Tíminn - 16.08.1974, Blaðsíða 16
SIS-FOMJK
SUNDAHÖFN
GEÐI
fyrir góóan mai
$ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
Famagusta fallin
hendur Tyrkjum
i
setja Grikkir her á land?
NTB-Nikósiu — Tyrkneska útvarpið á Kýpur til-
kynnti i gær, að hafnarborgin Famagusta væri nú í
höndum Tyrkja og einnig griska flotastöðin Sala-
mis, skammt norður af borginni. Karamanlis, for-
sætisráðherra Grikklands, sagði i gær, að Grikkir
myndu gripa til allra nauðsynlegra ráða til að mæta
sókn Tyrkja, sem hann sagði ógnun við heimsfrið-
inn. Margir túika þessi ummæli hans þannig, að
Grikkir séu reiðubúnir að setja her á land til að
koma i veg fyrir, að eynni verði skipt i tvennt.
Skipzt var á skotum meðfram
græna beltinu svokallaða I Nikósiu
i gær, en óljóst er,hvort það telst
endanlegt rof vopnahlésins, sem
Sþ-sveitir komu á i borginni i
fyrrakvöld. í fyrrinótt voru harðir
bardagar við flugvöllinn utan við
Nikósiu, en þó að Tyrkir séu
komnir þangað, hafa þeir ekki gert
tilraunir til að ná flugvellinum frá
sveitum Kanada og Breta, sem
halda til þar.
1 tilkynningu frá tyrkneska
hernum, sem lesin var i útvarpið i
gær, segir, að tyrkneskar flugvél-
ar hafi um nóttina varpað sprengj-
um á griskar verksmiðjur i
Nikósiu og nokkur mikilvæg skot-
mörk i Famagusta. 1 tilkynning-
unni sagði, að flestir óbreyttir
borgarar hefðu nú yfirgefið Fama-
gusta.
Brezkar heimildir segja, að um
12 þúsund griskir Kýpurbúar
hafi leitað hælis i brezku her-
stöðinni við Dekhelia. Snemma I
gærmorgun var opnuð loftbrú frá
brezku flugstöðinni Akrotiri i
grennd við Limasol til Bretlands
og verða um 10 þúsund konur og
börn, fjölskyldur brezkra her-
manna i stöðinni, flutt heim.
Hernaðarsérfræðingar velta nú
fyrir sér, hversu stóran hluta Kýp-
ur Tyrkir hafi hugsað sér að taka.
1 sókninni hafa þeir farið austur,
suður og vestur frá þvi svæði, sem
þeir tóku eftir innrásina við
Kýreniu 20. júli. Tilkynningar frá
Ankara láta að þvi liggja, að Tyrk-
ir ætli sér þriðja hluta eyjarinnar,
svæði, sem nær frá Morfou I vestri
gegn um tyrkneska hluta Nikósiu
og til Famagusta i austri.
Bandariska stjórnin hefur ekki
fengið neina opinbera tilkynningu
frá Aþenu um að Grikkir ætli að
hætta varnarsamstarfinu i Nato og
heldur ekki um, að landið ætli að
segja upp herstöðvasamningum
við Bandarikin.
Talsmaður varnarmálaráðu-
Forsetafrú
skotin til bana
NTB-Seul — Eiginkona Chung-
Hee Park, forseta Suður-Kóreu
lézt i gær eftir misheppnað tiiræði
við eiginmann hennar. Frú Park,
sem var 48 ára, fékk skot í höfuðið
og lézt á sjúkrahúsi eftir sex
klukkustunda skurðaðgerð. For-
setinn og þrjú börn þeirra hjóna
voru við banabeðinn.
Talið er, að það hafi verið
Kóreumaður búsettur i Japan,
sem hóf skothrið á forsetahjónin
við hátiðahöld i tilefni 29 ára
afmælis frelsis Kóreu undan
Japönum. Forsetinn var að halda
ræðu yfir um 1500 gestum.
Hann beygði sig eftir fyrsta
skotið, en kona hans féll úr sæti
sinu. öryggislögreglan skaut á
tilræðismanninn, en hitti skóla-
stúlku, sem lézt af sárum sfnum.
Talsmaður lögreglunnar sagði,
að vegabréf mannsins væri gefið
út á nafnið Yukio Yoshii, en
japanska lögreglan segir hann
heita Min Se Kwang og vegabréf-
iðsé annaðhvort falsað eða stolið.
Frú Park, sem er af auðugum
ættum, var kennslukona áður en
hún hitti mannsefnið, sem þá var
yfirmaður i hernum. Þau gengu I
hjónaband 1950 og siðan hefur hún
verið húsmóðir, en auk þess varð
hún kunn sem góður listmálari.
Siðdegis i gær ákvað dóms-
málaráðuneyti S-Kóreu, að engir
japanskir rikisborgarar i S-Kóreu
fengju að fara heim á næstunni og
S-Kóreumenn, sem búsettir eru i
Japan, en staddir i Kóreu, verða
einnig að vera um kyrrt.
„Skjaldedigtning"
Finns endurprentuð
LOKIÐ er nú endur-
prentun á hinu mikla
verki Finns Jónssonar
prófessors, Den norsk-
islandske Skjaldedigtn-
ing, sem upphaflega
kom út á árunum 1912-
1915. Það er forlagið
Rosenkilde & Bagge,
sem gefur safnið út i
tveim bindum, er kosta
samtals þúsund krónur
danskar.
1 þessu safni er allt, sem varð-
veitzt hefur af þvi, sem ort var á
norræna tungu fram til 1400. í
fyrra bindinu, sem raunar kom út
1967, eru kvæðin prentuð stafrétt
eftir þeim handritum, sem Finn-
ur taldi bezt, en tilbrigði úr öðrum
handritum neðanmáls. t siðara
bindinu, sem er nýprentaö, eru
kvæðin með samræmdri stafsetn-
jngu og leiðréttingum, er Finnur
geröi, ásamt skýringum og
danskri þýðingu..
neytisins, Jerry Friedheim,sagði I
gær, að engar deildir úr Banda-
rikjaher væru viðbúnar og sovézki
flotinn á Miðjarðarhafi hagaði sér
rétt eins og venjulega.
Þó að Fordstjórnin styðji allar
tilraunir öryggisráðs Sþ til að
stöðva bardagana, virðist álitið í
Washington, að Tyrkir muni ekki
láta staðar numið fyrr en þeir hafa
náð þeim svæðum, sem þeir ætla
sér, og brezka stjórnin er sömu
skoðunar. Þess vegna eru nú menn
ekkert að leggja sérlega hart að
sér til að koma viðræðunum i Genf
I gang að nýju.
Tyrkneski utanrikisráðherrann,
Turan Gunes, sagði við brottförina
frá Genf i gær, að Tyrkir væru fús-
ir til að hefja samningaviðræður
að nýju hvenær sem vera skyldi. 1
viðtali við Reuters-fréttastofuna
sagðist hann ekki vera þeirrar
skoðunar, að bardagarnir á Kýpur
leiddu til styrjaldar við Grikki.
— Ég get fullvissað ykkur um,að
Tyrkir hafa engar áætlanir um að
taka eyjuna, sagði hann. Hann
bætti þvi við, að meiningin væri að
eignast 34% eyjarinnar, og það
væru þeir fúsir til að gera með
samningum.
Skothríð
Lissabon
i
NTB-Lissabon — Einn maður
lézt og fjórir særðust I fyrri-
nótt, þegar lögreglan I Lissa-
bon skaut að mannfjölda, sem
safnazt hafði saman til að
styðja þjóðfrelsishreyfingu
Angóla, MPLA.
Fólkið safnaðist saman I
miöborginni og gekk sfðan
niður aðalgötuna til hafnar-
innar. Að sögn lögreglunnar
hófst skothrfðin, þegar ein-
hverjir úr hópnum tóku aö
kasta grjóti að lögreglubil.
Sex eða sjö lögregluþjónar i
bilnum særðust.
Að sögn sjónarvotta bað lög-
reglan fólkið að yfirgefa svæð-
ið, áður en skothriðin hófst.
Rikisstjórnin og varnarmála-
ráðherrann höfðu bannað
fundinn.
Portúgal hefur viðurkennt
rétt Angóla til sjálfræðis, en
stjórnin krefst þess, að MPLA
samþykki vopnahlé áður en
samningaviðræður hefjast.
Fellibylur ógnar
nú flóðasvæðunum
— fyrir eru kólerci og hungursneyð
NTB-Nýju Dehii — Ekki á af íbú-
um flóöasvæðanna á Indlands-
skaganum að ganga. t gær voru
80 milljónir manna i Vest-
ur-Bengal og Orissa að búa sig
undir komu fellibyls, sem var á
leið til glóðasvæðanna. Sam-
kvæmt veðurspánni átti fellibyl-
urinn að koma inn yfir ströndina i
nótt.
Þetta er fyrsti fellibylurinn,
sem myndazt hefur á Bengalflóa
á þessum árstima siðan um alda-
mótin, en I nóvember 1970 herjaði
fellibylur og flóðbylgja á A-
Pakistan, sem nú er Bangladesh
og olli hamförum i óshólmum
Ganges. Yfirvöld sögðu þá, að 200
þúsund manns hefðu farizt, en
Mujibur Rahman, sem nú er for-
sætisráðherra Banglades sagði,
að allt að milljón manns hefðu
farizt.
I Kalkútta hélt fólk sig innan
‘dyra i gær vegna geysilegrar úr-
komu og storms. Indversk flug-
félög lögðu niður ferðir til og frá
borginni.
Flóðin i Norðurhluta Indlands
hafa eyðilagt geysilegt magn af
uppskeru og komið i veg fyrir, að
hægt sé að dreifa matvælum,
þannig að tilkynningar
um hungursneyð eru nú æ tiðari.
I tilkynningu frá Assam, sem
fjórum sinnum á sex vikum hefur
farið á kaf i vatn, segir, að fólk
borði næstum hvað sem er að
finna á ruslahaugum. Opinber-
lega var tilkynnt i gær, að i
austurhluta Uttar-Pradesh, þar
sem fólk er einangrað i þorpum,
biði þess nú ekkert nema hungur-
dauðinn.
Allir olíugeymar
heimsins fullir
— verður framleiðslan minnkuð til fyrir verðfall?
NTB-London — OHuframieiðsIan
iheiminum er nú með þeim hætti,
að framleiddar eru fjórar mill-
jónir tunna meira á dag en notað
er. Þetta sagði arabískur sendi-
Ford vill
hjálpa
sovézkum
Gyðingum
NTB-Washington — Ford Banda-
rikjaforseti hefur haft samband
við yfirvöld i Sovétrfkjunum i þvi
skyni að reyna að stöðva ofsóknir
á hendur Gyðingum.
Ford ræddi málið i fyrrakvöld
við ambassador Sovétrikjanna i
Washington, Anatolij Dobrynin.
Viðræðurnar geta orðið til þess að
þingið samþykki innflutnings-
ivilnanir þær við Sovétrikin, er
stjórnin hefur lagt til. I gær ræddi
Ford málið við þrjá öldungadeild-
arþingmenn, sem siðar skýrðu
frá þvi, að hann hefði rætt við Do-
brynin, en ambassadorinn kom
heim úr sumarleyfi sinu I Sovét-
rikjunum til að hitta nýja forset-
ann.
fulitrúi á fundi oliurikja i London i
gær. 3-4 milljóna tunna umfram-
framleiðsla samanborið við
neyzlu, eru 10% af þeim 30 milijón
tunnum, sem OPEC-löndin fram-
leiða til jafnaðar á dag.
Sendifulltrúinn sagði, að
fundurinn i London væri haldinn
með það fyrir augum að reyna að
minnka spennuna i oliumálunum,
sem þessi umframframleiðsla
hefði valdið. Hann staðfesti, að
oliugeymslurými væri alls staðar
yfirfullt, bæði i framleiðslu- og
neyzlurikjunum og öll skip full.
Hann lagði áherzlu á, að oliu-
framleiðslurikin ætluðu að halda
oliutekjum sinum, og sagði, að
minnkun framleiðslunnar gæti
einnig átt sér stað, i þvi skyni að
skapa jafnvægi milli neyzlu og
þarfar. Mörg rikjanna hafa lýst
þvi yfir, að þau vilji heldur
minnka framleiðsluna en að olia
lækkaði i verði. Saudi-Arabia tek-
ur ekki þátt i fundinum i London.
Níu skip með makríl
til Neskaupstaðar
B.G.-Neskaupstað — 1 gær
og fyrrakvöld komu hingað 9
skip með makril úr Norður-
sjónum, samtals 2350 tonn.
Áður hafa borizt hingað 1300
tonn, sem þegar hafa verið
brædd hjá Sildarvinnslunni
h.f.
Skipin, sem komu núna,
eru Loftur Baldvinsson með
300 tonn, Þorsteinn með 200
tonn, Gisli Árni með 200 tonn,
Faxaborg og Pétur Jónsson,
bæði með 300 tonn, Eldborg
með 200 tonn, Sölvi Bjarna-
son með 200 tonn, Börkur
meö 450 tonn og Ásberg með
200 tonn.
Verðið, sem skipin fá fyrir
kilóið af makrilnum, er kr.
8.80, og samtals hefur nú
verið landað tæpum 3700
tonnum af makril.
I ^v.