Tíminn - 18.05.1974, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Laugardagur 18. mai 1974.
4
Ætlar að snúa baki
við hinu Ijúfa lífi
Ira von Furstenberg prinsessa
tjáði blaðamönnum nýlega, að
hún væri orðin þreytt á þvi lifi
sem hún hefur lifað og ætli að
snúa við þvi baki og helga sig
heimilislifinu. Von er að blessuð
prinsessan sé orðin svolitið
þreytt. Milli þess sem hún eyðir
sumarleyfum sinum i St. Tropez
og vetrarleyfum i St. Moritz,
ferðast hún milli næturklúbba
heimsins i félagsskap glaum-
lifisfólks, sem varla hefur leng-
ur nokkra hugmynd um hvernig
það á að eyða peningum sinum.
Til að punta svolitið upp á til-
veruna leikur prinsessan öðru
hvoru i kvikmyndum.
Ira von Furstenberg er nú 33
ára að aldri, og á tvö hjónabönd
að baki og á hún tvo syni 15 ára
og 17 ára. Nú segist hún ætla að
hætta öllu glaumlifi og helga sig
uppeldi sonanna og sjá um
heimili góðvinar sins, arki-
tektsins Roberto Federice, en
allar likur benda til að
kunningsskapur þeirra endi
með hjónabandi. Auk þessa
ætlar prinsessan, að snúa sér að
alvarlegri leiklist, eins og hún
kallar það. Má þvi segja, að
framtið prinsessunnar sé enn
glæsilegri en fortið hennar.
*
Lettneskur
þjóðgarður
Lettar hafa ákveðið að gera
stórt svæði við fljótið Geyja,
sem fellur i Rigaflóa rétt
norðan við Riga, að þjóðgarði.
Sjálfur garðurinn verður rúmir
36 þús. hektarar að stærð, en ef
næsta nágrenni garðsins, sem
mun tilheyra honum óbeint, er
talið með, má ætla að hann taki
fyrir rúma 83 þús. hektara. 1
þjóðgarðinum verða þrjú aðal-
svæði, þar af eitt i miðjum
garði, sem verður helgað
visindalegum rannsóknum. Á
svæðinu umhverfis garðinn
verða reistir ferðamannaskál-
ar, þar verður bátaleiga, bila-
stæði og margs konar önnur
þjónusta.
Flýr heimaland sitt
Fyrrverandi heimsmeistari i
hnefaleikum, Ingemar Johans-
son, hefur flutzt búferlum úr
heimalandi sinu Sviþjóð, og sló
hann sér niður á Mallorca, þar
sem hann keypti sér hús og seg-
ist ætla að búa þar, að minnsta
kosti næstu árin.
Ingemar græddi mikið fé, er
hann var upp á sitt bezta i
hnefaleikum, og varð stór-
auðugur er hann vann heims-
meistaratitilinn. Mörg ár eru
siðan hann hætti að stunda
iþrótt sina, og gerðist fram-
kvæmdamaður i Sviþjóð. En
fyrirtæki hans gengu ekki vel og
tapaði hann á þeim. En hann
segist enn eiga nóg fé til að eiga
náðuga daga á Mallorca i að
minnsta kosti nokkur ár. Hon-
um er farið að leiðast i Sviþjóð,
þar sem blaðamenn elta hann á
röndum og segist hann ekki
kæra sig um að vera nokkurs
konar framhaldssögupersóna i
sænskum blöðum, þar sem hann
fær ekki að vera i friði með sitt
einkalif. Kannski gengur honum
það betur á Mallorca, þvi enn
sem komið er eru tæpast fleiri
Sviar þar en i Sviþjóð.
—Yfir hverju ert þú að röfla..Ég
lofaði að koma mcð dóttir þina
heim klukkan tólf og nú er hún
ekki nema cllefu..
—Þú skalt ekki hiusta á
hann...hann kemur af öpum eins
og aðrir honum likir.
DENNI
DÆMALAUSI
En þú sagðir, að ég skyldi halda
áfram að spila.