Tíminn - 16.08.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. dgúst 1974.
TÍMINN
3
Mdlefnasamstaðan skiptir mestu
Sitthvað er nú rætt i blöðunum um stjórnarmyndunarviðræður
Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þannig segir i for-
ustugrein Mbl. i gær:
„Þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkti sl. þriðjudag að verða
við þeim tilmælum Ólafs Jóhannessonar að tilnefna fulltrúa til við-
ræðna við Framsóknarflokkinn. Það er eðlileg og rökrétt afstaða og
i fullu samræmi við fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins i þessum efn-
um.
Sú ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna að ganga til viðræðna
við fulltrúa Framsóknarflokksins segir ekkert til um það, hvor
flokkurinn myndi hafa forsæti i hugsanlegri rikisstjórn. Geir Hall-
grimsson segir aðspurður I viðtali, að fyrst og fremst þurfi að ná
samstöðu um málefni, en hann óttist ekki, að ágreiningur rísi með
flokknum um starfsskiptingu ráðherra ef slik samstaða takist. Það
er vissulega rétt, að mikilvægast er, að fullkomin og traust sam-
staða takist með þeim flokkum, er ganga til stjórnarsamstarfs.
Viðfangsefnin,sem nú er við að glima, eru þess eðlis, að traust og
ábyrg máiefnasamstaða er forsenda þess(að rikisstjórn takist að
greiða úr erfiðleikunum. Ef slikt samkomulag tekst með þeim
flokkum, sem nú reyna stjórnarmyndun, væri það ábyrgðarleysi að
láta hana stranda á ágreiningi um starfsskiptingu ráðherra. Gera
verður þá kröfu til beggja flokka, að þeir láti ekki atriði af þessu
tagi koma i veg fyrir að mynduð verði I tæka tið þingræðisstjórn,
sem geti gert nauösynlegar ráðstafanir til þess að rétta við halla
rekstur þjóðarbúsins.”
Að sjálfsögðu eru mörg málefni, sem Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn eru ósammála um, en það gilti einnig um
stjórnarsamstarf Framsóknarflokksins og Alþýöubandalagsins að
undanförnu. Aðalatriðið er, að málefnasamstaða náist um svo mörg
mál, að það réttlæti stjórnarsamstarf á vandasömum timum, þegar
þjóðin þarfnast traustrar ríkisstjórnar. Þetta þýðir vitanlega, að
ýmis ágreiningsmál verður að leggja til hliðar á meðan.
Skiptir Alþýðuflokkurinn um skoðun?
Þangöflunarpramminn bandariski viö þangvinnslu.
ÞANGVERKSMIÐJAN TEKUR
TIL STARFA NÆSTA VOR
GB-Rvik — Framkvæmdir við
þangverksmiðjuna i Karlsey og
Reykhólum ganga ágætlega, en
það mun vera i mai-júni næsta
vor, sem áætlað er að hægt verði
að taka verksmiöjuna i notkun og
verður þá byrjað af fullum krafti.
Byrjað var á byggingarfram-
kvæmdum við sjálft verksmiðju-
húsið i mai s.l., og er nú verið að
steypa grunnbygginguna. Um
næstkomandi mánaðarmót verð-
ur byrjað að reisa húsið yfir
vélarnar, en uppsetning vélanna
mun hefjast eftir áramót. Vélarn-
ar eru flestar brezkar og þýzkar.
Siðastliðið ár, i april-mai, var
byrjað á vegaframkvæmdum.
Vegurinn liggur frá Reykhóla-
löndum út i Karlsey, og eru það
2,7 km. I sumar lauk vegalagn-
ingunni.
Hafnarframkvæmdir eru
komnar allvel áleiðis, og nú er
búið að steypa áttatiu metra út i
sjó. Lokið hefur verið i sumar við
tvær borholur, en þær eiga að
geta séð fyrir þeim jarðhita sem
þarf.
öflunaræfingar hafa verið i
sumar, en hafa gengið heldur
hægt til þessa, en að sögn Vil-
hjálms Lúðvikssonar efnafræð-
tngs hafa þær gengið vel þessa
viku. Þangöflunarpramminn er
með eins konar sláttuvél og
greiðu, þangið, sem skorið er, fer
á færibandi beint upp i pramm-
ann, þar sem það er einnig flutt til
á færibandi. Þegar farmur er
fenginn er hann settur i netpoka
aftan við prammann og bundið
fyrir, en siðan tekur bátur við
honum.
1 umræddri forustugrein Mbl. segir ennfremur:
„Þegar Geir Ilallgrímsson tilkynnti, að þingflokkur sjálfstæðis-
manna hefði samþykkt að ganga til þessara viðræðna, lagöi hann
áherzlu á,að kannað yrði á einhverju stigi málsins, hvort Alþýðu-
flokkurinn væri reiðubúinn til þátttöku í þessum stjórnarmyndunar-
viðræðum. Eðlilegt er að kanna vilja Alþýðuflokksins i þessum efn-
um, þegar viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins
eru komnar á það stig, að ástæða cr til að ætla, að samkomulag geti
tekizt með þeim. A það má einnig benda, að formaður Sjálfstæöis-
flokksins lagði i upphafi til, að þessir þrir flokkar reyndu að ná
samstöðu um myndun rikisstjórnar. Af þeim sökum er bæöi rétt og
eðliiegt að kanna vilja Alþýðuflokksins I þessum efnum.”
Ef viðræður verða hafnar við Alþýöuflokídnn, verður það eðlilega
kannað fyrst, hvort hann hefur ekki, viö nánari athugun, falliö frá
þeirri skoöun sinni, að formlega verði að ræða viö aðila vinnu-
markaðarins, áður en til stjórnarmyndunar kemur.
Þ.Þ.
Heimsókn norrænna
Ijósmyndara
Á SUNNUDAGINN
koma hingað eitt hundr-
að ljósmyndarar á veg-
um norrænu ljósmynda-
samtakanna. Munu þeir
dveljast hér i eina viku,
efna til ljósmyndasýn-
ingar og halda námskeið
i samvinnu við Ljós-
myndarafélag , íslands.
Á námskeiðinu munu feðgarnir
A1 og Michael Gilbert frá Kanada
halda fyrirlestra um andlitsljós-
myndun og hjónin Friedel og
Magda Bollen frá Þýzkalandi
um tækniljósmyndun.
Heimsókninni lýkur með tutt-
ugu ára afmælishófi norrænu
ljósmyndasamtakanna að Hótel
Loftleiðum laugardagskvöldið 24.
ágúst.
Hér getur að líta loftmynd af uppgreftrinum I Suðurgötu,
tekna úr lyftibifreið slökkviliösins hér í Reykjavik i gær.
Höfðu fornleifafræðingarnir fengið slökkviliðið til liös við sig
til þcss að ná sem beztum yfirlitsmyndum yfir uppgröftinn,
en slikar myndir eru ómetanlegur stuðningur við áfram-
haldandi rannsóknum á svæðinu. Myndin skýrir óneitanlega,
hversu gifurlega mikil vinna hefur verið lögð i að vinna þetta
verk, hér sjást veggjarbrot og hleðslur margra ættliða, sem
þennan stað hafa byggt, mann fram af manni.
Taylors-mólið:
Dómsskjöl komu til
saksóknara í gær
isal-Rvik — .Varöskipið Þór kom
il Reykjavikur siðari hluta júlí-
nánaðar með vörpu, sem varð-
kipið Ægir hafði slætt upp á
vipuðum slóðum og Þór hafði
íomið að brezka togaranum C.S.
■■orrester þann 19. júlí s.l.. Eins
ig kunnugt er af fréttum, lét skip-
tjóri togarans höggva á báða
ogvira skipsins, þegar hann varð
'arðskipsins var, en eftir staðar-
rannsókn i „Taylors-málinu” eins
og þetta mál hefur verið nefnt,
var i höndum sýslumanns-
embættisins á Seyðisfirði, og
komu dómsskjöl frá þeirri rann-
sókn til saksóknara i gær.
Þeir dómtilkvöddu menn, sem
rannsökuðu vörpuna, munu fá
dómsskjölin i hendur innan fárra
daga, og er þvi úrslita i málinu að
vænta innan skamms.
ákvörðun varðskipsmanna á Þór
var það um 1.5 sjómilur innan viö
tólf mílna mörkin.
Dómstilkvaddir menn voru
fengnir til að rannsaka vörpuna á
sinum tima, og fá úr þvi skorið,
hvort varpan væri úr Forrester.
Þeim var ennfremur falið að
bera saman ýmsar staðar-
ákvarðanir i þessu tilliti. Dóms-