Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 14

Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 7. marz 1974. Ölafur verður reiður — og það er ekki gott að hafa hann á móti sér. — Ég er miklu verri andstæðingur, sagði Eiríkur. Þetta verður orrusta á milli mín og hans, og þú átt ekki aðgera neittannaðen standa hjá og horfa á, með þúsund krónur í vasanum. Mér er bara óskil janlegt, hvaða skap er í mönnum hérna í Skarðsstöð, að þið skulið ekki hafa sameinazt gegn honum fyrr. — Þegar maður er fátækur, er hugrekkið í vasanum en ekki í hjartanu, svaraði Jón. Það er eins og hann séra okkar segir: Fátæktin er einmitt bölvun hins fátæka. — Já, en nú ertu ekki fátækur lengur. Hjálpaðu mér nú við að skjóta þessari kænu á f lot, svo skulum við róa út að bátnum þínum og skoða hann svolítið gaumgæf ilega. Þegar Eirikur var kominn um borð í Helgu, skoðaði hann bátinn f rá stefni niður að skrúf u. Mótorinn skoðaði hann út i yztu æsar, eins og gullsmiður skoðar skartgrip og metur til verðgildis. Loksins lýsti hann þvi yfir, að hann væri ánægður, enda þótt báturinn væri það greini- lega slitinn, að hann hefði getað komið verðinu niður. Hann benti Jóni á hvaðeina og hækkaði verulega í áliti hjá honum, bæði vegna þekkingar sinnar, og af því að hann var ekkert að hugsa um að slá af verðinu. — Þá er ekkert annað eftir, sagði Eiríkur, og þurrkaði sér á höndunum á tvisthönk, — en að borga peningana. Gengur þú að þessum viðskiptum? — Já, þaðgeri ég, svaraði Jón. Ég gef f jandann i Ölaf og óska honum niður í pyttinn i Hólmavík. Þeir tókust í hendur, og báturinn vaggaði rólega, svo að breiðar gárur lagði yfir sléttan sjóinn. Lengst úti á firðinum sáust eyjarnar endurspeglast í heiðskírunni. Þegar þeir komu að Gistiheimilinu, vildi Jón ekki koma með inn og þiggja hressingu. Hann hafði áður drukkið talsvert, en bragðaði nú ekki áfengi lengur. Auk þess langaði hann til að flýta sér heim með fréttirnar. Eiríkur gekk einsamall inn. Klukkan var orðin tíu, og Jónas sat inni i setustofu með pípu í munninum. Þegar hann hafði hlustað á frásögn Eiríks, tók hann strax að gera sínar athugasemdir. Við þekkjum öll þessa manngerð— manninn, sem gagnrýnir gerðir annarra og reynir í vandlætingu sinni að f inna orsakirnar, manninn, sem ekkert hefur gert sjálfur, en segir hinum alltaf, hvað þeir hefðu átt að gera. — Og svo klikkir þú út með því að borga f ullt verð fyrir notaðan bát! — Já, málningin hefur skrapazt af á stöku stað, svaraði Eiríkur. Annars er hann alveg eins og nýr. Ég neita því ekki,að vélin er farin að slitna, en notuð vél, sem hefur verið farið vel með, er betri en ný vél, sem getur reynzt misjafnlega. Þú þekkir sjálfur vélar, og þú veizt, að hver hef ur sitt eðli, og maður veit aldrei, hvort maður er með almennilegan grip eða ræksni, fyrr en maður er búinn að láta hana ganga i mánuð eða svo. Jón Súrsson fullvissaði mig um það, að hún væri góð í gangi og eyddi litlu bensíni. Auk þess er hann svo ánægður, að hann lætur veiðarfærin fylgja. — Þú ert svo óákveðinn, nöldraði Jónas áfram. Áður varst þú staðráðinn í að kaupa nýjan bát. — Já, hvað stoðar það að vera að gera áætlanir, ef maður getur ekki breytt þeim? Ég er búinn að kaupa það, sem er betra en nýr bátur. Ég er líka búinn að kaupa vini og aðstoðarmenn. Nú höfum við tvo beztu sjó- mennina í Skarðsstöð. Ég er með öðrum orðum búinn að kaupa það, sem færir okkur gæfu og gengi. En hvernig gekk hjá þér? Ertu búinn aðtala við f rænkuna? í stað þess að svara reis Jónas á fætur og tók að ganga um gólf, eins og þetta væri þilfar á skipi. Svo tróð hann í pípuna og kveikti í henni. — Þessu er öllu lokið, sagði hann. — Vill hún ekki sjá þig? — Jú, jú, hún lítur mig afskapíega vinsamlegum augum, en einmitt það, hvernig hún horf ir á mig, segir mér, að hún haf i engan áhuga á mér. Hún er ekki sama stúlkan og ég fór í burtu frá. — Spurningin er: hefur hún nokkurn tíma elskað þig? — Elskað mig? Hún hefði svo sem elskað mig nógu mikið, ef ég hefði aldrei farið. Og ég, sem var svo stað- ráðinn í að biðja hennar, þegar ég kæmi heim. Mér hefði aldrei komið til hugar, að hún gæti verið svona breytt. Jæja, út með játninguna, sagði Eiríkur og hló. Hef urðu nokkurn tíma kysst hana? — Ne-ei, sagði Jónas í stökustu vandræðum, — en hún... — Já, hvað með hana? — Hún kyssti mig einu sinni. — Jæja, hvenær var það? — Hvenær? Nú, það eru fimm ár síðan. Það var einn daginn, að hún kyssti mig og hljóp svo hlæjandi í burtu. — Já, en þá var hún bara barn. — Það skiptir engu máli. Þennan dag sór ég þess dýran eið, að ég skyldi giftast henni. — Sagðir þú það við hana? — Ertu frá þér? Sagði það við hana! Mér þótti alltof vænt um hana til þess. Þú skilur það ekki, hvernig karlmanni liður, þegar hann ber í brjósti sanna ást til konu. En þetta er allt búið að vera — allt saman. — Viltu þá alls ekki reyna? — Við hvað? — Að reyna að hrifsa hana úr klóm þessa ofþroskaða r bað væri Heyrðu Bob, þú ert að\ gaman að fara i þetta stjörnuflug.) hafa þig með, barftu ekki lstoðar)>f Geiri, enéger flugmann? 'j \l hræddurum að ?það sé of seint. | i ið förum á morgun,' og áhöfnin er fullskip barna r, leiðangursl Geiri, gaman að sjá / þig. Hvers, egna ertu hér? jDalla, ég er að)| reyna að komast með i stjörnu úðangurinn. Lli iiilll lii 1 I FIMMTUDAGUR 7. mars 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn ki. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: borleifur Hauksson les framhald sögunnar „Elsku Mió minn” eftir Astrid Lindgren (6). Morgunleik- fimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. bingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Við sjó- i n n kl. 10.25: Jón Jónsson forstjóri hafrannsóknarstofnunar- innar flytur erindi: Alþjóð- leg samvinna á sviði fisk- veiða. Morgunpopp kl. 10.40: Gilbert O’Sullivan syngur. Hljómplötusafniö kl. 11: (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningár. 13.00 A frivaktinni. Asa Jóhannesdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Guð þarnast þinna handa.báttur um æskulýðs- og hjálparstarf kirkjunnar. 15.00 Miðdegistónleikar: Svjatoslav Rikhter leikur pianólög eftir Chopin og Ravel. Christa Ludwig syngur lög eftir Brahms og Schubert. John Williams leikur gitarkonsert eftir Rodrigo ásamt félögum úr Sinfóniuhljómsveitinni Filadelfiu, Eugene Orm- andy stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 16.45 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. Frá- sagnir úr Laxárdal i Suður- bingeyjarsýslu. a. Úr bernskuminningum Daviðs Áskelssonar. Knútur R. Magnússon les. b. úr minn- ingarblöðum Huldu skáld- konu. Gerður Guðmunds- dóttir Bjarklind les. 17.30 Framburðarkennsla i ensku 17.40 Tónleikar. 18.00 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir flytur erindi: Hvað getum við af dýrunum lært? 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Ilaglcgt mál. Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.30 Bókaspjall. Umsjónar- maður: Sigurður A. Magnússon. 19.50 i skimunni Myndlistar- þáttur i umsjá Gylfa Gisla- sonar. 20.30 Einsöngur i útvarpssal: Margit Tuure frá Finnlandi syngurlög eftir Toivi Kuuia og Yrjö Kilpinen, Meri Louhos leikur á píanó: 20.50 Lcikrit: ,,eigi má sköpum renna” (Morning becomes Electra) eftir Eugene O'Neill (áður utv. i nóvember 1960). briðji hiuti: ,,Skuld” (The Haunted). býðandi: Árni Guðnason. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Lavinia/Helga Bachmann, Orin/Helgi Skúlason, Pétur/ Guð- mundur Pálsson, Hazel/ Kristbjörg Kjeld, Set/Lárus Pálsson, Amos/ Valdemar Helgason, Ira Mackel/ Brynjólfur Jóhannesson, Joe Silva/Jón S igurbjörnsson , Abus Small/ Ævar Kvaran. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (22). 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höf- undur les (6). 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.