Tíminn - 18.05.1974, Side 17

Tíminn - 18.05.1974, Side 17
Laugardagur 18. mai 1974. TÍMINN 17 Veitingahúsinu í Fornahvammi lokað GB—Rvik. — Ákveðið hefur verið að hætta rekstri veitingahússins i Fornahvammi i byrjun júni. Vegagerðin keypti jörðina fyrir rúmlega fjörutiu árum og hefur leigthana siðan. Ábúandinn hefur séð um veitingarekstur en vega- gerðin um viðhald. Viðhald á húsinu hefur litið' verið undan- farin ár, enda hefur starfsemi þess minnkað allverulega þótt það hafi verið opið allan ársins hring. Húsið þarfnast þvi veru- legrar viðgerðar, en ekki hefur verið ákveðið, hvað gera skuli við það. Til öryggis fyrir veg- farendur mun vegagerðin láta byggja sæluhús i ofanverðum Norðurárdal. Stúdentaráð fordæmir ofsóknir á hendur Rudi Dutschke Gsal—Reykjavik — Á fundi stú- dentaráðs 26. april s.l. lýsir ráðið yfir andstöðu sinni við þær til- raunir danskra stjórnvalda að flæma Rudi Dutschke úr landi. Ennfremur lýsir Stúdentaráð yfir samstöðu sinni með baráttu Ferming í Kálfa- tjarnarkirkju, sunnudaginn 19. maí kl. 2 e.h. Prestur: Séra Bragi Friðriksson Ágúst Þór Guðbergsson, Smára- túni, Vatnsleysuströnd. Gunnlaugur Isleifsson, Lyngholti, Vogum Guðmundur Konráðs Rafnsson, Austurkoti, Vatnsleysuströnd. Guðjón Vilhjálmur Reynisson, Hafnargötu 28, Vogum Magnús Illynur Haraldsson, Osi, Bolungarvik Viktor Guðmundsson, Kirkju- gerði 5, Vogum Kristjána Rósa Hafsteinsdóttir Snæland, Hafnargötu 15, Vogum Siv Elisabeth Sæmundsdóttir, Stóru-Vatnsleysu 0 Flugslys fundu mig, og ég varð svo sannarlega feginn. Walter Claude hefur það að atvinnu að ferja litlar flug- vélar, en hann sagði, að þetta hefði verið fyrsta ferð sin með flugvél yfir til Ameriku, og sin fyrsta lending á Islandi hefði þvi verið heldur harkaleg, en áður hefur hann aðallega ferjað flugvélar frá Frakk- landi til ýmissa staða i Afriku og Suðaustur-Asiu. Hann verður að liggja nokkra daga i sjúkrahúsi, áður en hann fer utan. Þegar flugvélarinnar var saknað i fyrradag, var skipu- lögð geysiviðtæk leit, sem mörg hundruð manns tóku þátt i. Þyrlur leituðu úr lofti. En leitarskilyrði voru afleit, grenjandi stormur og rigning og skyggni afleitt. Leitar- flokkar frá skátum, Flug- björgunarsveitinni og Slysa- varnafélagi Islands fóru yfir mikið svæði i fyrradag og um nóttina. Náði leitarsvæöið um öll Suðurnes, upp i Borgar- fjörð og austur i Rangárvalla- sýslu. Gengu menn fjöll og heiðar fram á nótt, og komu sumir leitarflokkanna ekki til byggða fyrr en undir morgun, og voru þá aðrir tilbúnir að leggja af stað. Með birtingu létti til og fóru þá fjölmargar litlar flugvélar til leitar, auk flokka á landi. Þyrlurnar héldu leit áfram i morgun. Sem dæmi um umfang leitarinnar má nefna, að i leitarflokki SVFÍ frá Reykja- vikursvæðinu voru 68 manns, austanfjalls leitaði 61 maður á vegum slysavarnarfélagsins og auk þeirra voru leitar- flokkar austan Rangár tilbúnir að hefja leit i morgun. Frá Akranesi og Borgarnesi leituðu 32 menn um fjöll og heiðar, og frá Mýrum og Borgarfirði leituðu 59. Eru hér taldar 19 björgunarsveitir, sem i eru 287 manns. danskra stúdenta fyrir þvi að tryggja Dutschke starfsaðstöðu þar i landi, og fordæmir allar til- raunir til pólitiskra ofsókna gegn honum jafnt sem öðrum. Þá segir i yfirlýsingu stúdentaráðs, að fari svo að Dutschke verði visað úr landi, skori stúdentaráð á islenzk stjórnvöld að hlutast til um að honum verði boðin starfsaðstaða hér á landi, og tslendingar leggi þannig skerf af mörkum til verndunar mannréttinda. t greinargerð stúdentaráðs segir nokkuð itarlega frá lifi Dutschkes, frá þvi hann var einn af leiðtogum stúdenta i Vestur- Berlin ipólitisku andófi vorið 1968 til þessa dags. Þar kemur fram, að Dutschke dvaldist i Bretlandi um tima, en var visað úr landi, — þrátt fyrir að hann stæði við sinar skuldbindingar, sem fylgdu land- vistarleyfinu. Þá sótti hann um landvistarleyfi i Bandarikjunum, þar sem kona hans er bandarisk, en fékk synjun. Siðar fékk Dutschke stöðu sem aðstoðar- kennari við háskólann i Árósum, og hefur hann dvalizt þar siðan. Nú virðast hins vegar hafnar pólitiskar ofsóknir gegn honum i Danmörku, og stefnir þvi allt að þvi, að Dutschke verði sendur til Þýzkalands nú i mai, þar" sem hans biður óvissa og hætta á morðtilraunum, eins og segir i greinargerð stúdentaráðs. 1 lok greinargerðarinnar segir orðrétt: — Hérlendis komu upp raddir þess efnis að bjóða Solsénitsyn landvist, og er öllu rikari ástæða til slikra aðgerða i máli Rudi Dutschke, þar sem hann á i fá hús að venda og nýtur ekki stuðnings neinna voldugra aðila. ■ - Þessi mynd var tekin af myndlistarfólkinu, þegar það kom til að leggja siðustu hönd á sýninguna. Timamynd: G.E. SAAASÝNING MYNDLISTAR- KLÚBBS SELTJARNARNESS r — í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi Gsal—Reykjavik — Það cr stór hópur myndlistarfólks, sem hefur gert iþróttahúsið á Sel- tjarnarnesi að höll mynd- listarinnar nú um tima, þvi i dag kl. 14 opnar Myndlistarklúbbur Selljarnarness þar sýningu á verkum félagsmanna sinna. Sýningin verður opin frá 18.-26. mai, virka daga frá kl. 17-22 en frá kl. 14-22. um helgar. Myndlistarklúbbur Seltjarnar- ness var stofnaður árið 1971 af áhugafólki um myndlist. Stofn- félagar voru um tiu talsins, en bætzt hefur i hópinn og i dag eru meðlimir klúbbsins tuttugu. Sumir Félaganna hafa sótt nám- skeið i myndlist áður, en aðrir eru að stiga sin fyrstu spor á þessum vettvangi. Að þessu sinni sýna tuttugu félagar verk sin, flest oliumál- verk, alls 120 talsins. Leiðbein- andi klúbbsins hefur frá upphafi verið Sigurður Kr. Arnason list- málari, en klúbbfélagar hafa enn- fremur notið góðs af leiðbein- ingum listamannanna Eggerts Guðmundssonar og Gunnars Hjaltasonar. Þetta er þriðja samsýning Myndlistarklúbbs Seltjarnarness. NATTURUVERND VIÐ LAGARFLJÓTSVIRKJUN GB—Rvik. — Náttúruverndar- samtök Austurlands. NAUST, ákváðu að beita sér fyrir stofnun samstarfsnefndar heimaaðila til að fylgjast með þróun mála og vera til ráðuneytis um aðgerðir vegna fyrirhugaðrar Lagarfljótsmiðlunar í tengslum við 2. áfanga Lagarfossvirkjunn- ar. Stjórn NAUST sneri sér til tólf aðila með ósk um, að þeir tækju þátt i umræddu samstarfi og til- Fiskverðákvörðun til yfirnefndar —hs—Rvik. — Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur að undan- förnu unnið að ákvörðun lág- marksverðs á sjávarafla, sem gilda á frá 1. júni n.k., segir i fréttatilkynningu frá ráðinu, sem blaðinu barst i gær. Þar segir ennfremur, að á fundi ráðsins i gær (16. mai) hafi ákvörðun um bolfiskverð o.fl. verið visað til úrskurðar yfir- nefndar, þar sem samkomulag náðist ekki i ráðinu um lágmarks- verðið. A fundum ráðsins fyrir skömmu var einnig verðákvörðun á fiskúrgangi, svo og spærlingi og makril til bræðslu, visað til úr- skurðar yfirnefnda. Verðlagsráð vinnur nú að ákvörðun verðs á humri, rækju, hörpudiski og ýmsum kola- tegundum. Halldór heildaryfirtóku ríkissjóðs á umræddum framlögum sveitar- félaga og einstaklinga. Þetta sér og skilur hver skattþegn þó betur, þegar skattskráin kemur út i vor. En ef við litum á dæmið i heild og setjum það upp i töflu, mönnum til frekari glöggvunar, þá litur það svona út: Tryggingamál: Frá einstaklingum: Lifeyristryggingar 1570 Sjúkratryggingar 1145 2715 Frá sveitarfélögum: Lifeyristryggingar 800 Sjúkratryggingar 500 1300 AIls yfirtaka 4015 Löggæzla: Reykjavik 130 Landið 100 Alls yfirtaka 230 Yfirtaka tryggingamála og löggæzlu alls 4245 O Öngþveiti bessum efnum. En bað hefði svo sem ekki verið einhlitt þótt ihaldið hefði dragnazt til að samþykkja nauðsynlegar úrbæt- ur, þvi að þá hefði verið eftir verkið hið meira, sem sé að framkvæma það. öngþveitiö i þessum málum blasir viö, hvert se. litið er. Strætisvagnar komast ekki leiðar sinnar, menn geta ekki lagt bilum sinum i námunda við vinnustaði sina i miðborginni eða nágrenni hennar, og bilastæði, sem borgin hefur látið gera, eru ýmist gjaldskyld stórlega eða lögð undir einkaþjónustu.svosem bilasölur! Þá virðist skipulag ekki hafa mikið að segja i augum ihalds- meirihlutans sem kveinkar sér ekki við aö úthluta lóðum undir stórhýsi við umferðaræöar, þar sem útsýni verður augsýnilega svo skert, að stórhætta getur staf- aö af, og hefur á slikt verið bent af borgarfúlltrúum Framsóknar- manna i borgarstjórn, en ihaldið skellt við skollaeyrum og undrast enn meir, að til skuli vera menn, sem ekki sjá dýrðarljómann af verkum ihaldsmeirihlutans i borgarstjórn. nefiulu einn fulltrúa hver i nefnd til að fjalla þetta mál. Kjörnir voru trúnaðarmenn og samþykktar reglur um starfs- hætti á fyrsta fundi Lagarfljóts- nefndar 27. april s.l. Hjörieifur Guttormsson er formaður, Ingi- mar Svcinsson varaformaður, og Guttormur V. Þormar ritari. A öðrum fundi nefndarinnar á Egilsstöðum 6. mai s.l. var ein- róma samþykkt að beina þeim til- mæluin til Náttúruverndarráðs og orkuinálayfirvalda að búa svo um hnútana, að fyrirhuguð vatns- miðlun i Lagarfljóti valdi ekki landbroti eða öðrum skemmdum á nytjalandi. Nefndin tclur, að hámarksvatnsborðsstaða, sem til álita komi að miðla i á timabilinu 1. október til 1. mai, miðað við vatnshæðarmæli á Lagarfljóts- brú, sé 20,5 metrar yfir sjávar- mál. Miðlunarhæðin verði þó aðeins valin i tilraunaskyni og endurskoðun innan árs frá þvi að miðlun hefst og endurmetin með hliðsjón af þeim umhverfisrann- sóknum og reynslu, er þá liggur fyrir. Einnig verði gerðar ráð- stafanir, er tryggi, að vatnavextir á miðlunartima valdi ekki meiri yfirborðshækkun en verður viö náttúrlegar aðstæður. Nefndin telur nauðsynlegt, að gerðar verði mælingar og' vistfræðileg úttekt á helztu láglendissvæöum við fljótið svo og lifriki þess, með tilliti til veiðihagsmuna og veiti Náttúruverndarráð forsögn um þær rannsóknir. Hvetur nefndin til þess, að hraðað verði úttekt á landspjöllum og öðru tjóni og samið um bætur við landeigendur vegna þeirrar vatnsborðshækk- unar, sem þegar er orðin. Staðhæft er, að mannvirkjagerð við 1. áfanga hafi nú þegar breytt verulega útrennslu fljótsins, þannig að vatnsborðsstaða i Lagarfljóti geti á flóðatimum orðið til muna hærri en fyrir mannvirkjagerðina. Æskt hefur nefndin þess, að Rafmagnsveitur rikisins gefi skýrslu um mál þetta, svo og Samstarfsnefnd Náttúruverndarráðs og Iðnaðar- ráðuneyti um orkumál. Félagseiningar, sem tilnefnt hafa fulltrúa i Lagarfljótsnefnd, eru: Náttúruverndarsamtök Austurlands, Búnaðarsamband Austurl. Veiðifélag Fljóts- dalshéraðs, Náttúruverndar- nefnd Norður- og Suður-Múla- sýslu, Náttúruverndarráð og sveitarstjórnir eftirtalinna hreppa: Fljótsdalshrepps, Vallahrepps, Egilsstaðahrepps, Eiðahrepps, Hjaltastaðahrepps, Tunguhrepps og Fellahrepps. Frá Þroskaþjálfaskóla íslands Umsóknarfrestur um skólavist næsta haust er til 15. júni n.k. Þeir, sem þegar hafa skilað umsóknum eru beðnir að staðfesta þær fyrir þann tima. Kópavogshæli, 17. mai 1974 Skólastjóri

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.