Tíminn - 16.08.1974, Blaðsíða 1
SLONGUR
BARKAR
TENGI
%
m?'
X C—________________ ..ili---------------
Landvélarhf
148. tölublaö —Föstudagur 16. ágúst —58. árgangur
Dömur!
Nýjung!
DRESSFORM fatnaður loks á
Islandi
Pantið bækling núna
33373
Sjálfvirkur simsvari allan
sólarhringinn.
Póstverzlunin
Heimaval/ Kópavogi.
___________._______*
umferðinni fækkar
Timanum hefur nýverið borizt
bráðabirgðaskráning umferðar-
slysa fyrir júlimánuð. 1 skýrsl-
unni, sem umferðarráð hefur
sent, kemur fram,að 572 slys hafa
orðiö i júiimánuði, þar af eitt
dauðaslys og 81 með meiðslum.
mjög svipuð og I fyrra. Slys með
meiðslum eru hins vegar litiö eitt
fleiri fyrstu sjö mánuði þessa
árs.
Nú fer senn aö siga á seinni hiuta hvalvertfðarinnar, en henni lýkur væntanlega upp úr miðjum sept-
ember. t gær voru komnir 277 hvalir á land, 238 langreyðar og sést hér ein . slik dreginn upp á skurð-
arplanið, 33 búrhvalir og 6 sandreyöar. Ennfremur voru tveir hvalir veiddir og á landleið, en siglingin er
löng. Timamynd: Gunnar.
Framkvæmdastjóri WHO í Evrópu:
Framleiðslu-
aukning í
iðnaöi 5-7%
— ó fyrsta órsfjórðungi 1974 fró sama
tíma 1973
t LJÓS hefur komið við könnun á
ástandi og horfum innan islenzks
iðnaðar, að hjá fyrirtækjum, sem
hafa 57% af heildarvinnuafli úr-
taks þess, sem lagt er könnuninni
til grundvallar, hafi framleiðslu-
magn á fyrsta ársfjórðungi 1974
verið meira en á sama tima 1973,
en hjá 23% minna. Þess er þó að
gæta, að úrtakið var misjafnt eft-
ir iðngreinum — frá 7% upp I
95%.Hefur verið áætlað, að
heildaraukning framleiðslu-
magnsins hafi orðið 5-7%.
Aftur á móti hefur engin fram-
leiðsluaukning orðið frá siðasta
ársfjórðungi 1973 til fyrsta árs- •
fjórðungs 1974, en búizt er við, að
talsverð framleiðsluaukning hafi
orðið á öðrum fjórðungi þessa árs
frá hinum fyrsta. Sölumagn hefur
haldizt nokkuð i hendur við þetta,
en þó orðið öllu meira, svo að
nokkuð minna er af fullunnum
vörubirgðum. Heldur hefur dreg-
ið úr fjárfestingarfyrirætlunum
fyrirtækja. Hyggja nú fyrirtæki
með 41% mannaflans á fjárfest-
ingu i ár, en þeir, sem veittu 48%
mannaflans vinnu i fyrra, höfðu
slikt á prjónunum. Ofurlitið hefur
dregið úr pöntunum, og inn-
heimta söluandvirðis hefur geng-
ið stirðlegar en áður, einkum hjá
þeim, er skipta við fyrirtæki, sem
tengd eru sjávarútvégi.
í fæstum iðngreinum hafa orðið
verulegar sveiflur. bó hefur orðið
umtalsverð aukning i prjóna- og
fataiðnaði og sömuleiðis i
drykkjarvöruiðnaði og pappirs-
iðnaði, en nokkur samdráttur er
aftur á móti i sælgætisiðnaði og
málningariðnaði.
Úrtak af þessu tagi er gert fjór-
um sinnum á ári á vegum Félags
islenzkra iðnrekenda og Lands-
sambands iðnaðarmanna.
Dauðaslysum í
Þá sjö mánuði, sem af er árinu,
hafa dauðaslys orðið helmingi
færri en á sama tima i fyrra. Þá
urðu 16 dauðaslys i umferðinni,
en eru núna orðin átta.
Umferðaróhöpp eru tölulega séð
Aukin tíðni
hjartasjúk-
dóma með-
al kvenna
afleiðin reykinga
og kyrrsetu
HHJ-Rvik — Hjartasjúk-
dómar hafa færzt mjög i vöxt
á Vesturlöndum undanfarin
ár, þótt aukningin sé ekki
jafnör nú og var fyrir 5-6 ár-
um. Eftirtektarvert er, að
sögn dr. Leo A. Kaprio, hins
finnska aðalframkvæmda-
stjóra Evrópudeildar WHO, að
undanfarið hefur aukningin
verið mest meðal kvenna, en
áður var tíðni hjartasjúkdóma
langmest meðal karlmanna.
Skýringu þessa taldi dr.
Kaprio aðallega þá, að reyk-
ingar kvenna — og raunar
ungmenna einnig — hafa færzt
mjög I vöxt að undanförnu. Þá
hreyfa konur á Vesturlöndum
sig minna en áður gerðist,
tæknimenningin hefur haft i
för með sér auknar kyrrsetur,
og i kjölfariö fylgir aukin
hætta á hjartasjúkdómum.
Ofgnóttin veldur geigvæn-
legum vandamólum í Evrópu
— mengun, kynslóðafirring og flótti fró raunveruleikanum einkenna hin vestrænu
ofgnóttarþjóðfélög
HHJ-Rvik — Hinar riku, iðn-
væddu þjóðir hirða bróðurpartinn
af auðlegð jarðarinnar, á meðan
tveir þriðju hlutar mannkyns búa
við sult og seyru og hafa vart cða
ekki i sig og á, svo að ekki sé
minnzt á sómasamleg húsakynni,
menntun og annað, sem við
Evrópumenn teljum flestir sjálf-
sagða hiuti. En gnóttin, eða öllu
heldur ofgnóttin, sem við búum
við, á sér lika skuggahliðar. Að
álitidr. Leo A. Kaprio, aðalfram-
kvæmdastjóra Evrópudeildar
WHO, hinnar alþjóðlegu heil-
brigðismálastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, — en hann er staddur
hériendis þessa dagana — hljóta
framtiðarverkcfni heilsugæzlu i
Evrópulöndunum að markast æ
meir af hinum óheillavænlegu
áhrifum ofgnóttarinnar á likam-
legt og andlegt heilsufar fólks i
þessum löndum.
— Æ- ljósara verður, hversu
geigvænleg áhrif umhverfis-
mengunin hefur á heilsufar fólks,
segir dr. Kaprio, enda eru rann-
sóknir á þessu sviði einn þeirra
þátta heilbrigðismálanna, sem er
hvað brýnastur. Annar þáttur eru
málefni aldraðra. Efnahagsleg og
atvinnuleg þróun i iðnrikjunum
hefur orðið á þá lund, að tengsl á
milli kynslóðanna hafa mikið til
rofnað. Af þessu leiðir margvis-
legan vanda, sem er ekki sizt
félagslegs eðlis. Á þessu sviði
biða okkar brýn verkefni. t þriðja
lagi má nefna geðvernd. Eitt ein-
kenna velferðarþjóðfélaganna
s.k. er flótti frá raunveruleikan-
um, fjöldi fólks vill ekki eða getur
ekki horfzt i augu við það lif, sem
þvi er búið, og leitar þá á náðir
fikni- og ávanalyfja af ýmsu tagi.
Neyzla eiturlyfja færist mjög i
vöxt meðal ungmenna i mörgum
Evrópulöndum, en hinir eldri
halla sér fremur að áfenginu.
Rætur þessa hvors tveggja er að
finna i lifsflóttanum og firring-
unni, sem virðist vera fylgifiskur
ofgnóttarþjóðfélaganna. I fjórða
lagi þarf að einbeita sér að rann-
sóknum á krabbameini, en i þvi
efni er hlutur WHO öllu minnstur,
þvi að heilbrigðisyfirvöld i hverju
landi um sig leggja mikla áherzlu
á rannsóknir á þvi sviði, enda er
tiðni krabbameins geigvænleg.
Einstaka Evrópuland á þó ekki
við þau vandamál að striða, sem
hér hefur verið á drepið, sagði dr.
Kaprio. Má t.d. nefna Portúgal,
sem ekki hefur náð sama alls-
nægtastigi og flest hinna Evrópu-
landanna.
I mörgum hinna evrópsku iðn-
rikja vinna margir erlendir
verkamenn, sem kunnugt er. Það
hlýtur að verða eitt verkefna
Evrópudeildar WHO að huga að
hag þeirra, þvi að heimalönd
þeirra sinna þeim litt eða ekki, og
sama máli gegnir á stundum um
þau lönd, sem njóta góðs af vinnu
þeirra.
Þá rekur WHO margþætta út-
gáfustarfsemi og upplýsinga-
starfsemi af ýmsu tagi. Má þar
nefna ýmis skipulagsatriði i sam-
bandi við heilsuvernd, upplýsing-
ar um sjúkdóma, sem eru i upp-
siglingu, kóleru og stórubólu t.d.,
unnið er að athugunum á hjarta-
sjúkdómum og menntun heil-
Frh. á bls. 15
2800 laxar komn-
ir í Kollafjörð
— hs—Rvik. í gærmorgun
voru teknir 180 laxar i laxeld-
isstöðinni i Kollafirði. Eru þá
laxar, sem komið hafa aftur i
stöðina á þessu sumri, orðnir
2800 að tölu og má búast við
þvi aö þeir fari vel yfir 3000.
Eru þetta sennilega beztu
endurheimtur á laxi frá þvi
stöðin var sett á laggirnar. Nú
þegar eru komin 8% af merkt-
um laxi, en 13% af uggaklippt-
um laxi. Athyglisvert er, hvað
heimtur eru miklu betri á hin-
um siðarnefndu, en vitað er að
merkin, sem notuð hafa verið
hingað til, há fiskinum tals-
vert.
Arið 1970 voru 4200 laxar
endurheimtir, og er það hæzta
talan hingað til, en þá var
einnig sleppt miklum fjölda
seiða árið áður. Heimtur eru
hins vegar hlutfallslega beztar
i ár, eins og áður sagði.