Tíminn - 21.02.1974, Qupperneq 8
TÍMINN
Fimmtudagur 21. febrúar 1974.
Fimmtudagur 21. febrúar 1974.
TÍMINN
Níræður þingskörungur:
FYRSTI ÞINGMAÐUR
VERKAMANNA í REYKJAVÍK
OG SÍÐAN ÞINGMAÐUR
ÁRNESINGA Á 4. TUG ÁRA
ARIÐ 1916 er komið í mikla fjar-
lægð. Nær sex tugir ára hafa
sáldrað ryki i þau spor, sem þá
voru stigin, og enginn vopnagnýr
nær framar eyrum okkar frá
heimsstyrjöldinni, sem þá stóð
sem hæst. En þó að mörg ár beri á
milli, cru þó á lifi tveir menn, er
kosnir voru á alþing íslendinga
árið 1916, Jörundur Brynjólfsson
og Þorsteinn M. Jónsson. Jörund-
ur er ári eldri og verður niræður i
dag.
Við hittum Jörund að máli i
fyrradag á heimili sonar hans og
tengdadóttur, Gauks Jörundsson-
ar prófessors og Ingibjargar Ey-
þórsdóttur, þar sem hann dvelst i
vetur og biður vorkomu i
Kaldaðarnesi á bökkum ölfusár.
Hann á orðið langa leið að baki
austan frá Starmýri i Álftafirði,
þar sem hann fæddist, og Þóris-
dal i Lóni, þar sem hann ólst upp,
en hefur þó ekki svo mjög látið
bugast, enda haft af mikiu að má.
Hann á lika ættir að rekja til
þeirra, sem ekki þóttu neinir
veifiskatar. Til dæmis var Hjör-
leifur sterki, sem var jafnvel i lif-
anda lifi þjóðsagnapersóna fyrir
afls sakir og harðfengis, langafi
hans.
Jörundur fæddist sem sagt á
Starmýri 21. febrúar 1884, sonur
hjónanna Guðleifar Guðmunds-
dóttur og Brynjólfs Jónssonar á
Starmýri, en fór sökum vanheilsu
móður sinnar, sem sigldi til
Kaupmannahafnar til þess að
leita sér heilsubótar, fárra vikna
gamall að Þórisdal i fóstur til
föðursystur sinnar.
— Ég var tvitugur, þegar ég
hleypti heimdraganum, sagði
Jörundur, og þá lagði ég leið mina
vestur i Borgarfjörð á bændaskól-
ann á Hvanneyri, en áður hafði ég
stundað alls konar sveitavinnu
fyrir austan og róið bæði úr Papós
og Hornafjarðaósum, eins og titt
var um unglinga. Að loknu bú-
fræðináminu kenndi ég svo börn-
um einn vetur i Nesjum i Horna-
firði, og það varð til þess, að ég
settist i þriðja bekk Kennaraskól-
ans, haustið sem hann var
stofnaður, og lauk þaðan
kennaraprófi. Eftir það gerðist ég
kannari i Reykjavik.
— Fórstu þá þegar að taka þátt
i stjórnmálum?
— Það er nú of mikið sagt, svar-
ar Jörundur brosandi. En ég
fylgdi þeim snemma að málum,
er harðast gengu fram i sjálf-
stæðismálum, og mér var óneit-
andi heitt i hamsi 1908, er kosið
var um uppkastið svonefnda, þó
að ég hefði þá ekki kosningarétt.
Árið 1915 hófust svo miklar við-
sjár innan Sjálfstæðisflokksins
gamla, er Sigurður Eggerz varð
að segja af sér ráðherradómi,
þegar hann kom ekki fram sjálf-
stæðiskröfum sinum, og Einar
Arnórsson varð ráðherra.
Flokkurinn liðaðist þá sundur, og
kallaðist annað bortið þversum-
menn, en hitt langsummenn. Ég
var þversummaður og fylgdi
Bjarna frá Vogi, Sigurði Eggerz
og Benedikt Sveinssyni og þeim
félögum að málum. Þá var anzi
heitt í kolunum, og þá fyrst gekk
ég i stjórnmálafélag, þvi að þeir,
sem voru utan félags, fengu ekki
að taia á fundum. Svo var það á
einum fundinum, að ég og fleiri
bárum fram vantraust á stjórn
félagsins og formann þess, Bryn-
jólf Björnsson tannlækni. Þá kom
i ljós, að við þersummennirnir
vorum langt um sterkari. En af-
leiðingin af samþykktinni var sú,
að allt splundraðist. En þvi er ég
alveghissaá.aðekkivoru hendur
látnar skipta, annar eins hiti og
vari mönnum. Og svo kurteis var
Brynjólfur, að hann reis úr
fundarstjórasæti og kvaddi einn
andstæðinga sinna, séra Ölaf fri-
kirkjuprest, til fundarstjórnar.
— Um þetta leyti fórstu vist að
láta meira að þér kveða?
— Það voru bæjarstjórnar-
kosningar i byrjun janúarmánað-
ar 1916, og þá réðist það, að
verkamannafélagið Dagsbrún
efndi til framboðs. Þá voru kjör
verkamanna i Reykjavik harla
bágborin og samtök þeirra ung og
átti langt i land, að þau hlytu
viðurkenningu. En það var hugur
að færast i verkamennina. Það
varð úr, að ég var efstur á þess-
um lista, og öllum á óvænt hlaut
hann mest fylgi og kom að þrem-
ur mönnum af fimm. Þeir Ágúst
Jósefsson og Kristján V. Guð-
mundsson voru kosnir, ásamt
mér. en af lista Heimastjórnar-
manna þeir Jón Þorláksson og
Thor Jensen. Þaö má nærri geta,
að hér var við ramman reip að
draga, þar sem annars vegar
voru helztu atvinnurekendur
bæjarins, allir peningarnir og allt
valdið, en hins vegar févana
verkafólk. En svona samtaka var
það þá.
Seinna þennan vetur var svo
hásetaverkfalliö, lifrardeilan
svonefnda, þegar svipta átti
togarasjómennina hlutdeild i
þeirri verðhækkun, sem orðið
hafði á lifrinni, i bága við eldri
samninga. Það var afarhart
verkfall, sem hafði sin áhrif. Um
haustið, þegar þingkosningar
fóru fram, heimtuðu verka-
mannasamtökin, að ég færi i
framboð fyrir þau, og þaö varð
úr, að ég gerði þaö. Þar var þó við
stórlaxa að eiga eins og i bæjar-
stjórnarkosningunum, þvi að
höfuðandstæðingarnir á Heima-
stjórnariistanum voru Jón
Magnússon bæjarfógeti og Kund
Zimsen. Þorvarður Þorvarðsson
prentsmiðjustjóri var á lista með
mér, og einn daginn frétti ég, að
hann ætlaði næsta dag með skipi
til Ameriku i erindagerðum fyrir
Gutenberg. Ég flýtti mér til hans
og reyndi að hafa hann ofan af
þessu, en hann sagði, að fyrirtæk-
ið, sem honum hefði verið trúað
fyrir, yrði að sitja i fyrirúmi. Ég
sagði, að hann yrði þá að heita þvi
að koma aftur með sama skipi,
þvi að mér þótti illt að missa hann
úr kosningabaráttunni, þvi að
hann var fylginn sér, þótt hann
væri ekki sérstakur ræðumaður.
Þetta brást nú samt. Þorvarður
kom ekki aftur fyrir kosningar,
og það var auðvitað notað til þess
að hvisla þvi sfð mönnum, að Þor-
varður væri ekki neitt að flýta
sér og kannski væru honum
kosningarnar ekki sérlegt kapps-
mál.
Það átti að kjósa tvo þingmenn,
og úrslitin urðu þau, að ég fékk
797 atkvæði, en Jón Magnússon,
sem kosinn var ásamt mér, ekki
nema 725. Það þótti mikill og frá-
sagnarverður sigur. Ég gegndi
siðan þingmennsku kjörtimabilið
á enda, og enn þann dag i dag
minnist ég þess með þakklæti, að
ég skyldi eiga þess kost að kynn-
ast verkafólkinu hérna i Reykja-
vik á fyrri heimsstyrjaldarárun
um og vinna fyrir það. Og ég
hristi mitt gráa höfuð, þegar ég
heyri talað um æsingar meðal
verkafólks, þá renni ég huganum
til Dagsbrúnarmannanna, sem ég
þekkti ekki að öðru en samheldni
og sanngirni.
— En tókstu þig upp og gerðisí
bóndi uppi I sveit?
— Ég var sjálfur sveitabarn,
búfræðingur að menntun öðrum
þræði og hafði verið i kaupa-
mennsku á sumrin á kennara-
árunum, oft i Þingnesi i Borgar-
firði. Ég tók þá ákvörðun að reisa
bú að Múla i Biskupstungum vor-
ið 1919, og þar með hófst annar
kapituli i sögu minni. Ég var að
visu ekki sérlega heppinn. Ég
keypti þarna mikinn bústofn á
háu verði að styrjöldinni lokinni.
og svo kom' mikið verðfali, og
snjóaveturinn 1919-1920 var fyrsti
búskaparveturinn minn. Árið 1922
flutti ég mig um set að Skálholti,
sem var erfðajörð Hannesar
Thorsteinssonar bankastjóra,
leigð frá ári til árs, og þar bjó ég
siðan til 1948. Þá var, eiginlega
búið að ákveða að reisa búnaðar-
skóla i Skálholti, og af þeim sök-
um fluttist ég þaðan og keypti
Kaldaðarnes i Flóa, þar sem ég
hef átt heima siðan.
— Þú gekkst fljótlega i Fram-
sóknarfiokkinn, er þú varst setzt-
ur að eystra.
— Ég kom fyrst á fund eða þing,
sem Framsóknarmenn efndu til á
Þingvöllum, mig min .ir vorið
1919. En bar var ég bara gestur,
og ég gekk ekki i flokkinn fyrr en
1923, er til þess kom, að ég fór i
framboð i Árnessýslu. Með mér
var i framboði Þorleifur Guð-
mundsson frá Háeyri, en svo fór,
að við Magnús sýslumaður Torfa-
son, sem bauð sig fram utan
flokka, náðum kosningu. Það
munaði ekki nema þrem atkvæð-
um,hvað Magnús var hærri. Þar
með hófst þingseta min, og eftir
það var ég á þingi óslitiö til ársins
1956, er ég var kominn á áttræðis-
aldur. Það urðu fljótlega land-
búnaðarmálin, sem ég lét einkum
til min taka. Annars mun ég i
fyrstu ræðu minni á fundi i Árnes-
Jörundur Brynjólfsson.
sýslu hafa talað um nauðsyn þess
að ná fossunum og vatnsréttind-
um úr höndum útlendinga, og um
það og virkjun Sogsins fjallaði
lika siðasta ræðan. sem ég flutti
sem þingmaður Reykvikinga.
Ég átti lika talsverðan þátt i
ýmsum breytingum, sem gerðar
voru á laxveiðilöggjöfinni, og ef
ég á að nefna fleira/þá væri það
ekki hvaö sizt samgöngumálin.
Baráttan fyrir austurvegi varð
löng,eins og eðlilegt var, og á sin-
um tima va það mikil bót, er
Krýsuvikurvegurinn var gerður,
svo að mjólkurflutningar að
austan tepptust siður langtimum
saman. Hellisheiði var oft ófær
ökutækjum og þá voru enn léleg
verkfæri til þess að ryðja snjó af
vegum. Nú er þetta allt breytt. En
ekki er enn komin nýja brúin á
Ölfusá hjá Óseyrarnesi, svo að
enn eru óunnin stórvirki.sem við
gömlu mennirnir vorum að reyna
að hreinda áleiðis.
— Ef við vikjum á ný aftur til
löngu liðins tima: Höfðu ekki
kosningarnar 1927 mikil áhrif?
— Jú, það voru timamóta-
kosningar. Eftir þær myndaöi
Tryggvi Þórhallsson rikisstjórn
sina, og jafnskjótt hófust meiri
framkvæmdir en áður höfðu
Timamynd Róbert.
þekkzt. Það var bæði margt og
mikið, sem þá var gcrt á stuttum
tima þótt af litlum fémunum væri
að taka, og fyr fyrr en varði voru
komnir vegir landsfjórðunga á
milli —að visu litt vandaðir. en þó
akfærir. Þó var munurinn
kannski ekki jafnmikill fyrir
okkur Árnesinga og marga aðra.
Það var akfært austur yfir fjall,
og þar höfðu áveiturnar haft i för
með sér stórmiklar framfarir og
orðið undirstaða mjólkurfram-
leiðslunnar.
Þessu kjörtimabili lauk með
sviplegum hætti, þingrofinu 1931
og einhverjum taumlausustu
æsingum, sem nokkru sinni hafa
orðið hér i Reykjavik. Það ætlaði
bókstaflega allt um koll að keyra
dagana eftir þingrofið. En
kosningarnar, sem á eftir fóru,
leiddu i ljós, að fólkið var Fram-
sóknarflokknum ekki jafnand-
snúið og allur gauragangurinn i
andstæðingunum hefði getað bent
til. Þetta var stórsigur — Fram-
sóknarflokkurinn fékk hreinan
meirihluta á þingi. Hitt er svo
annað mál, að þessi úrslit höfðu
ekki mikið gildi. Kreppan var að
riða yfir, samningar voru gerðir
um nýjar kosningar, og Fram-
sóknarflokkurinn klofnaði alveg
árið 1934.
Kosningarnar 1934 voru nánast
kraftaverk, háðar af hörku og
gætni i senn. Enginn vissi, hvaða
usla Bændaflokkurinn nýstofnaði
gat gert. Kosningaúrslit urðu i þá
daga ekki kunn svo til samstundis
eins og nú, og þess var beðið með
mikilli óþreyju. hverjir ofan á
yrðu. En þegar öll kurl voru
komin til grafar, var ljóst, að
Framsóknarflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn yöfðu fengið
meirihluta. Það olli nýjum
kapitulaskiptum. Ný kynslóð var
að taka við forystunni, og þeir
Hermann, Eysteinn og Haraldur
Guðmundsson urðu ráðherrar.
Aldrei fyrr höfðu jafnungir menn
valizt til þess að stjórna landinu,
og nú kom það i þeirra hlut að
takast á við kreppuna, atvinnu-
leysið og gjaldeyrisskortinn. Það
var hörð glima og ástandið að
minnsta kosti farið að batna,
þegar svo ný heimsstyrjöld skall
á.
— Afuröasölulögin voru meðal
fyrstu ákvarðana þessarar rikis-
stjórnar?
— Já, þau voru(sett fljótlega eftir
kosningarnar. t>að var allt annað
lif fyrir bændurna á Suðurlandi
þegar þau voru komin til fram-
kvæmda. Það geröist allt i senn —
þeir fengu hærra verð fyrir
mjólkina en áður, útsöluverðið i
búðunum lækkaöi og öll neyzlu-
mjólk var gerilsneydd. Þetta seg-
ir sina sögu um það, hvaða ólag
hefur verið á þessum málum
áður.
— Samt uröu afuröasölulögin
mesta ófriðarefni?
— Já, það var rokið upp til handa
og fóta og átti að kveða þau niður.
1 Reykjavik voru meira að segja
stofnuð samtök um að kaupa ekki
mjólk, og forysta Sjálfstæðis-
flokksins var anzi mikið við það
riðin. En svo lognaðist þessi and-
staða út af, enda var alveg frá-
leitt að berjast gegn þessu. Það
urðu þó nokkuð margir Árnesing-
ar, sem sögðu skilið við Sjálf-
stæðisflokkinn i þessum svipting-
um. og hefðu vafalaust orðið mun
fleiri, ef Eirikur Einarsson frá
Hæli hefði ekki verið jafnvinsæll
maður og hógvær og hann var.
— Það er sagt, að þú hafir verið
harðskeyttur ræðumaður. þegar
mikið var i húfi?
— Ég skal ekkert segja um það.
Ég reyndi að vera málefnalegur i
ræðum minum, en auðvitað hélt
ég fram minum málstað, af
fyllstu einurð , þegar i harð-
bakkann sló.
— Hvaða fundi manst þú eftir
fjölmennustum og hörðustum?
— Ég var náttúrlega talsvert oft
áslikum fundum. En ætli ég nefni
ekki helzt til fund á Selfossi, þar
sem mjólkurmálin voru einnig til
umræðu. Þetta var á þvi timbili,
er afurðasölulögin voru ógurlegt
hitamál, og séra Sveinbjörn
Högnason var veikur i halsi, svo
að hann gat ekki flutt ræðu, en
Egill i Sigtúnum var fjarverandi.
Það lenti þess vegna aðallega á
mér að halda uppi svörum gegn
Eyjólfi Jóhannssyni i Mjólkur-
félaginu, sem þarna var fremst-
ur i flokki þeirra, sem börðust
gegn afurðasölulögunum. Heim-
dallur hafði svo mikið við að
senda sjálft fánalið sitt á fundinn
— stóran bil, fullan af unglingum i
einkennisskyrtum, eins og þá
tiðkaðist á þeim bæ. Þetta varð
svarrafundur, en ekki held ég, að
mjólkurmálin hafi staðið neitt
verr eftir hann austan fjalls.
— Fórst þú ekki viða um land á
fundi, á meðan enn mest var
ferðast á hestum?
— Jú. ég fór stundum langar
fundarferðir. Til dæmis fór ég á
alla fundi i Strandasýslu fyrir
konsingarnar 1931, þvi að
Tryggvi Þórhallsson var þá
veikur, og ég lét ekki staðar
numið fyrr en norður i Trékyllis-
vik,i annað skipti fór ég um alla
Barðastrandarsýslu. En við get-
um ekki verið að telja upp allar
slikar ferðir. Ég skal bara nefna,
að einu sinni fór ég lika á fund
norður á Skaga, en mér er það
minnisstætt vegna þess, að þar
var ihaldið svo til einrátt. Mér
var sagt, að tveir Framsóknar-
menn myndu vera á þeim slóð-
um.
—■ Hvernig hagaðir þú ræðu-
mennsku þinni?
— Ég talaði eiginlega alltaf
blaðalaust — hafði náttúrlega oft
hripað efnisatriði lauslega á
miða, en skrifaði ræður aldrei
nema framsöguerindi stundum.
— Hefur þú verið bindindismaður
alla ævi, Jörundur?
— Það er nú of djúpt tekið i
árinni. Ég var það náttúrlega á
ungmennafélagsárunum, en i
þingveizlum lét ég hella i glas
handa mér, svona til að friða mig.
Á því dreypti ég, en tæmdi
sjaldnast. Mér hefur alla tið verið
raun að drykkjuskap og haft á
honum skömm.
— Segðu mér að lokum eitt i
trúnaði: Jörundur Brynjólfsson
hefur lengi verið mönnum munn -
tamt nafn, en héztu ekki upphaf-
lega Jörgen?
— Blessaður, góði nefndu það
ekki. Það var fólk af útlendum
ættum i grennd við Djúpavog, og
nöfn af útlendum uppruna komust
lika inn i alislenzkar ættir. Ég
kunni þessu nalni miölungi vel,
og ég lét það hverfa þegjandi og
hljóðalaust, þegar ég fór á
bændaskólann á Hvanneyri, og
hefur það aldrei skotið upp kollin-
um siðar. Við nefnum þetta ekki.
Það er leitun á fólki, sem hefur
hugmynd um annaö en ég hafi
alltaf heitið Jörundur. Slepptu
þessu fyrir alla muni.
En það er annað, sem ég vil
minnast á og þú skalt ekki
gleyma: Mér finnst ganga seint
með brúna á ölfusá hjá Ós-
eyrarnesi. Ég var búinn að koma
brúnni og vegi frá henni á Þor-
lákshöfn inn á vega- og brúalög,
áður en ég fór af þingi, og það var
meira að segja fé veitt til fram-
kvæmda á fjárlögum i tvö ár,
þótt aldrei væri neitt gert. Lög-
gjafarinnar vegna mætti byrja á
brúnni hvenær sem er, og mér
finnst satt að segja timi til þess
kominn, að eitthvað sé að'hafzt.
Þetta segi ég niræður, hvað sem
þeim kann að finnast sem yngri
eru og ættu að vera áræðnari.
Það var leiftur i augum Jörund-
ar, er hann mælti þessi siðustu
orð, og satt að segja er þaö hart
aðgöngu. ef hann þarf að biða
þess fram að tiræðu. að brúin
austur frá einu hafskipahöfninni
á Suðurlandi verði reist, þegar
þess er gætt, hversu langt er
siðan ákvörðun um þá brúargerö
var tekin. — JII.
BOLVÍKINGAR FÁ
DIESELRAFSTÖÐ
BE—Bolungarvik 18/2 — Siðan i
óveðrinu um fyrri helgi höfum
við Bolvikingar orðið að búa við
mikinn rafmagnsskort, enda féllu
þá viða snjóflóð á linuna, sem
flytur til okkar rafmagn frá
Mjólkárvirkjun. Þó munu mestu
skemmdirnar hafa orðið i
önundarfirði og ekki er enn vitað
hve langur timi liður, unz þeirri
viðgerð lýkur.
Að visu höfum við hér 400 kiló-
watta vatnsaflsstöð, svokallaða
Reiðhjallavirkjun, en svo óheppi-
lega vildi til, að stórt snjóflóð féll
einnig á uppistöðulón hennar og
raskaði þvi þannig, aö orka
stöðvarinnar féll niður i 270-300
kw. Rafmagn hefur þvi verið
skammtað i þorpinu til heimilis-
nota, i 2 klukkustundir i senn, sem
nægir þó skammt, þar sem flest
húsanna eru hituð upp með raf-
magnsky nditæk jum.
Vinnsla i frystihúsinu hefur
ekki verið 'framkvæmanleg i
heila viku, en leyfi fékkst til
rækjuvinnslu i þrjár nætur, þegar
álagið var minnst, til að bjarga
verðmætum frá skemmdum, sem
siðan voru flutt til Hnifsdals.
fullunnið til frystingar, en slikt
mun ekki hafa komið fyrir hér
áður.
Hámarksnotkun á raforku fyrir
þorpið mun geta farið yfir 8Ö0 kw.
með fyllsta álagi, og geta þvi allir
séð, I hve mikið óefni var komið.
En þó má það teljast lán meö
óláni, að frosthörkur hafa ekki
verið miklar, meðan þetta ástand
rikti.
Klukkan 6 i gærmorgun kom
Árvakur hingað með 460 kw
diselrafstöð, og er nú allt kapp
lagt á að koma henni fyrir og
tengja hana inn á kerfið.
Ný neytendalöggjöf í Noregi:
AÐSTAÐA NEYT-
ENDA STYRKT TIL
MIKILLA MUNA
NORSKA rikisstjórnin hefur bor-
ið fram tillögu, sem hefur það i
för með sér, ef samþykkt verður,
að norskir neytendur standa báð-
um fótum i jötu og liafa betri
vígstöðu, þegar út af ber i við-
skip'tum, heldur en annars staðar
tiðkast. Samþykki stórþingið þær
breytingar, sem stjórnin vill gerá
viðskiptalögunum verða neytend-
ur i Noregi tryggilegar verndaðir
en nokkrir aðrir.
Varla fer hjá þvi, að fyrir-
hugaðar lagabreytingar mæti
megnri andstöðu, en dómsmála-
ráðherrann norski, Inger Louise
Valle, telur eigi að siður, að þær
muni verða samþykktar i vor.
Meðal annars má geta þess, að
bilainnflytjendur verða að bera
ábyrgð á göllum á bifreiðum, sem
þeir selja i tvö ár samkvæmt hin-
um nýju tillögum, en hafa til
þessa aðeins borið slika ábyrgð i
sex mánuði, nema hvað stöku fyr-
irtæki hafa af sjálfsdáðum fram-
lengt hana i eitt ár.
Eilt af þvi. sem einkennir til-
lögurnar. er þaö ákvæði. að
ábyrgð seljanda á gæðum vöru er
ófrávikjanleg, og þess vegna get-
ur jafnvel gert samkomulag um
annað ekki skert ábyrgðina Þótt
kaupandinn hafi skrifað undir
samning, sem hljóðar upp á eitt-
hvað annað. en lögin bjóða, þá er
slik undirskrift ógildog að engu
hafandi. Sliki ákvæði var áður i
lögum I Sviþjóð, en norsku
ákvæðin verða samt talsvert við-
tækari.
Markmiðið með hinni nýju lög-
gjöf er ekki aðeins að tryggja rétt
kaupandans. heldur einnig auka
vörugæði og stuðla að þvi, að
kaupendur tækja séu ekki
prettaðir um varahluti. þegar
eitthvað bilar. Þess vegna er lika
þyngd sú skylda seljandans að
veita rétta og hlutlæga vitneskju
um þann varning, er hann hefur á
boðstólum. og verður það talinn
vörugalli ef rangar eða ófullnægj-
andi upplýsingar eru á umbúðum
eða skýringarbæklingum og getur
kaupandinn riftað kaupum. ef
slikt kemur fyrir.
Kvartanir verða metnar gildar.
ef þær koma fram innan tveggja
ára.og þá getur kaupandinn kraf-
izt bóta eða jafnvel látið kaupin
ganga til baka, og ábyrgð á vöru-
göllum hvilir i sameiningu á
framleiðanda og seljanda. svo að
þeir geta ekki drepið málum á
dreif með þvi að varpa sökinni
hvor á annan.