Tíminn - 18.05.1974, Síða 5

Tíminn - 18.05.1974, Síða 5
Laugardagur 18. mai 1974. TÍMINN 5 Ingibjörg Njálsdóttir, forstööukona leikskólans, ásamt nokkrum af börnum skólans. „BIÐLISTINN LENGIST ÖRT" Litið inn í leikskólann á Akranesi og spjallað við Ingibjörgu Njáls- dóttur forstöðukonu EIN af þeim nýju stofnunum, sem risið hafa upp á Akranesi, er leik- skóli. Leikskóiinn tók tii starfa um mánaðamótin nóvember-des- ember á siðasta ári, og I skól- anum dvelja fjörutiu og tvö börn. Þau eru á aldrinum tveggja til sex ára, tuttugu börn korna klukkan átta og dvelja i skóianum til hádegis, tuttugu og tvö koma klukkan eitt og fara klukkan sex. Akranesbær rekur leikskólann, og við hann starfa þrjár fóstrur. ViðTimamenn litum inn á leik- skólann á ferð okkar um Akranes og hittum þar að máli forstöðu- konu skólans, Ingibjörgu Njáls- dóttur, en hún er ung stúlka, sem hefur starfað sem fóstra i þrjú ár. Ingibjörg vann áður á dag- heimilinu við Kleppsspltalann i Reykjavik. „Leikskóli er hverju bæjarfélagi nauðsynlegur” — Það kom upp sú vandræða staða i fyrra, að nokkrir kennarar og hjúkrunarkonur höfðu ráðgert að segja störfum sinum lausum, vegna skorts á gæzlu barna sinna. Þessi hópur beitti sér fyrir þvi, að stofnaður yrði leikskóli. Við verðum að horfast i augu við þá staðreynd, að það vantar alltaf gæzlu fyrir börn i okkar þjóðfélagi, þar sem það er mjög algengt fyrirkomulag að báðir foreldrar vinni utan heimilis. Þvi hljóta svona leikskólar að vera hverju bæjarfélagi nauðsynlegir, ella kynni svo að fara, að einhver hluti vinnuafls staðarins gæti ekki haldið áfram störfum sinum, — og það hlýtur i öllu falli að vera bæjarfélaginu til vandræða. Þetta húsnæði, sem leikskólinn býr við núna, er eingöngu til bráðabirgða. Húsnæðið er leigt til eins árs, en þó kemur til greina að framlengja leiguna um eitt ár til viðbótar. Það er á stefnuskrá yfirvalda að hefja byggingu leikskóla á árinu 1975, en hér á Akranesi vantar peninga til slikra fram- kvæmda, eins og annars staðar. Við byrjuðum að smiða og laga þetta húsnæði i október og gátum breytt þvi talsvert. Hins vegar búum við illa hvað viðkemur snyrtiaðstöðu, og eins i sambandi við fatageymslu. Það er mjög æskilegt, að minum dómi, að geta gert stofnanir sem þessa svolitið heimilislegar, og mér finnst sjálfri svolitill heimilisbragur vera á þessum leikskóla. Lóðin hérna er ekki nógu hagkvæm, og i rigningartið verður hún eitt flag. Leiktæki eru enn ónóg, en ég veit að þau eru á leiðinni og koma innan tiðar. Með vorinu hefur eftirspurn aukizt verulega, og biðlistinn lengist ört. ,,Samstarf við foreldra jákvætt og mikilvægt” — Ég tel, að hálfs dags gæzla barna sé börnunum bæði holl og þroskandi, en að geyma börn á dagheimilum allan daginn, kannski ár eftir ár, tel ég miður æskilegt. Foreldrar hafa, þvi miður, ekki allir áhuga á þvi, hvað börnin aðhafast i leik- skólum, dagheimilum eða annars staðar. Þetta er sorgleg stað- reynd, þótt hún heyri sem betur fer næstum þvi til undantekninga. Það er vitað mál, að samstarf svona stofnana við foreldra er jákvætt og mikilvægt fyrir báða aðila. Fyrirhugað er að halda svonefndan foreldrafund, þar sem foreldrarnir koma hingað i leikskólann. Þeir kynna sér starf- semi, skólans og við kynnum okkar starf. Foreldrarnir geta komið með athugasemdir, og jafnvel með einhverjar úrbáetur i málefnum skólans. ,,Börnunum kemur vel saman” — Þegar veður leyfir, eru börnin úti við til klukkan þrjú, — það er að segja, hópurinn sem kemur eftir hádegið, — en þá er drukkið og börnin koma sjálf með nesti með sér. Eftir það er hvildarstund, en siðan er föndrað, lesið, sungið — eða við spjöllum bara saman, allt eftir ástæðum hverju sinni. Börnunum kemur vel saman, þótt þau séu á ólikum aldri. Stærri stelpurnar gæta minni barnanna og i litlum hópi hefur þessi aldursmunur að minum dómieingöngu jákvæðáhrif. Hins vegar getur þetta verið erfitt, einkanlega hvað viðkemur sögum og öðru, sem höfðar að mestu til þroska barnanna. Sögurnar mega þvi hvorki vera of léttar né of þungar, og þessi meðalvegur er stundum erfiður i framkvæmd. — Hvernig er samkomulagið á milli kynjanna? Vilja strákarnir ekki tuskast við stelpúrnar? — Nei strákarnir eru allir sætir og góðir. Hér rikir mesta jafn- rétti, og ef einhver færi að tuskast, þá væru það fremur stelpurnar, sem eru miklar rauðsokkur og láta hlut sinn hvergi. Við Timamenn kveðjum Ingi- björgu, segjum bless við krakkana og þau taka undir og segja: bless, bless. —Gsal. Leikskólinn á Akranesi býr enn I bráðabirgöahúsnæði, en á næsta ári eiga aö hefjast byggingarframkvæmdir við nýjan leikskóla. Tlmamyndir: Gunnar. SoLUSTADIR: Hjölboróaverkstœöiö Nýbarði, Garðahreppi, simi 5060«. Skodabúöin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. .Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Heilsurækt Atlas, æfingatimi 10-15 min. á dag. Arangurinn sýnir sig eftir viku tima. Likamsrækt Jowetts heims- frægt þjálfunarkerfi sem þarfnast engra áhalda eftir George F. Jowett heims- meistara i lyftingum og glimu. Bækurnar kosta 300 kr. hvor. Vinsamlegast send- ið gjaldið i ábyrgðarbréfi. Likamsrækt, pósthólf 1115, Reykjavik. RAFSTILLING Dugguvogi 19 Viðgerðir og stilling- ar á rafkerfi bif- reiða. Startarar — Dina- móar. Simi 84991. Bændur Við seljum dráttar- vélarj búvélar og allar tegundir vörubila BÍLASALAN Bræðraborgarstig 22 Simi 26797.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.