Tíminn - 18.05.1974, Qupperneq 16
TÍMINN
Laugardagur 18. mai 1974.
76
Andri ísaksson:
Morgunblaðið fellur á prófi
Hinn 18. mars s.l. flutti ég
undirritaður erindi um daginn og
veginn i Rikisútvarpið, þar sem
ég m.a. vék að og gagnrýndi mál-
flutning Morgunblaðsins i
viðkvæmum þjóðmálum. Þessi
gagnrýni min hefur komið sliku
róti á hugi Morgunblaðs-
ritstjórnar, að næsta sunnudag,
24. mars, gerir hún mér ekki
minni heiður en þann að helga
orðum minum rúman helming
sins vikulega stjórnmálabréfs,
Reykjavikurbréfsins. Auk þessa
hefur blaðið svo mikið við að birta
á sömu opnunni leiðara, sem sýna
má fram á að er i beinum
tengslum við minn þátt i Reykja-
vikurbréfi þess.
Vegna prentaraverkfalls hefur
þvi miður orðið allmikil bið á, að
ég gæti svarað Morgunblaðinu á
sama vettvangi. En við þvi varð
ekki gert, og mun ég nú ræða
þetta nýja dæmi um málflutning
og vinnuaðferðir blaðsins nokkru
nánar.
Að marka stefnu
Morgunblaðið vill ekki kannast
við, að æskulýðssamtök Sjálf-
stæðisflokksins hafi árið 1971 sett
sér það mark að ala jafnt og þétt
á innbyrðis tortryggni milli
þeirra stjórnmálaflokka, sem
stóðu að rikisstjórn Ólafs
Jóhannessonar, enda þótt blaðið
viðurkenni, að umræðuplagg
þessa efnis hafi komið fram á
þingi Sambands ungra sjálf-
stæðismanna. Hér er um að ræða
túlkun Morgunblaðsins, er virðist
byggð á þvi viðhorfi að ekkert
annað geti talistmörkuð stefna en
það, sem birt er i opinberum
ályktunum. Það er nú það. Sjálfur
hefégtúlkaðþettameð viðtækara
hætti. Sú staðreynd, að umræddu
þingplaggi fylgdu skjótt itrekaðar
og auðþekktar aðgerðir, segir
sina sögu. t þessum efnum eins og
öðrum er það reynslan, sem
ólygnust er. Og vel má Morgun-
blaðinu vera þaö kunnugt, að i
þvilikum málum er svardagi eða
reiðileg afneitun hinna
gagnrýndu gerenda (eða
verndara þeirra) hreint ekkert
lokaatriði. Venjan er að segja um
slikar túlkunardeilur, að sagn-
fræðingar framtiðarinnar muni
skera úr þeim, og óttast ég ekki
þeirra niðurstöðu. — Sem sagt:
Ég hef verið og er enn þeirrar
skoðunar, að æskulýðssamtök
Sjálfstæðisflokksins hafi mótað
sér áðurgreinda sundrungar-
stefnu, og grundvalla ég þá
skoðun ekki einasta á framkomu
og tilvist umræðuplaggsins,
heldur engu siður á þeim gerðum,
sem fylgdu i kjölfarið og sam-
svöruðu svo rækilega
sundrungarhvatningu þess. Lái
mér þetta hver, sem vill. En
þeim, sem ekki hafa enn sann-
færst um sömu skoðun og ég við
að lesa ritstjórnargreinar, Stak-
steina og Reykjavikurbréf
Morgunblaðsins unda^ifarin 2 1/2
ár eða svo, vil ég benda á að
kynna sér ræður þær, sem Ellert
B. Schram, þáverandi formaður
Sambands ungra Sjálf§tæðis-
manna, flutti utan dagskrár á
Alþingi, veturinn 1971-1972. Hygg
ég, að eftir að hafa kynnt sér þær
umræður, muni fáir verða lengur
i nokkrum vafa.
Dagblað er það,
sem það birtir
Morgunblaðið viðurkennir, að
það hafi á sinum tima nefnt fund
stúdenta, sem helguðu 1.
desember brottför hersins, „fúla
þjóðniðinga og landráðasam-
komu”. Hins vegar hneykplast
blaðið mjög á þvi, að ég skuli ekki
hafa látið þess getið, að þessi orð
hafi slæðst inn i Velvakanda án
vitundar ritstjóra, en þeir beðið
opinberlega afsökunar á orðunum
og tekið þau til baka. Þessu er þvi
til að svara, að hefði ég vitað um
þessa afsökunarbeiðni ritstjór-
anna, þá hefði ég að sjálfsögðu
látið hennar getið i erindinu, þvi
að afsökunarbeiðnin er virðingar-
verð, svo langt sem hún nær. En
þrátt fyrir það hefði ég samt
vissulega nefnt þetta dæmi um
málflutning Morgunblaðsins i
téðu erindi. Þvi að hvað er dag-
blað? Dagblað er, eins og aðrir
fjölmiðlar, það sem það birtir.
Enda þótt ritstjórn dagblaðs þurfi
alls ekki að vera sammála öllum
þeim skoðunum, sem i dag-
blaðinu birtast (einkum sé þetta
sérstaklega tekið fram i blaðinu
og krafist ófrávikjanlegrar nafn-
birtingar höfunda), þá breytir
það engu um það, að ábyrgðin á
birtingu efnis hvilir óskipt á
herðum ritstjórnar. Það er grát-
broslegúr og ábyrgðarlaus
skollaleikur að birta margs konar
ósóma i blaði sinu, dreifa honum
til þjóðarinnar og hafa þannig
hugsanlega veruleg siðleysisáhrif
á skoðanir hennar og skjóta sér
siðan á bak við það, að ósóminn
hafi verið aðsepdur og blaðið sé
frjálslynt blað, sem birti marg-
visiegar skoðanir. Dagblað er
ekki annað en það, sem það birtir.
Það hefur ekki áhrif með öðru.
Það er ritstjórnar að ákvarða,
hvað getur talist siðferðislega
birtingarhæft i blaði, og slikri
ákvörðun fylgir mikil félagsleg
ábyrgð. i Frammistaða rit-
stjórnar dagblaðs við þetta
ábyrgðarmikla starf er eitt af þvi
mikilvægasta, sem leggja verður
til grundvallar, þegar blaðið er
metið að verðleikum.
Um ósamlyndi
og ágreining
Morgunblaðið heldur þvi fram,
að ég hafi sjálfur viðurkennt að
ósamlyndi rikti innan rikis-
stjórnarinnar, og nefnir til sem
dæmi, að ég hafi sagt um land-
helgissamningana við Breta, að
Þjóðviljinn, flokksblað Alþýðu-
bandalagsins, „virtist um tima
staðráðinn i að koma i veg fyrir
samninga á fyrirliggjandi grund-
velli”. Hér er um að ræða dæmi-
gerða rangtúlkun og mjög af þvi
tagi, sem ég gagnrýndi Morgun-
blaðið fyrir. Með leyfi að spyrja,
Morgunblaðsritstjórn: Hvar er
hér talað um ósamlyndi innan
rikisstjórnarinnar? Ráðherrar
tiltekins stjórnmálaflokks verða
ekki gerðir ábyrgir fyrir þvi, sem
stendur i dagblaði, er styður eða
er málgagn flokks þeirra, nema
þvi aðeins að þeir séu ritstjórar
blaðsins jafnframt ráðherra-
dómi. Hér er þvi vfrið að tala um
málflutning eins tiltekins dag-
blaðs, sem styður rikisstjórnina,
en ekki um ósamlyndi innan
rikisstjórnarinnar. Hitt er svo allt
annað mál, að mér hefur aldrei
dottið i hug, né heldur haldið þvi
fram, að enginn ágreiningur riki
innan rikisstjórnarinnar. Það
væri vissulega furðuleg rikis-
stjórn, ef ráðherrar hennar væru
alltaf kórrétt sammála. Auðvitab
hlýtur að rikja einhver
ágreiningur um ýmis mál i öllum
rikisstjórnum og þá ekki sist,
þegar um samsteypustjórnir
flokka er að ræða. Slikur
ágreiningur er leystur og
jafnaður með umræðum,
samningum og samþykktum,
sem ráðherrarnir verða að una
við, eigi rikisstjórnin að geta
starfað áfram, og á þetta alveg
jafnt við, þótt einstakir ráðherrar
séu persónulega á annarri
skoðun. Allt eru þetta augljós
atriði, og ekki sist nú, þegar
benda má á það, að þing hefur
verið rofið, margnefnd rikisstjórn
er breytt og kosningar i nánd
vegna raunverulegs skoðana-
ágreinings, sem ekki varð
leystur, um allt annað þjóðmál en
þau tvö mál, sem Morgunblaðið
hamaðist sýknt og heilagt á s.l.
haust og vetur. Það, sem ég aftur
á móti gagnrýndi Morgunblaðið
fyrir að þessu leytinu, var það að
beita óheiðarlegum málflutnings-
aðferðum á borð við úthrópun,
róg og útúrsnúninga til þess að
telja fólki trú um, að sú rikis-
stjórn, sem nú hefur setið að
völdum i tæp þrjú ár, væri sifellt
að liðast i sundur vegna ósam-
lyndis. Vitnaði ég i nokkur dæmi
þessu til stuðnings, t.d. þegar
Morgunblaðsritstjórnin skrifaði
nýlega i leiðara, að „ill öfl” og
„kommúnistar” sæktu að
forsætisráðherra úr öllum áttum.
Ef Morgunblaðið óskar, skal ég
gjarnan birta fleiri dæmi um
þennan málflutning þess, þvi að á
þeim er enginn skortur.
Má ekki gagnrýna?
Morgunblaðið segir, að ég haldi
þvi fram i erindi minu, að ekki
megi gagnrýna löglega kjörin
stjórnvöld, og vitnar blaðið i þvi
sambandi i kafla, sem það tekur
með dæmigerðum hætti út úr
samhengi. Eins og sýnt verður
fram á hér á eftir, er hér um
hreina rangtúlkun að ræða. — Ég
vil jafnframt láta þess getið, að
þessi rangtúlkun blaðsins á
orðum minum finnst mér raunar
vera furðulegasta og jafnframt
uggvænlegasta atriðið i skrifum
þessum útvarpserindi mitt, þar
sem mér sýnist hún ekki einasta
vera algerlega tilefnislaus,
heldur einnig bera vott um
geigvænlega þröngsýni rit-
stjórnarinar. — Enda þótt
flestum eða öllum liggi eflaust
rangtúlkun blaðsins á orðum
minum i augum uppi, þrátt fyrir
það að orðunum sé kippt úr sam-
hengi, þá tel ég samt rétt að birta
hér þann kafla erindisins, sem er
nauðsynlegt lágmark til að skilja
dóm minn að fullu:
„Svo að skrif Morgunblaðsins
um rikisstjórnina séu tekin sem
dæmi, þá er aðferðin sú, að fyrst
býr blaðið sér það til sem
forsendu, að sundurlyndi og
óeining riki á stjórnarheimilinu.
A þessu er siðan hamrað
mánuðum og árum saman,
eflaust i þeirri trú, að sé þetta
nógu oft endurtekið, hljóti al-
menningur að fara að trúa þvi. Þá
er bætt inn i myndina nokkrum
atriðum til að mála hana skýrari
dráttum. Þarna eru sagðir eigast
við „kommúnistar” annars vegar
og aðrir ráðherrar hins vegar.
Kommúnistarnir svokölluðu eru
að jafnaði birtir almenningi sem
menn, er hafi eitthvert sérstakt
lag á þvi að ráða mestöllum gangi
mála. Lesendum framhaldssög-
unnar virðist ætlað að lita á þá
sem vondu mennina. Hinurn ráð-
herrunum kynnast lesendur
Morgunblaðsins sem stefnulitlum
mönnum, er reyni af veikum
mætti að verjast hinni miklu
valdaásókn „illu aflanna”, enda
liklega eins gott fyrir þá að sýna
Morgunblaðinu, að þeir standi i
istaðinu, þvi að annars gæti
dunið á þeim hitt sæmdarheiti
blaðsins, „nytsamir
sakleysingjar”, hvorki meira né
minna.
Slikur málflutningur sem þessi
er orðinn næsta einstæður i
islensku þjóðfélagi, þó að svo sé
þvi miður ekki með öllu. Megin-
tilgangurinn með honum er að
sundra, að deila til að geta
drottnað. (Hér upphóf Mbl. til-
vitnun sina Innskot A.I.):
Ætlunarverkið virðist vera að
gera löglega kjörinni rikisstjórn
ókleift að starfa að stefnumálum
sinum út kjörtimabilið.
Þessum málflutningi
(Undirstr. A.l.) vil ég gefa þá
einkunn, að hann sé bæði óheiðar-
legur og á lágu siðferðisstigi.
Þessar einkunnir hæfa honum
vegna þess, að i sundrungarvið-
leitni sinni traðkar þessi mál-
flutningur á rétti annarra”.
Nú vil ég spyrja ritstjórn
Morgunblaðsins: Þegar rit-
stjórnin segir mig vera að halda
þvi fram i erindinu, að „ekki
megi gagnrýna löglega kjörin
stjórnvöld”, ber þá að skilja það
svo, að sá málflutningur blaðsins,
sem ég hef lýst og vakið athygli á
til fordæmingar vegna óheiðar-
legra aðferða, sé eina póiitiska
gagnrýnisaðferðin, sem biaðið
kann? Ég fæ ekki skilið rang-
túlkun blaðsins á orðum minum
öðruvisi en þannig, að ritstjórn-
inni finnist ég hafa hvorki meira
né minna en tekið frá henni einu
aðferðina til pólitiskrar gagnrýni,
sem hún kunni. Skyldu kannski öll
sárindi blaðsins og stóryrði i
minn garð stafa af þessu? Það
bendir ýmislegt til þess, að rit-
stjórnin sé sér illa meðvitandi um
málfutningsaðferðir sinar. Blaðið
vitnar t.d. i þessu sambandi ekki
einu sinni, heldur tvisvar i banda-
risk blöð, sem hafi flett ofan af
svikamálum eins og Watergate-
málinu og ráðist á löglega kjörna
rikisstjórn Bandarikjanna. Er
þetta gert annars vegar i marg-
ívitnuðu Reykjavikurbréfi 24.
mars s.l. og hins vegar i pistlinum
„Glafs”, sem einn af lautinöntum
ritstjórnarinnar, á.j. ( =Arni
Johnsen), skrifar i blaðið hinn 22.
s.m. Nú vil' ég enn spyrja
Morgunblaðsritstjórnina: Er með
þessu verið að gefa i skyn, að
Morgunblaðið eigi skilið svipaða
einkunn fyrir sina gagnrýni á
islensku rikisstjórnina og
bandarisk stórblöð eins og The
Washington Post fyrir gagnrýni á
Nixon Bandarikjaforseta og
ýmsa samstarfsmenn hans? Nú
vill svo til, að ég les nokkurn
veginn reglulega einn þann
bandariska fjölmiðil, sem hvað
mest hefur gagnrýnt umrædda
aðila fyrir Watergatevinnu-
brögðin o. fl„ nefnilega vikuritið
Newsweek. Þar eru allt aðrar
aðferðir lagðar til grundvallar en
hjá Morgunblaðinu. Hlutlæg,
málefnaleg gagnrýni situr i fyrir-
rúmi, en ekki það að úthrópa and-
stæðingana eða kippa orðum
þeirra úr samhengi og rangtúlka
siðan. Sé Morgunblaðsritstjórnin
að likja sinum málflutningi við
málflutning ábyrgra, banda-
riskra fjölmiðla, hlýtur þvi
annaðhvort að vera um að ræða
einstæða blindu á eigin gerðir eða
hið aldagamla fyrirbæri, sem
venjulega er kailað snobb.
Aðalsmerki blaðsins
Óhugsandi er aþ ljúka svo
umræðu um minn þátt i Reykja-
vikurbréfi Morgunblaðsrit-
stjórnarinnar hinn 24. mars s.l.,
að eigi sé fjallað um aðalsmerki
blaðsins i pólitiskum „gagnrýnis-
skrifum” þess. Þessum undir-
ritaða einstaklingi, sem dirfðist
að deila á málflutning blaðsins, er
ekki aðeins brigslað um ósann-
indi, heldur fullyrt, að hann hafi
„beinlinis visvitandi sagt ósatt”.
Orð min um ósamlyndi, sem áður
hafa verið rakin og skýrð, hljóta
sæmdarheitið „kjánalegt
blaður”. Og sú rangtúlkun
blaðsins, að ég haldi þvi fram að
ekki megi gagnrýna löglega
kjörin stjórnvöld, leiðír það vita-
skuld til þeirrar umsagnar, að i
rauninni felist i orðum minum
„fasistiskur hugsunarháttur”.
Jahá, ég spyr enn: Kann Morgun-
blaðið ékki aðra umræðuaðferð i
opinberum deilum en einmitt þá,
sem ég hef vakið athygli á til
fordæmingar?
Eigi skal skuturinn
eftir liggja
Hugtengsl eru býsna merkilegt
fyrirbæri, og miðsiður Morgup-
blaðsins hinn 24. mars s.l. gefa i
þvi sambandi tilefni til athyglis-
verðrar könnunar. Eins og áður
sagði, átti sýnilega ekki að hafa
litið við, þegar undirrituðum yrði
svarað: Ekki einasta var liðlega
hálft Reykjavikurbréfið undir-
lagt, heldur valið siðasta tölu-
blaðið fyrir prentaraverkfall og
þvi ekki möguleiki fyrir and-
stæðinginn að svara á sama vett-
vangi i bráð. Ekki virtist rit-
stjórnin þó telja, að þetta dygði,
heldur þurfti meira að segja að
nota leiðara blaðsins lika og það
með þeim hætti, að vart verður
misskilið. Nú brá nefnilega allt i
einu svo við, að Morgunblaðið
heigaði leiðarann skóiamálum,
sem ritstjórnin skrifaði allmikið
um hér f eina tið, en hefur næsta
litið verið sinnt I ritstjórnar-
greinum þess að undanförnu. Það
mun vera almenningi allvel
kunnugt, að ég undirritaður hef
fengist við rannsóknir og til-
raunastarf i skólamálum s.l. 8 ár,
fyrst sem deildarstjóri i Mennta-
málaráðuneytinu og frá og með
s.l. sumri sem prófessor i
uppeldisfræðum við Háskóla
fslands og jafnframt sérfræði-
legur ráðunautur Menntamála
ráðuneytisins i ýmsum skóla-
máium. Og i umræddum leiðara
Morgunblaðsins segir m.a.:
„Deyfð og drungi hefur rikt yfir
skólamálunum i tið núverandi
rikisstjórnar, og þeir 'ungu
menntamenn, sem kallaðir voru
til starfa að endurbótum á skóla-
kerfinu á siðustu árum
Viðreisnarinnar, og hæst lét i,
þegar málið var rætt á sinum
tima, virðast hafa haft meiri
áhuga á að hreiðra vel um sig i
kerfinu heldur en að koma á þeim
umbótum i skólamálum
fslendinga, sem menn vissulega
höfðu vænst af þeim, ekki sist
vegna þeirra stóru orða, sem
margir þeirra létu falla i
umræðunum fyrir fjórum til
fimm árum”. Og nú er
spurningin: Hver skyldi eiga að
taka til sin þessar dylgjur? Það
vill svo til, að þessari spurningu
hefur Morgunblaðið svarað sjálft,
þvi að maðurinn er nefndur með
nafni i „Glefsi” á.j. hinn 22. mars,
þar sem segir: „Fyrir nokkrum
árum hélt maður, að Andri væri
baráttumaður fyrir breytingum i
kerfinu, en nú er hann kerfið holdi
klætt”. Þá vitum við það. Meira
að segja i ritstjórnargrein
dagsins kom blaðið upp um aðals-
merki sitt, i þessu tilviki persónu-
legar dylgjur og róg. — Raunar er
i leiðaranum fjölmargt annað
málefnalegrar gagnrýni vert en
þetta dæmi, sem vitnað er i vegna
augljósra tengsla þess við
Reykjavikurbréfið. Það er hins
vegar utan ramma þessarar
greinar að elta ólar við þau atriði,
enda verður þeim eflaust siðar
svarað á viðeigandi vettvangi.
Að falla á prófi
Morgunblaðið ætlaði sér sýni-
lega að veita undirrituðum gagn-
rýnanda sinum þung högg og stór
með Reykjavikurbréfi sinu og
leiðara hinn 24. mars 1974. Þung
urðu höggin þó ekki, aðeins stór
vindhögg. Blaðið gat ekki hrakið
málefnalega gagnrýni mina og
greip þá til þeirra ráða i
málflutningi, sem ég hafði
einmitt veitt þvi ádrepu fyrir: að
úthrópa, rangtúlka og rægja.
Morgunblaðsritstjórnin gekkst
undir mikið próf þennan dag. Og
féll á prófinu.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, Bronco, jeppa og
ógangfærar fólksbifreiðar, er verða sýnd-
ar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 21. mai
kl. 12-3.
Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl.
5.
Sala Varnarliðseigna.