Tíminn - 18.05.1974, Side 6
TÍMINN
Laugardagur 18. mai 1974.
Fyrsta fuglaskoðunarferðin
A MORGUN, sunnudaginn 19.
mai efnir Fuglaverndarfélag ts-
lands til fyrstu feröar sinnar á
árinu til Suöurnesja. Vcrður fyrst
ekiðað Garðskagavita, og gengið
þaðan suður með ströndinni. Eftir
nokkra dvöl þar verður haldið til
Sartdgerðis.
A ströndinni tnilii Garðskaga
og Sandgerðis er venjulega
mikið fuglalif um þessar mundir,
og oft má búast þar við sjaldgæf-
um fuglum, sem flækzt hafa
hingað til lands. Frá Sandgerði
verður ekið til Hafna og staldrað
þar við nokkra stund. Skyggnzt
eftir straumönd, sem heldur sig
þar i brimrótinu. Siðan verður
haldið á Hafnaberg, sem er að-
gengilegasta fuglabjarg fyrir
ibúa höfuðborgársvæðisins.
tbúar þessa fallega bjargs eru nú
allir seztir þar að og undirbúning-
ur hafinn að vorverkunum. 1
Hafnabergi má sjá allar bjarg-
fuglategundir landsins nema haf-
tyrðilinn. Af bjargbrúninni má
sjá til Eldeyjar, þar sem
þúsundir súlna halda sig. Þær
sjást einnig fljúgandi nálægt
bjarginu. Þá má einnig sjá skrof-
una og fleiri fugla, sem forvitni-
legir eru. Frá Hafnabergi verður
haldið að Reykjanesvita og
skoðaður þar silfurmáfur. Siðan
verður ekið heim um Grindavik
og hugað að fugli á þeirri leið.
Lagt verður af stað frá
Búnaðarfélagshúsinu við
Tjörnina (við hliðina á Iðnó) kl.
10 árdegis. Aætlaður
komutimitil Reykjavikur erkl. 7
siðdegis. Farseðlar verða seldir
við bilana og kosta kr. 700 fyrir
fullorðna og kr. 350 fyrir börn á
skólaskyldualdri. Gott eraðhafa
með sér kiki, og þeir sem eiga
Fuglabók Almenna Bóka-
félagsins, ættu að hafa hana með-
ferðis.
Leiðsögumenn verða tveir,
mjög vel kunnugir fuglalifi
Suðurnesja.
Langvía
Ljósm: Grétar Eiriksson
Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík efnir til
almenns
SKEMMTI-
i Háskólabíó í dag — 18. maí — kl. 15,30
Stutt ávörp flytja fulltrúar
ungra framsóknarmanna um
málefni
borgarinnar
Gerður
Steinþórsdóttir
Alfreð
Þorsteinsson
Guðmundur G.
Þórarinsson
FUNDARSTJÓRI:
Jónas R.
Jónsson
Fjölbreytt
skemmtiatriði
Hljómsveitirnar
Dögg og Change,
þjóðlagatrióið Tríóla
og Jörundur Guðmundsson
Fjölmennum í Háskólabíó á laugardaginn
« -----------------------—