Tíminn - 21.02.1974, Qupperneq 16
V
,—•—s”?—
g::ði
fyrir góéan mai
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
N
7
Loðnan:
BÖRKUR MEÐ
950 TONN
— vegna flóðanna á götum borgarinnar
BH-Reykjavi. — A fundi borgar-
stjórnar i dag, finimtudag, er á
dagskrá svnhljóöandi fyrirspurn
frá Alfreð Þorsteinssyni:
,,Vegna þeirrar gifurlegu
umferðarteppu, sem skapazt
hefur á undanförnum dögum af
flóðum á helztu umferðaræðum
borgarinnar, er nauðsynlegt, að
borgarstjóri geri grein fyrir á
hvern hátt borgarverkfræðingur
hyggst bregðast við þessum
vanda i framtiðinni”.
t stuttu viðtali sagði Alfreð, að
ekki væri ástæðulaust, að spurzt
væri fyrir um þetta. Allt of oft
kæmi fyrir, að niöurföll stifluðust,
og væri timi til kominn, að
borgarverkfræðingur, eða hans
embættismenn, gæfu viðhlitandi
skýringar.
hs-Rvik. — Aöalveiðisvæði loðnu-
skipanna varsfðasta sólarhring á
5. og 6. veiðisvæði, þ.e. við
Keykjanes og i Faxaflóa, en auk
þess hafa nokkur skip fengið afla
á 7. veiðisvæði, fyrir norðan Snæ-
fellsnes. Þrjú skip fengu afla á 2.
vciðisvæði, milli Vesturhorns og
Ingólfshöfða, og ennfremur munu
skip hafa fengið loðnu á 3. og 4.
veiðisvæði, þ.e. frá Ingólfshöföa
að Knarrarósvita.
Eins og fram kemur annars
staðar i bíaðinu, er nú alls staðar
tekið við loðnu, nema i Keflavik
og Sandgerði, en þar hefst mót-
taka á morgun. Bezt ggngur
bræðslan á Austfjörðum, en
þangað er nú orðið nokkuð löng
sigling af miðunum.
Börkur NK tilkynnti i gær afla
samtals 950 tonn, sem mun vera
lang mesti loðnuafli, sem skip
hefur farið með i land i einni ferð.
Frá miðnætti i fyrrinótt og fram
til kl. 18 i gær höfðu 63 skip
tilkynnt um samtals 13.345 tonna
afla, og var heildarafli vertiðar-
innar þa orðinn 288.600 tonn.
Frá þvi kl. 19 i gær og fram til
miðnættis tilkynntu eftirtalin skip
um afla: Skinney 250, Gullberg
80, Höfrungur II 50, Ólafur
Sigurðsson 260, Hafrún 65, Sigur-
björg 30, Jón Garðar 300, Elias
Steinsson 110, Þorsteinn 300, Arni
Ólafsson 200, Viðir NK 200, Helga
230, Járngerður 180, Hinrik 130,
Náttfari 230, Sigfús Bergmann
120, Rauðsey 300, Jón Finnsson
360, Ásþór 100 Hamar 100,
Ljósfari 30, Hamravik 120,
Asborg 170, Huginn II 90.
Frá miðnætti og fram til kl. 18 i
gær tilkynntu þessi skip um afla:
Haraldur 180, Alsey 60, Þorbjörn
II 80, Arnarborg 65, Arsæll
Það var svo i gærmorgun, að
maður kom til lögreglunnar og
sagði að horfið hefðu úr ibúð sinni
yfir 15 þúsund krónur i peningum.
Hafði hann lagt frá sér veskið i
nokkrar minútur á meðan hann
fékk sér kaffi i næsta herbergi, og
þá hafði veskið verið tæmt svo og
veski eiginkonu hans, en i þvi
voru nokkur hundruð króna.
Kom i ljós að pilturinn hafði
verið þarna á ferðinni, og það
reyndust að mestu peningar
þessa manns, sem hann hafði
verið að flagga við Umferðarmið-
stöðina þarna um nóttina.
Eins og fyrr segir hefur þessi
piltur valdið lögreglunni og
fjölda ibúa Reykjavikur og
nágrennis miklum vandræðum
undanfarna mánuði. Ekkert
heimili er til fyrir pilta eins og
þennan vegna afbrigðilegrar
hegðunar.
Hann er handtekinn nær
daglega af lögreglunni fyrir
þjófnaði og annað, og þegar hann
hefur viðurkennt, er það eina,
sem hægt er að gera að klappa á
Þannig var umhorfs vlða I Reykjavlk um helgina. Hvaða skýringu
gefur borgarverkfræðingur á þessu? Tímamynd: Róbert.
Fyrirspurn í borgarstjórn:
Beðið um skýringar
borgarverkfræðings
Guðmundur G. Þórarinsson færir Bronstein gjöf frá Skáksambandi tslands I hófi, sem haldið var til
heiöurs Bronstein á fimmtugsafmæli hans I fyrrakvöld. — Á morgun verður nánar skýrt frá veizlunni I
myndum og máli. — Timamynd: Gunnar.
Handfekinn nær dag-
lega fyrir þjófnað
en ekkert heimili til handa honum
KlpReykjavlk. — Seint I fyrrinótt
var lögregláh beðin um að koma
aö Umferðarmiðstöðinni og hafa
tal af pilti, tem varla væri meir
cn 13-14 ára gamall, en hann væri
þarna að veifa a.m.k. 20 þús.
krónum i peningum.
Þegar lögreglan kom á staðinn
kannaðist hlín strax við piltinn,
enda hefur hann valdið meiri
hluta liðsins miklum vandræðum
á undanförnum mánuðum. Hefur
hann náð mikilli leikni i að stela,
og er ótrúlega þefvis á að finna
ibúöir og herbergi, þar sem
peningar liggja á glámbekk.
Ekki vissi hann hvar hann hafði
stolið öllum peningunum, en
einhverju hafði hann náð úr
veskjum þvottakvenna, sem voru
að skúra gólf I stórhýsi I
miðbænum.
öxlina á honum og segja „Sé þig
aftur á morgun!”
Flugvél
rænt
í S-Víetnam
NTB—Saigon — Flugvélar-
ræningi og þrir farþegar létu
lifið I gær, þegar flugvélar-
ræninginn kastaði hand-
sprengju uin horð I farþega-
flugvél, eign suður-vlet-
namska flugvélagsins Air
Víetnam. A.m.k. 15 manns
særðust af völdum
sprengjunnar. Flugvélin var á
leið frá Saigon til Qui Non,
þegar flugvélaræninginn
krafðist þess, að henni yrði
flogið til Hanoi, höfuöborgar
Norður-Vietnams.
Ræninginn leyfði þó að flug-
vélinni yrði millilent til að
taka eldsneyti, en flug-
maðurinn lenti vélinni i Phu
Bai, i S-Vietnam. Þegar
ræninginn sá að hann hafði
verið gabbaður, kastaði hann
sprengjunni.
51 maður var um borð i
vélinni.
Handtökur í Grikklandi
NTB—Aþenu. Griska öryggis-
lögreglan hefur handtekið 35
meðlimi griska kommúnista-
fiokksins, sem nú er bannaður
i Grikklandi.
Talsmaður grisku stjórnar-
innar sagði, að lögreglan hefði
fengið sannanir fyrir, að
mennirnir hefðu ætlað að
steypa grisku stjórninni. Tals-
maðurinn fullyrti ennfremur,
að þrir kommúnistaleiðtogar
hefðu komizt til Grikklands
með fölsuð skilriki og til-
gangur þeirra hefði verið að
æsa stúdenta og verkamenn
gegn grisku sfjórninni.
Þrír Araba-
leiðtogar
ræðast við
NTB—Kairó. —Anwar Sadat,
forseti Egyptalands, og
Gaddafi, leiðtogt Libýu fóru til
Saudi-Arabiu I gær til við-
ræöna viö Feisal konung.
Viðræðurnar i Saudi-Arabiu
eiga að standa yfir i einn dag
og er tilgangur þeirra að
binda enda á deilurnar milli
Libýu og annarra Arabalanda.
Talið er að viðræður þeirra
snúist einnig um þróunina i
Mið-Austurlöndum og að-
skilnað sýrlenzkra og
israelskra herja á
Gólanhæðum. Eftir viðræður-
nar fara leiðtogarnir þrir á al-
þjóðamót Múhammeðstrúar
manna i Lahore i Pakistan.
Sigurðsson 130, Bára 80, Sigurvon
40, Hrafn Sveinbjarnarson III 130,
Hakon 240, Keflvikingur 230,
Grindvikingur 200, Elliði 35,
Harpa RE 250, Sæunn 140,
Tálknfirðingur 200, Óli i Tóftum
50, Arsæll 90, Guðbjörg 240,
Isleifur 260, Reykjaborg 500, Viðir
AK 200, Höfrungur II 200, Vonin
170, Fifill 340, Skagaröst 70, Kap
45, Álftafell 260, Svanur RE 315,
Hafrún 220, Súlan 450, Faxaborg
530, Arney 55, Baldur 170, Faxi
190, Bergur 120, Bára 200,
Hafberg 140, Gunnar Jónsson 140,
Frh. á bls. 5
Allt strand
hjá Goldu
NTB—Jerúsalem — Frestur for-
sætisráðherra Israels, Goldu
Meir, til að mynda nýja ríkis*
stjórn rann út I gær. Golda Meir
hefur tilkynnt, að hún muni ekki
biðja um lengri frest.
Stjórnarmyndunin strandaði
eftir að varnarmálaráðherra
landsins, Moshe Dayan, tilkynnti
á þriðjudaginn, að hann yrði ekki
I rikisstjórn, sem byggð væri á
sama grundvelli og sú gamla.
Dayan vill samsteypustjórn á
breiðum grundvelli, en Golda
Meir hefur algjörlega visað á bug
samsteypustjórn, sem hinn
hægrisinnaði Likud flokkur er
aðili að.
Vill stöðva
vopnasölu
til Rhodesíu
NTB—London. Leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins,
Harold YViIson sagði á þriðju-
dagskvöldið, að ef flokkur sinn
sigraði I kosningunum yrðu
allar vopnasendingar til
Rhodesiu stöðvaðar.
I kosningaræðu, sem Wilson
hélt i Oxford, réðst hann á
rikisstjórnirnar i Portúgal,
Chile og Grikklandi, og hann
fullyrti, að ihaldsstjórnin i
Bretlandi styddi þessar hægri
sinnuðu fasistastjórnir.