Tíminn - 18.05.1974, Side 2

Tíminn - 18.05.1974, Side 2
/ 7 ’'/ * V TÍMINN Laugardagur 18. mai 1974. Laugardagur 18. maí 1974 Vatnsberinn: (20. jaivl8. febr.) Þú ert i einhverjum vafa I dag. Þér hefur boöizt eitthvert tilboö, sem þú hefur ekki hugmynd um, hvernig þú átt aö bregöast viö, en það er óhætt að fullyrða, aö þú færð ekki annað eins fyrst um sinn Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það hefur komið eitthvað einkennilegt upp á i samskiptum þinum við annað fólk, og sérstak- lega er það ein persóna, sem leitar eftir sam- bandi eða kunningsskap við þig. Þú skalt vera vel á verði gagnvart henni. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Það eru aldeilis gleðidagar hjá þér núna, sér- staklega i dag. Nú berast þér góðar fréttir af nánum ættingja, sem dvalið hefur langdvölum fjarri heimili sinu. Þú lyftir þér upp i kvöld, og það er ekki nema sjálfsagt. Nautið: (20. april-20. mai) Það verður ekki betur séð en fjármálin séu komin i gott lag og það sé bara allt eins gott eins og framast verður á kosið. Ekki er það óliklegt, að happdrættismiði, sem þú kaupir i dag, verði þér til gæfu. Tviburamerkið: (21. mai-20. júni) Einhverjir kunningjar þinir eru að bralla eitt- hvað og að likindum fara út i einhvers konar rekstur. Ef þeir leita til þin, skaltu ekki ana út i að veita þeim stuðning nema að vandlega ihuguðu máli. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Það er engu likara en að þú verðir fyrir ein- hverju láni, eða jafnvel gæti farið svo, að á vinnustað yrðir þú fyrir einhverri upphefð, og það kostar öfund vinnufélaganna, sem þú skalt ekki láta á þig fá. Ljónið: (23. júlí-23. ágúst) Það litur út fyrir, að þú farir' i eitthvert ferða- lag. Ekki er það nú af fúsum vilja, þú hefur kviðið fyrir þessu, en það rætist nú úr þessu. Að hinu skaltu gæta, að þú skalt búa þig vel út, mundu það. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Þú verður að gæta þess að vera ekki um of góður við sjálfan þig, og þú verður lika að gæta þess að sýna þinum nánustu meiri tillitssemi en þú hefur gert upp á siðkastið. Þú átt ánægjulegt kvöld i hópi vina. Vogin: (23. sept-22. oktj Eitthvert vináttubragð, sem þú hefur sýnt ný- lega, færð þú endurgoldið núna, og við þetta verður fjölskyldulif þitt ánægjulegra og hamingjrikara en áður. Þetta er þér lexia, sem þú skalt muna. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Éf einhver mikilvæg málefni eða vandamál varðandi heimilið eru óleyst, skaltu nota tæki- færið i dag til þess að leysa þau, þvi að einmitt nú eru heimilis- og fjölskyldumál undir góðum áhrifum. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Þú skalt ekki láta tækifæriö að endurnýja kunningsskapinn við gamla vini ganga þér úr greipum, þvi að það litur út fyrir, að slikt geti þýtt fyrir þig aukinn hagnaö á ýmsum sviðum, sem máli skipta. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Smáferð i hópi vina eða kunningja gerir þér af- skaplega gott um helgina, en aðhinu skaltu samt sem áður gá, aö það er alveg óþarfi að fara gá- leysislega með peningana, þó að nóg sé til af þeim. t 14444 « msifim 25555 BÍLALEIGA CAR REWTAL BORGARTUN Hvar fdst brunakaðlar í Reykjavík? Það er oft talað um það i f jölmiðl- um, að almenningur eigi að leggja sig fram við það, að fyrir- byggja og forða frá slysum eftir fremsta megni, og i þvi sambandi er talað um brunavarnir i heima- húsum, t.d. handlsökkvitæki og brunakaðla. En það er heldur óskemmtileg saga, sem ég hef að segja i sambandi við það, hvernig almenningi gengur að afla sér tækja til brunavarna, einkum þó og sér i lagi björgunarkaðla. Fyrir um það bil 2 árum fengu ung hjón með eitt barn á 1. ári leigða risibúð i gamalli sam- byggingu i vesturbænum i Reykjavik. Þessi gömlu sam- byggðu steinhús eru þrjár hæðir og ris. t þeim er timburinnrétting og gamlir tréstigar. Rafleiðslur eru gamlar og úr sér gengnar viða. Þetta unga fólk vildi gera ein- hverjar eldvarnarráðstafanir um leið og þau fluttu þarna inn og íbúðareigandi bað þau að hafa samband við eldvarnaeftirlit borgarinnar og hann skyldi borga kostnaðinn og þakkaði þeim framtakssemina. Þau hringdu i eldvarnaeftir- litið, sem er til húsa i Slökkvi- stöðinni, og báru upp mál sitt og fengu góð svör. Stuttu siðar komu menn frá eftirlitinu og athugðu aðstæður og sögðu, að þarna þyrfti nauðsynlega eitthvað að gera. Ef gera ætti brunastiga þyrfti að hafa samráð við alla i byggingunni og þar sem ungu hjónin höfðu fengið leigt þarna um óákveðinn tima fannst þeim ekki beint vera þeirra að gangast fyrir þvi. Eldvarnareftirlitsmenn sögðu, að þau skyldu strax fá sér brunakaðal — svokallaðan bjöllu- kaðal — með tilheyrandi útbúnaði og visuðu á ákveðið fyrirtæki, sem seldi slik tæki. En þá sigldi allt i strand, þvi að þetta fyrirtæki átti ekki til þennan bráðnauðsyn- lega kaðal. Það var oft hringt i þetta sama fyrirtæki — en þvi miður, — bjöllukaðlarnir voru ekki til, en þeir voru væntanlegir, var sagt þar. Þegar þetta dróst von úr viti var aftur hringt i eldvarnaeftir- litið, hvort þeir gætu ekki bent á önnur fyrirtæki, sem hefðu til sölu björgunarkaðla. — Nei, þeir vissu ekki til þess, en handslökkvitæki voru til á nokkrum stöðum. Þá var spurt, hvort ekki væri hægt að notast við venjulegan sterkan kaðal, sem festur yrði á krók við glugga. Það var heldur talið úr þvi, vegna þess, að það kæmi að svo takmörkuðum notum, ef elds- upptök yrðu, þvi að fullorðið fólk ætti fullerfitt með að nota sika kaðla, hvað þá með ung börn i fangingu. Bara biða eftir bjöllu- köðlunum!! Þessi ungu hjón eru nú komin i annað húsnæði, en i gömlu risibúðina eru komin önnur ung MIKIÐ SKAL TIL 0 SAMVINNUBANKINN hjón, en ennþá eru engar bruna- varnir þarna. Siðast þegar hringt var i fyrir- tækið, sem selur kaðlana ogþeim sagt, að nú væru 2 ár frá þvi fólk I þessu húsi hefði ætlað að kaupa hjá þeim bjöllukaðal, en ekkert hefði gengið með það, þá sögðu þessir heiðursmenn, að þeir hefðu nýlega haft nokkra til sölu (10-15 stk.), og þeir kæmu kannski aftur i sumar! Mér finnst, að eldvarnaeftirlit borgarinnar þyrfti helzt sjálft að sjá um að brunavarnir, sem hæfðu heimahúsum, væru til og leiðbeina folki við notkun á þeim. Ástandið i þessum málum, eins ogþað er nú, er algjörlega óþol- andi og borgarbúar geta ekki unað við það stundinni lengur. Þarna verður að koma á stór- breyting og það hið bráðasta! BSt. Eigum nokkrar BAUER-HAUGSUGUR til afgreiðslu strax Guðbjörn Guðjónsson HEILDVERZLUN Siðumúla 22 — Simar 8-56-94 og 8-52-95 Orðsending fró Líf- eyrissjóði Austurlands Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur ákveðið að veita sjóðsfélögum lán úr sjóðnum i sumar. Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu sjóðsins, Egilsbraut 11, Neskaupstað. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu fullkomlega fyllt út og umbeðin gögn fyigi- Umsóknir um lán skulu hafa borizt skrif- stofu sjóðsins fyrir 20. mai n.k. Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands. BRIDGESTONE NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar staerðir ó fólksbíla, jeppa og vörubíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verkstæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. GUMMIVINNUSTOFANf SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SÍMI 31055

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.