Tíminn - 16.08.1974, Síða 5

Tíminn - 16.08.1974, Síða 5
TIMINN 5 Föstudagur 16. ágúst 1974. FÆRJOKE NAZARETH? — Ámundi segir mdlið tapað d þessu stigi og hann muni höfða mdl, ef Joke- hljómplötur fdi rétt til hljómleikahalds Gsal-Rvik — Eins og lýðum er kunnugt, hafa staðið yfir hérlend- is nokkuð undarlegar deilur um brezka popphljómsveit. Það er hljómsveitin Nazareth, og verða hljómleikar í Laugardalshöll þriðjudaginn 20. ágúst n.k. — en þá er lika upptalið það, sem ör- uggt er i þessu máli. Ámundi Á- mundason og Jón Ólafsson, fyrir hönd Joke-hljómplötufyrirtækis- ins, hafa um skeið bitizt um rétt til hljómleikahaldsins og hvor um sig haldið því fram f fjölmiðlum, að samningur um hljómleikana væri á leiðinni. Umboðsfyrirtækið Nems Enterprises i London hefur með hljómleikaferð Nazareth að gera. Einn starfsmanna þessa umboðs- fyrirtækis, John Fenton að nafni, hefur staðfest, að Amundi hafi réttinn til hljómleikahaldsins, en annar starfsmaður sama fyrir- tækis, Steve Barnett, hefur sagt Jón Ólafsson og Joke-hljómplötur hafa þennan rétt. i gær var von á endanlegum Ur- slitum þessa máls, og hefur Tim- inn fregnað, að Jón Ólafsson hafi fengið þennan margumrædda samning i sinar hendur i gær. Ekki tókstokkur að ná tali af Jóni til að fá staðfestingu á þessari fregn. Þegar við hringdum i Amunda Ámundason siðari hluta dags i gær, sagði hann: — A þessu stigi málsins virðist mér, að málið sé tapað fyrir mig. 1 gær, og fram á hádegi i dag, benti allt til þess, að ég hefði rétt- inn til hljómleikahaldsins, — en þá snerist dæmið alveg við, og Joke hefur hljómsveitina i dag. Amundi sagði þó, að hann von- aðist til, að á þessu yrði breyting i dag, enda ætti hann von á samn- ingnum. — Ég veit ekki, hvernig þetta endar, — ég er alveg að gefast upp á þessu, sagði Ámundi Á- mundason og dæsti. Aðspurður, hvort hann hygðist höfða mál gegn brezku umboðs- skrifstofunni, ef Joke-hljómplötur fengju réttinn tii að halda hljóm- leika Nazareths, sagði Amundi: — Það er alveg öruggt, að ég höfða mál, ef úrslitin verða á þann veg. Hafið gát á fótum barnanna SÚ var tiðin, að tizkan krafðist þess, að fætur kinverskra telpna væru afmyndaðir, svo að þær yrðu nógu nettfættar, jafnvel þótt það kostaði, að þær yrðu ófærar til gangs. Eitthvað i þessa átt ger- ist enn, og það er meðal þeirra þjóða, sem mest hneyksluðust á hátterni Kinverja hér áður fyrr. Fætur barna eru viðkvæmir og mótast auðveldlega af skónum, sem á þá eru settir. Skó á ekki að setja á barn fyrr en það fer að ganga. Og þá verður að láta þvi i té skó, sem eru nægjanlega rúm- ir. En þó mega þeir ekki vera of stórir, þvi að barnsfæturnir þarfnast stuðnings. Þegar börnin eru tveggja til fimm ára, þurfa skórnir að vera um tuttugu millimetrum lengri að innanmáli er sjálfur fóturinn. Sólarnir verða að gefa vel eftir, en mega þó vera ofurlitið stinnari en á fyrstu skónum. Yfirleðrið Nokkrar góðar kýr til sölu. — Upplýsingar i sima 8-49-62. Skjúkrahús Skagfirðinga, Sauðárkróki, óskar eftir meinatækni til afleysinga i 4 mánuði frá miðjum september. — Upplýsingar gefa meina- tæknir og yfirlæknir sjúkrahússins i sima 95-5270 frá kl. 13-16. Rannsóknafólk Óskum að ráða eftirtalið starfsfólk frá 1. september: Tvo starfsmenn á efnarannsóknastofu. Stúdentspróf eða meinatæknipróf æski- legt. 1 fjárhirði/rannsóknamann II. Búfræðimenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Keldna- holti, v/Vesturlandsveg. Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Jón Ólafsson meft mynd af Nazar- eth. Hefur Jón, fyrir hönd Jóke-hljómplatna, fengift samn- inginn langþráða i sinar hendur? verður að vera mjúkt og hælarnir lágir og breiðir. Munur er enginn á skóm handa drengjum og stúlk- um á þessum aldri. A þessum aldri eru mæðurnar oft uggandi yfir þvi, að barnið ætli að verða innskeift. En það eru þarflausar áhyggjur, þvi að orsökin er einfaldlega sú, að kögglar i fætinum þroskast og harðna ekki allir jafnsnemma. En minnizt þess, að fætur barns- ins vaxa ótrúlega fljótt, og þess verður að gæta, að nóg rúm sé fyrir tærnar i gömlu skónum barnsins. Eftir fimm ára aldur verður barnið mjög frekt á skó. Þá þarf að fara að hafa i huga að skórnir séu sterkir. Þó mega þeir ekki vera of þungir, og sólarnir verða að vera sveigjanlegir. Gúmmi- skófatnaður er góður úti við, þeg- ar vott er, en innan dyra verður hann að vera bannfærður. Það gufar ekki á náttúrlegan hátt út úr fótunum i gúmmiskóm eða stigvélum, svo að þeir verða rak- ir. Á sumu fólki er stóratáin ekki lengst, heldur næsta tá við hana. Þetta er arfgengt. Þegar svo er, verður að gæta þess að miða lengd skónna við lengd þessarar táar. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessar- ar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöld- um: Aföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miftagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiöslu, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir april, mai og júni 1974, svo og nýálögftum viftbótum vift söluskatt, lesta-, vita- og skoöunargjöldum af skipum fyrir árift 1974, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreiftum samkvæmt ökumælum, almennum og sérstökum út- flutningsgjöldum, aflatryggingasjóftsgjöldum, svo og tryggingaiögjöldum af skipshöfnum ásamt skráningar- gjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik, 14. ágúst 1974. Verktakaþjónusta f Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frystí-og kæliklefa ÞAKPAPPAIOGN í heittasfalt H VIRKjVI f Vestmannaeyjum • Simi 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 Ármúla 38 Laus staða Lögreglustjóraembættið óskar að ráða skrifstofustúlku frá 1. september n.k. i nokkra mánuði vegna forfalla. Góð vélrit- unarkunnátta nauðsynleg. Laun sam- kvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, sendist fyrir 25. þ.m. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 14. ágúst 1974. Heyhleðsluvagnar kempEr Afgreiðum sem fyrr NORMAL G og IDEAL 25 heyhleðsluvagnana Einnig hnífa í KEMPER Eigum stærstu gerð NORMAL G til afgreiðslu strax Kaupfélögín UM ALLTIAND Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.