Tíminn - 18.05.1974, Qupperneq 20

Tíminn - 18.05.1974, Qupperneq 20
GBÐI fyrir gúóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Gengi lækk- að um 4% gagnvart Bandaríkjadollar SKRAD gengi á Bandarikjadollar hækkaiii i dag gagnvart islcnzkri krónu um 3,70, og er kaupgengi nú 92,80 kr. hver dollar — Samsvarar þetta þvi, aö gengi islenzku krón- unnar hafi lækkaö um sem næst 4% gagnvart dollar, en minna gagnvart ýmsum öðrum myntum, sem hafa verið hækkandi að undanförnu. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst sú, að afkoma ýmissa greina sjávar- útvegs og útflutningsiðnaðar hefur farið versnandi að undanförnu, bæði vegna Fjöldamorð í Dublin NTB-Dublin. — 20 manns létu lifiö og yfir 100 manns særðust, er sprengjur sprungu á fjórum stöðum i Dublin i gær. Sprengjunum'var komið fyrir i bilum, sem stóðu á miklum umferðargötum, siðdegis, þegar umferðin var hvað mest i miðborginni. Talið er vist, að öfgasinnar frá Norður-lrlandi hafi staðið að hermdarverkunum. Danmörk: Krefjast launa- hækkana NTB-Kaupmannahöfn — Mót- mælaverkföllunum i Danmörku var haldiö áfram i gær, en þau voru hvergi nærri jafn almenn og á fimmtudag. Ilafnarverkainenn og skipasmiðir i stóru skipa- smiðastöövunum mættu flestir til vinnu i gærmorgun. Þótt margir launþcgar mættu ekki til vinnu sinnar I gær, var atvinnulif þó ekki lamað i öllu landinu, eins og i fyrradag. Samtök atvinnurekenda hafa beðið launþegasamtökin að hvetja meðlimi sína ekki til ólög- legra verkfalla. Launþegafélögin segja aftur á móti að ekki komi annað til mála en að laun verði hækkuð til að mæta þeim gifur- legu verðhækkunum, sem sparnaðarráðstafanir rikis- stjórnarinnar hafa i för með sér. hækkandi tilkostnaðar og verð- breytinga erlendis. t opinberum umræðum að undanförnu hefur það komið fram hvað eftir annað, að einn liður i nauðsynlegum aðgerðum til að leysa þennan vanda ætti að vera að láta gengi krónunnar siga niður á við. Hefur þetta skapað óvissuástand um gengi krón- unnar, sem virðist hafa ýtt undir spákaupmennsku og aukna gjald- eyrissölu. Af hálfu Seölabankans hefur þvi verið talið heppilegra að láta gengið nú breytast i einum áfanga um það, sem talið er hæfiiegt við núverandi aðstæður með tilliti til hagsmuna út- flutningsframleiðslunnar. Ætti þessi breyting að gera kleift að halda meðalgengi krónunnar nokkurn veginn stöðugu á næst- unni, að öllu óbreyttu Grimmilegar hefndar- árdsir ÍSRAELSKAR flugvclar héldu i gær áfram hefndarárásum á flottamannahúðir Palestinuaraba i Líbanon. Réðust flugvélarnar á búðir nærri landamærum Sýr- lands og á flóttain annabúöir skamint frá Beirút, höfuðborg Libanons. Libanönsk yfirvöld segja, aö um 50 manns hafi látið lifið i árásunum og yfir 100 særzt. Talsmaður israelska hersins segir, aö árásirnar séu eingöngu gerðar á stöðvar skæruliða. Fara tsraelsmenn ekki dult með það, að verið sé ■ að hefna fyrir morð barnanna i Maalot. Fórnar- lömbum vegna aðgerðanna i skólanum hefur fjölgað, og hefur nú 21 barn látið lifið. Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, er enn i ísrael og reynir að miðla málum milli tsrala og Sýrlendinga. En siðustu atburðir hafa vakið siikt hatur og hefndarþorsta milli Araba og tsraelsmanna að Kissinger mun vonlitill um að samningar um vopnahlé takist að sinni. Aðstoðarmenn hans segja, að hann muni samt dvelja eystra þar til á þriðjudag. Nýr umboðsmaður í Kópavogi Frá og með 17. mai byrjar nýr umboðs- maður i Kópavogi, Hólmfriður Jónsdóttir, Bræðratungu 7, Kópavogi. Simi 42073. Kvartanir út af blaðinu sem hafa borizt umboðsmanni fyrir klukkan 11 verða keyrðar út milli kl. 11 og 13, Berist kvartanir siðar verða þær keyrðar út eftir kl. 16. Forseti islands dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn fóru I morgun frá Keflavfkurflugvelli áleiðis til Daninerkur. Myndin er tekin, þegar forsetinn kveður handhafa forsetavalds Benedikt Sigur- jónsson, forseta hæstaréttar, ólaf Jóhannesson, forsætisráðherra og Eystein Jónsson, forseta sameinaðs Alþingis. Dönsku sendiherrahjónin sjást i baksviði inyndarinnar. Tfmamynd: GE. Flugmaðurinn á lífi, en vélin mölbrotin „Komst ekki yfir fjallið vegna niðurstreymis" — Ég setti vélina á fulla ferð, þegar ég sá fjallið fyrir framan mig, en flugvélin hélt áfram að missa hæð vegna kröftugs míðurstreymis, og lenti efst i fjallinu. Hún kom fyrst niður á nefið, og hentist svo yfir á þakið og möl- brotnaði. Ég missti aldrei meðvitund, en var ringlaður i fyrstu. Ég fann þó fljótlega, að ég var ekki alvarlega slasaður, og lagðist fyrir undir flugvélarflakinu, þvi ég vissi, aö mín yrði leitað. Þannig fórust franska flug- manninum Walter Claude orð, er blaðamaður Timans ræddi við hann i Borgarspitalanum i gær. Hann er mikið skrámaður i andliti, kjálki hans brákaður og hendur reifaðar. Hann er einnig brákaður á öðrum ökla. Claude sagðist hafa verið að ferja ílugvélina, sem hann flaug, frá Frakklandi til Bandarikjanna. í gærmorgun lagði hann upp frá Stornaway á Suðureyjum og átti að lenda á Reykjavikurflugvelli kl. 15.00. Þegar hann kom ekki fram á áætluðum tima, var hafin viðtæk leit að flugvél- inni, og stóð hún yfir þar til i gærmorgun, að flugvélin fannst i Grindaskröðum, sem eru I fjallgarðinum austan Kleifarvatns. Það voru flug- menn i litilli flugvél, sem sáu flakið, og skömmu siðar lenti þyrla Landhelgisgæzlunnar og slysavarnafélagsins hjá þvi, en þá var flugmaðurinn hvergi sjáanlegur. Hálftima siðar til- kynntu leitarmenn á landi, að þeir hefðu fundið flug- manninn, og var hann þá kominn tæpan kilómetra frá flakinu. Þyrlan náði i hann og flutti til Reykjavikur, þar sem hann var lagður inn á sjúkra- hús. Flugmanninum sagðist svo frá, að flugið frá akotlandi Franski flugmaðurinn Walter Claude i Borgarspitalanum. Timamynd: Gunnar. hefði gengið vel, en er hann nálgaðist tsland fór veðrið að versna. Hann flaug yfir Vest- mannaeyjar og hafði samband við flugstjórnina i Reykjavik, er hann flaug yfir Suður- ströndina. — Þegar ég kom inn yfir Island, var veðurofsinn orðinn mikill, og skýjabólstrar lágu yfir fjöllunum. Sviptivindar voru miklir, og ég ákvað þvi að snúa aftur til strandar- innar, fljúga meðfram henni og lenda á Keflavikurflugvelli. En þá lenti ég i sliku niður- streymi, að flugvélin lét ekki að stjórn. Skyggni var um 1000 metrar, og ég sá fjöllin og vissi nákvæmlega, hvar ég var. En þegar ég ætlaði yfir fjallahrygginn, lækkaði vélin flugið óðfluga, þótt hreyfillinn væri á fullu, og þarna lenti ég efst i fjallinu. Rétt á eftir lagðist þoka yfir, og var skyggni ekki nema kannski um 100 metrar. Ég vissi, að min yrði leitað og einnig, að mjög erfitt yrði að finna flakið i þessu veðri. Ég lagðist þvi fyrir undir flakinu og hafðist við þar i nótt. Ég vissi, að ég var fótbrotinn, og að tilgangslaust var að reyna að ganga til byggða. Mér var mjög kalt og gat ekkert borðað vegna kvala i kjálkanum. Ég varð var við þyrlurnar, og vissi, að þær voru að leita min. Ég reyndi að skjóta upp neyðarblysum, en árángurs- laust. — Þegar birti var mér orðið afskaplega kalt, og ég vissi ekki hvort min yrði leitað á þessu svæði. Þvi gerði ég tilraun til að skreiðast frá flakinu til að freista þess að ná mannabyggð, en ég var ekki kominn langt, þegar þeir Framhald á 17. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.