Tíminn - 18.05.1974, Page 8

Tíminn - 18.05.1974, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 18. mai 1974. viðhorf fólksins og nóttúra landsins höfðu mest óhrif á okkur" segir Korl Rowold ambassador eftir níu óra starf hér d landi Á laugardag 18. mai fer Karl Ro- wold, ambassador Sambandslýö- veldisins Þýzkalands, af landi burt, ásamt konu sinni Ragnhild, að loknu meira en niu ára starfi hér. Hann hefur verið ambassador lands sins hér 1970—1974, en á árunum 1958—1963 var hann fyrsti sendi- ráðsritari við þýzka sendiráðið i Reykjavik. — Við hjónin flytjumst nú til Danmerkur, sagði Karl Rowold ambassador, þegar við ræddum við hann á þessum timamótum. — Ættingjar minir i Þýzkalandinu eru nánast horfnir, en i Dan- mörku býr sonur okkar með sinni fjölskyldu, og kona min er dönsk og á þar ættingja. Við munum búa á Borgundar- hólmi á sumrin, en þar eigum við gamlan bóndabæ, sem við höfum endurnýjað. Á vetrum verðum við i Kaupmannahöfn, og þar hyggst ég taka þátt i þýzk-nor- rænni samvinnu um menningu og viðskipti, þótt ég hafi nú dregið mig i hlé frá störfum af heilsu- farsástæðum. Ég vonast til að geta nú slakað svolitið á eftir fjögur erfið ár hér. Fiskveiöideilan — Voru siðustu árin hér erfið? — Þau höfðu mörg vandamál að færa, og bar þar hæst fiskveiði- deiluna milli þjóða okkar vegna landhelgisútfærslunnar. Enn hef- ur ekki fengizt lausn á þvi vanda- máli, en ég vona og trúi, að svo verði bráðlega, og hef reynt að leggja mitt af mörkum til að svo megi verða. óskandi er, að sú lausn byggist á gagnkyæmri tillitssemi. Þýzkir sjómenn hafa veitt hér við land i meira en 100 ár, og við þörfnumst þess afla, sem þeir draga að landi. Fiskmarkaður okkar er stór, og við viljum einnig kaupa eins mikið og kostur er af islenzk- um sjómönnum. Fyrir tilstilli Efnahagsbandalags Evrópu lækka væntanlega tollar á fiski, og gerir það fisksölu Islendinga til Þýzkalands arðbærari en áður. Vonandi geta þýzkir og islenzkir sjómenn veitt á Islandsmiðum i friði og eindrægni i framtiðinni. Islendingar hafa einkum haft áhyggjur af veiðum þýzkra verk- smiðjuskipa hér við land og óttazt, að þar væri um rányrkju að ræða og að aðrar þjóðir kæmu i kjölfar okkar og veiddu hér á enn stærri skipum. En þessi skip okk- ur eru engar „ryksugur”, á þeim eru notuð sömu net og á venjulegum togurum. Við viljum ekki vera i sam- keppni við Islendinga á fiski- miðunum, heldur veiða i bróðerni við hlið ykkar. Vinátta þjóða okk- ar hefur staðið um aldir. Til allr- ar hamingju hefur hún ekki glatazt á þessum árum, sem fisk- veiðideilan hefur staðið, og sjó- menn okkar hafa reynt að forðast að i odda skærist. Vonandi helzt þessi góði vinska,pur með þjóðun- um nú þegar undirbúningi að lausn deilunnar er að heita má lokið og beðið er eftir loka- samningunum. Undirbúningurinn hefur verið starf okkar i utanrikisþjónustunni um árabil, og ég er vongóður um að árangur verði góður. i dönsku andspyrnu- hreyfingunni — Hvað störfuðuð þér áður en hingað til Islands kom? — Það er löng saga. Ég var frá upphafi andvigur Hitler. 21 árs gamall var ég yngsti þingmaður i Braunschweig og var tekinn fast- ur vegna andstöðu við' stefnu Hitlers og settur i einangrunar- búðir. Með hjálp læknis mins tókst mér að flýja til Danmerkur, og var i tiu ár á Borgundarhólmi og siðan i Kaupmannahöfn, en fór þar huldu höfði, þvi Þjóöverjar höfðu hertekið landið. Ég varð að flýja til Sviþjóðar 1944, en kom siðan aftur og vann fyrir danska rikið i þýzku flóttamannabúðun- um. 230.000 þýzkir flóttamenn, þar af 80% konur og börn, voru i Danmörku i striðslok. Ég vann að menningar- og fræðslumálum i þágu flóttamannanna, og 1949, þegar þetta fólk fór aftur til Þýzkalands, skrifaði ég bók um þetta starf, Flóttamenn i Dan- mörku, fyrir danska rikið. Stofnaðir voru skólar og bóka- söfn i flóttamannabúðunum. Fólkið var látið kjósa sér sina eigin stjórn, og yfirleitt reynt að gera iif þess eins mannúðlegt og kostur var. M.a. unnum við að þvi að flokka’ um eina milljón bóka, sem Þjóð- verjar áttu i Danmörku á þessum tima, og fá flóttafólkinu til afnota, en þær voru siðar sendar til Þýzkalands á staði, þar sem bókasöfn höfðu eyöilagzt i striðs- átökunum. 1950 tóku Þjóðverjar á ný upp stjórnmálasamband við Dan mörku, og varð ég þá sendiráðs- fulltrúi i Kaupmannahöfn með félags- og menningarmál og fréttaþjónustu á minni könnu. 1955 fór ég siðan til starfa við utanrikisráðuneytið i Bonn, varð sendiráðsfulltrúi hér 1958 og sendiráðsfulltrúi i Stokkhólmi 1963, og kom svo aftur hingað 1970. Ykkar gæfa að vera smáþjóð — Hvers vegna kusuð þér að koma aftur hingað? — Landið hafði sterk áhrif ámig. Náttúra Islands er áhrifa- mikil og oft stórfengleg. Þegar Is- lendingar tala um að landið sé litið, mótmæli ég alltaf og segi, að það sé einmitt stórt. En þjóðin er hins vegar fámenn, og það tel ég ykkar gæfu. Lifið hér er mannlegra en með stærri þjóðum. Fólk lætur sér koma hvert annað við. Menn hafa meiri áhuga hver á öðrum, þekkja fortið hvers annars, og yfirleitt hefur fólk meiri yfirsýn yfir þjóðlifið i heild. Samt finnst mér fólk hér umburðarlyndara gagnvart náunganum en aðrar þjóðir og meta persónulegt frelsi mikils. Landsmenn hafa verið okk- ur hjónunum mjög að skapi.og við höfum fundið, að Þjóðverjar eru hér velkomnir gestir, enda er menningarsamband þjóðanna þegar alda gamalt. Ég tel, að tslendingar geri meira fyrir samfélag sitt en flest- ar aðrar þjóðir. Þegar ég hugsa um vegakerfi ykkar i þessu erfiða landslagi, þá undrast ég, hvernig svo fámenn þjóð hafi getað byggt það. Við Ragnhild höfum ferðazt mikið hér, bæði á einkabifreið og inn á hálendið i hópferðum Guð- mundar Jónassonar og Úlfars Jacobsens. Og það er alltaf hin ósnortna náttúra, sem hrifur okk- ur mest. Sárt að heyra Brandt hallmælt Undanfarið höfum við hjónin ferðazt um og kvatt vini og landa. M.a. var nýlega opnuð á ný ræðis- mannsskrifstofa i Vestmannaeyj- um, og óskum við fyrir hönd þýzku þjóðarinnar Heimaey allra heilla i framtiðinni. Þar er nú nýr þýzkur ræðismaður, Gisli M. Gislason. — Hvað segið þér um stjórn- málaástandið i Þýzkalandi? — Siðustu ár hafa verið um- brotatimar i allri Evrópu, ekki aðeins i Þýzkalandi. Willy Brandt er flokksbróðir minn og kunningi, og ég þekki sögu hans. Hann er mikill mannvinur, merkur maður og einn af mestu stjórnmála- mönnum, sem heimurinn hefur alið. Að upp komst um þennan austurþýzka njósnara, sem komizt hafði til valda, var ekki eina ástæðan fyrir afsögn Brandts. Það var ekki Brandts sök, að svo varð, undirmenn hefðu átt að vera betur á varð- bergi i þvi efni. En Brandt hefur átt við veikindi að striða um ára- bil. Ég tel þó mögulegt, að Willy Brandt komi aftur fram á sjónar- sviðið. Hann heldur raunar áfram sem forseti Sósialdemkrata- flokksins. Mér rennur til rifja, þegar ég heyri Brandt vera sakaðan um að hafa verið undir áhrifum frá njósnara Austur-Þjóðverja við mótun stefnu sinnar gagnvart austantjaldslöndunum. Það er megnasta óréttlæti svo mikil voru áhrifin njósnarans ekki. Það er einnig argasta fölsun að kalla Brandt kommúnista, þótt þessi maður hafi komizt eins langt og raun varð. Willy Brandt er sósialdemókrati og andstæðingur einræðis, i hvaða formi sem það birtist, — einnig „einræði öreig- anna”. Ég álit, að róttækar marxistiskar hreyfingar innan Sósialdemókrataflokksins hafi skaðað hann að undanförnu. Þörf er á endurreisn flokksins sem þjóðarflokks i anda Godesberg- áætlunarinnar. Og það er trúa min, að sósialdemókratar og frjálsir demókratar, flokkur Walters Scheel, hafi yfirhöndina i þýzkum stjórnmálum á næstu ár- um. SJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.