin i dag nánast „eins og venjulegt fólk”. Kichard Wagner var ekki sér- lega glæsilegur i sjón. Hann var dvergur vexti og með herðakistil. En engu að siður klæddist hann silki og marglitum buxum. Þrátt fyrir furðulegt útlit sitt, — eða e.t.v. einmitt vegna þess, — var Wagner afar vinsæll meðal kvenna. Sagt var um hann, að „hann væri ástsjúkur i slátrara- dætur i rósóttum undirfötum”. En staðreyndir er sú, að ástkonur hans voru af öllum stéttum. Um skeið stóð Wagner i ásta- sambandi við gifta konu, en eigin- maöur hennar hafði hins vegar margs sinnis lýst yfir löngun sinni til að styrkja listamanninn fjar- hagslega. Honum varð lika að ósk sinni, og hann byggði glæsihús handa Wagner hið næsta sinu eig- in húsi. Wagner tók þessari höföinglegu gjöf tveim höndum, en hún veitti honum i senn at- hvarf til tónsmiða og ekki siður tækifæri til leynilegra heimsókna til ástkonu sinnar, eiginkonu vel- gjöröarmanns sins. Franz Liszt varð að öllum likindum fyrstur tónlistarmanna fyrir þeirri reynslu að hljóta ofsa- fengnar fagnaðarviötökur hjá á- heyrendum (sem með fullum rétti mætti bera saman við hljóm- leika hjá einhverju poppgoðinu i dag, Slade, Bowie, eða hvað þeir nú heita). Og sem fæddur ,,show”-maöur notfærði hann sér þessa ofsafengnu hylli fólksins. Hann var vanur að hafa með sér rauða rós sem hann stillti upp á pianóinu, meðan hann lék. Og þegar hljómleiknum lauk, kastaði hann henni niður til áheyrenda, sem kom ætið af staö kapphlaupi miklu meðal hinna tiginbornu kvenna, sem viðstaddar voru. A meðan Liszt var og hét, var hann, þótt ef til vill hljómi undar- lega, jafn þekktur fyrir ástar- ævintýri sin sem fyrir leik sinn og tónsmiðar. Konur um alla Evrópu borguðu himinháar fjárupphæðir fyrir það að fá kennslu hjá hon- um, kennslu, sem ekki var alltaf bundin við það, hvernig fara ætti liprum höndum um nótur pianós- ins. Þau tvö ár, er hann eyddi sem munkur, fékk hann eigin ibúð i Vatikaninu, og páfinn veitti h on- um undanþágur frá munkaregl- unum. Peter Ilitsj Tsjaikovskij, — hann var kynvillingur. Astarsaga hans var dapurleg. Franz Liszt, — fyrsti tónlistar- maðurinn, er naut ofsafenginnar hylli áheyrenda. Robert Schumann — hélt, aö hon- um væri stjórnað af anda Beet- hovens. Ilcktor Berlioz klæddist og lifði á jafn áhrifamikinn hátt og tónlist hans gefur til kynna. Er kona ein, sem hann var ástfanginn i, tók sig til og fór til Rómar með öðrum manni, hóf Berlioz þegar eftirför, klæddur sem kona og með tvær pfstólur faldar undir pilsinu. A miðri leið snérist honum samt sem áöur hugur, og slíkt var hugarvil hans, er hér var komið, að hann reyndi að drekkja sér i næstu á. Var honum bjargað frá drukknun á siðasta augnabliki. Seinna yfirgaf Berlioz eiginkonu sina vegna þriðja-flokks söng- konu. Paganini var sannarlega ein- stæöur maöur. Var hann vanur að auka áhrifamátt hins draugalega föla útlits sins með þvi að klæðast svörtum fötum. Hann stóð fast á þvi, að hann væri á valdi djöfuls- ins, og til að sanna þetta samdi hann fiðluverkið „Hlátur djöfuls- ins” Schumann trúði þvi raunar einnig, að honum væristjórnað af öflum handan mannheims. Hann var sannfærður um, að andi Beet- hoven’s reyndi sifellt að,á sam- bandi viö hann, og hélt þvi fram, að andinn gæfi nærveru sina til kynna meö þvi að tromma hið fræga merki úr örlagasinfóniunni á matborðið. Schumann varð smátt og smátt brjálaður. Reyndi hann að fremja sjálfsmorð með þvi að varpa sér út i Rinarfljót, sem þó var komið i veg fyrir. Að lokum lézt hann á hæli. Hin trygga eiginkona Schu- manns, Clara, var pianóleikari, og eftir andlát manns sins, feröaöist hún um alla Evrópu til að kynna og gera fræga tónlist Schumann.s. Meö henni i för var Brahms. Clara hafði verið hans mikla ást i tuttugu ár og var raunar orsök þess, að hann giftist aldrei. Chopin var i tygjum við skáld- konuna Georges Sand, og er sú saga vel kunn. Sand var kona, sem gekk fram af Parisarbúum á þeim tima með þvi að ganga i sið- buxum og reykja áigarettur i löngu munnstykki. En ástarsaga Tchaikovsky's er sú, sem mest heillar og um leið er hún raunaleg. Hann var kynvillt- ur, eða hommi eins og maður seg- ir, en var neyddur til að giftast einum af nemendum sinum, sem sagt hafði, að hún myndi fremja sjálfsmorð. giftist hann henni ekki. Tchaikovsky bjó með henni i viku og ekki það einu sinni. Seinna skrifaði hann: „Ég fyrir- leit hana og óskaði einskis fremur en að deyja”. Konan lauk aumri ævi sinni á geðveikrahæli, og allt til þess siðasta sendi hún Tchai- kovsky hótunarbréf ýmiss konar. En á meðan samdi Tchai- kovsky sina viðfrægu tónlist me( aðstoð velstæðrar ekkju Madame Nahezhda von Meck Hún studdi listamanninn árlega með 750 pundum eða þvi sem næst 150 þúsundum króna, og höföu þau reglulega sambandi sin á milli um 14 ára skeið. Tónskáldið nefndi hana „minn dýrmæta ó- viðjafnanlega vin”, en þau hittust aldrei og töluðust þar af leiðandi aldrei við. Aðeins bréf og pening- ar fóru þeirra á milli. (Hér muna margir minnast kvikmyndar Ken Russel’s, „The Musich Lovers.”) Beethoven var álika æstur og ofsaferiginn og tónlist sú, er hann lét frá sér fara. Sagt hefur verið að hann hafi orðið heyrnarlaus vegna sýfilis, er honum hafi á- skotnast sem ungur maður. Það getur verið vafamál, en enginn vafi leikur á þvi, að Beethoven hefur verið hrokafullur og eigin- gjarn, — og hugsun hans snérist mjög um heilsu hans. Er hann vann við að semja, læsti hann sig inni i herbergi sinu i marga daga og lét þjónustustúlkuna koma þangað með matinn. Ef honum likaði ekki það, sem fram var borið, kastaði hann bakkanum á eftir hinni óheppnu kvinnu, i þvi er hún læddist út. Hvað sem öllu liður, gefa þessir fáu punktar til kynna, aö sannir Richard Wagner — klæddist silki og marglitum buxum og var skotinn i sklátraradætrum I rósóttum undirfötum... Frederic Chopin, — átti ástarævin itýri með skáldkonunniGeorges Sand, sem hneykslaði Paris á þeim árum. listamenn skera sig jafnan úr fjöldanum að fleira leyti, en hvað listina sjálfa áhrærir. (þýtt/endurs. —Step)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.