Tíminn - 25.01.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.01.1974, Blaðsíða 12
TÍMINN Föstudagur 25. janúar 1974. Föstudagur 25. janúar 1974. TÍMINN 13 12 í . ;; . í desembermánuði siðast liðnum kom Þórarinn Björgvinsson hingað til lands eftir að hafa dvalizt i Alsir undan farin ár. Og þar sem það hefur lengi ver- ið siður á landi hér að spyrja menn frétta, þeg- ar þeir koma heim úr ferðalögum, — ekki sizt, ef farin hefur verið meira en ein bæjarleið — þá þótti okkur hér á blaðinu það ómaksins vert að hitta Þórarin að máli og spyrja tiðinda. Hefur aldrei verið eins kalt Er þá bezt að hefjast handa og byrja að spyrja: — Hvenær var það, sem þú fórst til Alsir, Þórarinn? — Ég fór þangað með fjölskyldu mina i febrúar 1970. — Voru ekki mikil viðbrigði að koma úr vetrarveðrinu hér heima og vera allt i einu kominn til Alsir? Franskt klaustur, helgað heilögum Antoniusi. wSjBk )r'! i HiúÆm Ljósm. Þórarinn Björgvinssoi Þannig er Saharaeyðimörkin vörðuð. Þær gætu alveg eins verið á islenzkum heiðum, vörðurnar þær arna, svo likar eru þær vörðunum okkar nema ef tii viil öllu vandaðri. Ljósm. Þórarinn Björgvinsson. — Ég get með sanni sagt, að mér hefur aldrei á ævi minni ver- ið eins kalt og þegar ég steig fyrst út úr flugvélinni i Alsir. Þá var hitinn þar þrjú stig, en raki lofts- ins var eitthvað nálægt áttatiu hundraðshlutum, og þetta varð svo sárkalt, að engu tali tók. Morguninn sem við fórum til Skikda, borgarinnar, þar sem við áttum að starfa, gerði haglél svo fjöll urðu hvit. — Er ekki snjór annars heldur óalgengur þarna? — Það snjóar alltaf i fjöll ein- hvern hluta vetrarins, og inni i Atlasfjöllunum eru yfirleitt öll þorp einangruð i tvo mánuði vegna snjóa. — Hvað varst þú að gera i Skikda? — Skikda er um 130 km frá landamærum Túnis og Alsir. Þar er hafnarborg, og nú er verið að gera þar mikla oliuhöfn, aðra af tveimur i landinu. Ég vann þarna við hafnargerð. Fyrst var gömul höfn „innréttuð”, ef ég má kom- ast svo að orði. Það verk tók eitt og hálft ár. Siðan fórum viö að vinna við nýja höfn, sem verið var að byggja sex kilómetra frá borginni. Þar er sandströnd, og þegar við komum þar, var þar ekki neitt að sjá, utan kofa og aumustu hreysi, þótt mannabú- staðir ættu það að heita. Við þessa höfn var lokið núna i desember. — Var unniö að þessum fram- kvæmdum með innlendu vinnu- afli? — Yfirmenn allir og sömuleiðis tæknimenn voru Evrópubúar, en almenna verkafólkiö var innlent.. Þegar Frakkar yfirgáfu Alsir- búa árið 1962, skildu þeir þannig við, að ekki var einn einasti menntamaður eftir I landinu. Vitanlega hefur margur Alsirbú- inn stundað skólanám siðan, en fjölmenn þjóð verður ekki tækni- menntuð á einum áratug. Vinnulag, trúarbrögð og barátta gegn Frökkum — Hvernig eru vinnubrögð og verklag Alsirbúa, til dæmis i samanburði við okkur? — Þar er skemmst af að segja, að allur samanburður má heita útilokaður. Það, sem maður rek- ur sig fyrst á, þegar til Alsir kem- ur, er hversu gersneydd þjóðin er allri verkmenningu. Og meira en þaö: Ég gat ekki betur séö en að þeir vildu alls ekki læra verklag okkar Evrópumanna, og þar held ég að trú þeirra, Múhameðstrúin, komi mjög við sögu. Þeir lita á okkur eins og hálfgerða skræl- ingja, held ég. — Er þá ekki óþægilegt, eða jafnvel hættulegt, fyrir Evrópu- menn að vinna þarna? — Jú, vist getur það verið slæmt, en einkum þó fyrir þá Evrópumenn, sem létu Alsirbúa finna, að þeir litu niður á þá. Þeir lentu oftast i vandræðum, og marga þeirra þurfti að senda heim, stundum ærið snögglega. Hinir, aftur á móti, sem umgeng- ust Alsirbúana eins og jafningja sina, áttu yfirleitt ekki i neinum sambúðarörðugleikum. — Er þetta fólk á lágu menn- ingarstigi, til dæmis i samanburði við Vesturlandabúa, sem við þekkjum? — Já, þaðheld ég nú að verði að teljast. Til þess að renna stoðum undir þá fullyrðingu, skal ég nefna dæmi: Maður nokkur hafði barizt alla sina ævi gegn yfirráðum Frakka og oftast haldið sig uppi i fjöllum. Þegar svo friður var saminn, gat þessi maður farið að taka þátt i borgaralegum störfum sins þjóð- félags, en hann kunni hvorki að lesa né skrifa og yfirleitt ekki neitt annað en að skjóta menn, en það hafði hann lika stundað með miklum árangri. Nú vantaði manninn vinnu, og þá var hann gerður að borgarstjóra i Skikda, þótt hann þurfi að hafa, ekki að- eins skrifara, heldur einnig les- ara til þess að lesa öll skjöl, sem embættinu berast, þvi að það get- ur hann ekki sjálfur enn þann dag i dag. Og þetta er engan veginn neitt einsdæmi, þótt vera megi, að ekki séu fleiri borgarstjórar i landinu ólæsir og óskrifandi. Kunningi minn einn átti dóttur, sem hann vildi koma i heima- vistarskóla, þvi að þar i landi er ekki hægt að mennta stúlkur ann- ars staðar en i slikum skólum. En þessum ágæta manni tókst ekki að koma dóttur sinni neins staðar inn, og hann fékk alls staðar þau svör, að þeir, sem tekið hefðu þátt i striöinu gegn Frökkum, gengju fyrir. Þetta var nóg til þess að hindra skólagöngu ungu stúlk- unnar, þvi að fjölskyldan hafði búið i Þýzkalandi siöustu ár striðsins, og gat þvi ekki lagt fram nein óyggjandi skilriki fyrir andstöðu við Frakka. — Þú nefndir áðan Múhameðs- trúna. Fannst þér trúarlif áber- andi þáttur i fari Alsirbúa? — Að sumu leyti, já. Margir þeirra manna sem ég umgekkst báðust fyrir þrisvar á dag, eins og vera ber samkvæmt trúarbók þeirra, en aftur á móti held ég, að þeir lifi ekki ýkjamikið eftir trúnni. Þeir eru til dæmis mjög hirðusamir, eins og það var kall- aö á Islandi i gamla daga, þrátt fyrir það að trúa þeirra kveður svo á, að menn skuli ekki stela. Ósiðsemi á almanna færi — og virðuleg brúðkaupsveizla — Nú leyfir Múhameðstrú fjöl- Þórarinn Björgvinsson kvæni. Nota Alsirbúar sér það ekki? — Mönnum er leyfilegt að eiga i mesta lagi fjórar konur. Þetta er nokkuð notað af bændum, sem vilja fá ódýran vinnukraft, en I borgunum, einkum þeim stærri, hafa menn alls ekki efni á þvi að sjá fyrir svo mörgum konum. Annars fannst mér siðferðið dá- litiö furðulegt hjá þeim Alsirbú- um. Ef til dæmis strákur og stelpa eru staðin að ósæmilegri hegðan inni i bil eða annars stað- ar þar sem heita má að þau séu á almanna færi, þá er stúlkan tekin og látin á hóruhús, þar sem hún verður að vera i sjö ár, það er hegningin. Hún fær þrjátiu pró- sent af þvi sem hún vinnur inn, hitt gengur til ríkisins. Liklega er það vegna ættartengsla, en svo mikið er vist, að hún er aldrei lát- in afplána refsinguna i heima- borg sinni. — Hversu mikið þarf afbrotið að vera til þess að kalla á slika refsingu? — Samfarir eru eina gilda ástæðan. — En hvað er gert við piltinn, sem staðinn hefur verið að verki? — Ekkert, ekki nokkur skapað- ur hlutur. Við verðum að muna, að þarna er aðeins litið á konuna sem húsdýr. Fyrstu misserin sem ég var þarna, voru þar ekki neinar gift- ingar, af þeirri einföldu ástæðu, að þá áttu þeir ekki neina peninga til þess að kaupa sér konur. En svo fóru aurarnir að koma, og þá var þess ekki langt að biða, að manni væri boðið i brúðkaups- veizlu. Það fannst mér kynleg samkoma. Allir gestirnir voru karlmenn, en ekki ein einasta kona, meira að segja ekki brúður- in sjálf, við fengum ekki einu sinni að sjá hana. En karlarnir skemmtu sér ágætlega og döns- uðu hver vib annan. Ég spurði, hverju það sætti, að ekki væri nein kona I fagnaðinum, og svarið Timamynd Gunnar sem ég fékk var mjög svo einfalt: Ef þú færir á finan skemmtistað hérna I borginni, myndiröu þá taka með þér hest eða hund? Þessu svaraði ég auðvitað neit- andi, og þá sögðu þeir aðeins: Þarna sérðu. Svo einfalt var mál- ið. Matvælaframleiðsla og landbúnaður — Við nefndum áðan skort á tæknimenntun hjá Alsirbúum. Er þá til dæmis landbúnaður þeirra rekinn með frumstæðum hætti? — Ég ferðaðist mikið um landið og veitti vinnubrögðum sveita- fólks nána athygli. Það var eftirtektarvert að hvar sem maður fór var verið að vinna með nýjum vélum sem flestar voru af ameriskri gerð. Þó er gamli timinn alls staðar nálægur. Það er merkilegt að sjá eina skák lands unna með fjórum eða fimm jarðýtum, sem allar eru að verki i einu, en á næstu skák viö er uxum og ösnum beitt fyrir tréplóga. Samyrkjubú eru að byrja að risa á legg, en eru skammt á veg kom- in. Þótt það væru aðeins tæp fjög- ur ár, sem ég dvaldist þarna, var auðséð, að landbúnaði fleygði mjög fram á þvi timabili. — Eru landsmenn sjálfum sér nógir hvað snertir framleiðslu matvæla? — Þessu má svara bæði játandi og neitandi. Þeir rækta korn og selja það til útlanda, ávaxtarækt hafa þeir nóga handa sjálfum sér, aðkartöflum ekki undan skildum, vinberjagarðar eru bæði margir og stórir, en fara minnkandi með hverju ári sem líður, þvi að for- setinn vill útrýma vindrykkju, enda er fyrsta boðorð Mýhameðs- trúarmanna að drekka ekki vin, en það hafa Alsirbúar haldið mjög illa, þvi þeir drekka mikið. En þótt matvælaframleiðsla sé þannig mikil i landinu, þá er mik- ið flutt inn af sérunnum matvör- um. Sykurinn kemur frá Kúbu, hveiti er flutt inn frá Frakklandi, en að visu hafa Alsirbúar fyrst flutt hveitikornið til Frakklands, þar sem það er unnið, og svo kemur það aftur sem fullunnin vara. Til áréttingar þvi sem ég sagði áðan um kartöfluræktina, má geta þess, að þann ágæta jarðarávöxt flytja Alsirbúar út i stórum stil, enda munu þeir oftast fá þrjár uppskerur á ári af kartöflum. Og döðlur rækta þeir manna mest. — Eru ekki miklir sumarhitar þarna, fyrst ávaxtaræktin gengur svona vel? — Jú. Fyrsta sumarið sem ég var i Alsir, var hitinn þetta 36-38 sig og fór upp i 48 stig i skugga innan húss um tveggja mánaða skeið. Þetta fannst manni óþægi lega mikill hiti, en þó beit hann minna á okkur tslendingana held- ur en Þjóðverja og Frakka, sem þarna voru. Það var einnig eftir- tektarvert, að þeir, sem' lengst höfðu verið þar, þoldu hitann verst. Ég veit ekki af hverju það hefur stafað en ég fann það á sjálum mér, aö þvi lengur sem ég dvaldist i Alsir, þeim mun verr þoldi ég hitan, — það er að segja sjálft sólskinið. — Valda ekki þessir miklu hitar óþægilegum þurrkum? — Nei. Það má heita öruggt mál, að ekki kemur dropi úr lofti I þrjá mánuði, en aftur á móti er uppgufunin geysileg vegna þess, hve loftið er rakt. Við ströndina er svo mikið áfall um nætur, að vatnið lekur af húsaþökum, þegar maður kemur á fætur á morgn- ana. Það er vitanlega þetta, sem bjargar gróðrinum og gerir hann svo þroskamikinn sem raun ber vitni Tungumálakunnátta og daglegt lif — Er ekki tungumálið mikill þröskuldur i vegi Norðurlanda- búa, sem dveljast i Alsir? — Eiginlega eru Alsirbúar sjálfir mállausir. Þeir tala blending af frönsku og arabisku, sem þó er i aðalatriðum afbökuð franska. Nú er verið að byggja upp skólakerfi eingöngu með kennurum frá Egyptalandi, sem vitanlega kunna arabisku, og þeir eru að reyna áð kenna fólkinu það mál. Skólaskylda er frá sex ára aldri til þrjátiu og tveggja. Þeir sem vinna, ganga I kvöld- skóla, hinir eru skyldugirtil þess að sækja aðra skóla, en þó gera menn það yfirleitt ekki, eftir að þeir eru komnir yfir tvitugt. — Gátuð þið ekki bjargað ykkur með enskunni? — Nei, að minnsta kosti ekki þar sem ég var. Allan þann tima, sem ég var þarna, hitti ég aðeins einn Araba, sem talaði ensku, það var skömmu eftir að ég kom — en svo fluttist hann i burtu, og þá mátti heita að maður stæði eft- ir mállaus. Svo kom nú málið smám saman hjá manni, og Arabarnir,sem með okkur unnu, lærðu furðufljótt eitt og eitt orð i islenzku. Þeir gátu nefnt nöfn á öllum helztu áhöldum sem við notuðum dagsdaglega, enda eru mörg þeirra stutt og meðfærileg: „hamar”, „sög”, og svo framvegis. Einn Arabinn var sérstaklega góður málamaður. Hann lærði á örstuttum tima að telja á íslenzku upp að hundrað, ég held að það hafi ekki tekið hann nema sex daga eða svo að læra það. Þegar við fórum inn i borgina heilsuðu mér margir með þvi að segja „góðan daginn”, — þeim þótti gaman að heilsa mér þannig, þvi að þetta hafði ég kennt þeim. Þvi er ekki að neita, að stundum heyrðu þeir mig lika segja önnur orð og ljótari, og þeir lærðu þau lika. En konu minni likaði illa að ég væri að veita slika fræðslu, svo ég reyndi allt hvað ég gat að láta ekki annað út úr mér en það sem hver og einn mátti eftir mér hafa hvar sem var. — Eru Alsírbúar reglusamir menn i háttum sinum? — 1 Skikda er yfirleitt allt kom- ið I fullan gang klukkan fimm á morgnana á sumrin, en heldur seinna á veturna. En á kvöldin er þaö viðburður, ef maður sést ut- an dyra eftir klukkan niu — að undan skildum þeim, sem hanga á kaffihúsum, en þau er opin til klukkan eitt að nóttu. En að þess- um nátthörfnum frá teknum fer allur almenningur snemma á fætur og gengur snemma til náða. Búfé á svölum fjölbýlishúsa — Er ekki húsagerð heldur frumstæð i Alsir? — Jú, ekki er nú þvi að neita. Það er mjög algengt að bændur og annar almenningur búi i leir- kofum, sem hlaðnir hafa verið upp úr leir, teknum beint úr jörð- inni. Þakið er oft úr bárujárni, en stundum lika aðeins stráþak. Frakkar byggðu þarna heilar borgir, og þau hús eru að sjálf- sögðu úr varanlegra efni en leir, en þar eru húsnæðisvandræðin gifurleg. Það er engan veginn óalgengt, að i einu herbergi hafist við tiu eða tólf manns. A siðari árum hafa verið byggð heil hverfi Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.