Tíminn - 07.03.1974, Page 8

Tíminn - 07.03.1974, Page 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 7. marz 1974, FARA VERÐUR MEÐ ÝTRUSTU VARKÁRNI í ORKUSÖLUMÁLUM Endurskoða verður tölur um virkjanlegt vatnsafl frá rótum í Ijósi nýrra viðhorfa Sverrir Hermannsson mælti i sameinuðu þingi á þriðjudags- kvöld fyrir þingsályktunartillögu um beizlun orku og orkusölu á Austurlandi. Tillagan er i þremur liðum: 1. Að lokið verði hið fyrsta rannsókn á byggingu Fljótsdals- virkjunar. 2. Að leitað verði eftir kaupanda að raforku með stór- iðju staðsetta i Reyðarfirði fyrir augum. 3. Að hraðað verði rannsóknum á hagkvæmni virkjana i Fjarðará og Geithellnaá. Sverrir sagði i ræðu sinni m.a., að skoða þyrfti þessi mál öll vel og hraða rannsóknum og á meðan yrði að fara varlega i orkusölumálum. Eysteinn Jónsson flutti mjög athyglisverða ræðu að lokinni framsöguræðu Sverris og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Eysteins: Við þingmenn Austurlands könnumst vel við efni þessarar þingsályktunartillögu, vegna þess að við höfum unnið saman að þessum málum undanfarið, m.a. átt fund með hæstvirtum raforku- ráðherra til þess að halda fram efni þess, sem stendur hér i l.og 3. tölulið þessarar ályktunar og lagt i þvi sambandi rika áherzlu á þann orkuskort, sem sýnilega verður mjög fljótlega á Austur- landi og að leitað verði með sem mestum hraða nýrra skynsam- legra leiða til þess að bæta úr honum. Við það, sem háttvirtur flutn- ingsmaður sagði um þessa liði, hef ég þvi raunar einu að bæta, að mér finnst vanta inn i þetta einn lið, sem við höfum bæði rætt okkar i milli og eins við hæst- virtan raforkuráðherra og það er, að athugað verði til fulls um hag- kvæmni þess að fá tengilinu að norðan og austur og tengja raf- orkukerfi Austurlands raforku- kerfi Norðurlands og þar með vonandi raforkukerfi landsins alls. Mér finnst þetta vera atriði, sem þyrfti að leggja sérstaka áherzlu á, vegna þess að ég hef ekki trú á þvi, að raforkumál landsins komist i rauninni úr þvi öngþveiti, sem þau hafa siglt inn i, með öðru móti en þvi að tengja sem allra mest saman kerfin. Þegar það hefur verið gert, þá verður hægt að virkja, eftir þvi sam hagkvæmast er fyrir heildina, og leiða rafmagnið til eða frá eftir þvi sem skynsam- legast er. Og þá hverfur held ég nokkurn veginn öll hreppapólitik úr raforkumálum, sem óneitan- lega hefur gert verulegt tjón i ýmsum dæmum. Ég vil leggja áherzlu á það með meðflutningsmanni, að þessar leiðir til þess að efla raforku- framleiðsluna verði athugaðar sem flestar og af sem mestum flýti, þvi að hér liggur sennilega mikið á. Þá vil ég fara nokkrum orðum Eysteinn Jónsson um annan lið þingsályktunartil lögunnar. Ég er með þvi að gera Reyðarfjörð að iðnaðarmiðstöð og koma þar upp mögnuðum iðn- aði, en ég vil að sá iðnaður verði á vegum tslendinga sjálfra. Ég tel það höfuðatriði, að sá iðnaður, sem þjóðin kemur upp framvegis verði á vegum tslendinga sjálfra, þannig að þeir hafi a.m.k. meiri hluta eign i þeim félögum, sem sett verða upp til að reka iðnað og geti ráðið sjálfir þeim atvinnu- rekstri. Ég hef enga trú á þvi, að dvergþjóð eins og tslendingar haldi raunverulegu sjálfstæði sinu, ef verulegur hluti af at- vinnurekstri landsmanna verður á vegum útlendra aðila. Það er óhugsandi. Þess vegna verður að fylgja fast fram þeirri stefnu, að iðnaðurinn verði á vegum tslend- inga sjálfra. Og við eigum svo mikla möguleika i sambarvdi við þessi mál, eftir að við höfum fært út landhelgina og tekið upp skyn- samlega stefnu i atvinnumálum, að það á að vera hægt að koma þessu þannig fyrir. t annan stað álit ég, að við eigum ekki að koma upp meng- unariðnaði, hvorki á Reyðarfirði né annars staðar. Við þurfum þess ekki. Við getum lifað án þess. t raun og veru er kannski hreint loft, ómengað vatn og við- kunnanlegt umhverfi rikustu þættirnir i okkar þjóðarauði, ef við litum rétt á málin. Við erum ekki i neinu hraki með bjarg- græðisvegi og við þurfum ekki að lita við þvi óræði að koma hér upp mengunariðnaði. Þess vegna eigum við að vera mjög vandlát með þann iðnað, sem við komum hér upp og notum raforkuna til þess að reka. Ég vil taka undir það, sem Sverrir Hermannsson sagði, að við eigum að fara okkur hægt um hrið i orkusölumálum. Það er sannarlega full ástæða til þess að taka undir þessi orð. 1 fyrsta lagi er það, að þær tölur, sem hér hafa verið notaðar um virkjanlegt vatnsafl eru alveg úreltar orðnar. Þær eru settar upp gersamlega án tillits til um- hverfissjónarmiða. Þær eru beinlinis byggðar á þvi, að stórir hlutar landsins séu settir undir vatn, sem engum dytti i hug nú að fórna. Og þessar tölur eru notaðar enn. Ég tók eftir þvi, að Framhald á bls. 13 SJOVINNUBUÐIR FYRIR UNG- LINGA í FLATEY Á SKJÁLFANDA Jónas Jónsson mælti á þriðju- dag fyrir þingsályktunartillögu, er hann flytur ásamt Ingvari Gislasyni um rekstur sjóvinnu- búða fyrir unglinga i Flatey á Skjálfanda. i ræðu sinni sagði Jónas m.a.: Tilgangur þings- ályktuuartillögunnar er tvi- þættur: 1. Að nýta og koma i veg fyrir að eyðist og spillist verðmæti i mannvirkjum og náttúrufari, sem eru i eynni. 2. Og með sömu aðgerðum að stuðla að þjóðhollri starfsemi, sem væri rekstur sjóvinnubúða fyrir unglinga. Starfsemi, sem væri þroskavænleg fyrir ungling- ana, sem hennar nytu, en ekki siður það, að með þessu yrði stuðlað að kynningu og tengslum unglinganna við einn mikil- vægasta atvinnuveg þjóðarinnar. Með þeirri kynningu og þeim tengslum ykist skilningur unga fólksins á mikilvægi frumfram- MIKIL ÞORF ER FYRIR NÝTT STRANDFERÐASKIP Vilhjálmur Hjálma ssón mælti i sameinuðu þingi sl. þriðjudag fyrir þingsályktunartillögu er hann flytur ásamt Karvel Pálma- syni um heimild fyrir rikis- stjórnina til að láta smfða eða kaupa strandferðaskip og jafn- framt heimild til að taka nú þegar skip á leigu til sömu nota. t framsöguræðu sinni sagði Vilhjálmur Hjálmarsson m.a.: Fyrir fáum árum átti rikið 4 al- menn strandferöaskip auk Herjólfs, sem einkum þjónaöi Vestmannaeyingum. Tvö af fjórum höfðu stórt farþegarými. Nú var ákveðið að selja skipin fjögur og smiða tvö ný vöru- flutningaskip með tiltölulega mikla flutningsgetu. Hraðað var sölu en farið hægt i smiðar. Ferðir urðu þvi um hrið strjálli og stopulli en þekkzt hafði i áratugi, með þeim afleiðingum m.a. að vöruflutningar færðust i vaxandi mæli yfir á bila á þeim árstimum ölium, þegar nokkurt viðlit var að brjótast landleiðina. Eftir það koma til nota með ársmillibili eða svo tvö sérsmiðuð vöruflutningaskip, þau hafa siðan verið i hringferðum með tiltölu- lega litlum frávikum. Reynslan af þessu tveggja skipa kerfi, er að þvi er varðar þjónustu við fólkið, ekki nógu góð. Flutningsgetan sjálf er of litil á annatimunum. Sem einstök dæmi tel ég nægja að nefna, að oft er mjög löng bið eftir plássi fyrir bil úr Reykjavik austur á firði. Og fyrir skömmu varð að skilja eftir 45 tonn af fóðurblöndu, sem bráðlá á að flytja til Reyðar- fjarðar frá Reykjavik. Ferðir eru of strjálar. Skipin fara úr Reykjavik með 11-14 daga millibili. Það er ófullnægjandi eins og nú er háttað atvinnulifi og mannlifi yfir höfuð. Vilhjálmur Hjálmarsson Og sem dæmi um frávik má nefna, að fyrir áramótin i nóv. liðu tvivegis 15 dagar milli brott- farar úr Reykjavik hjá þvi skipi, sem sigldi austur um — og siðasta áætlun austur, fyrir jól, var 6. des.og fyrsta eftir áramót 5. jan. — Á þessum árstima er landleið oftast lokuð og flug stopult. Þegar skip fer i slipp vegna eftirlits strjálast ferðirnar. Og ef um meiri háttar aðgerðir er að ræða, t.d. vegna sjótjóns, verður algert öngþveiti i vöruflutningum á meðan aðeins eru til tvö strand- ferðaskip. Enn er þess að gera, að á nokkrum stöðum eru svo erfið hafnarskilyrði að til stór- vandræða horfir siðan Herðu- breið og Skjaldbreið voru seldar. Þessi tillaga er aðeins um heimild fyrir rikisstjórnina að afla nýs strandferðaskips og til bráðabirgða að taka skip á leigu En fleira þarf auðvitað að gera til þess að vöruflutningar á sjó skipi eðlilegan sess i samgöngu- kerfinu og skal ég hér aðeins nefna aðstöðu Skipaútgerðar rikisins i Reykjavik./ sem lengi hefur verið fyrir neðan allar hellur. Siðan ég kom á þing öðru sinni 1967 hef ég og fleiri, og æ ofan i æ, hamrað á þvi að hér yrði ráðin bót á, og Alþingi gerði á sinum tima ályktun i þessa stefnu. — Nú standa þessi mál þannig i stuttu máli, að samið hefir verið um aðstöðu fyrir Skipaútgerðina i gömlu höfninni vestanverðri, verið er að gera fyllingu, arki- tektar eru með frumdrög að nýju húsnæði á teikniborði sinu og samgönguráðuneytið hefir veitt heimild til að teikna. Minna gat það varla verið eftir allan timann. — Ef nú yrði mót venju — vel á eftir fylgt, mætti ætla að grundvöllur væri fyrir ákvörðun og fjáröflun til framkvæmda á næsta ári. En á meðan hér er beðið úrbóta i formi nýbygginga verður að gera bráðabirgðaráðstafanir til að bæta afgreiðsluna hér i Reykjavik og sennilega jafnframt meðferð farmsins um borð og i höfnum á ströndinni — Það er varla einleikið hvað oft maður heyrir talað um skemmd á vörum, sem fluttar eru sjóleiðis hafna á milli — skemmdum af Framhald á bls. 13 leiðslugreinanna og likur ykjust til þess, að dugmiklir unglingar kæmu siðar sem fullvaxta fólk til starfa við atvinnuveginn. Um fyrra atriðið, það er verndun verðmætanna i Flatey, er þetta aðsegja, til viðbótar þvi, sem ég hef að framan rakið: Það er augljóst, að þar sem byggð hefur verið i hartnær 11 aldir er mönnum eftirsjón i þvi að allt leggist i auðn. Enginn veit raunar hvenær fólk kynni að setjast að með fastri búsetu i Flatey. Með aukinni og breyttri samgöngu- tækni — og ekki siður breyttum hugsunarhætti, gæti slikt orðið. Mannvirki eru þarna veruleg, sem mundu grotna niður, ef ekki yrði fundin fyrir þau einhver not. Höfnin sem er lifhöfn fyrir þetta svæði, þarf einnig sitt viðhald og umhirðu. Búseta i eyjunni, þó ekki væri nema vor'og sumar- timann, yrði lika til þess að tryggja, að náttúruverðmæti, varp og fuglalif, varðveittist betur. Ef eyjan er i algerri eyði, yrði sifellt hætta á, að aðvifandi menn spilltu þarna fuglalifi og öðru. Þá kem ég að þvi, sem ég tel mest um vert, en það er það, ef hægt væri að gera þarna alvar- lega tilraun til að koma upp sjó- vinnubúðum fyrir unglinga, sem eru undir þeim aldri að þeir komist á almennan vinnumarkað. Þessum unglingum fer hlut- fallslega fjölgandi — en tæki- færum þeirra til þess að taka þátt i atvinnulifi þjóðarinnar fer aftur á móti fækkandi, — sérstaklega i þeim atvinnugreinum, sjávarút- vegi og landbúnaði, sem brýnast er að unga fólkið tengist. Þjóðinni er nú fátt brýnna á þessum timum en að unglingar, sem nú alast upp i borg og bæjum, slitni ekki úr tengslum við at- vinnulifið. Að sem allra flest af unga fólkinu kynnist og alist upp með þeim atvinnuvegum, sem skapa okkur frumverðmætin. 1 þessu felst ekkert vanmat á öðrum atvinnuvegúm, svo sem iðnaði og þjónustustörfum. Sem betur fer á fjöldi unglinga enn kost á þvi að njóta hollrar og þroskandi dvalar i sveitum á sumrin. Það er bæði sveitunum og unglingunum hollt og eftir- sóknarvert. Jónas Jónsson Kaupstaðabörnin tengjast sveitunum og fólkinu þar oft ævi- löngum böndum. Þetta skapar aukinn skilning. Margir kaup- staðaunglingar koma þvi siðar á bændaskóla. Ahuga á landbúnaði hafa þeir þá oftast fengið við sumardvöl i sveit. Nokkrir verða siðan bændur. Gera mætti miklu meira að þvi að skapa unglingum, hvaðan sem þeir koma, möguleika á þvi að komast i snertingu við sjóinn, fiskveiðar og fiskverkun. Hand- færaveiðar og saitfiskverkun væru mjög vel til þessa fallnar. Það væri lokkandi og spennandi fyrir unglinga að stunda slikar veiðar. Og undir stjórn reyndra sjómanna á smábátum lærðu þeir undirstöðuatriði sjómennsku. Eyjalif er ljka lokkandi og hefur sinn sjarma. Til að koma upp slikum búðum, sem hér er bent á, þyrfti ekki stórmikinn tilkostnað. — Það þyrfti báta og að sjálfsögðu ýmis- legt annað, og svo nægilega marga reynda sjómenn, og er ekki óliklegt, að eldri menn mundu einmitt fást I þetta. Ef rikið legði til þá aðstöðu, sem það á ráð á i Flatey, er ekki óliklegt, að bæjarfélög eða önnur félög og félagasamtök vildu leggja nokkuð fram til að reka slikar búðir. Ýmis félög innan kirkjunnar reka sumarbúðir unglinga og er það þakkavert, en Framhald á bls. 13 ÍjWl iiii m

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.