Tíminn - 18.05.1974, Page 13
Laugardagur 18. mai 1974.
TÍMINN
13
lUmsjón: Alfreð Þorsteinssonl
„Þeir hljóta að
setja met,
þessir sterku
strókar..."
— sagði Finnur Karlsson. Kraft
lyftingameistaramót íslands í dag
,,Þeir hljóta að setja
nokkur met, þessir
sterku strákar", sagði
Finnur Karlsson, for-
maður Lyftingasam-
íþróttir
og útilíf
í Kópa-
vogi...
bands Islands, þegar
við spurðum hann, hvort
það yrði ekki metaregn
á kraftlyftinga-
meistaramótinu, sem
fer fram í Sænska
frystihúsinu f dag kl.
15.00. Finnur sagði, að
meistaramótið yrði tvi-
mælalaust spennandi og
skemmtilegt, því að allir
okkar sterkustu
lyftingamenn tækju þátt
i því.
Kraftlyftingameistaramót
Islands hefst i dag með keppni
i léttari flokkunum kl. 15.00 og
i þyngri flokkum kl. 17.00.
Keflvíkingar
hefja vörnina
gegn Fram
★ liðin mætast á grasvellinum í Njarðvík
★ Víkingar leika gegn Eyjamönnum
★ Skagamenn fó Valsmenn í heimsókn
★ KR leikur gegn Akureyri d morgun
Ensku þjálfararnir Sanders (Vikingi) og Kerby (Akranesi) ræða sam-
an og horfa á leik Vals og York sl. miðvikudagskvöld. (Timamynd Jim)
KefIvíkingar, sem voru
ósigrandi í l. deildar
keppninni sl. keppnistima-
bil, hefja vörn islands-
meistaratitilsins í dag.
Þeir fá bikarmeistara
Fram i heimsókn, og fer
leikur liðanna fram á
grasvellinum i Njarðvík-
um. Það má búast við
skemmtilegum leik því að
þarna eru á ferðinni tvö
af stórliðum íslenzkrar
knattspyrnu. Framarar
hafa sigrað Keflvíkinga í
siðustu þremur leikjum,
sem liðin hafa leikið, og
hafa Keflvíkingar örugg-
lega hug á að gera þar
breytingar á . Leikurinn í
dag hefst kl. 14.00. Á sama
tíma fer fram leikur á
Melavellinum í Reykjavík.
Þá mæta nýbakaðir
Reykjavíkurmeistarar
Víkings Eyjamönnum.
Skagamenn fá Valsmenn i
heimsókn i dag, og hefst leikurinn
uppi á Skaga kl. 16.00. Á morgun
fer fram einn leikur, KR-ingar
leika gegn Akureyringum á
Melavellinum kl. 16.00.
Það má búast við að 1. deildar
keppnin verði mjög jöfn og
spennandi i sumar. Oll 1. deildar
liðin, nema Fram, hafa erlenda
þjálfara, sem verður athyglisvert
að fylgjast með. Þá verður
gaman að sjá, hvað Jóhannes
Atlason nær langt með Framliðið
i sumar. Það er erfitt að spá um,
hvernig lokastaðan verður i 1.
deildinni. Miklar likur eru á þvi,
að Keflvikingar, Framarar
Vikingar og Valsmenn berjist um
Islandsmeistaratitilinn. KR-ing-
ar og Akureyringar blanda sér að
öllum likindum i fallbaráttuna,
eins og undanfarin ár. Skaga-
menn og Eyjamenn ættu að
verða um miðja deild, og það get-
ur alveg eins farið svo að þessi
tvö sterku lið verði i topp-
baráttunni.
Síðasta Hljómskóla- hlaup ÍR fer fram d morgun.og hefst kl. 14
Hinn 4. júni n.k. hefst i Kópa-
vogi sex vikna námskeið, sem
nefnt hefur verið íþróttir og útilif
og er ætlað börnum og unglingum
á aldrinum 8-14 ára. Tómstunda-
ráð Kópavogskaupstaðar stendur
fyrir námskeiði þessu, sem fer
fram á tveimur stöðum i bænuin,
þ.e. við Kársnesskóla i Vesturbæ
og á Smárahvammsvelli 1
Austurbæ.
Á námskeiði þessu verður þátt-
takendum gefinn kostur á að
kynnast margvislegum þáttum
iþrótta og útilifs. Má þar m.a.
nefna: Frjálsar iþróttir, knatt-
leiki, leiki, göngu- og hjólreiða-
ferðir, umferðarfræðslu, heim-
sókn i önnur bæjarfélög, auk þess
sem þátttakendur fá tækifæri til
að kynnast starfsemi siglinga-
klúbbsins Kópaness og reið-
skólans. Námskeiðinu lýkur siðan
með tveggja daga ferðalagi i
Þrastaskóg.
Námskeiðið fer fram alla virka
daga og hefst jafnan kl. 1.00 f.h.
og stendur samfleytt til kl. 15.00.
Æskilegt er, að þátttakendur hafi
með sér nesti, sem þeir snæða i
hádeginu, auk þess sem boðið
verður upp á heita súpu.
tþróttakennararnir Arndis
Björnsdóttir, Dóra Jóelsdóttir,
Július Arnarson og Ómar Guð-
mundsson munu leiðbeina á nám-
skeiðinu. Umsjónarmaður nám-
skeiðsins er Guðmundur Þor-
steinsson iþróttakennari.
Innritun hefst þriðjudaginn 21.
mai i sima 41570 og 41866. Þátt-
tökugjald kr. 2.000.- greiðist þeg-
ar námskeiðið hefst, að morgni
þriðjudagsins 4. júni kl. 10.00 við
Kársnesskóla og Smárahvamms-
völl. Systkinaafsláttur verður
veittur.
Nánari upplýsingar um
„Iþróttir og útilif” gefur iþrótta-
og aeskulýðsfulltrúi i sima 41570.
Meistarar meistaranna
Bikarnieistarar Fram urðu sigurvegarar I meistarakeppni KSt 1974.
Þrjú lið tóku þátt i keppninni eða þau lið sem leika fyrir hönd tslands I
Evrópukeppni i knattspyrnu I sumar, þ.e. Fram, íslandsmeistararnir
frá Keflavik og Valur, sem tekur þátt I UEFA-keppninni. Á myndinni
hér fyrir ofan sjást leikmenn Framliðsins. Aftari röð frá vinstri: Þor-
kell Þorkelsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, Kristinn
Jörundsson, örn Bragason, Atli Jósafatsson, Arnar Guðlaugsson, Þor-
bergur Atlason, Marteinn Geirsson, Jón Pétursson, Guðgeir Leifsson,
Ómar Arason og Jón Ragnarsson. Fremri röð: Jóhannes Atlason
þjálfari, Kjartan Kjartansson, Snorri Itauksson, Hlööver Rafnsson,
Gunnar Guömundsson, Agúst Guðmundsson, Rúnar Gislason og Egg-
ert Steingrimsson. (Timamynd Gunnar)