Tíminn - 18.05.1974, Side 3
Laugardagur 18. mai 1974.
TÍMINN
3
Útifundur í
Breiðholti
FRAMFARAFÉLAG Breiðholts
III hefur boðað til úrifundar við
Fellaskólann á mánudaginn
kemur, og mun hann hefjast
klukkan átta um kvöldið. Þar
verður borin fram spurning:
Hvers vegna ætti ibúi i Breið-
holtshverfum að kjósa flokk minn
og stefnu i komandi borgar-
stjórnarkosningum? Er ætlazt til
þess, að frambjóðendur allra
flokka verði fyrir svörum, og þeir
Alfreð Þorsteinsson og Guð-
mundur G. Þórarinsson verða
ræðumenn af hálfu B-listans.
Þjóðlagatrió og hljómsveit
munu skemmta.
Kennaranám-
skeið í Noregi
AFENGISVARNARAÐIÐ norska
býður islenzkum kennurum að
taka þá.tt i tveim námskeiðum,
sem haldin verða i Noregi i júni
og júli, þrem mönnum á hvort
námskeið. Námskeiðin standa
eina viku, og er uppihald ókeypis,
auk þess sem þátttakendur fá
þrjú hundruð krónur norskar i
feröastyrk.
A fyrra námskeiðinu, sem
haldið verður i Asane-lýðháskóla
við Björgvin 6.-12. júni verður
fjallað um gagnfræðaskólana og
fiknilyfjavandamálið, en á hinu,
sem verður i Solhof-lýðháskóla á
Lyngseidet við Tromsö 28. júni til
5. júli, verður rætt um kennslu um
fiknilyf i skyldunámsskólum.
Vinnuform á báðum námskeiðum
verður fyrirlestrar, umræður,
flokkavinna og kynning á
kennslutækjum.
Skólamenn tilkynni þátttöku
sina fyrir 25. mai til skrifstofu
áfengisvarnaráðs, Eiriksgötu 5 i
Reykjavik.
24 þúsund
hafa séð
Leðurblökuna
ROSKLEGA 24.000 leikhúsgestir
hafa nú séð Leðurblökuna, enda
uppselt á velflestar sýninga.
Óperettan Leðurblakan var sem
kunnugt er frumsýnd á annan i
jólum og hefur verið sýnd siðan
við frábæra aðsókn. Sýningar eru
nú alls orðnar 46 , og eru þá
aðeins eftir fjórar sýningar, en
50. og siðasta sýning verður mið-
vikudaginn 5. júni.
Miklatúnshlaup
Miklatúnshlaup Armanns verð-
ur háð á laugardag og hefst kl.
tvö. Ollum er heimil þátttaka —
„Græni borgarstjórinn" fetar í spor „Sólkóngsins":
„BORGIN, ÞAÐ ER ÉG!
rv
BH-Reykjavik. —- Birgir ís-
leifur, sem nú gegnir borgar-
stjórastörfum i Reykjavik,
hefur verið þekktur að þvi að
þola illa gagnrýni á verk sin I
borgarstjórn og undrast jafn-
an i heift sinni, að menn skuli
ekki skynja dýrðarljómann af
verkum hans.
Nú hefur skipulagsstjórn
rikisins orðið til þess að
gagnrýna Birgi tsleif fyrir
verk hans, og hefur hann
svarað skipulagsstjóra i fróð-
legu bréfi, sem hann las að
visu upp á borgarstjórnar-
fundi i fyrradag, en hafði
hvorki borið undir borgarráð
né borgarstjórn.
Þar átelur Birgir Isleifur
skipulagsstjóra, „harðlega”
telur sjálfsagt að „hvika” frá
staðfestu aðalskipulagi, og
þótt skipulagsstjóri sé ekki á
þvl máli, þá séu „borgaryfir-
völd” það.
Þessi „borgaryfirvöld” eru
Birgir Isleifur i eigin persónu,
og minnir þetta óneitanlega á
„sólkónginn”, sem sagði:
„Rikið, það er ég!”
VEGAFE EKKI SKERT
VEGNA GJÁBAKKAVEGAR
— ÞAÐ stendur óbreytt, að
peningar af vegafé verða ekki
teknir i Gjábakkaveginn, sagði
Halldór E. Sigurðsson fjármála-
ráðherra við blaðið i gær. Vega-
framkvæmdir verða þvi hvergi
skertar annars staðar vegna
þessarar vegagerðar.
Hins vegar kemur það ekki til
minna kasta, þótt þjóðhátiðar-
nefnd verji fé af þeim tekjum,
sem hún hefur af starfsemi sinni,
til þess að gera þennan veg, ef
hún telur hann forsendu þess, að
þjóðhátið verði haldin á Þing-
völlum, sagði Halldór enn
fremur.
Þvi má bæta við, að Tlminn
hefur fregnað, að búið sé að
tryggja þjóðhátiðarnefnd lán til
vegagerðarinnar, svo að henni á
að geta verið lokið i tæka tið.
VEÐDEILD ALÞYÐUBANK-
ANS AÐ TAKA TIL STARFA
AÐALFUNDUR Alþýðubankans
var haidinn laugardaginn 6. april
að Hótel Sögu, og var fundurinn
f jölsóttur. Fundarstjóri var
Hannibal Valdimarsson, fyrrver-
andi félagsmálaráðherra, en
fundarskrifarar Snorri Jónsson,
forseti Alþýðusambandsins, og
Magnús L. Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Verzlunarmanna-
félags Reykjavlkur.
Formaður bankaráðs, Her-
mann Guðmundsson, flutti
skýrslu bankaráðs um starfsemi
bankans s.l. ár. Kom fram i
skýrslunni, að afkoma bankans
hefur batnað mjög og hagur hans
eflzt á s.l. ári. Rekstrarafgangur,
á5ur en afskriftir voru gerðar,
nam 6,1 milljón króna, en var
aöeins 301 þúsund árið áður.
Heildarinnlán Alþýðubankans
námu i árslok 1973 664.1 milljón
króna, og höfðu aukizt á árinu um
212.5 milljónir eða 47.05%. Til
samanburðar má geta þess, að
meðaltalsaukning allra bankanna
var um 34%. Heildarútlán
Alþýðubankans námu á sama
tima 465.3 milljónum króna, og
höföu aukizt á árinu um 133.9
milljónir króna eða 40.40%.
t skýrslu bankaráðs var þess
getið, að nú hafi verið settar
reglur um útlán veðdeildar bank-
ans, og mun hún hefja störf á
næstunni. Ennfremur var frá þvi
skýrt, að bankinn hefði tekið upp
samstarf við hagdeild Alþýöu-
sambands Islands, og mun deild-
in vinna að áætlanagerð fyrir
bankann og úrvinnslu hagrænna
og rekstrarlegra viðfangsefna.
óskar Hallgrimsson banka-
stjóri lagði fram endurskoðaða
reikninga bankans og skýrði þá.
Niðurstöðutölur efnahags-
reiknings eru 712.5 milljónir
króna, en rekstrarreiknings 77.8
milljónir króna. Innborgað hluta-
fé Alþýðubankans nam i árslok
1973 34.8 milljónum króna, og
hafði hækkað um 9.0 milljónir. Til
afskrifta var varið 3.1 milljón
króna en 3.0 milljónum var veitt
til varasjóðs bankans. Bundin
innstæða Alþýðubankans i Seðla-
banka Islands nam 138.4 milljón-
um króna, og hafði hækkað á ár-
inu um 42.2 milljónir. Innstæða
bankans á viðskiptareikningi i
Seðlabankanum var i árslok 52.6
milljónir króna.
Bankaráð flutti á fundinum til-
lögu um hækkun hlutafjár bank-
ans i 100 milljónir króna og gerði
Einar Ogmundsson,
varaformaður bankaráðsins,
grein fyrir tillögunni. Stéttarfélög
hafa sem fyrr forgangsrétt til
kaupa á hlutafé.
Síðustu samning-
unum er lokið
UNDANFARIÐ hafa staðið yfir
samningar milli fjármála-
ráöuneytisins og hinna ýmsu
aðildarfélaga Bandalags starfs-
manna rfkis og bæja og Banda-
lags háskólamanna um sérkjara-
atriöi, s.s. röðun starfa
launaflokka skv. kjarasamningi
BSRB frá 15. des. 1973 og
K-listi í Eyjum
í LEIDBEININGUM um
sveitarstjórnarkosningarnar,
sem prentaðar voru i Visi i
gær, hcfur orðið missögn um
bókstaf þann, er sameigin-
legur framboðslisti
Framsóknarmanna og
Alþýöuhandala gsins ber.
Þetta cr K-listi — en ekki II-
listi.
Þessi misprentun er mjög
bagaleg, þar sem fjöldi vest-
manneyskra kjósenda mun
greiða atkvæði utan
kjörstaðar að þessu sinni.
Listi Framsóknarmanna og
Alþýðubandalagsins er sem
sagt merktur bókstafnum K.
kjaradómi i máii BH 15. febrúar
1974.
Fyrstu sérkjarasamningarnir
voru undirritaðir að kvöldi 30.
april. Fjármálaráðherra undir-
ritaði samningana f.h. rikissjóðs,
en samninganefndir af hálfu
félaganna.
Siðan hafa verið gerðir
samningar við öll aðildarfélög
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja, en þau eru 15 talsins, sem
hér eiga i hlut, og sex aðildarfélög
Bandalags háskólamanna.
Siöustu samningarnir voru undir-
ritaðir að kvöldi 16. þ.m.
Kröfur þeirra félaga, sem
ósamið er við, hafa gengið til
Kjaradóms lögum samkvæmt, en
þau eru félög arkitekta, lyfja-
fræðinga, lækna, lögfræðinga,
náttúrufræðinga, viðskipta- og
hagfræðinga og verkfræðinga,
Niðurstaða samninganna er, að
heildarlaunahækkun starfs-
manna samtals skv. þeim og
aðalsamningi BSRB eða
kjaradómi i máli BHM, sé að
jafnaði á bilinu 17-20% eða svipuð
og stærstu verkalýðsfélögin,
önnur en félög iðnaðarmanna,
fengu i nýgerðum kjarasamning-
um.
„Allt betra en að sitja
auðum höndum"
0
— segir Arni Finnbogason sem sýnir
teikningar sínar að Hallveigarstöðum
Gsal-Reykjavik — Að
Hallveigarstöðum hefur Arni
Finnbogason komið fyrir sýningu
á teikningum sinum. Sýningin var
opnuð 16. mai og verður opin til
26. mai, frá klukkan tvö til tiu. Á
sýningunni er 71 mynd, allt
blýantsteikningar.
Árni Finnbogason fæddist árið
1893, en hóf ekki að teikna fyrr en
rúmlega sjötugur. Sagði hann
blm. Timans, að sem krakki hefði
hann haft gaman af teikningu, en
þá hefði vinnan setið i fyrirrúmi.
— Vegna veikinda hóf ég að
teikna árið 1965, og siðan hef ég
veriö að föndra við þetta til þess
að drepa timann. Þetta er að visu
mest til gamans gert, en mér
finnst allt betra en að sit ja auðum
höndum.
Það má sjá á þessari sýningu,
að Arni hefur ekki setið auðum
höndum siðustu ár. Manna-
myndir og myndir úr þjóðlifinu
þekja veggina i sýningarsalnum,
og efalitið á Arni fáa sina lika,
sem vinna list sina eingöngu með
blýanti.
Þessi sýning er þriðja
einkasýning Arna Finnboga-
sonar.
<•
Arni Finnbogason sést hér á myndinni við nokkrar af teikningum
sinum. Timamynd: G.E.
Hafnarmólin
í Reykjavík
1 viðtali, sem birtist hér i
Timanum sl. þriðjudag við Pál
Guðmundsson, skipstjóra,
sem skipar fimmta sætið á
framboðslista Framsóknar-
flokksins i Reykjavik við
borgarstjórnarkosningarnar
annan sunnudag, kemur fram
ófögur lýsing á þvi, hve herfi-
lega ihaldið hefur brugðizt út
gerðar- og sjómannastéttinni
og fiskvinnslunni i Reykjavík
með sleifarlagi, slóðaskap og
kæruleysi i hafnarmálum
fiskiskipa i Reykjavík.
i viðtalinu við Pál Guð-
mundsson segir m.a.:
Engin bryggjuplóss
til skipaviðgerða
— okrað á raforku
til skipa
„Skip sem t.d. þarfnast við-
gerða, geta ekki fengið
bryggjupláss og rafmagn fæst
sjaldnast um borð i skipin frá
landi, sem er mikið fjárhags-
legt atriði, ekki sizt vegna
oliunotkunar og þess gifurlega
aukakostnaðar sem fylgir þvi
að keyra Ijósavélar skipanna
dag cftir dag i höfnum inni,
þegar auðvelt ætti að vera aö
fá raforku frá raforkuverum i
landi, sem nota vatnsorku.
Þetta gerir reksturskostnað
skipanna meiri, en ella þyrfti
að vera og þjóðin tapar dýr-
mætum gjaideyri i oliu og
vélarsliti.
Þá eru útgcrðarmenn mjög
óánægðir með það, að þá
sjaldan að það tekst að fá raf-
magn frá landi og þá fyrst og
fremst til að hita upp ibúðir
skipanna, þá er kilóvattið selt
á 9 krónur, en til húsahitunar i
landi er kilóvattiö selt á eina
krónu.
Skip verða að leigja
Ijósavélar í landi
— Þetta er ekkert smá mál,
þvi á stundum liggja tugir
stórra fiskiskipa til viðgerða i
Reykjavikurhöfn og keyra
Ijósavélar sinar, eða leigja
jafnvel Ijósavélar til þess að
unnt sér að rafsjóða um borö i
skipunum og vinna þar með
nauösynlegum rafknúnum
verkfærum.
— Aðstaða verktaka, sem
taka að sér verkefni um borð i
skipunum er líka svo bág-
borin, að vart verður unað við
lengur. Viðgerðarverkstæði,
vélsmiðjur og fl. hafa hvergi
orðið aðstöðu við
Reykjavikurhöfn, heldur eru
þessar starfsstöðvar og önnur
þjónustufyrirtæki skipaflotans
með aðsetur langt inni i bæ og
fer oft mestur timinn i flutn-
inga á stykkjum og mannskap
til og frá vinnustað þ.e.
skipunum og verkstæðisins.
Borgin beinir
viðgerðarvinnu
til útlanda
Loforö um fasta viðgerðar-
bryggju er búið að gefa marg-
sinnis, en er ávallt svikið af
yfirvöldum og ekkert bendir
til þess nú, að úr þessu veröi
bætt.
Það nær vitanlega ekki
nokkurri átt, að viðgerðar-
verkstæði, sem vinna fyrir
skip, hafi aðstööu i útjöðrum
borgarinnar. Þetta veldur
meðal anuars þvi, að viögeröir
verða miklu dýrari, en vera
þyrfti og á vafaiaust sinn þátt i
þvi, að flest skip leita til við-
gerða i erlendar liafnir, þar
sem aðstaða er betri.
islenzku verkstæðin myndu
geta annað fleiri vcrkefnum
og mun ódýrara, ef aöstaða i
landi — bryggjuaðstaða —
væri fyrir hendi”. —TK