Tíminn - 21.02.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.02.1974, Blaðsíða 7
Kimmtudagur 21. febrúar 1974. TÍMINN 7 tltgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Áskriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. —_____________________ J Aðalatriðið er að ná markmiðinu 1 ræðu, sem Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra,flutti á fundi Framsóknarfélaganna i Reykjavik 7. þ.m., vék hann að varnarmálun- um, og var sá kafli ræðu hans birtur hér i blað- inu i gær. Forsætisráðherra ræddi m.a. um til- lögur Einars Ágústssonar, sem höfðu verið samþykktar bæði i þingflokki og framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins. Forsætisráð- herra sagði m.a. um tillögurnar: ,,Þær eru i fyrsta lagi miðaðar við, að við stöndum við skuldbindingar okkar gagnvart NATO. Þess vegna viljum við leyfa Banda- rikjamönnum að láta flugvélar lenda á Kefla- vikurflugvelli að svo miklu leyti, sem slikt er nauðsynlegt vegna eftirlitsflugs á Norðurhöf- um á vegum NATO. Við viljum fallast á, að Bandarikjamenn hafi hér i þessu sambandi hæfilegt lið til þess að annast þjónustu við þess- ar flugvélar. Hvort tveggja, bæði flugvéla- fjöldinn og eins fjöldinn i þeirri sveit, sem hér gæti verið til eftirlits eða þjónustu við flug vélarnar, færi annað hvort eftir samningum við Bandarikjamenn eða væri háð ákvörðun islenzkra stjórnvalda. Ennfremur er miðað að þvi, að íslendingar geti sem fyrst tekið i sinar eigin hendur lög- gæzlu á Keflavikurflugvelli, þó slikt myndi að sjálfsögðu ekki koma til, fyrr en varnarliðið væri að fullu og öllu farið, og ekki heldur fyrr en islenzkt lögreglulið hefði verið fullkomlega þjálfað til þessara starfa. Þá er miðað við, að lagt sé til nægilegt is- lenzkt þjónustulið til þess að sinna þeim verk- efnum, sem þarf að sinna i sambandi við þessa starfsemi.. Þetta er fyrri þátturinn, ekki aðalþátturinn. Þetta er sá þáttur, sem leiðir af þvi, að við ætl- um að óbreyttum aðstæðum að vera áfram i NATO.” í framhaldi af þessu sagði forsætisráðherra: „Jafnframt er i tillögum utanrikisráðherra sett fram það, sem er aðalmarkmiðið, að varnarliðið hverfi af landinu i áföngum, að öðru leyti en þvi, sem rakið hefur verið. Það skiptir að minum dómi ekki miklu máli, hvort það er i þremur eða fjórum áföngum, hvort það tekur i heild einu ári lengur eða skemur, hvort það ganga til þess tvö ár eða þrjú ár. Við höfum haft þetta lið hér svo lengi, að það ætti ekki að vera meginatriðið, hvort það fer að fullu og öllu árinu fyrr eða seinna. Aðalatriðið er að ná markmiðinu.” Forsætisráðherra lagði áherzlu á, að reynt yrði að ná fram þessu aðalatriði með endur- skoðun á varnarsamningnum, enda er það i samræmi við stjórnarsáttmálann að reyna endurskoðunarleiðina til þrautar. Um þetta sagði ráðherrann ennfremur: ,,Ég skal engu spá um það, hvort það tekst að ná samningum um lausn á Keflavikur- málinu. Ég er alls ekki vonlaus um það. En þá fyrst, ef það sýnir sig, að það tekst ekki, er timabært að leggja fram á Alþingi tillögu um heimild til uppsagnar og timabært að segja samningnum upp.” ERLENT YFIRLIT Kosið um Indiru í Uttar Pradesh Úrslitabeðið með eftirvæntingu í AAoskvu og Peking Inclira Giindhi DAGANA 24.-26. febrúar fara fram fylkiskosningar i fjölmennasta fylki Indlands, Uttar Pradesh. íbúafjöldinn þar er um 90 milljónir. Þar náði sjálfstæðishreyfingin. sem beindist gegn Bretum, fyrst verulegri fótfestu. og þaðan komu lika margir áhrifamestu leiðtogar hennar. eins og Nehru. faðir Indiru Gandhi, og Lal Bahadur Shastri, sem tók við forsætis- ráðherraembættinu af Nehru. Kongressflokkurinn hefur alltaf verið mjög sterkur i Utt- ar Pradesh. Þegar flokkurinn klofnaði fyrir nokkrum árum. vann sá hluti hans. sem fylgdi Indiru Gandhi, mikinn sigur þar og hefur nú traustan meirihiuta á fylkisþinginu, sem er skipað 450 fulltrúum. Það þykir hins vegar tvisýnt. hvort honum tekst að halda honum i kosningunum i næstu viku. Þess vegna er þeim veitt m.ikil athygli i öðrum fylkjum Indlandsog viða um heim. Úr- slit þeirra verða talin visbend- ing um fylgi Indiru Gandhi, en missi hún og flokkur hennar meirihluta i næstu kosningum tii sambandsþingsins i Nýju Delhi. getur skapazt almennt upplausnarástand i indversk- um stjórnmálum. Þess vegna eru stjórnmálahorfur nú held- ur óvissar og ótryggar i þessu öðru fjölmennasta riki Asiu, og raunar allrar veraldar. Það getur átt eftir að hafa ófyrir- sjáanleg áhrif á valdataflið i Asiu. M.a. gæti það styrkt að- stöðu Kinverja, en veikt aö- stöðu Rússa, sem hafa lagt mikla áherzlu á gott samstarf við stjórn Indiru Gandhi. KUNNUGIR menn i Ind- landi telja Uttar Pradesh eins konar spegilmynd af Indlandi. og þvi sé meira að marka kosningaúrslit þar en i öðrum fylkjum Indlands. Aðeins 20% ibúanna eru iæsir, og meðal- árstekjur á mann eru 70 dollarar. Fátækt er þar þvi m.ikil, en þó ekki meiri en við- ast í Indlandi. Þar kemur oft til árekstra milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna, enda eiga helztu samtök beggja uppruna sinn þar. og löngum hefur verið grunnt á þvi góða milli þeirra. Stéttaskipting er rr.ikil og óviða i fastari skorð- um en þar. Hún hefur veruleg áhrif á stjórnmálabaráttuna, þvi að rnargir kjósa ekki siður eftir stéttum en flokkum. Kosningabarátta hefur venjulega veriö hörð i Uttar Pradesh, en þó aldrei öllu harðari en nú. Um 4000 fram- bjóðendur keppa um hin 450 þingsæti. eða niu frambjóð- endur til jafnaöar i hverju kjördæmi. öflugasti flokkur- inn er flokkur Indiru Gandhi, Kongressflokkurinn, sem ræð- ur nú yfir 271 þingsæti. Bar- átta allra hinna flokkanna beinist fyrst og fremst gegn honum, enda sameiginlegur sigur fyrir þá alla, ef það tæk- ist að svipta hann meiri- hlutanum. llelzti keppinautur Kon- gressflokksins er Jan Sangh- flokkurinn, sem á aöalfylgi sitt i borgum. Hann er skipaö- ur atvinnurekendum. kaup- mönnum, stúdentum, verzlunarfólki. skrifstofufólki og lágiaunafólki i hópi opin- berra starfsmanna. Flokkur- inn er mjög þjóðernissinnaður og er hreinræktaður Hindúa- flokkur. Hann er nú óðum að vinna sér stöðu sem helzti hægri flokkurinn i Indlandi. Næstur honum að fylgi kemur Þjóðlegi byltingari'lokkurinn. en hann hefur safnað bændum. L'ttar Pradesh Mýhameðstrúarmönnum og jafnaðarmönnum undir merki sitt og svipar að ýmsu leyti til sósiaidemokrata á Vestur- löndum. Foringi þessa flokks, Charan Singh, var áður i Kon- gressflokknum gamla. og var um skeið forsætisráðherra i Uttar Pradesh. Annar fyrr- verandi forsætisráðherra i Uttar Pradesh. L.B. Gupta. er foringi þess hluta Kongress- flokksins. sem snerist gegn Indiru Gandhi, þegar flokkur- inn klofnaði 1969. Þessi flokk- ur virðist ekki hafa mikinn byr. nema hjá sumu eldra fólki, sem heldur tryggð viö gamla leiðtoga eins og Gupta. en hann var náinn samstarfs- maður Nehrus um langt skeið. Til viðbótar þessum þremur helztu flokkum stjórnarand- stæðinga. koma svo ýmsir smáflokkar og óháðir fram- bjóðendur. ALLIR stjórnarandstöðu- flokkarnir leggja höfuðkapp á að deila á Indiru Gandhi og stjórn hennar. Þar fer fremst- ur i flokki leiðtogi Jan Singh- flokksins, Subramaniam Swamy, sem er hngfræðingur að menntun. 34 ára aö aldri, og hefur það ma. sér tilágætis að hafa verið kennari við Har- vardháskólann i Bandarikjun- um. Hann segir. að Indira Gandhi hafi komizt til valda með þvi að lofa gulli og græn- um skógum, en efndirnar hafi orðið vanstjórn. skrifstofu- veldi og spilling. Gupta segir hins vegar, að eina uppskeran. sem þjóðin hafi hlotið af kosningasigrum Indiru Gandhi. sé sú. að hún hafi eignazt drottningu með stóra hirð. en það hafi aldrei veriö ætlun kongressmanna að stæla Breta á þann hátt. Eina markmið Indiru sé að verða lengur forsætisráöherra Ind- lands en faöir hennar. en hann var forsætisráöherra i 17 ár. Indverjar hafi vissulega þörf fyrir annað á þessum tima en áhugalitla og getulitla drottn- ingu. sém safni um sig hirð. sem sé enn óhæfari og getu- minni. Fylgismenn Indiru Gandhi reyna að sjáifsögðu að mæta þessum árásunr á hana eftir beztu getu. Þeir benda i fyrsta lagi á margt. sem vel hefur tekizt« Þeir benda á, að styrjöldin i Bangladesh hafi kostað Indland mikil útgjöld, meðal annars hafi flóttamenn frá Bangladesh verið á annan tug milljóna um skeið. og hafi indverska stjórnin orðið að sjá um framfærslu þeirra. Siðan hafi bætzt við tvö erfið þurrka- ár, sem hafi dregið úr upp- skeru. Loks hafi svo bætzt viö miklar verðhækkanir á inn- fluttum vörum, þótt verð- hækkunin á oliunni hafi orðið tilfinnanlegust. Allt hafi þetta orðið tii þess aö torveida um- bótastarf stjórnarinnar. Eigi að siður hafi þvi verið haldið sleitulaust áfram. Þá vara fylgismenn Indiru óspart við þeim glundroða. sem myndi hljótast af þvi. ef flokkur Indiru missti völdin. Það gæti haft hinar verstu afleiðingar. bæði inn á við og út á við. Þannig snúast fylkis- kosningarnar i Uttar Pradesh fyrst og fremst um Indiru Gandhi, þótt þær ættu aðal- lega að snúast um heimamál. Úrslit þeirra munu þvi verða mikil visbending um. hvert fylgi hennar er um þessar mundir. Það mun ekki aðeins hafa mikil áhrif heima fyrir. ef þau benda til þess. að staða hennar sé að veikjast. heldur ekki siður út á við. Indland er það riki Asiu. sem helzt getur hamlað gegn Kinverjum. og skapað eins konar jafnvægi i málum álfunnar. Veikist sú staða Indlands vegna óstöðugs stjórnarfars. verður það vatn á m.vllu Kinverja. Þetta munu ekki sizt Rússar gera sér ljóst. og þess vegna er sennilega óviða fylgzt betur með kosningunum i Uttar Pradesh en i Moskvu, nema ef vera skvldi i Peking. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.