Tíminn - 09.07.1974, Blaðsíða 12
16
TÍMINN
r . ~7~\\
r Frank Usher:
A
TÆPU VAÐI
L.__________________________________________J
— Ég vinn baki brotnu Óskar, sagði hún eins og hún
væri að tala við barn. — Ég verð að fá að sofa. Þar að
auki hef ég enga löngun. En það lagast, svo framarlega
sem þú berð einhverjar góðar tilfinningar til mín. á
annað borð. Dyrnar að svefnherberginu lokuðust fyrir
framan augun á honum.
Hann horfði á hurðina um stund. Svo gekk hann hægt
yf ir gólf ið og settist f raman við ofninn með reifara sinn
og drauma sina.
Einni klukkustund síðar gekk hann aftur að hurðinni,
opnaði hana gætilega og gekk inn í herbergið hljóðlega,
eins og Pardusdýr væri á ferðinni.
Amanda svaf fast í fullu Ijósi. Það rauk úr sígarettu í
öskubakkanum.
Hann drap í henni og lagaði teppið ofan á henni. Hún
bylti sér lítillega í svefninum og tautaði eitthvað. Hann
slökti svo Ijósiðog lokaði hurðinni mjúklega á eftir sér.
2. kapítuli
Skrifstofa Gabelsbergers var við Baunzlau Platz.
Þegar Stanislov gekk inn í f ramherbergið, þar sem upp-
lýsingar voru gefnar og vélritunarstúlkurnar störfuðu,
var tekið á móti honum með mikilli virðingu að venju.
Öryggisþjónusta Gabelsbergers njósnaði um allt og
alla, að Stanislov meðtöldum. En maðurinn frá Kreml
átti margt sameiginlegt með Gabelsberger, meðal
annars málið.
Stanislov var það fullkomlega Ijóst að Gabelsberger
hafði daðrað við hina ensku söngkonu. Hann vissi að vísu
ekki hve langt það hefði gengið, en leit þó svo á að sér-
lega langt hefði hann aldrei komizt með hana. Amanda,
sem þekkti hvers konar brellur, hafði vitanlega verið
nægilega klók til þess að vísa ekki manni í valdastöðu
Gabelbergers algjörlega á bug. Hún vissi nákvæmlega
hve gagnlegur yfirmaður öryggislögreglunnar gæti
verið.
Málið hafði verið tilkynnt K.G.B., hinni rússnesku
öryggisþjónustu, af einum af starfsmönnum Gabels-
bergers, og skýrsan legið á skrif borði Stanislov í Kreml
áður en hann fór til Kaltenburg. Hún var ekki talin sér-
lega þýðingarmikil, nema hvað fáeinir afturhaldsseggir
mögluðu eitthvað lítillega.Smávegis kynni við fólk frá
Vesturlöndum, sérstaklega við stúlku af gerð Amöndu
voru ekki lengur skoðuð hættuleg útaf f yrir sig. Afstaðan
var ekki jafn spennt og áður var. Menn álitu
Gabelsberger vera góðan og gegnan mann og ágætan
f lokksfélaga.
Hvað stúlkuna snerti var hún grandskoðuð í bak og
fyrir áður en hún fékk áritun á vegabréf ið og leyf i til að
starfa í landinu. Borgaralega mátti hún heita flokklaus,
þótt hún væri ekki sérlega vinstrisinnuð — stjórnmála-
lega blind. Sama mátti segja um manninn, Óskar Sallis.
Bæði voru þau álitin sauðmeinlaus.
Gabelsberger kom fyrir sjónir sem lærður maður,
miðaldra með gleraugu og sköllóttur að nokkru. Met-
orðagirnd hans gerði hann ófyrirleitinn, en kom venju-
lega fram sem vingjarlegur heimsborgari. Hann hafði
hitt Stanislov mörgum sinnum eftir að hann kom til
Kaltenburg, og hafði f arið sérlega vel á með þeim.
— Oh, félagi, sagði Stanislov um leið og hann sökk
niður í hinn djúpa stól beint á móti Gabelsberger, — það
er sagt að f arið sé að grænka austur í Úral.
Gabelsberger nuddaði saman höndunum.
— Ég vildi bara óska að við færum að fá til okkar eitt-
hvað af vorinu, félagi Stanislov. Birnirnir í dýra-
garðinum verða enn að brjóta af sér isinn. — Ég mætti
einni vinkonu þinni í gærkveldi, félagi. Gabelsberger
baðaði út höndunum.
— Já, vini á ég hér í Kaltenburg, þrátt fyrir starf mitt
hér.
— Það áttu svo sannarlega. Hún nefndi þig alveg sér-
staklega.
— Hver var þetta? Gabelsberger var dálítið ísmeygi-
legur.
— Ensk dama ung og f ríð. Hún syngur í hinu borgara-
lega húsi á Welfen Platz, Lorens.
Gabelsberger brosti — Já, hún já. Ég hafði tal af henni
þegar hún kom hingað til Kaltenburg, í embættisnafni
auðvitað. En hvað varst þú að gera á hinu borgaralegu
Lorenz, félagi?
— Ég var að virða fyrir mér aðferðir erkióvinarins.
Hin brezka stúlka sagðist yfirgefa staðinn innan fárra
daga.
— Já, atvinnuleyfi hennar er að renna út. Hún hefur
ekki beðið um framlengingu.
— Ef til vill hefur atvinnuveitandinn komizt á þá
skoðun að ráðlegra sé að nota innlenda krafta?
Gabelsberger leit snöggt upp, hann óraði fyrir
gildrunni. Maður varð að vera gætinn í samskiptum við
Moskvumanninn.
Menningarmálaráðuneytiðgaf leyfi til þess að stúlkan
starfaði hér. Sagt var að skemmtiferðamanna-spurn-
inguna hefði borið á góma i þessu máli.
Stanislov brosti. Hann vissi vel hvað það var, sem
bærðist í höfði Gabelsbergers. En Stanislov var að
hugsa um annað núna — allt annað. Ef Gabelsberger
hefði getað lesið hugsanir Moskumannsins, mundi hann
HVELl
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
| Ugla? Varst Nei-nei, ég vann fyrir
þii ekki með lögreglunaef þér myndi
fjár'hættu I. mistakast.
spilurunum?C
Heyrðu annars,'
Við ferðumst heim sástu Uglu
. með föngunum * nokkuð fara?
Dalla.
Pétur... þegar þessir ógeðs'j
legu menn eru búnir að fylla
vöru-bilana með þessum list
munum, sem eru margra^f
millióna virði... <1
— verðum við hættuleg fyrir
þá, þvl við erum lifandi
vitni... ..............
Þriðjudagur
9. júli
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og
10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15
(og forustugr. dagbl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
10.25. Morguntónleikar kl.
11.00: Frantisek Rauch og
Sinfóniuhljómsveitin í Prag
leika Píanókonsert nr. 2 i A-
dúr eftir Liszt / Birgit Nils-
son syngur með Sinfóniu-
hljómsveit Lundúna „Wes-
endonk”-söngva eftir
Wagner / Filharmóniusveit
Lundúna leikur „Cock-
aigne”, forleik op. 40 eftir
Elgar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Efir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Síðdegissagan: Endur-
minningar Mannerheims
Þýðandinn, Sveinn Asgeirs-
son les (13).
15.00 Miðdegistónleikar: Is-
lenzk tónlist.a. Tilbrigði um
frumsamið rímnalag eftir
Árna Björnsson. Sinfóniu-
hljómsveit íslands leikur,
Olav Kielland stj. b. Lög
eftir Markús Kristjánsson.
Ólafur Þ. Jónsson syngur,
Árni Kristjánsson leikur á
pianó. c. Kvartett fyrir
flautu, óbó, klárinettu og
fagott eftir Pál P. Pálsson.
Flytjendur: David Evans,
Kristján Þ. Stephensen,
Gunnar Egilsson og Hans P.
Franzson. d. „Lög handa
litlu fólki” eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. Elisabet
Erlingsdóttir syngur. Krist-
inn Gestsson leikur á pianó.
e. Adagio fyrir flautu,
hörpu, pianó og strengi eftir
Jón Nordal. David Evans,
Janet Baker, Gisli Magnús-
son og Sinfóniuhljómsveit
íslands leika, Bohdan
Wodiczko stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.25 Popphornið
17.10 Tónleikar.
17.40 Sagan: „Fólkið mitt og
fleiri dýr” eftir Gerald
Durrell.Sigriður Thorlacius
les þýðingu sina (12).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Frcttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Húsnæðis- og byggingar-
mál. Ólafur Jenssonsér um
þáttinn.
19.50 Ljóð eftir Ninu Björk
Árnadóttur. Höfundur flyt-
ur.
20.00 Lög unga fóiksins. Sverr-
ir Sverrisson kynnir.
21.00 Skúmaskot.Hrafn Gunn-
laugsson ræðir við Arna Is-
leifsson um sokkabandsár
og dansiballmenningu
þeirrar kynslóðar, sem nú
er miðaldra, og skemmt-
analifið eftir siðari heims-
styrjöldina, annar þáttur.
21.30 Pablo Casals og Nicolai
Mednikoff leika verk eftir
Bach, Rubinstein, Chopin,
Fauré o.fl.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: „Jeremlas I Kötlum”
eftir Guðmund G. Hagalín.
Höfundur les. (3).
22.35 Ilarmonikulög. Karl
Grönstedt og félagar leika.
23.00 Frá listahátið. Kvöld-
stund með Cleo Laine, John
Dankworth, André Previn,
Arna Egilssyni, Tony Heim-
an og Danyl Runswick. Sið-
ari hluti tónleikanna i Há-
skólabiói 13. f.m.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
1
Tíminn er
peningar |
} Auglýsid'
íTámanum í