Tíminn - 07.03.1974, Síða 11

Tíminn - 07.03.1974, Síða 11
10 TÍMINN Ruth og Gustav neita að trúa: BÖRN ÞEIRRA AAUNU DEYJA UNG Spieímeyer-Vogts-sjúkdómurinn er fávitasjúkdómur, og fylgir honum blinda. Þessi sjúkdómur er mjög fátíður í Svíþjóð, þar sem Kent, Wenche og Jan eiga heima, og er ekki vitað um nema 32 tilfelli þar í landi. Sjúkdómurinn herjar á börn, og er blindan aðaleinkennið. Sjúkdómurinn brýtur einnig niður mótstöðuafl líkamans. Venjulega deyr sjúklingurinn á aldrinum 14 til 18 ára. ÉIISIÉISISS ■■■• '■ i wm - .* •>. m tíS»s ' . með að komast leiðar sinnar um húsið, segir Gustav. Við höfum nokkrum sinnum farið með þau út i sveit og tjaldað, þegar við eigum fri. Slikt þykir þeim óendanlega skemmtilegt. Langt er þó liðið, siðan við gerðum þetta siðast. Jan þarf ekki að hjálpa. Hann skemmtir sér við að veiða, og hann getur sagt frá þvi, hversu stóra fiska hann hefur veitt, og svo hefur hann fengið móður sina til þess að steikja þá, og allir hafa haft ánægju af að hafa þá til há- degisverðar. Popptónlistin veitir þeim ánægju Börnin þrjú hafa öll óskaplega gaman af popptónlist. Þau eiga hvert sinn plötuspilara og mikið safn af plötum. — Hep Stars og Rolling Stones eru stórkostlegir, segir Jan. Þegar Jan er ekki að hlusta á plöturnar sinar, gripur hann til munnhörpunnar og spilar sjálfur. Hann hafði ætlað sér að fá að læra á harmóniku i blindraskólanum. —Tónlistarkennarinn sagði, að harmónikan og gitarinn væru of erfið hjóðfæri fyrir mig, en ég gæti fengið að læra á flautu i stað- inn, segir Jan. Wenche og Jan vita ekkert skemmtilegra, heldur en þegar annað hvort mamma eða pabbi gefa sér tima til þess að setjast niður og lesa fyrir þau upp úr dagblöðunum. Þau vilja fylgjast með þvf, sem er að gerast i heim- inum. Annars þykir Jan enn skemmtilegra að fá að heyra skemmtilegar sögur. Fjölskyldan lætur ekki sjá sig. Börnin eiga enga leikfélaga. Stundum spyrja Wenche og Jan, hvort ekki komi einhver i heim- sókn bráðum eða hvort for- eldrarnir geti ekki boðið einhverjum heim. — Það átakanlegasta er, að nágrannar og ættingjar vilja ekkert með okkur hafa lengur segir Ruth. — 1 byrjun tóku meira að segja börnin eftir því, hvernig fólkið hagaði sér en þau láta sig það engu skipta nú orðið. Manni finnst undarlegt, að fólk skuli koma svona fram nú til dags, þegar allir tala um skilning og segjast vilja rétta fram hjáparhönd. Ruth og Gustav fá heimilis- aðstoð einu sinni i viku hverri. Þann dag hvila þau sig og gera það, sem þau sjálf langar til. Þá fara þau i búðir eða skreppa i heimsókn til einhverra, sem þau þekkja. — Ég hef ótrúlega mikið gaman af að fara og skoða i verzl- unum, segir Ruth. Áður fyrr fóru börnin með þeim, en nú er það ekki nema Jan, sem gerir það stöku sinnum. Oftast fer hajin þá til þess eins að velja sér einhverja nýja hljóm- plötu. Ruth og Gustav elska börnin sin. —Okkur finnst við aldrei vera að færa fórn, þegar við erum að hugsa um þau og annast þau, þótt það sé stundum dálitið erfitt, segir Ruth. Það er bæði andlega og likamlega erfitt. Kent situr, eins og fyrr segir, mest i hjóla- stónum sinum, og við verðum að lyfta honum og bera hann, ef hann vill komast i eða úr rúminu. Meiri hjálp áður fyrr — Við fengum meiri aðstoð frá þvi opinbera áður fyrr. Þá höfðum við heimilishjálp alla daga vikunnar, segir Gustav. Svo dró úr hjálpinni, og þegar við fór- um fram á að fá tveggja daga aðstoð i viku, fengum við einungis aðstoð einn dag. Gustav starf- rækir sögunarmyllu með tveimur bræðrum sinum. Þar getur hann einungis unnið stund og stund, þvi mestan hluta dagsins verður hann að vera heima. Sjálfur hefur Gustav smiðað húsið, sem fjölskyldan býr i. Húsið stendur á brekkubrún, og útsýnið er mjög fallegt yfir Horredsvatnið. Gustav byggði við húsið fyrir þremur árum, þvi að Wenche, Jan og Kent þurftu að fá hvert sitt herbergið. Þau hjónin hafa aldrei fengið raunverulegt sumarleyfi. Þau hafa þó brugðið sér i örfáa daga i bilnum sinum annað hvort vor eða haust yfir til Noregs. Þau hafa þá oftast saknað barnanna svo mikii^á meðan þau hafa verið i burtu, að þau hafa flýtt sér heim aftur. Kent veiktist fyrstur. —Við tókum eftir þvi, þegar hann var ekki nema fimm ára gamall, að hann átti erfitt með að horfa mikið i kringum sig, ef hann var úti i sterku sólskini, segir Ruth. Við fórum með hann til augn- læknis, sem sagði, að þetta væri ekkert alvarlegt, og gaf honum augndropa. Við hugsuðum svo ekki meira um þetta. Sjón Kents fór versnandi, og þegar hann átti að byrja i barna- skólanum. var hann svo nærsýnn, að mamma hans bað kennslukon- una að leyfa honum að sitja eins framarlega og hægt væri. — Hann fékk það að sjálfsögðu. En þegar skólalæknirinn rann- sakaði hann, fann hann ekki neitt að honum, og i staðinn fór fólk að tala um, að hann væri latur. Ruth og Gustav létu þó ekki undan. Þau fóru með drenginn til augnsérfræðings, sem komst aö þeirri niðurstöðu, að Kent hefði fengið hinp mjög svo óvenjulega Ruth og Gustav Eriks- son eiga þrjú börn — Jan 16 ára, Wenche 17 ára og Kent 20 ára. öll eru þau blind. Þrátt fynr það reyna börnin með aðstoð mömmu og pabba að lifa eins og önnur ungmenni gera. Þessum börnum þykir öllum mikið gaman að popptónlist. Wenche hefur gaman af að hekla, Kent hlustar mikiö á útvarpið og Jan fer út að hjóla, ef hann sítur ekki niðri við sjóinn og veiðir. Frá sex ára aldri hafa börnin smátt og smátt verið að missa sjónina. Þau þjást af sjúkdómi, sem kallaður er Spielmeyer-Vogt- sjúkdómurinn. Úrskurður lækn- anna er harður: börnin munu öll deyja. áður en þau ná fullorðins- aldri. — Við trúum þvi alls ekki. Við höfum ekki misst trúna á,að eitt- hvaðgeti gerzt, sem getur læknað þau, segja foreldrarnir Ruth og Gustav Eriksson. Við höfum aldrei efazt um það eitt augna- blik, að þau eigi eftir að lifa áfram. Læknarnir mega segja það, sem þeir vilja. Þeirra starf er mikið Ruth og Gustav hafa gert ótrúlega mikið fyrir börnin sin. Það má aldrei vikja frá börn- unum, hvorki á nóttu né degi. Kent er veikastur þeirra þriggja og situr alltaf i hjólastólnum sínum. Ef Wenche á að geta gengið, verður að styðja hana. Frá þvi þau voru ellefu ára, hafa þau alltaf öðru hverju fengið mikil krampaköst. Ef krampinn hættir ekki af sjálfu sér, verður að flytja þau þegar i stað i sjúkra- hús, og þaðan er Kent nýkominn. — Við höfum aldrei látið okkur detta annað i hug, en að hafa þau hér heima hjá okkur, segir Ruth. Við vitum, að þau fengju aldrei sömu umönnun og þau fá hér heima, ef þau væru á einhverju hæli. Hér eiga þau heima, og hér skulu þau fá að vera, eins lengi og hægt er. Ruth segir, að mikill daga- munur sé að þvi, hvernig börn- unum liður. Stundum er allt nær óyfirstiganlegt, en stundum gengur allt eins og i sögu. Það er reyndar alltaf erfitt að annast börnin. Þvottar eru miklir, og það þarf að klæða þau og mata, og alltaf þarf einhver að vera nálægur til þess að rétta þeim hjálparhönd, ef þau kalla. Fjölskyldan fer venjulega á fætur um klukkan átta á morgn- ana. Ruth og Gustav hjálpast þá að við að þvo börnunum og klæða þau, og svo er kominn timi til þess að fá sér einhverja morgunhress- ingu. — Við reynum að breyta sem minnst til hér heima fyrir. Til dæmis færum við helzt aldrei til húsgögnin, svo þau eigi auðveldar Jan er lfiára. Hann elskar popptónlist. Hann er blindur, og læknarnir segja, að hann muni deyja ungur. TÍMINN 11 ' v Wenche, sem nú er 17 ára gömul, hefur mjög gaman af að hekla. Hún er blind. Sjúkdómurinn byrjaði með þvi.að hún varð blind, svo lamaðist hún, og nú er ekkert eftir nema dauðinn. sjúkdóm, sem nefnist Spiel- meyer-Vogt sjúkdómurinn. Ekki var þó foreldrunum sagt frá þessu fyrst framan af, og reyndar ekki fyrr en drengurinn hafði verið um tima i blindra- skóla. Um svipað leyti átti Wenche að byrja i skóla. Hún hafði átt við sömu erfiðleika að etja og Kent. — Við ákváðum að fara lika með hana til sérfræðingsins og tókum Jan með okkur til öryggis, segir Ruth. Þá fengu foreldrar barnanna annað áfallið. Læknirinn skýrði þeim frá þvi, að börnin væru öll með sama sjúkdóminn. Enn fcom til læknisrannsókna, og þá fengu hjónin að vita, að þau hefðu sömu sjúkdómseinkenni og börnin þrjú, og þess vegna hefðu börnin fengið þennan sjúkdóm. Þegar Jan var rúmlega sex ára, fór hann i blindraskóla, og Wenche fór einnig i þennan sama skóla, þar sem Kent bróðir hennar hafði hafið skólagöngu. Kent gekk i þennan skóla i átta ár, en hann hefur nú verið heima siðustu þrjú árin. Wenche og Jan eru lika bæði hætt i skólanum. I skólanum lærðu börnin að lesa blindraletur, og þar lærðu þau að sætta sig við ástand sitt. Þau komu heim með fallega hluti úr leir, sem þau höfðu gert i skól- anum, og i herbergjum Kents og Wenche hanga heiðursskjöl sem þau hafa fengið sem viðurkenn- ingu fyrir þátttöku sina i teikni- samkeppni. Ruth og Gustav hugsa aldrei um hina dapurlegu framtfð, sem við þeim blasir, að lækannna sögn. Það gera börnin heldur ekki. — Við látum hverjum degi nægja sina þjáningu, og við reynum að gera það bezta úr öllu. Við óskum þess lika, að fólk eigi eftir að gera sér enn betur grein fyrir þvi en nú er, að fólk, sem eitthvað er að, er nákvæmlega sama fólkið og hinir, sem heil- brigðir eru. Þetta fólk hefur sinar tilfinningar, og það þarf ekki siður en aðrir á samskiptum viö fólk að halda. Og siðast en ekki sizt ættu menn að muna, að það er engin ástæða til þess að óttazt þá, sem eitthvað er að. __ þ^,t( pg : ,kí*í « «■* ’S***»1 Ruth og Gustav Eriksson vilja ekki sætta sig viö úrskurð læknanna. Þeir segja, að börn þeirra muni deyja. —Við höfum ekki tapað trúnni enn, segja þau bæöi. SETIÐ VIÐ SJÓNVARP Það er ömurlegt að verða að horfast i augu við þá staöreynd, að eftir þvi sem tækniframfarir manna verða meiri, velmegunin almennari og hungrið minna, þvi meiri verður tilhneiging þeirra til að tortima sjálfum sér. Vigvélar veröa meö bættri tækni sifellt fullkomnari, gerðar til að eyða lifi, og nú er svo komið, að stórveldin ráða yfir svo mikilli tortimingartækni, að leggja má heimsbyggðina i rúst á augabragði. Þetta vald er gefið örfáum mönnum. sem skapaðir eru alveg eins og annað fólk, og eru sizt full- komnari. Það þarf með öðrum orðum ekki annaö, en að þessir menn sýkist skyndilega á geðsmunum og geli- fyrir- skipanir með brjálaöa dóm- greind, og allt er fallið i rúst. Þetta eitt er nógu ömurlegt, nógu hryllilegt. til þess að ætla, að ekki sé á það bætandi. En þaö er eins og óhamingju manna verði allt að vopni. t barnaskap sinum leita menn uppi gervi- veröld, sem þeir sjálfir skapa sér með hjálp alls kyns efna, sem siðan hneppa þá i þrældóm, svipta þá allri dómgreind, allri sjálfstjórn. Þessar og þvilikar hugsanir hljóta að hafa vaknað með mörgum þeim,er horföu á sjónvarpsþáttinn „Heimsböl”, sem sýndur var 24. febrúar sl. Þar var tekið til meðferðar eiturlyfjavandamálið, sem verður erliðara meö hverju árinu sem lfður. Þessari mynd var skipt i tvennt. fyrri kaflinn fjallaði um samböndin og dreifikerlið, en hinn siðari um fórnarlömbin. Þetta er viðurstyggileg auðgunaraðferð samvizku- lausra þrjóta, sem einskis svifast til að koma söluvöru sinni á markað. Þessir auvirði- legu menn hala eitt. sem er öruggt, að leiðarljósi, nefnilega það. að fórnarlömb eiturlyfj- anna þarlnast þeirra og leggja bókstaflega allt i sölurnar til aö verða sér úti um þau. Markaðurinn verður alltaf meiri, fórnarlömbunum Ijölgar stöðugt. Þessi ófögnuður helur borizt hingað til lands, hafði reyndar gert nokkru áður, en viö viöur- kenndum það opinberlega. Sjónvarpið hefur raunar áður sýnt sambærilegar myndir. Ég minnist sérstaklega viðtals, sem haft var við konu, hérlenda, en sonur hennar var eitt þessara óhamingjusömu fórnarlamba eiturlyfjaneyzlunnar. Hennar orð voru þau. að hún héldi. að hún kysi heldur að frétta lát barns sins heldur en upplifa það böl og strið. sem hún hafði þegar reynt. Þetta var fjarska áhrifarikt. en ömurlegt að hevra. Manni finnst engin refsing nógu mikil gegn eiturlyfjasölum og smyglurum.já öllum þessum hringum dreifikerlisins. en þeirra manna er auðvitað ábvrgðin mest. Svo eru vitan- lega ástæður til þess, að menn leiðast út i þetta. Mér er efst i huga unga fólkið. sem með þessu glatar oft og tiðum lifs- hamingju sinni og jafnvel lifinu sjálfu. Ég held, að of mikil fjárráð og of litið starfssvið valdi hér m.iklu. Iðjuleysi er vafalaust öllum óhollt. en ég hygg.að við fylgjumst ekki alltaf nóg meö þvi. að unglingar hafi nóg að gera. Þctta er ekki ný bóla: Skúli fógeti komst vel til manns. þótt odæll þætti i æsku. Einar, afi hans. kunni ráöið: ,,Láttu strákinn hafa nóg að gera”. sagði hann. og þaö dugði. Þeim, sem rata inn á brautir eiturlyfjaneyzlu, þarf vissulega að hjálpa. reyna að lækna þá með öllum hugsanlegum ráðum. Myndin. sem sýnd var um daginn. var á vegum Sameinuðu þjóðanna, en sameinaðar skyldu þjóðir heimsins standa i baráttunni gegn þessum ófögnuði. Sjónvarpsleikrit Odds Björns- sonar; Postulin. var á dagskrá i vikunni. Leikritun fyrir sjón.varp er nv grein bók- mennta hér á landi. og ber sjón- varpinu að lilúa að þeim gróöri. Þetta sjónvarpsleikrit. sem hafði raunar verið synt áður. er mun aðgengilegra en annaö sjónvarpsleikrit eftir sama höfund, sem sýnt var i fyrra undir nafninu Jóðlif. Ekki skil ég -twwXt. j ráöa- mönnum sjónvarpsins.'itjtgö fyrir þeim vakti að vera að lat> þennan Vestmannaey jaþát t koma á skerminn. Kynningin á honum i dagblöðuip. var sú. að listafólk úr Eyjum fcítt og syngi létt lög. Ég er hræddu'r-mu að sjónvarpiö hljóti að hafa ruglazt eitthvað i rfminu. þegar það kallar þetta fólk listafólk. Samkvæmt þessu finnst mér. að kalla ætti alla. sem nokkurn timá reka upp bofs, listamenn. (Ég tala nú ekki um. ef þeir leika undir á gitar). Mér fannst þessi þáttur harla ómerkilegur. vægast sagt, og óeðlilegir til- burðir margra ..statistanna”. þótt leikmynd væri sæmileg. Þarna var svo sem mættur ..húmoristi” þeirra eyja- skeggja, segjandi fimmaura- brandara, sem frekar vöktu hjá manni meöaumkun en hlátur. Eini ljósi punkturinn viö þetta þótti mér vera aö sjá og heyra roskinn mann leika á forna einfalda harmoniku. en þær eru fágætar nú. Það má auðvitað segja um sjónvarpið. aö það má skrúfa fyrir þá þætti. sem maður hefur ekki áhuga á. og það gerir maöur vitanlega. þegar sjónvarpið hefur ekki merkilegri hluti fram að færa en þetta. Á miðvikudaginn var svo sýndur umræöuþátturinn Með eða móti, sem fjallaði um brott- för eða dvöl varnarliðsins hér á landi. Þessi þáttur þótti mér krassandi: það er gaman að svona þáttum. Með þvi að hlut- verk þessara greinarkorna minna er ekki það að tjá m.inar persónulegu skoðanir á landsmálum. kýs ég að blanda mér ekki i málefni þau. sem menn deildu um á miðvikudags- kvöldið. Umræðuþáttur þessi byrjaði. að mér fannst. ósköp hógværlega. en smám saman hitnaði i kolunum. Menn fóru að gerast reiðir. viö það minnkaði rokhyggjan eins og alltaf er. og þá sannast jafnan hið fornkveðna. að: ..skynsemin er sem rekald á hafsjó æstra tilfinninga”. Það hitnaöi svo i kolunum. aö hnútur flugu um borð, og stjórnandi þáttarins áttti æ erfiðara meö að halda i hemilinn á hinum æstu deilendum. Þaöer alltaf gaman að fvlgjast með kappræðum; mætti vera meira af þeim. Þetta var bein útsending, og i hita baráttunnar sögðu menn eins og gengur ymislegt það. sem betur væri ósagt látiö. þvi að þegar komið er út i persónulegar ásakanir og svivirðingar. jafnvel, þykir mér vera komið út fyrir allt, sem kalla má velsæmi. Kjartan Sigurjónsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.