Tíminn - 09.07.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1974, Blaðsíða 1
5^ AuglýsingadeiSd TÍMANS Aðalstræti 7 * Dömur! Nýjung! DRESSFORM fatnaður loks á Islandi Pantið bækling núna 33373 Sjálfvirkur simsvari allan sólarhringinn. Póstverzlunin Heimaval/ Kópavogi. * Laxinn stökk hálfan annan metra og Ienti við fætur veiðimannsins, sem varð heldur betur undrandi, en svo snöggt gerðist þetta að ekkert ráðrúm gafst til að ná laxinum sprettharða. Tlmamynd: Róbert FJÖLBÝLISHÚS í SKÓLAGÖRÐUNUM? Elliðaárnar fullar af laxi: Laxinn stekkur upp á bakkana GB—Reykjavík. — Geysileg laxa- gengd var I Elliðaánum á sunnu- daginn. Talið er að um sjö hundr- uð laxar hafi farið um teljarann, sem er ofarlega i ánum. En frá þvi að veiði hófst i ánum i vor, hafa nú farið 2570 laxar um telj- arann. Arnar eru fullar af laxi, og eru nú komnir á land þi júhundruð fimmtiu og sex iaxar. Það er svo mikið af lax i ánum, að hann hefur ekkert svigrúm til að stökkva, það sást við brúna við Veiöihúsið i gærdag. Þar voru tveir veiðimenn nýbyrjaðir að veiða, og höfðu þeir eftir stutta stund landað tveim fallegum löx- um, um tólf pund á þyngd. Er annar veiðimaðurinn stóð á bakk- anum með stöngina úti, stökk skyndilega myndarlegur lax og féll að fótum veiðimannsins, en siðan hentist hann út I ána aftur. Það var eins og laxinn væri að segja við veiðimanninn: „Taktu mig ef þú getur”. Það væri litill vandi að fá lax i soðið, það þyrfti aðeins að setja pottinn á árbakk- ann og biða eftir að laxinn stykki upp I hann. Hvenær breytast bílnúmerin? SB-Reykjavik — Það hefur vist ekki farið fram hjá mörgum, að tii iandsins flytjast reiðinnar - ðsköp af hilum. Að sjálfsögðu hækka skráningarnúmer biianna við þetta og númerapiöturnar eru sumar svo langar, að beygja þarf þær og skekkja tii að koma þeim með einhverjum ráðum fyrir i þvi lilla rúmi, sem þeim er ætlað á semum tegundum bila. Framhald á 17. síðu. 27%verðfall áþorskblokk frááramótum — alvarlegar blikur á lofti í fisksölumálum ALVARLEGAR blikur eru nú á lofti i fisksölumálum. Þorsk- blokkin hefur fallið mjög i verði á Bandarikjamarkaði að undanförnu. Um sl. áramót var verðið 80 sent en er nú 60 sent, sem er 27% veröfall eða svipað og var á árunum 1966- 67. Tregt hefur verið um sölu á frystum fiski I sumar, en vera má að úr þvi rætist með haust- inu, þótt erfitt sé að spá nokk- uð þar um. Hins vegar er varla liklegt aö verðið hækki á næstunni og kann jafnvel svo að fara að verðið lækki enn. Vegna þeirra tollakjara sem gilda um viðskipti við Efna- hagsbandalagið eru banda- risku og rússnesku markað- irnir enn hagstæðustu fisk- markaðir okkar. Fyrir nokkrum dögum voru undirritaðir samningar við rússneska fyrirtækið Prodin- torg um sölu á 5500 lestum af frystum fiskflökum. Söluaðil- ar hér eru Sambandið og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Þar meö höfum við samanlagt selt 15600 lestir til Sovétrikj- anna, en það er 4000 lestum meira en i fyrra. Gsal-Reykjavik — Skóla- garðar Kópavogs við Ný- býlaveg ætla að verða illi- lega fyrir barðinu á skipu- lagsy f irvöldum bæjarins, því fyrir dyrum standa byggingaframkvæmdir á svæði skólagarðanna — á þeim tíma, sem uppskeru- hátíð barnanna fer í hönd. Svo er mál meö vexti, að við Nýbýlaveginn er verið að byggja fjölbýlishús og samkvæmt skipu- lagi og teikningum hefur eigandi lóðarinnar rétt til aö byggja aust- asta stigahúsið i miðjum garði barnanna! Að sögn umsjónarkonu Skóla- garða Kópavogs, Huldu Finn- bogadóttur, var skólagörðunum úthlutað þessari landareign i fyrravor, og samningurinn endurnýjaður i vor. Hins vegar var það vitað, að skólagarðarnir yrðu að fá landsvæði á næsta sumri, vegna byggingafram- kvæmda á núverandi svæði skóla- garðanna. Sagði Hulda, að sér virtist sem bæjaryfirvöld heföu gert þaö glappaskot, að veita báðum aðil- unum not af landsvæðinu á sama tima. — A fimmtudaginn i fyrri viku komu hingað menn og byrjuðu aö mæla fyrir byggingunni. Við und- um þessu ákaflega illa, eins og gefur að skilja, — og i morgun tókum við þessa hæla upp og hentum þeim til sins heima. — Hvað eru mörg börn I þess- um skólagarði? — Hér eru 68 börn og ef til þess- ara framkvæmda kemur eyði- leggst 1/3 hluti af þessu svæði og það er hræðilegt fyrir börnin, sem hér hafa unnið af natni og kostgæfni við ræktun sina, — að horfa kannski upp á það einn dag, að stór ýta kemur og gerði starf þeirra að engu. Það er sagt að börnunum verði bættur skaðinn, — sennilega með þvi að endur- greiða þeim gjaldið fyrir þessa reiti sina, — en það gefur auga leið að það er engin bót. Sagði Hulda, að hún vonaðist til þess i lengstu lög, að úr þessum framkvæmdum yröi ekki og að Framhald á bls. 17 —--—- • v ,- »■ Hulda Finnbogadóttir, umsjónarmaöur Skólagaröa Kópavogs sést hér á myndinni, á þeim staö þar sem fyrirhugaö stigahús á aö risa af grunni. Hafin er bygging vestari hluta fjölbýlishússins og sést grunnur- inn i baksvn. Timamynd: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.