Tíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 3
Fiinmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 3 Verið er að rita goðspjöll hin KVÍGAN FUNDIN — var haidið, að hana hefði hrakið í sjóinn G.V.—Trékyllisvik. — Kvig- an, sem hvarf i ofviðrinu i fyrrinótt, er fundin. Bænd- urnir i Litlu-Avik, veittu því athygli i gærmorgun, að eitt- hvað kvikt var fyrir ofan Hraun, sem er hæðarhrygg- ur fyrir neðan Ávikurdalinn. Fóru þeir að athuga um þetta nánar, og kom þá i Ijós, að þarna var kvigan, sprell- lifandi. Þegar hún varð mannanna vör tók hún á sprett, en þó tókst þeim að ná henni og koma henni heim að Avik. Hún var hrædd i fyrstu, en róaðist brátt við gott atlæti. Engin meiðsl eru sjáanleg á kvigunni, en þó er eins og hún sé hálfsár á fótum, en i hálsbandinu dró hún hluta úr jötustokknum, sem hún haföi verið bundin við. I stað þess að hrekjast i sjóinn eins og haldið var, hefur kvigan hlaupið fram á svokallaðan Ávikurdal. Þar hefur hún haldið sig i fyrradag, en slegið sér ofan um nóttina. Veður hefur verið gott, lit- ils háttar snjómugga og frostlaust i fyrrinótt. Allir tiltækir menn unnu að þvi i fyrradag að gera við það, sem fór forgörðum i Ávik og klukkan 2 i fyrrinótt voru þeir búnir að koma þaki á ibúðarhúsið. 1 gær var unnið að þvi að byggja yfir ljósa- vélina til bráðabirgða, eftir þvi sem föng eru á. Kýrin og kvigan endur- fundna eru komnar i bráða- birgðaskýli. Sáttafundur —hs—Rvik. — Sáttafundur hófst kl. 21 i gærkvöldi með sjómönnum og útgerðarmönnum. Enn cru stærstu deilumálin óútkljáð. Að sögn Jóns Sigurðssonar, form. Sjómannasambandsins, i gær, hefur nokkuð þokazt i ýms- um smærri málum, eftir að funöir hófust á ný, en eins og áður sagði eru aðaldeilumálin enn eftir. Sjómannafélag Reykjavikur hélt i gær fund, þar sem kynna átti félagsmönnum þess, hvernig málin standa. 11. REGLULEGU tónleikar Sinfóniuhljóm sveitar islands verða haldnir i Háskólabiói i dag kl. 20,20. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson og einleikari ung- verski pianósnillingurinn Laszlo Simon. Flutt verður Vatnasvita eftir Hándel/Harty, pianókonsert nr. 2 eftir Béla Bartok, Till Eulen- spiegel eftir Richard Strauss og Dialoge eftir Pál P. Pálsson. Einleikarinn Laszlo Simon er ungverskur og er fæddur 1948. Hann stundaði tónlistarnám við Béla Bartok Tónlistarskólann á árunum 1962-66 og slðan við Tón- listarskóla Sænska Útvarpsins i OÓ—Reykjavik — Til forna voru styrkar stoðir undir trú manna á Æsi. Þeir voru blótaðir í hofum og andleg og veraldleg völd voru I höndum hofgoðanna, sem gjarn- an voru tengiliðir æðri máttar- Gsal—Reykjavik — t fyrravor fóru nokkrir áhugasamir leikarar til Grænlands til að kynna sér lif Eskimóa. Þeir hafa nú útbúið ieikrit, sem þau nefna INUK, en orðið þýðir maður á máli Eskimóa. Leikritið er hugsað sem ein kennslustund og það er von leikaranna, sem að INUK standa, að skólastjórar og skólayfirvöld panti leikritið til sýninga i skól- um. Leikritið verður ekki sýnt i leikhúsi. Þátttakendur i undirbúningi og gerð þessa leikrits voru Haraldur Ólafsson, sem gerði texta, Brynja Benediktsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Helga Jónsdóttir, Þórhall- ur Sigurðsson og Ketill Larsen. Atli Heimir Sveinsson hefur út- sett tónlist við leikritið, en hún er grænlenzk og lærðu aðstandendur leikritsins tónlistina, þegar þeir dvöldust á Grænlandi á s.l. ári. Búningar eru gerðir með sama sniði og grænlenzkir búningar. Að sögn Brynju Benediktsdótt- gbk—Reykjavik — Fyrir skömmu litu inn á skrifstofur blaðsins tveir nemendur i Ármúlaskóla, þeir Jón Á. Rúnarsson, formaður neinendaráðs skólans, og Jóhann Halldórsson v a r a f or m a ður. Erindi þeirra var að kynna mál- stað nemenda i „dansleikjamál- inu”, sem hefur verið ofariega á Stokkhólmi og Tónlistarskólann i Hannover, en aðalkennari hans þar var Hans Leygraf. Páll Pampichler Pálsson hefur á undanförnum árum verið ráð- inn aðstoðarhljómsveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitar tslands og hefur stjórnað hljómsveitinni á mörgum tónleikum úti á landi og einnig I Háskólabiói. Hann er einnig stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavikur og hefur auk þess fengizt talsvert við tónsmiðar, en á þessum tónleikum mun hann frumflytja hljómsveitarverk, sem hann hefur nýlokið við að semja. valda og dauðlegra manna og orð þcirra voru lög. Gengu menn þá ekki að því gruflandi, á hvað þeir áttu að trúa. Þótt nú hafi verið stofnað til Asatrúar á ný og trúarbrögðin ur hafði mikið starf verið unnið áður en til Grænlands var haldið. — En við sáum fram á það, sagði Brynja, að nauðsynlegt væri að komast i snertingu við lif Eskimóanna á Grænlandi og sú var ástæðan fyrir för okkar, Sagði Brynja, að menntamála- ráðuneytið hefði styrkt þau til utanfarar, en þó hefðu þau sjálf staðið undir öllum kostnaði við uppihald og unnið kauplaust að þessu verki. — Flogið var til Angmagsalík og haldið til þorps, sem heitir Sermilik og þar hittum við meðal annars siðasta angakokk (töfra- maður) Eskimóa, háaldraðan mann sem dvaldi á elliheimili, sagði Brynja. Leikritið INUK fjallar um lif Eskimóafjölskyldu áður en hún kemst i snertingu vi menning- una, og eftir að hún hefur haldið innreið sina, og fjölskyldan er orðin meðvitandi um umheiminn. Erh. á bls. 6 baugi i gagnfræðaskólum Reykjavikur i vetur. Skólastjórar gagnfræðaskól- anna i Reykjavik hafa neitað nemendum um dansleikjahald með hljómsveitum i húsnæði skólanna. Nemendum er aðeins leyft að halda diskótek og mega þau standa til kl. 23.30. Þetta var gert vegna drykkjuskapar nemenda á skólaböllum. Þeir Jón og Jóhann vildu sér- staklega benda á, hve nemendum þætti fáránlegt að banna hljóm- sveitir á skólaböilum, þvi að þær væru engin uppspretta drykkju- skapar. Stytting skóladansleikj- anna leysti heldur engan vanda, það myndi þvert á móti auka ráp unglinganna eftir böllin og ábyrgðinni væri varpað yfir á lög- regluna, sögðu þeir að ekkert samráð hefði verið haft við nemendur við samningu reglu- gerðarinnar, sem skólastjórarnir 1 DAG, 7. marz, eiga Dráttarvél- ar hf. 25 ára afmæli. Fyrirtækið var stofnað 1949 af Sambandi isl. samvinnufélaga i þeim tilgangi að annast innflutning á Fergu- son-dráttarvélum og landbúnað- artækjum. Náðu Ferguson-drátt- arvélarnar strax geysimiklum vinsæidum meðal bænda og hafa lengst af síðan verið mest scldu dráttarvélarnar hérlendis, hin siðari ár undir heitinu Masscy- Ferguson. Frá sama framlcið- anda hefur fyrirtækið auk þess flutt inn gröfu- og moksturssam- stæður ásamt ýmsum vinnu- vélum, sem sömuleiðis hafa gefið mjög góða raun. Auk þess hafa Dráttarvélar hf. á liðnum árum tekið allmörg önn- ur umboð fyrir margvislegar vél- ar og tæki. Meðal hinna þekktari má nefna Perkinsdisilvélar, Hanomag-Henschel-bifreiðar, Alfa-Laval mjólkurvinnsluvélar, Muller-mjólkurkæligeyma, nýju löghelguð af veraldlegum og lög- skipuðum stjórnvöldum er hinn endurreisti siður svolitið laus i reipunum. Goði er að visu til, en ekkert hof, og blótveizlur yrðu litnar óhýru auga af yfirvöldum, og fá tæpast inni i glaumhúsum höfuðborgarinnar, og enn verra er, að þeir, sem játast undir Oðin, Þór, Frey og þá karla hafa ekki við annað að styðjast i lifsskoðun sinni og helgiathöfnum en fremur slitróttar frásagnir af gömlum goðmögnum, ritaðar af kristnum mönnum, sem eru á við og dreif i mörgum bókum. En nú skal ráðin bót á þessu, og sitja fjórir goðspjallamenn við að rita hina nýju bibliu Ásatrúar- manna. Þar verður safnað saman á einn stað helztu atriðum Asa- trúar og upplýsingum um á hvern veg menn eigi að haga lifi sinu til að þóknast goðunum. Spámennirnir nýju eru þeir Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoði, Jörmundur Ingi, örn Klásen og Dagur ÞorleifsSon. Skipta þeir með sér verkum og rita sitthvert goðspjallið. Verður fjailað þarna um þýðingu goð- anna, um helgisiði Ásatrúar- manna, siðfræði Asatrúar og sitt- hvað fleira, sem áhangendur trú- arinnar verða að vita. Nokkuð liggur við að drifa bók- ina saman og koma henni á þrykk, svo að Asatrúarmenn megi gjörla sjá hver hinn rétti siður er, og að villukenning nái ekki að skjóta rótum áður en heil- leg mynd er komin á samfélag trúbræðra og systra. settu um skólaböllin. Þeir sögðu, að þetta myndi einungis hafa i för með sér, að nemendur flyttu dansleiki sina úr húsum skólans. T.d. hefði verið ágætt samstarf við Tónabæ og einnig hefði Þórscafé boðið gagn- fræðaskólunum samstarf. En einkum þykir nemendum súrt i broti, að þeim skuli hafa verið neitað um að halda eitt ball til reynslu. Sögðu Jón A. Rúnarsson og Jó- hann Halldórsson nemendur fúsa til að bæta fyrir brot sin og sýna, að þeir geti haldið böll án áfengis. Sem dæmi nefndu þeir árshátið Ármúlaskóla, sem haldin var i Tónabæ 26. febrúar. A ballinu voru 600 manns og af þeim var aðeins einn nemandi undir áhrif- um áfengis, en það var utanskóla- nemandi i Armúlaskola. Vilja nemendur betri samstarf við skólastjóra um þetta mál. Siera-úrvarps-, hljómburðar- og heimilistæki, Frigor-frystikistur og Hellesens-rafhlöður. í fyrstu stjórn Dráttarvéla hf. voru þeir Agnar Tryggvason for- maður, Helgi Þorsteinsson og Kristjón Kristjónsson. I núver- andi stjórn eru þeir Hjalti Páls- son formaður, Hjörtur Hjartar varaformaður og Agnar Tryggvason. Fyrsti fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins var Hjalti Pálsson, en aðrir, sem veittu fyrirtækinu forstöðu á liðn- um árum, voru þeir Runólfur Sæmundsson og Baldur Tryggva- son. Núverandi framkvæmda- stjóri er Arnór Valgeirsson. Endurskoðendur eru Oskar Jónatansson og Geir Geirsson. Aðsetur fyrirtækisins er að Suðurlandabraut 32 i Reykjavik. Dráttarvélar hf. munu minnast afmælis sins I sambandi við aðal- fund fyrirtækisins, sem haldinn verður i april n.k. Fiskkassa- verksmið|a Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um stofnun undirbúningsfélags að fisk- kassaverksmiðju. Frumvarp þetta er árangur af starfi nefndar, sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu 1972. Er iönaðarráðherra mælti fyrir þessu frumvarpi á þingi,kom m.a. fram álit nefndar- innar, en verkefni hennar voru cftirfarandi: 1) Að kanna hugsanlega þörf útgerðariimar fyrir fiskkassa. 2) Að gera frumatliugun á þvi, livort hagkvæmt geti talist, að hefja hér á landi framleiöslu á fiskkössum. 3) Að gcra áætlun um, hvernig bezt verði staðiö að framkvæmd þessa máls. Nefndin skilaði skýrslu um starfsemi sina i april 1973. í skýrslu sinni leggur n. áherslu á eftirfarandi: 1) Fiskkassar leysa ekki allan vanda. Taka þarf upp nýttkerfi i mcðferð á fiski, þar sem kassar eru aðeins einn þátturinn. 2) Innlent fiskkassafyrir- tæki tengt sjávarútvegi liefur betri aðstöðu til þess að leysa vandann en erlent plast- kassafyrirtæki og mun frekar stuðla að þróun i tækni við meðfcrö á fiski hér á landi. 3) Fleiri hluti en fiskkassa er unnt að framleiða með sömu vélum og fiskkassa, svo sem flutningapalla, linubala og margt fleira. Nefndin bendir og á, að lík- legt megi telja, að markaöur muiii verða fyrir um 500 þús. fiskkassa, eu að endur- nýjunarþörf á ári sé um 15- 20%. Þar sem hver kassi kostar innfluttur yfir 1000 kr., og fer raunar hækkandi, er um geysimikla fjárfestingu að ræða. Rétt er að geta þess, að ýinsar lciðir má fara til þess að áætla stærð markaðs fyrir fiskkassa, og er liklegt, að mörgum þyki 500 þús. kassar há tala, en á það skal bent, að á s.I. rúmu ári hafa verið fluttir inn um 150 þús. fisk- kassar frá Noregi Það má og nefna, að takist vel til með notkun þessara kassa, er lik- legt, að jafnvel fleiri en tog- bátar taki upp fiskkassa Kassanotkun við sild- og loönuveiöar kemur til álita. fáist gott verð fyrir aflann. Geta má þess, að n. hefur leitað til Fiskifélags islands um atliugun á markaði fvrir fiskkassa, óg hefur stofnunin verið beðin að athuga nánar og gagnrýna, ef þörf þykir, markaösspá n. Einnig hefur Fiskifélagið verið beðið að at- liuga, hve mikið vandamál aukin geymslurýmisþörf i lestum skipa vegna notkunar fiskkassa liefði i för með sér. Ekki liggur fyrir álit Fiskifélagsins um stærð markaðs, en hins vegar virð- ist ekki vera uni að ræða veruleg vandamál samfara þvi, aö fiskkassar nýta ekki lestarrýmið eins vel, og þegar stiur eru notaðar. Er þá niiðað við báta um eða yfir 200 lestir. Stof nkostnaður 85 milljónir Nefndin telur, að rekstrar- grundvöllur sé fyrir innlent fyrirtæki, er framleiddi fisk- kassa. Stofnkostnaður er áætlaður 85 millj. kr.,fastur kostnaður um 30 millj. kr. og breytilegur kostnaður 70 millj. kr. Athuganir benda til þess, að framleiðsla á fisk- kössum og öðrum hliðstæðuin varningi, svo sem flutnings- pöllum. geti orðið vel arðbært fyrirtæki. Rétt er, að það komi fram Framhald á 19. siðu Páll Pampichler Pálsson og ungverski pianóleikarinn, Laszlo Simon. — Timamynd: GE. Frumflutt tónverk eftir Pdl P. Pdlsson Leikrit um líf Eskimóa: l-N-Ú-K -— hugsað sem kennslustund í skólum ÞYKIR SURT I BROTIÐ AÐ MISSA SKÓLABÖLLIN DRÁTTARVÉLAR H.F. 25 ÁRA í DAG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.