Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 19

Tíminn - 07.03.1974, Qupperneq 19
Fimmtudagur 7. marz 1974. TÍMINN 19 Anna Erslev: FANGI KONUNGSINS. (Saga frá dögum Loð- viks XI. Frakkakon- ungs). Sigriður Ingimarsdóttir þýddi. Kvöld eitt glumdu hlátrar og spaugsyrði i húsi meistara Húbertus- ar. Georg stóð þar á miðju stofugólfinu og á einum fingri hans sat dáfallegur grænn páfa- gaukur, en ísabella og drengirnir stóðu i hvirf- ingu i kring, talandi og hlæjandi. ,,En hvað hann er fall- egur,” sagði stúlkan og strauk bakið á fuglinum ástúðlega. ,,Segðu eitt- hvað, gauksi! Svona þorparinn þinn, haltu nú áfram að tala!” „Gauksi drekka,” gargaði fuglinn hásum rómi. Börnin ráku upp skellihlátur. ísabella sótti skál með vatni, og þegar páfa- gaukurinn hafði lapið það, hrópaði hann: „Perronne! (frb. Perrónn), Perronne drekka! Perronne!” „Nei, nú færðu ekki meira að drekka, fylli- rafturinn þinn", svaraði Leó, eldri drengurinn. „Perronne!” kvakaði fuglinn á ný. „Hvað á hann við með þessu „Perronne”? spurði ísabella. „Nú, það hlýtur að vera borgin Perronne, þar sem Karl hertogi tók konunginn okkar til fanga,” svaraði Georg. „Konungurinn hefir annars bannað fólki að nefna það nafn. Einhver hlýtur að hafa kennt gauksa það, en hann ætti nú helzt að þegja yfir þvi eða hann verður settur i svartholið!” Hin hlógu að þeirri hugmynd, að gauksi mundi lenda i svarthol- Viðlagasjóður auglýsir Það tilkynnist hérmeð, að frá og með 1. april n.k. lýkur ábyrgð Viðlagasjóðs á öll- um húseignum i Vestmannaeyjum, sem liggja austan Kirkjuvegar. Jafnframt hættir Viðlagasjóður allri umsjá með húsum þessum. Tjón eða skemmdir, sem á húsunum verða eftir þann tima, eru ekki á ábyrgð Viðlaga- sjóðs. Húseigendum, sem eiga hús á ofannefndu svæði, ber þvi að taka við húsum sinum úr umsjá Viðlagasjóðs eigi siðar en 31. marz n.k. Húseigendur skulu taka við húsum sinum i þvi ástandi, sem þau eru, en fá viðgerðarkostnað bættan skv. mati. Mati á skemmdum er hinsvegar ekki lokið og verða þvi ýmsir að taka hús sin i sina vörzlu og notkun, áður en mat getur farið fram. Geta þeir þá eigi að siður hafist handa um nauðsynlegar viðgerðir, og verður kostnaður við þær þá tekinn inn i matið, enda hafi þeir haldið glöggar skýrslur um, hvaða viðgerðir hafi verið framkvæmdar, áður en matið fór fram,og kostnað við þær. Einnig getur húseigandi þá fengið bráða- birgðalán til að standa undir viðgerðar- kostnaði, og endurgreiðist það af bótafénu, þegar matið liggur fyrir. Húseigendur á framangreindu svæði snúi sér til skrifstofu Viðlagasjóðs i Vest- mannaeyjum og fái upplýsingar um ástand húsanna. Með þessari afhendingu hefur Viðlaga- sjóður skilað fyrri eigendum öllum hús- eignum þeirra i Vestmannaeyjum. Eru þvi allar húseignir i Vestmannaeyjum úr ábyrgð Viðlagasjóðs frá og með 1. april 1974. Viölagasjóður VasaRAFREIKNAR AUGLÝSINGADEILD TIMANS SBowmar Verð kr. 6.480 ÞORHF REYKJAVIK SKOLAVÖROUSTIG 25 m—i Öl. Framsóknarvist ó Snæfellsnesi Framhald verður á framsóknarvist Framsóknarfélaganna á Snæfellsnesi að Breiðabliki laugardaginn 9. marz kl. 21. Avarp flytur Ásgeir Bjarnason alþingismaður. Hið geysivinsæla H.L.Ó.-Trió leikur fyrir dansi. Athugið! Vegna veðurs reynist nauðsynlegt að veita öllum þátt- takendum frá og með öðru kvöldi fullan rétt til aðalverðlauna. Nefndin. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund að Neðstutröð 4, fimmtudaginn 7. þ.m. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Lagður fram listi uppstillinganefndar vegna bæjarstjórnarkosninganna. 2. önnur mál. Stjórnin. Skrifstofa FUF Reykjavík Skrifstofa FUF i Reykjavik að Hringbraut 30 er opin þriðjudaga ■ frá kl. 13 til 17 og miðvikudaga og fimmtudaga frá 9 til 12. Hafið samband við skrifstofuna. FUF. Framsóknarmenn Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra fer fram að Hótel Varðborg , Akureyri, laugardaginn 16. marz. Þingið hefst kl. 10 fyrir hádegi. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvislega. Stjórnin. Aðalfundur fulltrúaróðs Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður haldinn að Hótel Esju laugardaginn 9. marz kl. 14:30. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Nýja Framsóknarhúsið, Rauðárarstig 18, verður til sýnis fyrir fulltrúaráðsmeðlimi frá kl. 13:15 til 14:15. Ætlazt er til.að allir aðal og varamenn i fulltrúaráðinu, sem þvi geta við komið, mæti á fundinum. Rangæingar, spilakeppni Þriggja kvölda spilakeppni Framsóknarfélags Rangæinga verður fram haldið sunnudaginn 10. marz og hefst kl. 21. Heildarverðlaun: Ferð til sólarlanda fyrir tvo, auk þess góð verðlaun fyrir hvert spilakvöld. Stjórnin. Framsóknarfélag Garða- og Bessastaðahrepps heldur fund i Gagnfræðaskóla Garðahrepps, Lyngási 7-9, næst komandi laugardag kl. 15.30. Á dagskrá verða væntanlegar kosningar til hreppsnefndar. Allir Framsóknarmenn i Garða- og Bessastaðahreppi eru hvattir til að mæta. Stjornin. Stykkishólmur Aðalfundur Framsóknarfélags Stykkishólms verður haldinn i Narfeyrarhúsinu sunnudaginn 10. marz og hefst hann kl. 16. Dagskrá. 1. Aðalfundarstörf 2. Sveitarstjórnarkosningarnar i vor. Stjórnin. o Víðivangur hér, að eitt innlent fyrirtæki, Plastiðjan Bjarg á Akureyri, hefur framleitt fiskkassa i tilraunaskyni, en vélakostur fyrirtækisins er þannig, enn sem komið er, að ekki er unnt að framleiða á samkeppnis- hæfu verði rnikinn fjölda af kössum. Tæplega kemur þó til álita að framleiða fiskkassa úr öðrum efnum en plasti, og er af þeim sökum bent á þýðingu þess, að framleiðandi i plastiðnaði mcð nokkra reynslu, þekkingu og hug- myndir i samhandi við fram- leiðslu fiskkassa sé eignaraðili að hugsanlegu fyrirtæki. Þeir erlendu kassar, sem hingaðhafa verið fluttir, hafa ýmsa ókosti, svo sem þá, að þeir eru of stuttir fyrir fisk veiddan við Suðurland, og einnig er ckki unnt að stafla þeim saman. Verði islenskt fiskkassafyrirtækki að veru- leika, mun vcrða reynt að bæta úr þessum göllum. Olía og plast Oliuskortur sá og sú spenna, sem nú rikir i iðnaðarlöndunum, getur leitt til ýmiss konnr erfiðleika. Mikið er rætt um það, að plasthráefni hafi hækkað i verði og séu sum hver ófáan- leg. i þessu sambandi má henda á að vel gæti svo farið að auðveldara reynist að fá hráefni til framleiðslu á fisk- kössum en að flytja inn lilbúna fiskkassa og þvi sjávarútveginum i hag aa athuga þetta mál, ef hinir innfluttu 150 þús. kassar gefa rétta mynd af hugsanlegri þróun. Einnig má i þessu sam- bandi geta þess, að hráefna- framleiðandinn, sem Plast- iðjan Bjarg er i sambandi við, hefur upplýst, að oliukreppan muni ekki breyta neinu um það, aö hún geti fengið nægi- legt hráefni til fram- leiðslunnar. A það verður hins vegar að leggja áherslu, að það verður eitt af verkefnum hins nýja undirbúningsfélags, ef stofnnö verður, að fá úr þvi skorið, hvort hér er hætta á ferðum eða ekki. Þá má og nefna, að afgreiðslufrestur á vélum er langur og þvi liklegt, að linurnar hafi skýrst nokkuð, áður en til endaníegr- ar ákvöröunar kemur. -TK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.