Tíminn - 18.05.1974, Page 7
Vísir. Laugardagur 18. mai 1974.
TÍMINN
7
STEFNUSKRÁ
Framsóknarmanna í Reykjavík vio
borgarstjórnarkosningarnar í vor
Varnir gegn mengun
Framsóknarflokkúrinn telur,
að nú þegar þurfi að hefja
skipulegar aðgerðir til að koma
i veg fyrir vaxandi mengun
andrúmslofts, grunnvatns i
borgarlandinu og sjónum með-
fram ströndinni.
Telur flokkurinn, að hér sé um
mál að ræða, sem öll sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu
þurfi að sameinast um að leysa
á sem farsælastan hátt. Bendir
flokkurinn sérstaklega á nauð-
syn þess, að vatnsbólum borg-
arinnar verði lokað, Elliðaárnar
verndaðar svo sem framast er
unnt og frárennslismál borgar-
innarveröi endurbætt og tryggi-
lega verði gengið frá oliugeym-
um, sem staðsettir eru i borg-
inni.
Holræsamál
Stemma verður stigu við
óhreinkun sjávar kringum
borgarlandið af völdum skolps.
Skolpið hefur viðast hvar ver-
ið leitt stytztu leið til sjávar og
eru þvi útrásir býsna margar
meðfram ströndinni.
Skolpið er léttara en sjórinn,
stigur upp og breytir útliti
sjávarins kringum útrásir.
Veldur þvi efnasamsetning
skolpsins, s.s. fita olia, bensin,
þvottaefni o.s.frv.
Jafnframt þvi, sem það er
kappsmál allra Reykvikinga að
halda sjónum sem hreinustum
kringum borgina er þess að
gæta að samfara þessari meng-
un er nokkur hætta þar eð fram
með ströndinni er viða mat-
vælavinnsla.
Nauðsynlegt er þvi að sam-
eina útrásir og koma skolpinu
lengra frá ströndinni, þangað
sem straumur og vantsendur-
nýjun er mikil, jafnframt þvi
sem þarf möguleika til
hreinsunar skolpsins.
Gera verður framkvæmda-
áætlun um sameiningu útrása
og hreinsun skolps.
Framkvæmdir í
Breiðholti
Við uppbyggingu Breiðholts-
hverfa hefur það komið i ljós, að
mjög hefur skort fyrirhyggju
hjá borgaryfirvöldum varðandi
skipúlagningu og framkvæmd
ýmissa sameiginlegra þátta,
svo sem byggingu skóla og
barnaheimila, aðstöðu til
félagsstarfa og heilsugæzlu,
lagningu gangstétta o.fl.
Þá hefur vegasamband viö
þessi hverfi lengst af verið alls
ófullnægjandi og er enn, auk
þess, sem þjónusta SVR hefur
verið i algjöru lágmarki.
Þegar við þetta bætist, að að-
streymi fólks I Breiðholtshverf-
in hefur verið mun örara en ráð
var fyrir gert, þarf engan að
undra, þótt stórfelld vandamál
hafi skapazt og erfiðleikar orðið
á ýmsum sviðum.
Framsóknarflokkurinn legg-
ur rika áherzlu á, að borgin full-
geri hið fyrsta þær sameigin-
legu framkvæmdir, sem henni
ber skylda til að inna af hendi
fyrir ibúa þessara hverfa. Jafn-
framt verði komið i veg fyrir, að
mistök slik sem orðið hafa i
Breiðholtshverfi hendi eftirleið-
is, þegar ný hverfi eru i bygg-
ingu.
Söfn og listir
Framsóknarflokkurinn legg-
ur á það áherzlu að listastarf-
semi i borginni verði veittur
öflugur stuðningur ásamt ann-
arri þeirri starfsemi, sem
menningarauki er að.
Þetta verði gert m.a. með eft-
irfarandi:
að stuðla að eflingu leiklistar-
starfsemi i borginni með þvi
að styrkja fjárhagslega þá
aðila, svo sem Leikfélag
Reykjavikur, er slika starf-
semi hafa með höndum.
að veita árlega ein myndarleg
listaverðlaun, sem bæði túlk-
andi og skapandi listamenn
geti hlotið.
að styðja tónlistarstarfsemi al-
mennt og skreyta borgina
sjálfa og byggingar hennar
listaverkum.
að vinna að þvi að koma upp
minjasafni um sjósókn og
sjóvinnu.
Félagsleg þjónusta
Framsóknarflokkurinn telur,
að auka þurfi félagslega þjón-
ustu við borgarana meðal ann-
ars með þvi að:
1. Vinna skipulega að þvi að
einstæðir foreidrar, sem
vinna úti, geti fengið aðstoð,
þegar börn þeirra eru veik.
2. Halda námskeið fyrir konur,
sem ætla að starfa við
heimilishjálp á vegum borg-
arinnar.
3. Fjölga svonefndum fjöl-
sky lduheimilum fyrir
munaðarlaus börn.
4. Koma á fót skólaheimili fyrir
unglingsstúlkur, sem þarfn-
ast handleiðslu og leiðbein-
inga vegna hegðunarvand-
kvæða og afbrota.
5. Stofna heimili „pensionat ”
fyrir unglinga, sem dvalizt
hafa á Upptökuheimiii rikis-
ins, en eiga ekki kost á þvi að
dvelja á heimilum sinum.
Heimili fyrir taugaveikl-
uö börn
t samvinnu við hlutaðeigandi
félagasamtök verði komið upp
meðferðarheimilum fyrir
taugaveikluð börn.
Verði þar annars vegar um að
ræða heimili, sem rekið verði
sem skólastofnun með heima-
vist, þar sem vistbörnum verði
séð bæði fyrir lögskipaöri
fræðslu og sérfræðilegri með-
ferð i lækningaskyni og hins
vegar fjölskylduheimili, þar
sem vistbörn sæki almenna
skóla og njóti þar af á heimilum
sérfræöilegrar þjónustu til
náms og i lækningaskyni.
Fyrir árslok 1974 verði út-
vegaðar tvær ibúðir til reksturs
fjölskylduheimilanna og hafinn
verði undirbúningur að bygg-
ingu skóla- og meðferðarheimil-
, is meö það fyrir augum að
starfsemi geti hafizt haustið
1975.
Bætt aðstaða fyrir blinda
Framsóknarflokkurinn telur
að borgin eigi að taka að sér
gerð garðs við blindraheimilið i
Hamrahlið. Miklatún og önnur
útivistarsvæði verði gerð sem
aðgengilegust fyrir blinda og
annað fólk, þannig, að þessir
borgarar geti notið þeirra til
jafns við aðra. t þessu skyni
veröi stigar allir vel afmarkaðir
og hindrunarlausir og merktir
vegvisum sem geti komið blind-
um að gagni. Auknir verði
möguleikar blindra til þess að
komast gangandi að útivistar-
svæðum og um borgina með þvi
að koma fyrir merkjaútbúnaði i
götuvitum og fólki i hjólastólum
verði gert auðveldara að kom-
ast um borgina með þvi að tekn-
ir verði fláar i gangstéttar-
kanta.
Málefni áfengissjúklinga
Alvarlegt ástand hefur um
árabil rikt i málefnum drykkju-
sjúkra i Reykjavik og er þörf
margþættra og samræmdra að-
gerða þeim til hjálpar.
Skipuleggja verður og sam-
ræma aðstoð opinberra aðila við
drykkjusjúklinga.
Framsóknarflokkurinn telur
að meðal nauðsynlegra úrræða
sé að:
1. Komið verði upp litlum vist-
heimilum fyrir áfengissjúkl-
inga i afturbata.
2. Bætt verði skilyrði til að veita
áfengissjúkl • skammtima
sjúkrahúsmeðferð og göngu-
deildarmeðferð.
3. Þegar verði tryggt viðunandi
húsnæði undir heimili fyrir
áfengissjúkar konur.
4. Alþingi auki framlög til
gæzluvistarsjóðs og verði
framlag a.m.k. 2% af hagnaði
A.T.V.R.
5. Auka verður félagslega að-
stoð við áfengissjúklinga og
stefnt, á vegum Félagsmála-
stofnunarinnar, að aukinni
fyrirgreiðslu varðandi at-
vinnu, húsnæði og vistanir á
sjúkrahús af hæli og aðrar
stofnanir, sem sinna áfengis-
sjúklingum.
Tímans
f
Ferðagetraun
Eins og lesendum Timans er
kunnugt þá stóð Ferðagetraun
Timans yfir i febrúar og fram i
marz.
Margar réttar úrlausnir bárust
og var dregið úr þeim 25. marz.
Þeir heppnu voru:
Dómhildur Eiriksdóttir, Patreksfirði og
Friðgeir Ingimundarson, Skeiðarvogi 31, Reykjavik,
og hljóta þau sem vinning ferð til Miðjarðarhafseyjarinnar
Möltu á vegum Ferðamiðstöðvarinnar og fylgir hér með mynd af
hinu glæsilega hoteli, sem þau koma til með að búa á.
Vegna hins langa prentaraverkfalls hefir dregizt að birta úr-
slitin, en að sjálfsögðu voru hin heppnu látin vita strax eftir út-
drátt.
Sjóstanga-
veiðimót
Veiðifélagið Sjóstöng, gengst
fyrir sjóstangaveiðimóti frá
Keflavik laugardaginn 8. júni n.k.
Segja má, að þetta mót sé fram-
lag félagsins til væntanlegrar
Keflavikurhátiðar.
Aætlað er að róa frá Keflavik
ki. sex að morgni og koma aftur i
höfn um klukkan tvö, eftir hádegi.
Mótið er opið öllu áhugafólki, en
nauðsynlegt er að tilkynna þátt-
töku fyrir 23. mai. Þátttöku ber að
tilkynna til formanna sjóstanga-
veiðifélaganna, i Keflavik,
Reykjavik, Vestmannaeyjum og
Akureyri.
(fréttatilkynning).
Oddsskarð fært
léttum bílum
I frétt um samgöngur austan-
lands, sem birtist i blaðinu hinn
16. mai, segir, að Oddsskarð sé
gjörsamlega ófært sökum aur-
bleytu. Þetta er ekki alls kostar
rétt, að sögn Hjörleifs Olafssonar
vegaeftirlitsmanns. Að visu er
nokkur aurbleyta i Oddsskarði,
þannig að öxulþungi bifreiða, sem
um skarðið fara, er um þessar
mundir takmarkaður við fimm
tonn, en allar léttar bifreiðar
komast greiðlega leiðar sinnar
um skarðið.
Astand vega um land allt er
annars með bezta móti, miðað við
það sem gerist á þessum tima
árs.
*
Sjálfboðaliðar
og bílar á kjördag
Kosningaskrifstofurnar i Reykjavik vantar
sjálfboöaliöa tilstarfa. Unnið er öll kvöld til kl.
10.
Þeir, sem vilja lána bila á kjördag eru vinsam-
lega beðnir að hafa samband við kosninga-
skrifstofurnar og láta skrá bila sina. Einnig er
gott að þeir, sem ætla að vinna á kjördag, til-
kynni það sem fyrst.
V ■ /
AuglýsM í Timanum