Tíminn - 21.02.1974, Side 6
TÍMINN
Fimmtudagur 21. febrúar 1974.
■
■
■
■
„NAFNSKIRTEINISALDUR
FÆRÐUR UPR UM TVÖ ÁR
Lagt hefúr verið fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um breytingu á
lögum um nafnskirteini.
Höfuðefni frumvarpsins er að
færa upp aldur þeirra, er fá
nafnskirteini fyrst afhent úr 12 i
14 ára aldur. t greinargerð með
frumvarpinu segir m.a.:
,,í samræmi við ákvæði i
gildandi lögum um nafnskirteini
eru þau gefin út til barna á þvi
ári. er þau verða 12 ára, en i 1. gr.
frv. er lagt til, að þetta aldurs-
mark verði fært upp um 2 ár.
Samkvæmt þvi mundu unglingar
framvegis frá nafnskirteini á
hausti þess árs, er þeir verða 14
ára. þ.e. er þeir flestir hefja nám i
2. bekk gagnfræðastigs. Aðalrök
fyrir þessari breytingu eru þau,
að mynd sett á skirteini 12 ára
unglings og orðin úrelt og haldlitil
við 15-16 ára aldur, sem er
mikilvægt aldursmark i sam-
bandi við löggæslu, en mynd sett
á skirteini 14 ára unglings dugar
fram á þennan aldur. Þar eð
frumafhending nafnskirteina og
setning myndar á þau verður að
fylgjast að i umdæmum, þar sem
myndskylda er i sambandi við
skirteini, er hér aðeins um tvær
leiðir að velja: annað hvort að
færa aldursmarkið upp eins og
hér er lagt til, eða að skipta um
mynd á skirteinum, þ.e.
endurnýja öll skirteini við 15-16
ára aldur, að minnsta kosti á
Reykjavikursvæði. Siðari
kosturinn er óhagkvæmur vegna
mikils tilkostnaðar, bæði fyrir hið
opinbera og almenning, og auk
þess yrði hér um að ræða mjög
umfangsmikla og varasama
framkvæmd. Leið sú, sem hér er
gerð tillaga um, virðist fela i sér
hagkvæma lausn á þessum
vanda, enda töldu lögregluyfir-
völd, skólastjórar og fleiri aðilar,
sem Hagstofan bar mál þetta
undir, það litlu skipta, að hætt
væri að gefa út nafnskirteini til 12
og 13 ára barna. Hér má og geta
þess, að mikið er um það, að börn
á þessum aldri týni nafnskirteini
sinu eða glati þvi á annan hátf.
Bendir þetta til þess, að börn
undir fermingaraldri séu fullung
til að veita viðtöku gagni af þessu
tagi.
- Ákvæði 1. gr. miða að þvi, að
upphafleg nafnskirteini hvers
árgangs séu með nothæfri mynd
til 15-16 ára aldurs, en þar fyrir
ofan er erfiðasta aldursbilið i
sambandi við framkvæmd
ákvæða um, að tiltekinn aldur sé
skilyrði fyrir viðskiptum eða
komu eða dvöl á stað. Miklu
skiptir, eins og áður segir, aö
komast hjá þeim örðugleikum og
fjárútlátum, sem fylgja almennri
endurnýjun nafnskirteina til þess
að setja á þau nýja mynd. Ákvæði
4. gr. frv. miða að þvi að leysa
þennan vanda: Þar eð fyrir
liggur, að stór hluti ungmenna
fær ökuskirteini við 17-18 ára
aldur, og á þvi er alltaf ný mynd,
liggur það beint við, að
ökuskirteini sé almennt notað
sem sönnunargagn um aldur I
sambandi við aðgang að
skemmtistöðum og öðru, sem hér
er um að ræða. Þessu er óbeint
komið I kring með þvi ákvæði 4.
gr., að hverjum lögreglustjóra er
heimilað að ákveða fyrir sitt
umdæmi, aö nafnskirteini
einstaklinga 18-23 ára skuli ekki
vera giit sönnunargagn um aldur
á tilteknum sviðum, nema
framvisað sé sérstaklega útgefnu
skirteini með öðrum lit en er á
almennu nafnskirteini. Sam-
kvæmt þessu mundu yfirleitt
þeir einir á þessu aldursbili, sem
ekki hafa fengið ökuskirteini — og
ekki heldur hafa gilt vegabréf
útgefið af lögreglustjóra — óska
eftir að fá útgefið litað
nafnskirteini, og þá þvi aðeins að
þeir þyrftu á þvi að halda til þess
sérstöku nota. Hins vegar mundu
allir á hinu tiltekna aldursbili
geta fengið litað nafnskirteini, ef
þeir greiða tilskilið gjald fyrir
það og vilja leggja á sig þá fyrir-
höfn, sem fylgir endurútgáfu
skirteinis, enda mundi ekki mega
slaka neitt á þeim öryggis-
kröfum, sem nú orðið eru gerðar i
þessu sambandi. — Almennt
nafnskirteini yrði að sjalfsögðu
notað áfram til alls annars en
þess, sem sérstaklega er
undanskilið samkvæmt 4. gr.
Ef heimild sú, er um ræðir I 4.
gr., yrði notuð i minnst einu
lögregluumdæmi, mundu I raun
öll endurútgefin nafnskirteini til
einstaklinga á hinu tiltekna
aldursskeiði vera með öðrum lit
en er á almennu nafnskirteini. —
Aldursbilið, sem útgáfa sérstaks
nafnskirteinis er bundin við — 18-
23 ár — er ákveðið með hliðsjón af
þvi, að fyrst þegar komið er upp
fyrir þennan aldur mun yfirleitt
vera orðið óþarft að láta menn
sanna aldur sinn við aðgang að
vinveitingarstöðum og við kaup á
áfengi.
Aðstæður að þvi er varðar
notkun nafnskirteinis i þágu
löggæslu eru mjög mismunandi i
hinum ýmsu lögsagnar-
umdæmum, og þvi er I 4. gr.
aðeins um að ræða heimildar-
ákvæði til handa lögreglu-
stjórum”.
AUKINN VERÐI STUÐNINGUR VIÐ
ÞJÓÐVEGAGERÐ í ÞÉTTBÝLI
Alexander Stefánsson hefur lagt
fram frumvarp um breytingu á
vegalögum. Kveður frumvarpið á
um aukinn stuðning við
þjóðvegagerð i þéttbýli.
Frumvarpið er svohljóðandi:
1. gr. 1. málsgr. 32. gr. laganna
orðist svo:
Árlega skal veita ákveðna
fjárhæð lil lagningar þjóðvega i
kaupstöðum og kauptúnum, sem
hafa 200 ibúa eða fleiri, og skal
skipting fjárins fara eftir ibúa-
fjölda og ófullgerðum verkefnum
við lagningu þjóðvegarins á
staðnum. Skal árlegt framlag
vera 20 af hundraði af heildar-
tekjum vegamála það ár skv.
XIV. kafla laga þessara.
Ráðherra er þó heimilt að undan-
skilja tekjur vegamála, sem
varið er til framkvæmda við
hraðbrautir.
2. gr. 34. gr. laganna orðist svo:
Af heildarframlagi þvi, sem
veitt er til lagningar þjóðvega i
kaupstöðum og kauptúnum skv.
32. gr. , skal árlega halda eftir 20
Bæjarstjórnarkosn-
ingar i Eyjum
Guðlauguj^Iislason mælti i
neðri deild Alþm'llÉy^ær fyrir
frumvarpi, er hanr^kitur um
breytingu á lögum um^veitar-
stjórnarkosningar, þess efnis,
að við næstu bæjarstjórnar-
kosningar i Vestmannaeyjum
verði opnar sérstakar kjör-
deildir fyrir kjósendur á
kjörskrá i Vestmannaeyjum,
á Selfossi, Reykjavik og
Keflavik.
Rikisábyrgð launa
Björn Fr. Björnsson mælti i
efri deild I gær fyrir nefndar-
áliti allsherjarnefndar um
stjórnarfrumvarp um ríkis-
ábyrgð á launum við gjald-
þrot. Mælti nefndin einróma
með samþykkt frumvarpsins
með breyttum gildistima og
voru tillögur hennar
samþykktar einróma og
frumvarpinu visað til þriðju
umræðu.
af hundraði, og skal þvi fé
ráðstafað eftir tillögu vegamála-
stjóra til að flýta framkvæmdum,
þár sem sérstök ástæða þykir til
aðljúka ákveðnum áfanga, stuðla
að hagkvæmari vinnubrögðum og
til að hraða framkvæmdum við
lagningu þjóðvegar, þar sem
almenn umferð gegnum
viðkomandi kauptún eða
kaupstað er sérstaklega mikil og
um leið mikilvæg.
t greinargerð segir
flutningarmaður:
Kröfur um varanlega gatna-
gerð I þéttbýli eru settar fram á
þeirri meginröksemd, að ein
höfuðforsenda byggðar þéttbýlis-
staða úti um landið sé varanleg
gatnagerð og hreinlegt umhverfi,
enda eðlilegt, að fólkið I landinu
búi við sem jafnasta aðstöðu hvað
þetta varðar. Þrifalegt umhverfi
er ein af foresendum þess, að fólk
vilji búa á viökomandi staö.
V. kafli vegalaga, um þjóðvegi i
kaupstöðum og kauptúnum, er
augljóslega settur i lögin til að
auðvélda sveitarfélögum að ná
þessu marki. En miðað við, hve
viða er mikið óleyst af þessu
verkefni og fjárhagsleg geta
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i
efri deild Alþingis i gær vegna
yfirgangs brezkra togara á linu-
miðum Vestfjarðabáta i siðustu
viku. Spurði hann hvaða ráð-
stafanir yrðu gerðar til að koma i
veg fyrir að slikir atburðir endur-
tækju sig.
Bjarni Guðbjörnsson lagði
áherzlu á, að linumiða Vest-
fjarðabáta yrði gætt betur af
Landhelgisgæzlunni.
Ólafur Jóhannesson sagði, að
varðskip hefði verið statt við
Hornbjargsvita á laugardag með
vistir og vitavörð, er þar skyldi
fara i land.er kvartanir bárust
um veiðarfæratjón báta vegna
yfirgangs brezkra togara. 5 varð-
skip voru þá úti og öll bundin við
eftirlitsstörf og öryggisgæzlu, en
hún væri mjög'mikilvæg nú er
loðnuvertiðin stæði yfir. Harmaði
ráðherrann þennan atburð og
sagði að það þyrfti að finna leiðir
Alexander Stefánsson
sveitarfélaga takmörkuð, er það
fjármagn, sem veitt er skv. 32. gr.
laganna, 12 1/2 af hundraði af
heildartekjum vegamála, of litið
Þvi er lagt til i frumvarpi þessu,
að það verði aukið I 20 af
hundraði.
til að reyna að tryggja sem bezt
að slikir atburðir ættu sér ekki
stað, og m.a. myndi dómsmála-
ráðuneytið taka upp viðræður við
sjávarútvegsráðuneytið um
möguleika á að afmarka báta-
svæðin sem mest. Nú fjölgaði
islenzkum togskipum mjög á
miðunum og gætu þvi einnig
orðiö árekstrar af þessu tagi milli
þeirra og linubátanna og væru
þess mörg dæmi i'rá fyrri árum.
Höfuðatriði væri I málum sem
þessu, að skipstjórar mættu fyrir
rétti og gæfu skýrslu. Hann drægi
ekki i efa sannleiksgildi frásagna
bátaskipstjóranna, en skipstjórar
brezku togaranna bæru aðra sögu
og ef krefjast ætti skaðabóta, svo
sem sjálfsagt væri. og koma á
framfæri gildum umkvörtunum
þyrfti að undirbyggja mál vel.
Enginn viðkomandi skipstjóra
hefði hins vegar enn mætt fyrir
rétti til að gefa skýrslu um at-
burðina, og engin bréf eða
Á. s.l. ári nam þéttbýlisvegaféð
156.651.400 kr., var kr. 785,90 á
ibúa.
Gagnrýnt hefur verið meðal
sveitarstjórnarmanna, að
skipting þessa fjár sé eingöngu
miðuð við ibúafjölda. Er hér þörf
á breytingu i þá átt, að tekið sé
tillit til ófullgerðra verkefna við
lagningu þjóðvegarins á
viðkomandi stað. Virðist þetta
sanngjörn breyting, þar sem i
mörgum kaupstöðum er varanleg
gatnagerð að þessu leyti langt
komin, en viða úti um land
algjörlega á frumstigi.
Þá er lagt til i frumvarpi þessu,
að kauptún með 200 Ibúa i stað 300
ibúa áður komi inn i skiptingu
fjárins. Auðveldar það myndun
nýrra þéttbýliskjarna.
Lagt er til i frumvarpi þessu, að
34. gr. vegalaga breyttist þannig,
að árlega verði haldið eftir 20 af
hundraði af heildarframlagi til
lagningar þjóðvega i kaupstöðum
og kauptúnum I stað 10 af
hundraði áður.
Þetta fjármagn nam i árslok
1973 — frá 1964-1973 — 66.345.500
kr., sem hafði verið ráðstafað
þannig:
skýrslur hefðu borizt frá þeim til
dómsmálaráðuneytisins enn.
Hvatti hann viðkomandi til, að
láta ekki undir höfuð leggjast að
fara réttar boðleiðir i slikum
málum, þar sem það væri þáttur i
að fyrirbyggja endurtekningu á
slikum atburðum og nauðsyn-
legur undanlari þess ef koma ætti
fram skaðabótakröfum.
Alexander Stefánsson sagði, að
það væri viðar en á Vestfjörðum,
sem sjómenn á bátaflotanum
væru i vanda. Gerðir væru út 40-
60 bátar frá verstöðvum á Snæ-
fellsnesi og við Breiðafjörð á
miðin út af Breiðafirði. Þau mis-
tök hefðu hins vegar verið gerð
við setningu fiskveiðilaganna
fyrir áramót, að togveiðar hefðu
veriö leyfðar upp að 4 milum og
6 milum úti fyrir Breiðafirði, en
þar fyrir utan væru sum beztu
linumiðin. Bátar, sem hætt hefðu
sér út fyrir 6 milur, hefðu orðið
fyrir tjóni, þótt ekki hafi það verið
Kópavogur.........51.335.000 kr.
Selfoss.......... 12.364.600 kr.
Hveragerði.......... 765.300 kr.
Dalvik............ 1.879.800 kr.
Nú hefur rfkið yfirtekið ián
Kópavogskaupstaðar.
Eins og sjá má af
framanskráðu, hafa sárafáir
staðir i landinu notið lána eða
styrkja af þessu geymslufé. Með
auknu fjármagni og þegar dýr
framkvæmd eins og Kópavogsgjá
er ekki lengur með, má vænta
þess, að þetta fjármagn verði i
auknum mæli til að hraða
framkvæmdum sveitafélaga.
Sérstök ástæða er að
undirstrika nauðsyn þess, að
m.a. með þessu fjármagni veröi
hraðað lagningu þjóðvega i
gegnum kaupstaði og kauptún,
er hafa mikinn umferðarþunga
gegnum miðja byggðina, bæöi
hvað varðar atvinnulif
viðkomandi staðar og almenna
umferð um þjóðveginn.
Ennfremur verður að telja
eðlilegt. að vegamálastjóri hafi
samráð við viðkomandi sveitar-
stjórnir um skiptingu fjárins.
kært og ekki vitað hvort þar voru
erlendir eöa innlendir að verki.
En sveitastjórnir á þessu svæði
hefðú sent áskorun til sjávarút-
vegsráðuneytisins um að settar
yrðu reglur um skiptingu þessara
svæða á aðalvertið bátanna á
milli linu- og netaveiða annars
vegar og togveiða hins vegar.
Þessari beiðni hefði ekki verið
sinnt og fagnaði hann þvi, að
dómsmálaráðuneytið hygðist
taka upp viðræður við sjávarút-
vegsráðuneytið um möguleika til
aö afmarka bátasvæði betur en
gert hefði verið.
Jón Árniann Héðinsson, sagði,
að áherzlu ætti að leggja á, að
bæði linúskip og togskip merktu
veiöisvæði sin skv. gildandi
reglum og færu eftir slikum
reglum. Ef sannað yrði, aö ekki
væri farið að reglunum ætti við-
eigandi viðurlög og bætur til að
koma.
Atburðirnir úti fyrir Vestfjörðum sl. laugardag til umræðu utan dagskrdr í efri deild:
Skipstjórarnir þurfa að
gefa skýrslu fyrir rétti