Tíminn - 07.03.1974, Page 5

Tíminn - 07.03.1974, Page 5
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 5 Leikfélag Reykjavíkur: KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson Leiktjöld: Jón Þórisson Leikstjórn: Stefdn Baldursson 1 Kertalogum Jökuls Jakobs- sonar eru aðeins þrjár leikper- sónur, þ.e. Lára, Kalli og móðir hans, sem hafa festu- legt svipmót eða sjálfstæð sog eftirminnileg persónuein- kenni. Frænka Láru, faðir kalla og læknirinn eru slik smáhlutverk, að goðagá væri að tala um verulega per- sónusköpun i þvi tilviki, þótt segja megi, að 'iæknirinn fái að visu tækifæri til að láta að sér kveða, er hann ræðir einslega en stuttlega við Kalla, en það er aðeins smátækifæri. Enda þótt vistmennirnir á hælinu, þ.e. maðurinn, konan og þriðji maðurinn, en þó einkum þau tvö fyrrnefndu séu óneitanlega dregin skýrum dráttum og skil- merkilegum, þá eru þau viðfangsefninu, sem Kertalog fjalla um, til litils eða einskis framdráttar, og skal nánar vikið að þvi siðar. Það má til sanns vegarfæra, að kjarninn i verðlaunaverki Jökuls Jakobssonar sé hollur og timabær áróður um aukinn skilning og umburðarlyndi, meiri mannúð og kærleika sjúkum til geöbóta Lestur á milli lina og reyndar viðar gefur ótvirætt i skyn, að höfundinum þyki geðheilum farnast fremur illa við geðsjúka. Á ónefndu hæli fella tveir ungir sjúkingar hugi saman. Meðan funi ástarinnar helzt óskertur og „varma geisla hugur sendi hug”, virðist allt leika i lyndi og bataleið meira að segja blasa við þvi þeirra, sem verr var á vegi statt. Auðsætt er, að Lára leggur fagurvonir i ást sina til Kalla. Seinna er hann gerist fár við hana, missir hún i senn kjark og fótfestu i lifinu. Haldreipi hennar við veruleikann slitnar, jafnskjótt og hún gerir sér grein fyrir þvi. að hún á ekki hug hans og hann þarfnast hennar ekki lengur. Ástin liefði sem sagt getað bjargað henni, eða að minnsta kosti stillt svo van- stillta strengi i sálu hennar, aö henni hefði orðið lifið bærilegt ef ekki ánægjulegt á stundum. Vonandi skilur enginn orð min svo. að þetta hljóti að vera óbrigðult læknisráð i sérhverju tilfelli. Eftir þetta skipbrot á Lára ekki haffæra fleytu i lifsins ólgusjó. Yfir henni grúfir miskunnarlaust myrkur eigin geðtruflunar og auönuleysis og æðar hennar standa opnar i eilifri kvöl. Sjúklingunum eða elskendun- um er lýst af næmleika og hlýj- um huga, samúð og ótrúlegum skilningi á geðflækjum þeirra og örvæntingarbaráttu við sann- heilagt sálufélag geðheilla. Þótt hlutverk móður Kalla i Kerta- logum geti hvorki kallazt fagurt né fyrirmyndarlegt, er hitt vist, að með þvi hefur leikskáidið skapað kolmagnaða og bráðlif- andi persónu, sem á sér áreiðanlega eng'a lika i islenzk- um bókmenntum. Varla finnst nokkurt lýti á málfari höfundar. Eintöl aðal- persóna og samtöl eru þvi fegurri sem þau eru látlausari, þvi tærari leikskáldskapur sem þau eru einfaldari og skyldari hversdagsmáli. Þau eru i raun og sanni eins konar upphafið hversdagsmál, sem lætur einkar vel i eyrum. Þótt sums staðar sé teflt á tæpasta vað á tilfinningasviðinu, heldur Jökull sér samt sem betur fer réttu megin við væmni og frá- hrindandi tilfinningasemi. Heimsóknina á Sædýra- safnið kann ég ekki að meta, þótt sitthvað fagurt fljóti þar með. Samanburður á geð- sjúklingum annars vegar og dýrum i búri hins vegar er svo gömul tugga, að mér er með öllu óskiljanlegt, hvernig hún hefur getað komizt inn fyrir varir manns með jafnnæma bragðlauka og Jökli eru gefnir. t Kertalogum eru þrjár eða öllu heldur tvær bráöskemmti- legar og frumlegar persónur, sem þrýtur þó gjörsamlega verkefni eða erindi á þessum vettvangi. Maðurinn og konan á hælinu eru þvi miður svo óvirkir þátttakendur i örlögum Láru og Kalla, að þau hafa bókstaflega engin áhrif á framvindu leiksins. Þótt konan liti að visu sem snöggvast á handavinnu Láru og sé ennfremur tiðrætt um „heimspekilegar” hug- leiðingar prestsins um kerta- ljósið, þá megna ekki slikir smámunir að gera þær aöalper- sónunum nákomnari og vanda bundnari. Maðurinn og konan. eru satt bezt aö segja svo ankannalega sett hér. aö þau fá ekki að vera með i leiknum um Láru og Kalla. þótt þau fegin vildu. Þessar góðu persónur eru aðeins til skrauts og fyllingar. enda þótt þær ættu þúsundfalt betra skilið. Nauðugar viljugar leika þær eins konar „hjáleik”, sem er þó ckki i minnstu tengslum viö aðalleikinn. Þær standa utangátta, og eru vegalausar á kaldri braut. vegna þess aö höfundinum hefur láðst aö finna handa þeim verkefni og bjóöa þeim til leiks. Þeim liður þvi eins og illa gerðum leikflennum, sem sitja auðum höndum vegna vanrækslu sköpuöar sins eða einfaldlega vegna tómrar gleymsku. Má vera, aö hér sé fólgin afleiðing þeirrar fljóta- skriftar, sem höfð var á viö samning þessa verks. Hygginn verkstjóri ræöur ekki fleiri i vinnu til sin en verkefnið krefst. Sama gildir um hygginn höfund. Þrátt fyrir þessi missmiði er Kertalög fyrir ýmissa fyrr- nefndra hluta sakir fagurt verk og göfugmannlegt., sem býr yfir ósviknum, ljóðrænum þokka og máltöfrum. Guðrún Stephensen, Karl Guðmundson og Pétur Einars- son eru öll þrjú vel verki farin. Þau leika þennan skringilega „hjáleik” sinn af auðsærri Iþrótt og innlifun. Þótt persón- urnar séu andlega vixlaöar. halda túlkendur þeirra samt sama strikinu leikinn á enda. Tilsvör þeirra og ankannalæti vekja ekki sjaldan kátinu áhorf- enda og hlátur. Þótt leikstundir Guörúnar Ásmundsdóttur og Þorsteins Gunnarssonar séu örstuttar. þá kunna þau að nota þær eins listi- lega vel og frekast er unnt. Steindóri Hjörleifssyni tókst hins vegar ekki aö gera ýkja- mikið úr hlutverki sinu,og sama er að segja um Brynju Bene- diktsdóttur. Leit hennar aö réttum tóni eða túlkunarleið hefur að þessu sinni ekki borið árangur sem skyldi. Jafnvel þótt henni takist allveg upp á köflum, kemur öryggisleysi hennar eða óstyrkleiki fram bæði i orði og æði. Árni Blandon er sennilega ekki nógu velktur I köldum sjó lifs og leiks til að vera fær um að sjá hlutverki sinu þau lit- brigði og séreinkenni, sem þaö krefst. Á hinn bóginn er túlkun hans blessunarlega laus við ýkur og óþörf látalæti, og það er trú min. að þessi ungi maður búifyrir ótviræöum hæfileikum. sem eiga eftir aö þroskast meö auknum tækifærum og reynslu. Auðsætt er. að Anna Kristin Arngrimsdóttir hefur ákaflega næman skilning og viöskyggnan á sálarlifi Láru. Hún lýsir and legri vanheilsu aðalpersón- unnar af slikri nærfærni, fin- leika og prýði. að við hljótum að njóta hverrar leikstundar i ná- vist henner. Með fáguðu lát- bragði. hnitmiðuðum brigðum svips og raddar. leiftri augna sinna tekst leikkonunni að skapa töfrandi persónu og ógleymanlega. Áhöld munu t.d. vera um, hvoru hún lýsir betur, örvæntingarstriði sinu við geislann eða vonbrigðum vegna tryggðarofs Kalla, en hvað sem þvi líður. þá hlýtur henni eftir- leiðis að verða skipaö á bekk með mikilhæfustu leikurum hér á landi. Leiktjöldin eru slétt og felld og verðskulda þvi ekki sérstök um.mæli fyrir frumleika sakir og listfengi. Leikstjórn Stefáns Baldurssonar er traust og skvnsamleg. Undirritaður biður bæði leik- húsmenn og aðra lesendur vel- virðingar á þvi.hversu siðbúinn þessi leikdómur er, en hann gat ekki komiz.t I leikhúsið fyrr en á aðra sýningu vegna veikinda. K.vik 4. marz '74 Halldór Þorsteinsson. RAFEINDA- REIKNIVÉLAR á lágy wdirðD 9675 í uiiiiiiimiiiimum Tveggja teljara-prósentureikningur, stórar greinilegar tölur, konstant, auka stafir O — 9, Rúnnar af upp og niður. 9201 niiifiiiinmimu Mjög fyrirferðarlítil, margfaldar, deilir, leggur saman, og dregur frá, konstant. LEITIÐ NÁIMARI UPPLÝSINGA. mÆSMMgm KJARANHE skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140 u Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn sunnudaginn 10. marz n.k., eftir messu, kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf önnur mál. Safnaöarstjórnin. m Skrifstofustúlka ^7 óskast Ert þú: — milli tvitugs og fertugs — áhugasöm um bókhald — með vélritunarkunnáttu. Þó getum við boðið: — skemmtilegt starf — góð laun — góð vinnuskilyrði. Hefur þú óhuga: Þá hringdu til Magnúsar Bjarnasonar á bæjarskrifstofunni Kópavogi i sima 41570 i dag eða á morgun og fáðu nánari upplýsingar. Bæjarritarinn, Kópavogi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.