Tíminn - 25.01.1974, Blaðsíða 1
ÆHGIRf
Aætlunarstaðir:
Akranes - Blönduós
Flateyri - Gjögur
Hólmavík - Hvammstangi
Rif - Siglufjörður
Stykkishólmur
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
Þessa skemmtilegu mynd tók ljósmyndari Timans, Gunnar V. Andrésson, á Eskifirði á dögunum.
Skreiö hangir þar I hjöllum, en ekki er mikið fyrirliggjandi af þeirri vöru i landinu i dag. Birgðirnar i
landinu um áramótin siðustu voru ekki nema um 300-400 lestir, en útflutningur á siðasta ári var um það
bil 2000 lestir og fór mest af þvi til italiu. Nigeriumarkaöurinn er okkur nú lokaður, þvi þarlendir menn
hafa ekki samþykkt það lágmarksverð, sem við setjum upp. Norömenn selja hins vegar skreið til
Nigeriu I gegn um matvælastofnun S.þ. Verð á skreið árið 1973 var yfirleitt 50% hærra en 1972, —hs —
ÆTLA BRETAR AÐ STYÐJA
KRÖFUNA UM 200 MÍLUR?
— þorskastríðið talið hafa breytt afstöðu þeirra
NTB—Osló. — Bretar virðast nú
vera að skipta um skoðun i land-
helgismálum, þegar liða fer að
hafréttar • ráðstefnunni, en hún
hefst I Caracas 20. júni. Mörg af
stærri fiskveiðisamtökum i Bret-
landihafa látið i það skina undan-
farið, að þau muni styðja kröfuna
um 200 milna svokallaða fisk-
veiðiauðlindalögsögu.
Talsmaður sjávarútvegsmála-
ráðuneytisins I Noregi segir, að
þetta sé einmitt sú krafa, sem
tveir þriðju hlutar þátjtakenda i
hafréttarráðstefnunni muni halda
fram.
Fiskveiðisamböndin i Bretlandi
hafa áður staðið saman um það
sjónarmiö, að höfin eigi aö vera
öllum frjáls og hafa ekki viljað
viðurkenna annaö en hina venju-
legu tólf milna landhelgi. Talið er
að þessi breytta afstaða eigi
rætur sinar að rekja til þorska-
VISTMENN Á
LITLA-HRAUNI
— þrír hafa þegar
fengið leyfi
—hs—Rvik. — Eins og áður
hefur verið sagt frá i blaöinu
fóru nokkrir vistmenn á
Litlallrauni fram á það við
dómsmálaráðuneytið fyrir
skömmu, að þeir fengju að
fresta afplánun og fara til
sjós eða vinna við fiskiðnað-
inn. Bentu þeir á það, að
skortur væri á mönnum á
minni vertiðarbátana og
gætu þeir þvi orðið að liði
yfir hávertiðartimann.
Blaðið hafði i gær
samband við Jón Bjarman,
sem mikið hefur unnið að
málefnum þessara manna og
erm.a. sálusorgari þeirra ,og
innti hann eftir þvi, hvort
einhverjir vistmenn á Litla-
Hrauni hefðu fengið leyfi til
að fara út i atvinnulifið.
Hann sagði að einn væri
þegar farinn, annar átti að
fara I gær og sá þriðji liklega
i dag. 1 framhaldi af þessu
sagði Jón, að gangur þessara
mála væri yfirleitt sá, að
vistmennirnir hefðu sam-
band við útgerðarmenn sem
þeir þekktu, sem legðu siðan
fram umsókn til ráðuneytis-
ins um að fá þennan ákveðna
mann i skipsrúm til sin.
Eins og áður sagði hafa
þrir þegar fengið leyfi. en
Jón sagði, að innan við 10
menn kæmu til greina en það
væri þó mun fleiri en á und-
anförnum árum. Hélt hann
að tveir hefðu fengið að
fresta afplánun i fyrra og
einn árið þar áður.
Jón Bjarman sagði að lok-
um, að mun fleiri hefðu
áhuga á þessu, heldur en
unnt væri að veita leyfi.
Menn fengju helzt frestun á
afplánun til að fara út i at-
vinnulifið ef þeir væru á
seinni hluta afplánunar, ef
afplánun væri ekki mjög löng
og einnig væri farið eftir þvi,
hvers eðlis brot þeirra væru.
striösins við Islendinga, þar sem
Bretar urðu að slá mikið af.
Jafnframt hafa mörg samtök
gert sér grein fyrir, að Bretar
berðust fyrir vonlausum málstað
i fleiri þorskastrlðum, þegar svo
margar þjóöir heims eru hlynntar
200 milna lögsögu. Nú finnst
brezku fiskveiðisamtökunum öllu
skynsamlegra að vernda fiskinn,
Þetta nýja sjónarmið Breta
mun vafalaust auðvelda það að
koma fram 200 milna-kröfunni,
segir talsmaður norska sjávarút-
vegsráðuneytisins. Fiskveiöiþjóð
af þeirri stærð hefur mikið að
segja.
Norska landhelgisnefndin hefur
nýlega hafið störf, og meðal mála
á dagskránni er að taka afstööu
til þess, að norska landhelgin
verði einhliða færð út, ef ekki
veröur árangur af hafréttar-
ráöstefnunni.
ÚTHLUTUN
í SELJA-
HVERFI
EFTIR VIKU
UM NÆSTU mánaðamót
verður úthlutað raðhúsa- og
fjölbýlishúsalóðum I Selja-
hverfi i Brciðholti, en frestur
til að skila umsóknum rann
út s.l. miðvikudag.
Ekki er að efa, að margir
biði mánaðamótanna með
mikilli eftirvæntingu, þvi að
mikill fjöldi fólks hefur sótt
um þessar lóðir.
Þannig sóttu 248 ein-
staklingar og byggingafélag
um þær raðhúsalóðir, sem
úthlutað verður, en þær eru.
aðeins u.þ.b. 140 tals-
ins. 254 einstaklingar sækja
um 230 fjölbýlishúsalóðir,
auk 45 byggingameistara
eða byggingafélaga, sem
hyggjast reisa húsin og selja
ibúðirnar fullgerðar. Þvi má
ljóst vera, að margur hlýtur
að ganga bónleiður til búðar.
Og enn
aukum
við
drykkjuna
SJ—Reykjavik. — Áfengisneyzla
landsmana jókst um 0,071 á mann
miðað við 100% áfengi á árinu
1973 frá 1972 eða tæp 2,5%.
Áfengisneyzlan hefur farið sivax-
andifrá 1969. Söluaukning áfengis
á árinu 1973 var 37,7% miðað við
verð, en þess ber að gæta að
útsöíuverð áfengis hækkaði
nokkuð á árinu. Áfengissalan á
landinu öllu nam 2.056,791.720,-
kr. árið 1973.
Áfengisneyzlan á mann i
landinu miðað við 100% áfengi
hefur verið sem hér segir undan-
farin ár:
Arið 1965 2,07 1
Ariö 1966 2,32 1
Arið 1967 2,38 1
Arið 1968 2,11 1
Ariö 1969 2,17 1
Arið 1970 2,50 1
Arið 1971 2,70 1
Ariö 1972 2,81 1
Arið 1973 2,88 1
Afengisútsölur eru nú opnar á
sex stöðum á landinu.
Frítt fæði og styttri tryggingatímabil
— eru kröfur sjómanna, en útvegsmenn sjd ú því ýmsa agnúa
—hs—Rvlk. Sáttafundi meö
yfirmönnum á bátaflotanum
og útvegsmönnum lauk kl. 2 i
fyrrinótt og hefur annar
fundur verið boðaður kl. 14 I
dag. Hins vegar hefur ekki enn
veriðboðað til nýs sáttafundar
með undirmönnum á báta-
flotanum, en viðræður munu
hafa verið heldur tregar
siðustu dagana.
Guðmundur Kærnested for-
seti Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, sagöi I
viðtali við blaöið i gær, aö
heldur miðaöi nú i áttina, en
hægt. Aðalkröfur yfirmanna
eru svipaðar og undirmanna,
nema þeir fara ekki fram á
hærri skiptaprósentu eins og
undirmenn. Er almennt talið
óliklegt, að sú krafa nái fram
Helztu kröfur yfirmanna eru
fritt fæði og styttri trygginga-
timabil og hafa þær enn lítt
verið ræddar. Mánaðar-
trygging er nú um 40 þús kr.
auk annarra hlunninda svo
sem fatapeninga. Guðmundur
sagði, að tryggingin kæmi
ekki aö fullu gagni, nema illa
aflaðist alla vertiðina, en ekki
ef illa aflaðist t.d. I byrjun
vertiðar en vel seinni hlutann.
Vilja þeir þvi styttri trygg-
ingatimabil. Margir útvegs-
menn vilja hins vegar halda
þvi fram, að ef tryggingin er
spennt of hátt og kemur sem
örugg greiðsla t.d. mánaöar-
lega, þá geti það haft þau
áhrif, að menn sæktust ekki
eftir þvi að afla sem mest og
best og eigi þaö sérstaklega
viö um báta, sem oft eru i
reiðileysi.
Greiðsla fyrir fæöi sjó-
manna fer nú þannig fram, að
sögn Guðmundar, að 1/2% er
tekið af aflaverðmæti og það
lagt I fæðissjóö. Þeir sem
minna fiska greiða þannig
minna 1 sjóðinn og finnst
sumum það óréttlátt en öðrum
réttlátt, að hafa slikan jöfnuö.
Forráðamenn sjómanna-
félaganna vilja algjörlega fritt
fæði á bátaflotanum svo sem
er á kaupskipum og togurum.
Útgerðarmenn vilja hins
vegar halda þvi fram, að ef
sjómenn borgi hluta af fæðinu,
þá skapist visst aðhald, m.a.
fyrir matsveina, og fæðiskost-
naður verði ekki óhóflega hár.