Tíminn - 25.01.1974, Blaðsíða 19
Föstudagur 25. janúar 1974.
TÍMINN
19
Agætur maður lét svo um mælt
á dögunum, að vegna sérstæðrar
kimnigáfu hefði Sigurður prófess-
or Lindal ekki staðizt freistinguna
að gerast meðflutningsmaður
frumlegra tillagna i hernáms-
málum, sem birtust i Morgun-
blaðinu 16. janúar undir nafni
hansog Valdimars Kristinssonar,
þó að frumkveikjuna megi aug-
ljóslega rekja til hins merka
vegagerðarmanns Sverris
Runólfssonar. Ég viðurkenni, að
þetta er drengileg tilraun til góð-
viljaðrar skýringar á fyrirbæri,
sem aðrir kynnu að telja kjörið
dæmi um þann alkunna veikleika
háðfuglsins: að koma ekki auga á
hið broslega ieigin vængjataki.
En nú sé ég i Reykjavikurbréfi,
að stórbrotnar hugmyndir Sig-
Valda Runólfssonar ber að skoða
með dýpstu alvöru, og hvað ann-
að er þá um að ræða? Einkum
hlýtur sú tillaga þeirra félaga að
falla ábyrgum mönnum vel i geð,
Einar Bragi:
Viðaukatillaga
í vegamdlum
að Islendingar komi sér upp 500
km háfjallavegi til herflutninga
milli Keflavikurvallar og Kerl-
ingarhrauns á Sléttu. Vegna
jákvæðra undirtekta áhrifamik-
illa aðila (og tiltækra véla sem
baldna efnið á staðnum) tel ég
vafalltið, að hafizt verði skjótlega
handa um framkvæmd þessarar
þarflegu áætlunar sem of lengi
hefur verið beðið eftir. Ég vil þvi
aður en það er um seinan leyfa
mér að hreyfa ofurlitilli viðauka-
tillögu: að byrjað verði á norður-
endanum og að þvi stefnt að ljúka
verkinu sama dag og siðasti dát-
inn fer úr landi. Verði þá um-
svifalausthafizthanda um að aka
öllu hernaðarhafurtaski, sem eft-
ir liggur, norður nýja veginn og
urða það I Kerlingarhrauni. Að
visu óttast ég að sæta ámæli'of
stækismanna fyrir að óvirða
„vorar göfugu kerlingar”, sem
geymdu jafnvel dýrgripi eins og
Skáldu Á rúmbotni sinum, með
þvi að hvetja til, að hrauni
kenndu við kerlingu verði falin
gæzla jafn óskáldlegs varnings.
En þetta eru erfiðir dagar fyrir
herinn og ástmögu hans, og nú
verða allir einhverju að fórna —
undan þvi fær enginn sannur Is-
lendingur vikizt.
Skammsýnir menn kynnu að
telja það litlu varða i svo stóru
máli, hvort byrjað yrði á nyrðri
eða syðri enda vegarins, i miðju
eða jafnvel mörgum stöðum i
senn og bútarnir siðan brasaðir
saman með bræddu áli. En slikt
er vanhugsuð viþbára. Ef farið
yrði að tillögu minni, væru stór-
um auknar likur á, að „fremur
yrði þetta framkvæmdaaðiljum á
Norðurlandi til styrktar” og
stuðlaði þannig að auknu jafn-
vægi I byggð landsins (eins og
Sig-Valdi leggur réttilega áherzlu
á). Verði aftur á móti ekki strax
frá upphafi tryggilega gengið frá
þessu atriði um algjöran forgang
norðurendans, væri Sverrir vis til
að laumast úr suðurbyggðum
eitthvert kvöldið með allan: sinn
vélakost undir þvi yfirskini, að
hann ætlaði að skreppa i veiðitúr
norður i Ormarslónsá og vera
kominn með veginn að jaðri Kerl-
ingarhrauns, áður en bændur
vöknuðu i Blikalóni og Leirhöfn.
Eigi er heldur vert að vanmeta þá
staðreynd, að með þvi að létta
öllu þessu niðþunga hergóssi af
Suðurlandi og leggja það til hvild-
ar i Norðurlandi, væri stórlega
dregið úr þeirri röskun á þyngd-
arpunkti landsins sjálfs, sem
lengi hefur valdið leiðinlegri mis-
klið milli Sunnlendinga og dreif-
býlismanna fyrir narðan — og
iskyggilegum kyrkingi i hagvext-
inum (á ársgrundvelli), enda ófá-
ar stundir sem þetta ónauðsyn-
lega pex hefur tafið menn frá arð-
bærum framleiðslustörfum, ál-
bræðslu syðra, kisilgúrvinnslu
nyrðra, og eru þá ótalin fjölmörg
Einar Bragi.
önnur rök og ekki veigalitil, sem
„yfirgnæfandi meirihluta is-
lenzku þjóðarinnar” eru of vel
kunn, til þess að þörf sé að nefna
þau einu sinni enn.
En úr þvi að farið er að hug-
leiða aukna hlutdeild Norðlinga i
vörnum landsins, hvers vegna
gleymist þá Grimsey? Ekki verð-
ur þvi trúað, að hinum þrieina Is-
landsbersa, semvex ekki i augum
að mylja Kerlingarhraun undir
hjólbarða bandariskra vig-
gamma, sé þvilikt kerlingar-
hjarta i brjóst lagið, að hann
veigri sér við að nefna nafn þessa
afskekkta útskers.
Pétur Guðjónsson:
Landhelgismálið
— Haagdómstóllinn
Ennþá er Morgunblaðið að
krefjast stefnubreytingar i af-
stöðunni til Haagdómstólsins.
Þótt undarlegt megi virðast, hef-
ur aldrei komiðfram á prenti, svo
að ég viti til, allsherjar sögu-
fræðilegt yfirlit yfir dómstólinn.
Ekki hefur heldur verið athugað,
við hvaða reglur og hefð hann
styðst i starfi sinu, og hvernig
starfsreglurnar eru, sem hann
vinnur eftir. Hér hefur alltaf ver-
ið látið i það skina i Morgunblað-
inu og af ýmsum, sem i kringum
það eru, að dómstóllinn væri svo
til algóður og alvitur, og það hef-
ur komið sérstakur tónn i rödd
ýmissa manna, þegar minnzt hef-
ur verið á Alþjóðadómstólinn i
Haag.
Ég ætla nú I stuttu máli að gera
nokkurt sögulegt yfirlit frá alda-
mótunum 1700. Það er vitað mál,
að allar miðaldir var tilhneiging
til stórrar landhelgi almennt, og
eins og fram kemur hjá dr. Gunn-
laugi Þórðarsyni, en hann er sá
maðurinn, sem mest hefur athug-
að sögu Islenzkrar landhelgi, að
langtfram á 19. öld er 36 sjómílna
landhelgi við Island. En landhelgi
Islands smáminnkar vegna
áhrifa frá Bretum, þar til Danir
semja við Breta um 3 mílna land-
helgi við Island 1901, eins og
kunnugt er.
Islenzka landhelgin var hér að-
eins þáttur I alheimsþróun undir
einræðistilburðum Breta. Eftir
Trafalgarorrustuna árið 1805 var
Bretland alls ráðandi á heimshöf-
unum, það rikti brezkt einræði á
heimshöfunum fram að fyrri
heimstyrjöldinni, eða i rúma öld.
Ef eingöngu þetta atriði er skoðað
sérstaklega, kemurekki til mála,
að heimurinn sætti sig við þær
reglur og hefð, sem eru til orðnar
vegna brezks einræðisofbeldis.
Þessar reglur voru til orðnar ein-
göngu til að þjóna brezkum hags-
munum, til að tryggja Bretum af-
not af sem stærstum hluta auð-
linda heimshafanna og jafnframt
að hið hreyfanlega stórskotalið á
brezkum herskipum gæti ógnað
hverri einustu borg við sjó, og
þótt hún stæði langt inni i landi,
eftir þvi sem leið á þessa öld,
vegna tækniþróunar i langdrægni
fallbyssna. Það mátti segja, ao
það sem skipti verulegu máli I
flestum löndum, heims væri kom-
ið undir brezka fallbyssukjafta,
án þess að Bretar brytu nokkrar
alþjóðareglur. Til þess að ná
þessu takmarki var allt notað,
hernaðarofbeldi, hótanir,
verzlunarkúgun, og svo þar sem
ekki var hafizt beint handa, átti
Petur Guðjónsson.
bara meignreglan að skapa hefð-
ina á ákveðnu árabili.
Bretar og ýmsir fleiri trúðu þvi,
að þriggja milna reglan væri orð-
in alþjóðalög, og héldu þvi blákalt
fram. Fyrsta breytingin á þessu
ástandi varð 1917, þegar Lenin
lýsti yfir 12 milna landhelgi, þar
undir fisk veiðila ndhelg i,
Sovétrikjanna. Það er nú álit
flestra, að hér hafi ráðið
hernaðarlegt sjónarmið Og eftir-
takanlegt er hér, að ekki sendu
Bretar flota til að brjóta á bak
aftur lögbrotið, en sömdu um
ákveðin réttindi til veiða innan 12
milnanna, og þegar brezku hags-
mununum var borgið, lagalega
meginreglan mátti fara lönd og
leið i þessu tilfelli. Það er ekki
glæsilegur grunnur, sem
Haagdómstóllinn byggir á brezkt
einræðisréttarfar, þróað I meira
en hundrað ár. Það er sama hvað-
an einræðisréttarfar kemur,
heimurinn getur ekki veitt þvi
viðtöku. En ýmislegt fleira kem-
ur til i þeim fúna grunni, sem
alþjóðadómstóllinn byggir á og
útilokar, að hann geti þjónað þvi
hlutverki að vera alþjóðlegur
dómstóll, sem nýtur virðingar og
trúnaðar heimsbyggðarinnar.
Það vakti hjá mér ýmsar
grunsemdir, þegar ég las úrskurð
Haagdómstólsins frá 2. febrúar
1973, en þar stendur á bls. 11, i
niðurlagi 20. málsgreinar: „The
Exchange of Notes was register-
ed by the Government of Iceland
with teh Secretariat og the United
Nations of 8. June 1961.” „orð-
sendingaskiptin voru skráð hjá
aðalskrifstofu Sameinuðu þjóð-
anna af islenzku rikisstjórninni 8.
júni, 1961ý’ Hvernig skyldi nú
hafa staðið á þvi, að orðsendinga-
skiptin voru skrásett hjá Samein-
uðu þjóðunum? Það þurfti ekki
lengi að leita til að komast að þvi,
Þá þegar við stofnun Sameinuðu
þjóðanna, þegar ýmsir hlutir
voru ákveðnir i sambandi við
dómstólinn i Haag, var það höfuð-
atriði fyrir Breta að geta komið
svo ár sinni fyrir borð, að ekki
væri hægt að draga þá til Haag
vegna ágreinings i sambandi við
hundruð samninga, sem þeir
höfðu gert hingað og þangað um
heiminn og sátu yfir hlut þjóða i
gegnum, eins og t.d. Gibraltar á
Spáni. Þess vegna komu þeir þvi
inn I eina af greinum stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna, ,,að ekki
væri heimilt að leggja neinn
ágreining út af samningi fyrir
neina af ,,stofnunum”Sameinuðu
þjóðanna, nema samningurinn
hefði verið skrásettur hjá aðal-
skrifstofu þeirra.”
Hér er samvizkan orðin svo
slæm, að ekki er þorað að nefna
Alþjóðadómstólinn i Haag, heldur
er hann hér kallaður „stofnun”
S.Þ. En á þennan hátt skutu Bret-
ar undan lögsögu Haagdómstóls-
ins öllu einræðis- og nýlendu-
svinarii sinu. Þvi var það að boða
þurfti til fundar i öryggisráðinu
til að fá tekinnfyrir ágreining
Panama og Bandarikjanna út af
Panamaskurðinum. Þess vegna
þarf Spánn að stofna til
styrjaldarástands til að fá mál
Gibraltar tekið fyrir' i öryggis-
ráðinu. Haagdómstóllinn hefur
enga lögsögu, svo lengi sem Bret-
ar neita. Þegar búið er að brjóta
niður allar eðlilegar dómssögu-
reglur, en niðurbrotið gert að ein-
um af undirstöðuhornsteinum
Haagdómstólsins, er ekki eðlilegt
að þjóðir heimsins beri traust til
hans.
Þegar meginhluti þeirra reglna
og hefða, sem dómstóllinn hefur
til að styðjast við, er ekkert annað
en afleiðing meira 100 ára brezks
einræðis og ofbeldis, er ekki eðli-
legt að þjóðir heimsins beri traust
til hans. Þess vegna hefur ekki
einu sinni þriðjungur Sameinuðu
þjóðanna gerzt aðilar að Haag-
dómstólnum. Þess vegna er
Haagdómstóllinn svo rúinn
trausti i samfélagi þjóðanna, að
hann hefur nánast verið atvinnu-
laus á undanförnum árum, þótt
ekki vanti ágreiningsmálin.
Þriðji heimurinn vill ekkert
hafa með Haagdómstólinn að
gera, en meðlimir hans skipa
yfirgnæfandi meirihluta Samein-
uðu þjóðanna. Astæðan er
einfaldlega sú, að allt það fúafen,
sem dómstóllinn byggir á, var
myndað áður en þessar þjóðir
uröu til, og þar af leiðandi gátu
þær ekki haft minn^tu áhrif á
undirbyggingu dómstólsins. A
þessum forsendum, og þeim, sem
minnzt er á hér að framan, telja
þær hann algjörlega óhæfan til að
sinna þvi hlutverki, sem hann ætti
að sinna skv. nafngift sinni. Enda
sjáum við Islendingar, hver
ábyrgðartilfinning hans er, þegar
hanntekur að sér, án nokkurra at-
hugana, að úthluta kvótakerfi til
fiskveiða á Islandsmiðum, þar
sem rányrkjunni skal áfram
haldið og afleiðingin getur orðið
ending þeirrar einu auðlindar,
sem heil þjóð hefur til að byggja
lifsafkomu sina á.
Dómurinn hefur, skv. sinum
eigin starfsreglum, heimild til að
gefa út leiðar visun til að tryggja
óbreytt ástand I deilu á meðan
málið er tekið til efnismeðferðar.
Slikar leiðarvisanir eru I tilfellum
skaðlitlar eða skaðlausar. En
þegar útgáfa leiðarvisunar getur
ráðið þvi, hvort ein þjóð á að lifa
eða deyja, eru forsendurnar fyrir
útgáfunni og efni leiðarvisunar-
innar komnar út fyrir hinn ein-
falda og kalda bókstaf starfs-
reglna Haagdómstólsins. Við slka
stofnun geta Islendingar ekkert
haft saman að sælda.
Tónlistarverðlaun
Norðurlandaróðs
MANUDAGINN 28. janúar kemur
dómnefnd um tónlistarverðlaun
Norðurlandaráðs saman i Kaup-
mannahöfn til að ákveða, fyrir
hvaða tónsmið skuli veita tónlist-
arverðlaun þessa árs, að upphæð
50 000 danskar krónur. Afhending
verðlaunanna fer fram með við-
höfn i Stokkhólmi sunnudaginn
17. febrúar, meðan þar stendur
yfir 22. þing Norðurlandaráðs.
Við sömu athöfn verða afhent
bókmenntaverðlaun ársins.
Dómnefndin er skipuð tveimur
mönnum frá hverju landi, sem
geta lagt i mesta lagi tvö tónverk
undir dóm nefndarinnar. Eftirtal-
in tónverk hafa verið valin til úr-
skurðar um verðlaun ársins 1974:
Danmörk: Vagn Holmboe: 11.
strokkvartett Per Nördaard:
Óperan „Gilgamesh”
Finnland: Aulis Sallinen: Sin-
fónia Erik Bergman: Hathor-
svita
island: Jón Nordal: Leiðsla. Þor-
kell Sigurbjörnsson: Læti
Noregur: Knut Nystedt: Lucis
creator optime Antonio Bibalo:
Konsert fyrir pianó og hljóm-
sveit.
Sviþjóð: Ulan Pettersson: Sin-
fónia nr. 7. Bo Nilsson: NAZIvl
Tónlistarverðlaun Norður-
landaráðs eru veitt annað hvert
ár fyrir tónverk eftir tónskáld.
sem er á lifi. Tónverk, sem hér
koma til greina, eru sinfóniur.
kammermúsik, söngleikir eða
aðrar tónsmiðar, sem standast
háar listkröfur. Við mat dóm-
nefndar skulu höfð i fyrirrúmi
tónverk, sem hafa verið frumflutt
siðustu árin.
I dómnefndinni eru af Islands
hálfu Arni Kristjánsson pianó-
leikari og Páll Kr. Pálsson organ-
leikari.
Eftirtalin tónskáld hafa til
þessa hlotið tónlistarverðlaunin:
Karl-Birger Blomdahl, Sviþjóð
(1965), Joonas Kokkonen, Finn-
landi (1968), Lars Johan Werle.
Sviþjóð (1970) og Arne Nordheim,
Noregi (1972).