Tíminn - 07.03.1974, Síða 9

Tíminn - 07.03.1974, Síða 9
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framscknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, slmar 18300-18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Askriftagjald 420. kr. á mánuði innan Iands, i lausasölu 25 kr. eintakið. Blaðaprent h.f. Verðlagning land- búnaðarvara Blöð stjórnarandstæðinga láta i ljós mikla hneykslun yfir verðhækkun landbúnaðarvara. Það er ekki nýtt, að þeir flokkar, sem nú eru i stjórnarandstöðu, vilji skammta bændum annan og minni hlut en öðrum stéttum. Alla valdatið viðreisnarstjórnarinnar voru bændur tekjulægsta stétt landsins. Slik var afleiðingin af landbúnaðarstjórn þeirra Ingólfs Jónssonar og Gylfa Þ. Gislasonar. Enginn sanngjarn maður mun mæla gegn þvi, að bændur sitji við sama borð og aðrir. Hitt er svo annað mál, að það verðlagningarkerfi, sem nú er búið við, er löngu orðið úrelt og þarfnast gagngerðra endurbóta. Það er eins og margt fleira arfur frá viðreisnarstjórninni. Það var eitt af fyrstu verkum núverandi land- búnaðarráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar, að skipa niu manna nefnd til að endurskoða lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins, en þau geyma ákvæðin um verðlagningu land- búnaðarvara. Nefnd þessi var skipuð i sam- ræmi við þau ákvæði stjórnarsáttmálans, að „lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins verði endurskoðuð i samráði við stjórn Stéttarsambands bænda og að þvi stefnt, að Stéttarsambandið semji við rikisstjórnina um kjaramál bændastéttarinnar og verðlagningu búvara. Miða skal jafnan við það, að kjör bænda verði sambærileg við launakjör vinn- andi stétta”. Nefndin vann störf sin fljótt og hafði fulllokið i ársbyrjun 1972 samningu nýs frumvarps um framleiðsluráð landbúnaðarins, verð- ákvarðanir, verðmiðlun, sölu á land- búnaðarvörum o.fl. Frv. þetta lagði land- búnaðarráðherra fyrir framhaldsþingið 1972. Eitt meginefni þessa frumvarps var, að sex- mannanefndin yrði skipuð þremur fulltrúum frá bændum og þremur fulltrúum frá rikis- stjórninni, og yrði verðlagningin þannig samningsmál bændasamtakanna og verka- lýðssamtakanna. Verkefni nefndarinnar skyldi vera að reyna að ná samkomulagi um verðlagninguna og skyldi i þvi sambandi vera heimilt að semja um sérstök fjárframlög til landbúnaðarins, niðurgreiðslur vöruverðs á innlendum markaði, svo og framleiðslustyrki til þeirra byggðarlaga, sem erfiðust skilyrði hafa. Þetta ákvæði átti m.a. að stuðla að þvi, að hægt væri að semja um að tryggja hlut bænda með ýmsum öðrum aðgerðum en verðhækkunum, sem kæmu beint inn i útsölu- verðið. Þá var lagt til, að framleiðsluráð fengi mun meira svigrúm til verðmiðlunar og annarra aðgera, sem væru jafnt i hag bændum sem neytendum. Sökum þess að ágreiningur var um nokkur önnur atriði frumvarpsins, tókst ekki að koma þvi fram á framhaldsþinginu 1972. Meðal annars var nokkur ágreiningur innan bænda- samtakanna, sem nú mun að mestu eða öllu jafnaður. Vegna þessa ágreinings var ekki reynt að fá frumvarpið samþykkt á siðasta þingi. Nú virðast hins vegar öll skilyrði fyrir hendi til að hægt sé að koma þessu frumvarpi fram. Með þvi væri verðlagningu landbúnaðar- vöru tvimælalaust komið i miklu heppilegri farveg en nú og aukin skilyrði til að leysa þessi mál á þann veg, sem jafnt bændum og neytend- um kæmi bezt. -Þ.Þ. Ramsey Clark, fyrrv. dómsmálaráðherra: Dómarnir yfir verka lýðssinnum á Spáni Almenn fordæming getur áorkað miklu Francisco Franco ein ræóishcrra llöfundur þessarar greinar, Ramsey Clark, var dóms- málaráðherra Bandaríkjanna i stjórnartið Johnsons forseta og er nú framarlega i forustu- sveit demokrata. Margt bend- ir nú til, að enn aukin harka sé að særast i stjórnarhættina á Spáni. Eitt dæmi þess er það, að nýlega hefur einn þekktasti biskúp jandsins verið dæmdur til úllegðar sökum þess að hann lýsti samúð með Bösk- um. ENGINN dró i efa, hver út- koman yrði úr réttarhöldun- um á Spáni yfir ,,timenn- ingunum frá Carabancel". Þeir hafa nú verið dæmdir til tólf til tuttugu ára fangelsis- vistar. Mönnum þessum voru gefin að sök afskipti af verka- lýðsmálum, tilraunir til að skipuleggja baráttu verka- manna fyrir hækkuðum laun- um og bættum vinnuskilyrö- um, en sú starfsemi nýtur verndar i flestum rikjum. Niu þessara manna hafa setið átján mánuði inni i Cara- banchel-fangelsinu i útjaðri Madrid, meðan þeir biöu réttarrannsóknar og dóms, og þess vegna hafa þeir einu nafni verið nefndir „timenn- ingarnir frá Carabanchel". Mikil spenna rikti þegar réttarhöldin hófust, en það var sama daginn og hermdar- verkamenn úr írelsis- hreyfingu Baska myrtu Luis Carrera Blanco, forsætisráð- herra. og þeim lauk daginn, sem hann var borinn til graf- ar. Við réttarhöldin komu ekki fram neinar likur á þvi. að sakborningarnir hefðu framið glæpina, sem þeir voru sakað- ir um. TÍMENNINGUNUM var gefið að sök að hafa haldið ólöglegan fund 24. júni 1972, er þeir voru teknir höndum i ídaustri utan viö Madrid eöa i námunda við þaö. Þegar búið var að handtaka þá, voru þeir allir geymdir i Carabanchel- fangelsinu nema séra Fran- cisco Garcia Salve, en hann var fluttur i sérstakt fangelsi presta i Zamora. Sú ráðstöfun sætti mikilli gagnrýni. Enginn sakborninganna var ákærður fyrir ofbeldisverk, heldur aðeins „baráttu fyrir þvi, að orðið yrði við félags- legum og efnahagslegum kröfum verkamanna”. Ekki voru færðar neinar likur fyrir þvi, að sakborningarnir hefðu drýgt þann „hræðilega glæp" að halda fund eða aðhafast yfirleitt neitt þvilikt, hver sem áhugi þeirra á kjörum verka- manna kann að hafa verið. MÁLIÐ kom fyrir hinn nafn- togaða „dómstól opinberrar reglu", en hann var stofnaður til þess að fjalla um stjórn- málaglæpi. Rikisstjórnin lét ekki leiða nein vitni og lagöi ekki fram eitt einasta skjal i réttinum. Ákæra lögreglunnar var látin nægja ásamt afstöðu sakborninganna. Lögreglan kom þó ekki sýnilega við sögu og var þvi ekki unnt að rengja hana né yfirheyra. Sakborningar neituöu allir að hafa brotiö af sér. Flestir töluðu þeir af einlægni, skipu- lega og sýndu virðulega af- stöðu, unz rétturinn stöðvaði þá og krafðist þess, að þeir svöruðu einungis meö já eða nci. Verjendur reyndu að fá aö leiða fjölda vitna, þar á meðal Kardinálann i Madrid. en rétturinn heimilaði aðeins yfirheyrslu þriggja vitna, og fyrir þau voru fáar spurningar lagðar. Fæstir timenninganna þekktust og höfðu jafnvel ekki hugmynd hver um annan nema af orðspori,fyrr en þeir hittust i fangelsinu. Flestir höfðu þeir þó haft náin kynni af fangelsum, áður en þeir voru teknir höndum i þetta sinn. MARCELINO Camacho, sem er 55 ára að aldri. er kunnur verkalýðsleiðtogi á Spáni og hefir verið lormaður málmiðnaðarmannadeildar spönsku verkalýðssamtak- anna. Á árunum 1966 til 1972 var hann tekinn höndum tólf sinnum og ákærður og dæmd- ur þrisvar fyrir afskipti af verkalýðsmálum, afskipti, sem lögleyfö eru i öllum lýö- ræðisrikjum hins vestræna hcims. Hann hefir dvaliö fimm ár i fangelsi og rikis- stjórnin setti hann á svartan lista, svo aö hann gæti ekki fengið vinnu, þegar hann var látinn laus. Rétturinn dæmdi hann i tuttugu ára fangelsi, en það er hámarksrefsing viö réttinn. Faðir Garcia Salve er 43 ára. llann er verkamanna- prestur og hefir verið hneppt- ur i fangelsi tiu sinnum siðan 1968, án þess að mál hans kæmi fyrir rétt. Hann segist hafa verið pyntaður hroða- lega. t þetta sinn hlaut hann 19 ára dóm eins og Nicolas Sar- torius Alvarez, sem er 35 ára, lögfræðingur og blaöamaður að atvinnu. RÉTTURINN kvaö upp dóm sinn, daginn sem rikisleiðtog- inn tilnefndi Carlos Arias Na- varro sem forsætisráöherra. Hann var áður opinber ákær- andi. lögreglustjóri i Madrid, yfirmaður öryggislögreglu Spánar i átta ár, svo og innan- rikisráðherra, en hann er yfir- maður lögreglunnar og fangelsanna. Stjórn Spánar synjar verka- mönnum um rétt til samtaka og skipulags. rétt til að semja sameiginlega um kaup og kjör og gera verkföll. Eins var far- ið að i Þýzkalandi undir st jórn Hitlers og á ítaliu undir stjórn Mussolinis. Þetta eru brot á m.annréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna. sem stjórn Spánar hcfir þó staðfest. Almenningsálitið i heimin- um er cini rétturinn. sem unnt er að áfrýja til. Almenn for- dæming kynni að knýja fas- istastjórnina á Spáni til mann- legrar framkomu. Hún fékk þvi áorkað, að dauöarefsing var ekki á lögð við rétlarhöld- in i Leningrad 1969. þegar ver- ið var að fjalla um mál Gyð- inga. sem vildu flytjast úr landi. Sama er að segja um dóma yfir þjóðernissinnuðum Böskum i Burgos árið 1970. SIÐFERÐILEGRAR for- ustu er ekki að vænta frá Bandarikjamönnum. Henrv A. Kissinger var á ferð i Mad- rid til „skyndiviðræðna” við Franco hershöfðingja. Juan Carlos de Borbon prins og aðra forustumenn. þar á meðal Carrero Blanco aðmirál, kvöldið, sem morðið var framið og réttarhöldin hófust. Daginn. sem réttarhöldin hófust. sögðu blöðin frá um- mælum utanrikisráðherra Bandarikjanna um ný „sam- skipti" rikja Atlantshafs- bandalagsins. og áttu þau að ná til Spánverja. sem „hafa i mörgu efni svipaöar skoðanir og Bandarikjamenn". og heimila fjórar. öflugar og mikilvægar herstöðvar Bandarikjamanna i landi sinu. Andmæli voru uppi gegn réttarhöldunum hvarvetna um heim.og á vettvang komu sendinefndir frá Englandi. Frakklandi. ítaliu. Kanada og Bandarikjunum. Þess er þó ekki getið. að utanrikisráð- herra Bandarikjanna hafi leitt mál timenninganna frá Cara- banchel i tal i viðræðum sinum við spánska ráðamenn. Hvenær gera bandariskir stefnumótendur i utanrikis- málum sér ljóst. að friðurinn verður ekki trvggöur með her- flugvöllum nærri Madrid eða alþjóðlegum arði af ódýru vinnuafli á Spáni. heldur meö einlægri umhyggju fyrir grundvallarréttindum allra manna og viðurkenningu þeirra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.