Tíminn - 18.05.1974, Síða 9

Tíminn - 18.05.1974, Síða 9
Laugardagur 18. mai 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Stjórn Ólafs Jóhannessonar Þvi verður ekki á móti mælt, að siðan is- lenzka lýðveldið var endurreist 1944, hafa siðustu þrjú árin verið mesti athafna- og fram- faratiminn. Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar hefur haft forustu um meiri og viðtækari fram- farir en nokkur önnur rikisstjórn lýðveldisins. Þar ber hæst útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 milur,sem þegar hefur dregið stórlega úr veið- um erlendra skipa á Islandsmiðum, og á þó eftir að gera það enn frekar. Næst er að nefna hina þróttmiklu byggðastefnu, sem hefur valdið gerbreytingu i málum landsbyggðar- innar. Þótt ekki væri nema þetta tvennt, myndi það nægja til að halda nafni rikisstjórnarinnar lengi á lofti. En við þetta bætast miklar fram- farir og umbætur á mörgum öðrum sviðum, bæði félagslegar og verklegar. í þvi sambandi er ekki sizt ástæða til að minna á hinar stór- auknu bætur ellilifeyrisþega. Þær hafa á stjórnartimabilinu hækkað úr kr. 4900 á mánuði i 18.885 krónur fyrir þá, sem engar aðrar tekjur hafa. Þótt kappsamlegast hafi verið unnið að byggðamálum, hefur sameiginlegum fram- faramálum þéttbýlisins ekki verið gleymt. Þannig hefur t.d. sú breyting, sem Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra beitti sér fyrir, að létta ýmsum útgjöldum af sveitar- og bæjarfélögum, gert þeim mögulegt, að auka stórlega framlög til verklegra framkvæmda, sem gerðar eru i sameiginlega þágu ibúanna. Þannig hefur Reykjavikurborg getað veitt miklu meira fé til slikra framkvæmda i tið nú- verandi stjórnar en i tið viðreisnarstjórnarinnar. Það er rétt, að rikisstjórninni hefur ekki tekizt að hamla eins mikið gegn verðbólgunni og hún ætlaði sér. Þess vegna hefur hún undir forustu Ólafs Jóhannessonar beitt sér fyrir róttækum aðgerðum, sem stjórnarandstaðan hindraði á Alþingi, svo að ekki var um annan kost að velja en að leggja það mál i hendur þjóðarinnar. Eftir þeim úrskurði hennar er nú beðið. En rikisstjórnin hefur hér sýnt, að hún vill ekki leyna kjósendum þvi fyrir kosningar, hvað fyrir henni vakir, og fer þvi harla ólikt að og viðreisnarstjórnin fyrir kosningarnar 1967, þegar hún beitti falskri verðstöðvun og sagði allt i bezta lagi, en felldi svo krónuna strax eftir kosningarnar. Þótt ráðherrarnir allir og margir stuðnings- menn stjórnarinnar eigi meiri og minni þátt i þeirri framfarastefnu, sem stjórn ólafs jóhannessonar. hefur fylgt, er það efalaust, að hlutur forsætisráðherrans er langstærstur. Hann hefur orðið að sameina meira og minna ólik öfl, og oft orðið að sýna langlundargeð, en jafnframt tekið fast i taumana, þegar með hefur þurft, t.d. i sambandi við landhelgis- málið. Hann hefur lika haft aðalforustuna um það viðnám gegn verðbólgunni, sem leiddi til þingrofsins. Það mætti öllum vera ljóst, að á viðsjár- verðum timum i efnahagsmálum og stjórn- málum, skiptir höfuðmáli, að forustan sé ábyrg og traust. Um það verður ekki deilt, að Ólafur Jóhannesson hefur sýnt, að hann er traustasti stjórnmálaleiðtoginn, sem þjóðin hefur nú á að skipa. Þess vegna geta fylgis- menn hans haldið þvi hiklaust fram, að málum þjóðarinnar verði bezt borgið með þvi, að tryggja honum stjórnarforustuna áfram með stóreflingu Framsóknarflokksins. -Þ.Þ. Norman Cousins, Long Island Press: Hvert er takmark bættrar sambúðar? Hættulegs misskilnings gætir í umræðum um þetta efni MIKIÐ af því, sem hugsað er og sagt um bætta sambúð, byggist á grundvallarmis- skilningi. Margir lita á bætta sambúð sem eins konar sátt- mála um skuldbindingu til gagnkvæmrar vináttu. Við þetta er alls ekki átt með orðunum ,,bætt sambúð”. Með „bættri sambúð” er fyrst og fremst átt við samkomulag milli Bandarikjamanna og Sovétmanna um að forðast hatrama árekstra út af þeim meginmálum, sem þá greinir á um. Þetta er eins konar tilraun til að setja ágreiningnum ákveðin mörk. 1 grundvallar- atriðum á ,,bætt sambúð” að reyna að draga úr hættunni á kjarnorkustyrjöld, sem gæti greitt menningu okkar rot- höggið. ÁTÖKIN fyrir botni Mið- jarðarhafsins sýndu greini- lega i verki, um hvað ,,bætt sambúð” snýst. Bandarikja- menn óska ekki eftir breytingu á valdajaínvæginu i þessum heimshluta á þann veg, að Sovétmenn ráði þar lögum og lofum. Sovétmenn eru nákvæmlega sama sinnis um Bandarikjamenn. Báðir aðilar viðurkenna þó sem enn brýnni nauðsyn að forðast, að löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins verði kjarn- orkukveikja heimsstyrjaldar. Af þessu leiddi, að þeir Nixon forseti og Leonid Brésjnéff formaður Kommúnistaflokks Sovétrikjanna voru ekki i neinum vandræðum með að koma sér saman um, að þeim væri báðum áhuga- og hags- munamál að koma i veg fyrir að deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafsins kæmust á það stig, að þeir yrðu orðnir and- stæðingar i styrjöld einn góð- an veðurdag. VIÐ þetta er átt með „bættri sambúð”. Til þess var aldrei ætlazt, að viðgangur „bættrar sambúðar” væri undir stjórn- málum eða hugmyndafræði- legri uppbyggingu þessarra tveggja þjóðfélaga kominn. Árásir innan Sovétrikjanna á þá Alexander Solzhenitsyn, Andrei Sakharov og ýmsa fleiri hafa vakið meðal Banda- rikjamanna andúðaröldu gegn ,,bættri sambúö”. Banda- rikjaþing hefir ekki hraðað sér að veita Sovétmönnum ,,beztu kjara” viðskipti og sumir sovézkir hugmyndafræðingar hafa fyrir sitt leyti viljað túlka þá staðreynd á þann veg, að Bandarikjamenn væru visvit- andi að grafa undan bættri sambúð. Vitaskuld væri það okkur Bandarikjamönnum ánægju- efni að Sovétrikin hyrfu frá einræðisstjórnarkerfi sinu og veittu þegnum sinum skoðana- og túlkunarfrelsi og frelsi til að flytjast úr landi. En ósenni- legt er, að þetta gerist i skjótri svipan. Bandarikjamenn eru heldur ekki liklegir til að breyta siðum sinum eða erfða- venjum til þess eins að geðjast Sovétmönnum. Hvor þjóðin um sig fer efalaust sina mörk- uðu leið. En þó að svo verði er i senn nauðsynlegt og mögu- legt að þær komist hjá þvi að lenda i beinum hernaðarátök- um. STUÐNINGUR við bætta sambúð táknar alls ekki, að við Bandarikjamenn séum fylgjandi kúgunarstefnu sovézkra stjórnvalda gagn- vart listamönnum, þegnum af Mynd þessi var tekin af þeim N'ixon og Brésjheff siðarnefndi lieimsótti Bandarikin sl. sumar. Gyðingaættum eða minni- hlutahópum i samfélaginu yfirleitt. Stuðningur við bætta sambúð táknar aðeins, að við viðurkennum eðlileg lifssann- indi á kjarnorkuöld. Bandarikjamenn og Sovét- menn hafa opinberlega viður- kennt vigbúnaðarkapphlaupið sem heppilegasta vettvang þeirrar viðleitni að draga úr styrjaldarhættunni. Samn- ingaumleitanirnar um að draga gagnkvæmt úr söfnun gjöreyðingarvopna er áþreifanlegt tákn þessa gagn- kvæma áhuga. ENGINN heilvita maður getur snúizt öndverður við þessari viðleitni. Við getum hins vegar viðurkennt, að við- ræðurnar um gjöreyðingar- vopnin eru ekki enn komnar á það stig, að samningamenn- irnir séu farnir að ræða minnkun kjarnorkuvopna- birgða, hvað þá útrýmingu þeirra. Ætlazt hefir verið á um, að bæði risaveldin hafi á valdi slnu 75 þúsund megatonna kjarnorkusprengjur. Þetta er nokkur hundruð þúsund sinn- um meira eyðingarafl en notað var á Hiroshima. Ef notaður væri fjórðungur þeirra kjarnorkusprengja, sem geymdar eru í vopnabúr- um Sovétrikjanna og Banda- rikjanna. hlyti verulegur hluti mannkynsins utan þessara landa að farast. SAMNINGAUMLEITAN- IRNAR um minnkaðan gjör- eyðingarvigbúnað hafa þótt lofa góðu, en um raunhæfar niðurstöður er enn ekki að ræða. Þarna reynir alvarlega á ágæti bættrar sambúðar þegar fram kemur. hvort aðil- um tekst að ráðast að sjálfum rótum vígbúnaðarháskans. Almenningur i Bandarikjun- um og annars staðar ætti fyrst og fremst að beina athygli sinni að þessum grundvallar- atriðum. Hitt er og jafn satt, að sér- hvert samkomulag um af- vopnun verður óhjákvæmilega að tengjast tilveru samtaka, sem eru nægilega öflug til þess að geta varðveitt friðinn. Eitt- hvað verður að taka við hlut- verki vigbúnaðarins, ef takast á að tryggja öryggið. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur baráttan fyrir bættri sambúð og baráttan fyrir eflingu Sam- einuðu þjóðanna að fara sam- an.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.