Tíminn - 07.03.1974, Síða 7

Tíminn - 07.03.1974, Síða 7
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 7 Þrír fossar hreinsa úthafið 011 vélskip og bátar draga á eftir sér oliuslæðu. Allir hafa heyrt um slys á oliuskipum, þeg- ar þúsundir tonna af oliu fara i sjóinn. Matskeið af oliu i tunnu af vatni drepur fisk. Allt fram á siðustu ár þekktu sérfræðingar engin ráð til hreinsunar á vatni. sem væru áhrifarik, og ódýr i senn. Reisa þurfti gifurlega stórar hreinsi- stöðvar, leggja stór landsvæði undir botnfallstjarnir og fleiri mannvirki. Siun og botnfall, eru mjög seinvirkar aðferðir, hraðinn á vatninu er mældur i tugum millimetra á sekúndu i mesta lagi, og stundum aðeins i brotum af millimetra. betta er hraði snigilsins. Vegna þess hve kunnáttan var takmörkuð á þessu sviði þurfti að byggja framar öllu á stærð hreinsitækjanna, og þau voru dýr i samræmi við það. Að visu var til eitt ráð. En það þurfti endurskoðunar við. bar að auki var það alls ekki notað til hreinsunar. Frásögn okkar fjall- ar um sérfræðing, sem tókst að brjóta i bága við allar sinar gömlu hugmyndir og finna upp e.itthvað, sem áður hafði veriö talið ómögulegt. 1 lok siðustu aldar var fundið upp ráð til að aðskilja verðmæta málma, kol o.fl. frá óverðmætu efni. bessi aðferð var fólgin i þvi, að draga upp á yfirborð vatnsins þunga málmhluta. betta gera loftbólur, sem festast aðeins við nytsama málma. Hismið fellur til botns. En það er ekki nóg að fá málmhlutana upp á yfirborðið, það þarf einnig að halda þeim á floti. bess vegna mega loftból- urnar ekki springa, eins og venju- legar loftbólur gera, heldur þurfa þær að vera klæddar froðu. Froð- an er aðalatriðið i þessari flotað- ferð. En þegar reynt var að beita þessari aðferð við hreinsun á frá- rennslum, tóku sérfræðingarnir einhverra hluta vegna ekki eftir muninum, sem er á þvi að vinna dýrmæt efni úr jörð og að útrýma óhreinindum. Uppfinning V. Malinovskis, prófessors við Tækniskóla rikisins, og starfs- félaga hans, mun hjálpa til við að gera hreinsitækin ótrúlega einföld og óvenjulega ódýr. Kostnaðurinn við hreinsunina minnkar u.þ.b. fimmtán sinnum! betta þýðir, að i stað einnar hreinsistöðvar er nú hægt að reisa fimmtán, fyrir sömu upphæð. Er til nokkur betri sönnun fyrir ágæti þessarar nýju aðferðar? Kjarni aðferðarinnar felst i þvi, að það er loftið, sem hreinsar vatnið. En hreinsistöðvarnar geta verið með ýmsu móti. Nú eru til þrjár tegundir slikra hreinsi- stöðva, sem byggjast á hinni svo- nefndu „viðloðunar-aðskilnaðar- aðferð”: yfirborðsstöðvar, fall- stöðvar og djúpstöðvar. Vatnið er látið streyma af krafti i þröngan og háan brunn eða turn. I samræmi við lög eðlis- fræðinnar hrifur vatnið loft með sér i fallinu. bannig fellur ekki aðeins vatn, heldur einnig loft niður i brunninn. begar til botns er komið blandast straumarnir tveir, vatnið fyllist lofti. Og þegar þessi blanda kemur i kyrran vatnsgeymi taka loftbólurnar til starfa. bær fara allar að draga óhreinindi upp á yfirborðið. Fyrstir á morgnana Siðan koma fleiri brunnar. Vatnið fer i gegnum 6 svona gervifossa og hreinsast stöðugt á leiðinni. Sé vatnið fram úr hófi óhreint, þarf það áður að fara gegnum yfirborðs-hreinsistöð. betta er lika foss, nema hvað hann liggur ,,á hliðinni”, lárétt. Hindranir á leið vantsstraumsins hræra stöð- ugt i honum, og þar sem vatnið „brotnar” fer fram aðskilnaður fyrir tilstilli loftbóla. Útúrsvona láréttum fossi kem- ur vatn, sem er þrjúhundruð sinn- um hreinna en úrgangsvatnið. En hver verður útkoman, ef vatnið er látið fara i gegnum báðar stöðvarnar, hverja á fæt- ur annarri? Öhreinindi minnka fimmtánhundruð sinnum! bá fæst vatn, sem hæft er til notkun- ar i iðnaði.og sem einnig er hægt að setja i ár, án nokkurrar áhættu. En báráttunni fyrir hreinlæti er ekki lokið. briðja aðferðin, djúp- hreinsun, opnar möguleika, sem áður var ekki einu sinni hægt að láta sig dreyma um. Hér er ekki aðeins um að ræða hreinsun á úr- gangsvatni, heldur hreinsun á ám vötnum, vatnsgeymum og jafnvel sjávarströndum. briðji fossinn hverfur undir jörðina. Imyndið ykkur u.þ.b. fimmtiu metra djúpa holu. Niður i holuna eru lagðar tvær pipur. Eftir ann- arri streymir vatn, en loft eftir hinni. brýstingurinn á fimmtiu metra dýpi er fimmfaldur, miöað við andrúmsloftið, loftið blandast þvi vatninu fimm sinnum betur en á yfirborðinu, og vatnið verður léttara. Vatnið byrjar nú að lyft- ast ,,af sjálfu sér” upp á yfirborð- ið. og þá gerist það merkilegasta. Loftið, sem vatnið hafði gleypt i sig, fer smám saman að aðskiij- ast þvi, og upp kemur straumur af einskonar gosvatni. Loftbólur. ósýnilegar nema ismásjá, festast við óhreinindi af svipaðri stærð og jafnvel við gerla, og færir þetta allt saman upp á yfirborðið. Öhætt er að segja, að það sé hreint vatn, sem kemur úr þess- ari hreinsistöð. bar með er ekki öll sagan sögð: þetta vatn er mjög rikt af súrefni. i þvi eru svo til engin efni, sem gera lit þess brúnleitan, né heldur brennisteinsvatni, sem myndast við rotnun sjávargróðurs. Sérfræöingar telja, aö með slik- um hreinsitækjum, megi hreinsa úthöfin. Djúphreinsunaraðferðin býr yf- ir ótakmarkaðri afkastagetu. Með tækniaðferðum nútimans er auðvelt að gera holuna, sem not- uð er við þessa aðferð, nokkra tugi metra i þvermál. Einnig er hægt að hafa holurnar tvær og tengja þær meö jarðgöngum. bá mundi vatnið streyma niöur i aðra holuna, en upp úr hinni fyrir tilstilli loftaflsins, og á yfirborð- inu muiuii það hreinsast algjör- lega af öllum óhreinindum. bessum holum erhægt að koma fyrir svo til hvar sem er. og með aðstoð þeirra getum við nú loks hafizt handa um hreinsun vatns á hnetti okkar. Vjatséslav Demidov APN <úr timaritinu „bekking er afl”). Eftirsóttasta dráttarvólin Zetor 4718—47 hö. er sú vél sem mest selst. Zetor 4718 er millistærð sem sameinar kosti minni og stærri véla. Lipur og aflmikil dráttarvél með fullkomnum búnaði, s. s. loftþjöppu, vökvahemlum, lyftudráttarkróki og stillanlegu loftpúðasæti svo eitthvað sé nefnt. Kostar með öryggishúsi og miðstöð um kr. 320 þús. Zetor 5718—60 hö. og Zetor 6718—70 hö. Þær hafa meiri og betri tæknibúnað en flestar aðrar dráttarvélar, svo sem vökvastýri, tveggja hraða aflúrtak (vinnudrif), loftþjöppu og vökvalyftu dráttarkrók. Rúmgott, upphitað hús og stillanlegt loftpúðasæti. 5718 kostar um kr. 420 þús. 6718 kostar um kr. 445 þús. Zetor Crystal 85 hö. er stærsta, aflmesta og fjölhæfasta dráttarvélin frá Zetor. Ein tæknilega fullkomnasta vélin á markaðnum, með meiri og betri tæknibúnaði en aðrar dráttarvélar. Kostar um kr. 680 þús. I fyrstu keyptu bændur Zetor dráttarvélarnar vegna þess að þær voru mun ódýrari en sambærilegar vélar. Það eru þær enn. En nú er fengin reynsla af afköstum þeirra, endingu og rekstri. Þess vegna eykst eftirspurnin. í öllum dráttarvélunum er „Zetormatic", fjölvirkt vökvakerfi, sem fullnýtir dráttarafl og er stillanlegt á mismunandi starfsrásir. Biðjið um mynda- og verðlista, með yfirliti um tæknilegan búnað. Leitið frekari upplýsinga sem fyrst. ÍSTÉKKf Lágmúla 5 Sími 84525

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.