Tíminn - 29.12.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.12.1973, Blaðsíða 20
 GKÐI fyrir gódan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Olía jarðar gæti enzt í 300 ár — með hagsýni, segir íranskeisari Áramótabrennur um allt land Klp-Reykjavlk. Samkvæmt upplýsingum Bjarka Elías- sonar yfirlögregluþjóns hafa veriö veitt leyfi fyrir rúmlega tuttugu úramótabrennum I Reykjavik aö þessu sinni. Stærstu brennurnar veröa borgarbrennurnar viö Kringlumýrarbraut og viö Breiöholtsbraut i Breiöholti. Þá veröa einnig fleiri stórar brennur viðs vegar um borgina auk nokkura minni, sem ekki hefur veriö sótt um leyfi fyrir. Við höfðum samband við nokkra staöi úti á landi i gær og fengum þær upplýsingar, að á nær öllum stööum yröu brennur, sums staðar margar, þvi viðast hvar heföi gengið erfiölega að fá unglingana til að sameinast um að safna í eina stóra brennu. Menn voru almennt sam- mála um, að þessar áramóta- brennur heföu dregið verulega úr skrilslátum á gamlárs- kvöld, og var á fæstum að heyra, að þeir óttuöust slikt í Reykjavík verða brennurnar yfir 20 um þessi áramot. Eini staðurinn á landinu, þar sem kom til skrilsláta um áramótin i fyrra, var á Sauöárkróki, en þar hefur það verið venja unglinga að ráöast á grindverk og bila og svo lög- reglustöðina. Skátar á Sauðárkróki ætla að reyna að afmá þennan blett á bæjarlifinu að þessu sinni með þvi að hafa flugelda- sýningu og áramótabrennu og óska margir Sauðkræklingar eftir, að það takist. Þriggja daga vinnuvika í Bretlandi frá áramótum aðeins að rofa til í verkfallsmálum NTB-Vin — transkeisari skoraði i gær á iðnaðarriki heimsins, aö hætta að nota oliu til brennslu og takmarka notkun hennar I oliu- Eitthvað þokast í Genf NTB-Genf — Israelskir og egypzkir samningafulltrúar herjanna hittust i Genf i gær og stóð fundur þeirra i tvær klukkustundir og tiu minútur. Samkomulag náöist um nokkur atriöi varðandi afturköllun herja meöfram Súezskurðinum. Akveðinn var annar fundur i næstu viku, eftir þing- kosningarnar i Israel, sem verða á gamlarsdag. Vopnafjörður: I.KIDINDAVKDUIt hefur veriö á Vopiiafiröi undanfariö, en þó cr þarekki nijög mikill snjór og fært er uni allar sveitir i grenndinni. Veriö var nýlega aö lcggja raf- niagn á siöuslu bæina i sveitina, eina fjóra eöa fimm, sem eftir voru, en hætta varö viö verkiö vegna veöurs og veröur lokiö viö þaö um leið og lagast. Nóg raf- magn er á Vopnafiröi. meöan olla fæst. — Jóladagana var sæmilegt veður á staðnum, en vikuna fyrir jól má segja, áð það hafi verið vitlaust, sagði Steingrimur Sæmundsson, fréttaritari i gær. — Atvinnulifið hefur verið sæmilegt og nú er búið að undirbúa verk- smiðjuna undir loðnubræðslu. Togarinn Brettingur var á Akur- eyri um jólin þar sem hann getur ekki legið við bryggju á Vopna- firöi, ef nokkuð er að veðri. Hann kom i fyrradag austur og fór út i gær, þar sem spáð var versnandi veðri. Hughes ákærður NTB-Washington — Milljarðamæringurinn Howard Hughes var i fyrra- dag ákærður fyrir hluta- bréfasvindl og samsæri i sambandi við kaup á flugfé- lagi áriö 1969. Fjórir af sam- starfsmönnum hans voru einnig ákræðir. Veröi Hughes fundinn sekur, á hann yfir höföi sér 29 ára fangelsi. Þetta er i fyrsta sinn, sem Hughes er ákærður. efnaiðnaðinum. A blaðamanna- fundi i Vin sagði hann, að oliu- lindir jarðar myndu endast i 300 ár, ef olian væri notuö af hagsýni, en með sama áframhaldi þryti hún innan 30 ára. tran var eitt þeirra sex oliu- framleiðslurikja við Persaflóa, sem ákváðu að tvöfalda verð út- flutningsoliu um áramótin. Keisarinn sagði, að tran hefði samþykkt þetta til að sýna heiminum fram á, að olia væri allt of dýrmæt framleiðsla til að verða brennt upp i vélum eða notast til að hita upp Ibúðarhús. Annar tilgangur með hækkuninni væri að skapa meira jafnvægi milli verðlags oliu og inn- flutningsvöru frá iðnaðar- löndunum. Þá fagnaði keisarinn þeirri ákvörðun arabisku oliufram- leiðslurikjanna siðan á þriðjudag, að auka oliuframleiðslu sina um 10% i janúar. Keisarinn var i Vin i einkaerindum, m.a. til lækninga. Um áramótin veröur dans- leikur i félagsheimilinu og brenna úti að vanda. Þá verður flugelda- sýning i hólma einum úti á höfninni og er það tilkomumikil sjón, sem sézt hcfur undanfarin áramót. Útvarp og sjónvarp er slæmt, en útvarpiö þó öllu skárra. Fólk unir sér þá bara við eitthvað annað, sagði Steingrimur aö lokum. —SB NTB-Belfast — Vestur-þýzkum kaupsýslumanni var rænt frá heimiíi sinu i Belfast á fimmtu- daginn og óttast yfirvöld, að þar hafi irski lýðveldisherinn. IRA verið að verki og ætli að krefjast þess að IRA-menn i fangelsum verði látnir lausir. Brezki herinn i Belfast hóf þegar umfangsmikla leit að manninum, Thomas Nied- ermayer, en hann er forstjóri Grundig-umboðsins á N-lrlandi GIFURLEG snjóþyngsli eru nú á Fljótsdaishéraöi. og vatn víöa aö þverra, því aö ekki hefur gert þiðu siðan i nóvembérmánuöi. Vegir eru viöa nálcga ófærir, og fyrir jólin voru menn frá Hákonarstööum og Grund á Jökuldal efra tvo daga að brjótast i kaupstað á Egilsstööum. Vatn i Grimsá á Völlum er orðið litið, eins og titt er i frostum á NTB-London — Astandið i Bret- landi lagaðist aöeins i gær, þegar tæknimenn við orkuver landsins samþykktu launatilboð rikis- stjór n arinnar og lýstu sig fúsa til að taka upp vinnu sina á eölilegan hátt á ný. Þá hófust öllum að óvörum á nýjan leik samninga- viöræöur milli yfirvalda og kola- námumanna, en árangur af þeim varð enginn i gær. Launadeila kolanámamann- anna og yfirvaldanna hefur orðið til þess, að nú er séð fram á þriggja daga vinnuviku i brezkum iðnaði. Ekki er ljóst hvenær næsti samningafundur verður. Samdrátturinn i atvinnulifinu hefur leitt til þess, að meira en 400 þúsund manns hafa misst atvinnu sina, til viðbótar þeim 450 þúsundum, sem voru atvinnu- lausir fyrir. Kolanámamenn neita að vinna yfirvinnu og hefur það leitt til alvarlegs orkuskorts i Bretlandi, þar sem kol þarf til framleiðslu á 70% þeirrar orku, sem landið þarfnast. Til að spara orku hefur stjórnin boðað þriggja daga vinnuviku frá áramótunum. og ræðismaður V-Þýzkalands i Belfast. Nágranni Niedermayers kvaðst hafa verið vitni aö þvi er honum var rænt, en getur engar nýtar upplýsingar gefið. Hann á heima i Andersonstown. kaþólskum bæjarhluta. þar sem ibúarnir eru hlyntir öfgaarmi IRA, The Provisionals. Lögreglufulltrúi i Belfast sagði i gær, að allt benti til þess. að mannránið væri verk IRA og sé vetrum, og i Lagarfljóti er rennslið nú aðeins fjórtán teningsmetrar á sekúndu, og myndi ekki nægja til nema þúsund kilóvatta raforkufram- leiðslu. Þess eru þó dæmi, að vatn i Lagarfljóti hafi orðið miklu minna, og mun það hafa farið lægst i fjóra teningsmetra i lang- vinnum frostum og þurrviðrum fyrir mörgum árum. Námaverkamennirnir krefjast meiri launahækkunar en er innan ramma verðbólgustöðvunar- stefnu rikisstjórnarinnar. A fundinum i gær var reynt að finna einhverja lausn, sem ekki yrði til SNJÓKOMA var á Raufarhöfn i gær og var varla á bætandi, þvi þar var allt á kafi fyrir. Segja iná. aö hér hafi veriö öskrandi stórhriö siöan um miöjan desember, sagöi Hreinn Helga- son, fréttaritari I gær. — Þaö stytti aöeins upp um jóladagana. Klugvöllurinn er lokaöur og ekki séö hvenær hægt veröur aö ryöja han n. Engar messur voru á Raufar- höfn um jólin, þvi að presturinn situr frammi i sveitog komst ekki til þorpsins. Rafmagnið hefur lit- ið farið af, þó að Laxá brygðist, svo, er það i fyrsta sinn i sögu fjögurra ára átaka á N-trlandi, að IRA fremur mannrán i argentinskum stil. Meðan Bretar og fleiri aðilar hafa reynt að komast að lausn deilunnar á N-trlandi. hefur IRA margsinnis hótað að gripa til fjöl- breyttari aðgerða til binda endi á stjórn Breta þar. Allmargir af leiðtogum IRA hafa verið hand- teknir siðustu sex mánuðina. Það fylgir þessu þráviðri, að brunnar og vatnsból eru viða að þorna, og sums staðar verður nú bæði að sækja neyzluvatn handa fólki og fénaði langar leiðir, og er það erfitt, þar sem illa hagar til og langar leiðir að fara, vegna fannalaganna. Sjónvarpið varð fólki til litillar ánægju austan lands um jólin. þvi að það sást bæði illa og slitrótt. — gbk. að skaða þá stefnu. M.a. var stungið upp á þvi, að verka- mennirnir fengju greidd laun fyrir þann tima, sem þeir nota til aö hafa fataskipti, áður en þeir hefja störf og þann tíma, sem fer i að þvo sér og hafa fataskipti að vinnutima loknum. þvi að vélar sildarverksmiðjunn- ar voru teknar á leigu og sáu fyrir rafmagni i hallærinu. Börnin á Raufarhöfn eru þessa erfiðlega að baksa við að koma saman bálkesti, en það gengur erfiðlega, þarsem þau verða annaðhvort að bera draslið eða aka þvi á sleðum. Atvinnulifið hefur verið gott, fiskur hefur komið i frystihúsið stöðugt siðan i haust. Rauðinúpur landaði fyrir jólin um 100 lestum og 30 aftur i gær. Ahöfnin á að fá fri yfir áramótin og er ekki annað séð, en sigla verði skipinu frá Raufarhöfn þangað sem hægt er að fá flugfar, svo mennirnir kom- ist heim til sin, þar sem flestir þeirra búa við Faxaflóann. — SB. Timann vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: Viðimelur, Hagamelur, Kaplaskjól, Skeiðarvogur, Vogar og Mávahlíð Stórholt, Seltjarnarnes Síðustu bæirnir fá ekki rafmagn vegna veðurs IRA byrjar mannrán Fljótsdalshérað: MIKIL SNJÓÞYNGSU OG VATNSBÓL AÐ ÞORNA Raufarhöfn: Messufall vegna ófærðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.