Tíminn - 16.08.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 16.08.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 16. ágúst 1974. Séð og heyrt á Rogalandi Gjafir til Hall- grímskirkju í Reykjavík úr öllum áttum Margar gjafir hafa borizt til Hallgrimskirkju i Reykjavik, og sumar langt gð, eins og t.d. gjöf islenzka ræðismannsins i Horsens I Danmörku og fjölskyldu hans, sem i annað sinn sendir 10 þúsund danskar krónur (um hendur sendiráðsins i Kaupmannahöfn). Þetta er falleg hugulsemi af út- lendum manni, sem ekki hefir séð hinn fagra Hallgrimsturn nema á mynd. Margar aðrar gjafir verðskulda sérstaka athygli, t.d. sending frá konu, sem býr i nágrenni kirkj- unnar, en kemst þó aldrei til messu vegna fötlunar. . En hún sér til turnsins og heyrir klukkna- hljóminn og gjöf sina sendir hún til að votta þakklæti sitt fyrir það, ,,að hún sér kirkjuna risa og heyrir hljóminn frá henni”. Loks má minna á gjöf frá gömlum manni, sem tvisvar sinnum hefir orðið fyrir þeirri sorg að sjá eig- inkonu á bak, og vill minnast beggja eiginkvenna sinna með gjöf til Hallgrimskirkju. Hjón lengst norður i landi heyrðu þess getið i útvarpsviðtali, að Hall- grimskirkja ætti peninga i vösum fjölmargra landsmanna, sem vildu henni vel, og myndu senda henni peninga við tækifæri. Og fóru að „leita i sinum eigin vös- um” og komust að þeirri niður- stöðu, að þar væri að finna krón- ur, sem kirkjan hefði þörf fyrir. — Loks eru til fyrirtæki, sem senda tillag með vissu millibili og veita þannig. öruggan og reglubundinn stuðning við málefni kirkjunnar. Oft hefir mér einmitt findizt, að þeir, sem almenningur nefnir fjármálamenn, sýni gleggstan skilning á þvi, að jafnvel andleg- ar stofnanir eins og kirkjan geti ekki verið án peninga, og fram- kvæmdir i efnisheiminum komist ekki áleiðis án efnislegra verð- mæta. Þessi hugleiðing min er til orðin vegna þes, að mér finnst það eitt að veita viðtöku gjöfum og áheit- um til Hallgrimskirkju, sýni mér óendanlega fjölbreyttar myndir úr þvi mannlifi, sem kristin kirkja á að þjóna, og væntir sér einhvers af henni. Gjafir frá siðustu vikum eru sem hér segir: G.J. kr. 10.000.00, J.Gr. kr. 200.000.00, GPV og JO kr. 500.00, AB kr. 100.00, Ónefnd kona kr. 5000.00, GG kr. 10.000.00, ÞA kr. 2000.00, Ókunnur maður kr. 200.00, Sami kr. 200.00, IE kr. 5000.00, Ó kr. 1000.00, EAg kr. 5000.00, JL kr. 30.000.00, S.Þ. kr. 2000.00, BÓ kr. 1000.00, IG kr. 1000,00, Kona við mssu kr. 3000.00, Kona i nágrenni kirkjunnar kr. 4000,00, HS kr. 1000,00, Familien Hede Nielsens Fond kr. 158.540.00, NN kr. 2000.00, AT kr. 1000.00, Ingibjörg kr. 5000.00, SSA kr. 1000.00, PG kr. 500.00 Samtals kr. 448.940.00 Kærar þakkir til allra, er hiut eiga að máli. Jakob Jónsson. Ndmskeið fyrir reykingafólk tslenzka bindindisfélagið mun standa fyrir námskeiði fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Nám- skeiðið verður haldið að Árna- garði I Reykjavik dagana 1.-5. september n.k. Fyrsti fundur verður sunnudaginn 1. september ki. 20:30. Námskeiðið verður með sama sniði og fyrri námskeið, sem haldin hafa verið. tslenzka bindindisfélagið starfar á vegum aðventistasafnaðarins á tslandi. Læknirinn, sem kemur til að annast fræðsluna á námskeiðinu, er J.D. Henriksen læknir, ættaður frá Danmörku, en búsettur nú i Bandarikjunum. Hann var við fyrsta námskeiðið sem hér var haldið fyrir reykingafólk. Jón H. Jónsson mun einnig starfa við námskeiðið. Fólk er eindregið hvatt til að sækja þetta námskeið, þvi að ekki er vitað hvenær hægt verður að halda næsta námskeið. Innritun fer fram á skrifstofu- tima I sima 13899. Greiða þarf fyrir handbók námskeiðsins, en að öðru leyti er það ókeypis. Gísli Kristjdnsson: Um miðjan júni siðast- liðinn sat ég fund sam- norrænna aðilja, sem annast korn- og kjarn- fóðurverzlun um Norð- urlönd og hafa sambönd sin á milli á þeim svið- um og árlega ráðstefnu. Umrædd ráðstefna var háð i Stafangri og þar eð Noregs Bondelag hafði boðið is- lenzkum bændasamtök- um að senda fulltrúa á aðalfund félagsins, i Bö á Þeiamörk, viku siðar, og ákveðið hafði verið að ég skyldi mæta þar, gafst tækifæri til að dvelja nokkra daga i Stafangri, unz umrædd- ur aðalfundur yrði hald- inn. Við það tækifæri buðust skilyrði til að kynnast ofurlltið þeim atrið- um, sem að nokkru eða miklu leyti eru tengd og nátengd ollu i Norðursjó og nýtingu hennar, sem nú er verið að undirbúa og byrjað að vinna. Fyrsta vinnslan er einmitt beint undan ströndum Rogalands, og athafnir á landi eru miklar i gangi i ýmsum bæj- um þar, aðallega i Haugasundi og Stafangri. Stórvirki i framkvæmd Það eru engar smávegis at- hafnir, sem i gangi eru til þess að undirbúa sitthvað það, er þarf til þess að sækja oliu i undirdjúpin og koma henni á land og á mark- að. Til þess þarf tæknibúnað, og til þess þarf mannsmergð, og það er ekki ofsagt þótt mælt sé, að hvort tveggja er til reiðu og á undirbúningsskeiði. Mikið af þvi, sem gert hefur verið þegar, er úti á rúmsjó, en það sem er I gangi þarna i Staf- angri, er vel vert frásagriar, ekki sizt af því að það hefur allt I för með sér byltingakennd fyrirbæri i atvinnumálum og efnahagsmál- um, og líklega i miklu fleiri mál- um. Svo var sagt, að leiga fyrir eitt herbergi væri nú greidd þar eins háu verði og fyrir heila ibúð i fyrra. Svo ör verðlagsþróun var tjáð á fleiri sviðum, öll tengd önn dagsins við oliuævintýrið. Fram á siðustu ár hefur oliu- vinnsla úr jörðu og úr hafsbotnum verið gerð frá stálturnum, er til þess hafa verið reistir. í þetta sinn hefur það einnig verið svo þarna i Norðursjó, en nú er verið að gera steinsteyptar eyjar i Staf- angri, til þessara þarfa. Þarna er verið að byggja tvær „eyjar” úr steinsteypu. Hvor þeirra er 6000 fermetrar að flatarmáli. Þeim skal fleytt út i Noröursjó, og þar skulu þær standa á botni á 120 m dýpi, og auðvitað eiga þær að ná upp úr sjó, annars væru það ekki eyjar. Um tæknilegar framkvæmdir i sambandi við gerð þeirra skal ekki fjölyrt, en þarna er unnið nótt og dag, 700 manns vinna á tveim vöktum. A stálpalli voru steyptir 19 si- valningar i þurrkvi. Að þvi búnu var lofti dælt inn i stálgeymi og vatni hleypt i þurrkvina, svo að mannvirkið flyti. Þetta var sett á flot og þvi fleytt út á fjörðinn framan við Kvaleberget I Staf- angri. Þar sá ég svo unnið af þvi að efla þetta flotvirki, þar sem steypt er ofan á sivalningana og vatni hleypt inn i þá smátt og smátt til þess að hæð yfir sjávar- máli sé hæfileg til áframhaldandi athafna, unz náð er þeirri hæð, sem nauðsynleg verður til að standa á botni i Norðursjó, en hinn eiginlegi vinnupallur, — eyj- an — verður ofan á sivalningun- um. Að þessu verki loknu, þarna i firðinum við Stafangur, verður öllu fyrirtækinu fleytt út i Norður- sjó, dregið með vélaafli skipa og komið þar fyrir til framtiðar- stöðu, i svo sem 10, 20 eða 30 ár, eftir þvi hve lengi olian i undir- djúpunum hrekkur til vinnslu frá hverri eyju. Að þeirri notkun lok- inni er ætlað að eyjan verði dreg- in til hafs og sökkt á svo sem 5000 m dýpi. Vinnumagn og verkamenn Svo var sagt, að fullgerð myndi hver eyja hafa gleypt 1 1/2 millj- ón vinnustund, eða um 200.000 dagsverk með 8 stunda vinnu- degi. En auk þessara 400.000 dagsverka, sem þarf til þess að byggja eyjarnar tvær, eru fjöl- mörg önnur mannvirki, og þar á meðal verksmiðjur, sem greina oliuna i hinar ýmsu tegundir (raffinaderi) allt frá flugvéla- bensini i svartoliu, og fjölmargt þar á milli. Og svo eru það allir flutningar og svo ótal margt ann- að, sem krefst fagmennsku, en einnig almennrar verkamanna- vinnu i stórum stíl. Vinnumarkaðurinn truflast við allt þetta”, sögðu menn, sem ég ræddi við, og sem dæmi um það, var mér tjáð, að litlar verksmiðj- ur i grenndinni hefðu orðið að loka vegna manneklu. Meira að segja hlaut mjólkurbú eitt að stöðva rekstur, þvi enginn var til að starfa þar, yfirborgun i oliunni gerði það að verkum. Til þessa hefur verið unnt að fá vinnuafl til olluathafna i námunda við, eða á Rogalandi, en i þvi fylki búa tæp- lega 300.000 manns. Hins vegar, þegar fjölbreyttari athafnir eru nú i gangi, verður að sækja vinnu- afl um langvegu, þvi að talið er, að 15.000 manns muni starfandi við oliuvinnsluna, beint og óbeint um komandi ár. Bændur á Jaðri sögðu engin vandræði hafa verið á ferð til þessa með vinnuafl, en það horfði á annan veg nú, og sér- staklega væri það verðlagið, sem færi upp úr öllu valdi vegna sam- keppninnar, enda þótt erlent vinnuafl væri nokkurt, aðallega sérfræðingar, við oliuna. Sagt var þó, að garðyrkjumenn hefðu hætt garðrækt þarna I fylkinu, af þvi að það borgaði sig miklu betur að „vinna i oliunni” en að rækta kál- meti. A ársfundi hjá Norges Bonde- lag var allt annað hljóð i strokkn- um viðvikjandi vinnuþörf og vinnulaunum. Þar stóðu fulltrúar bænda upp hver á eftir öðrum, einkum þeir, sem stunda búskap vestanfjalls og á Þelamörk, og tjáðu, að með öllu væri nú ómögu- legt að fá nokkurn til að vinna að bústörfum, unga fólkið þyrptist allt I oliuvinnu, enda ekki nema von, þvi að þegar kaup bóndans eða verkamanns hans næmi 9-10 norskum krónum á klukkustund, þá greiddi iðnaðurinn viðast 16-18 krónur. „En hvað er það”, heyrð- ist frá pontunni, þegar hver á eft- ir öðrum kom þangað til að tjá sig. „Olian greiðir um 30 krónur á klukkustund, og svo er sagt, að fáir vinni fyrir það kaup, af þvi að með ákvæðisvinnu geti þeir kom- izt upp I 50 krónur á tímann.” Raddir um, að allt þetta valdi hreinni byltingu i atvinnuháttum Norðmanna, voru uppi viða, þar sem ég hitti menn að máli, eink- um þó menn úr bændastétt. Þeir vildu álita, að þetta yrði eins og i Troms, þegar háskólinn var reist- ur og öll mannvirki tilheyrandi, ,,þá flutti allt unga fólkið úr sveit- um Norður-Noregs”. Þar eru eyðibýlin i þúsundatali, en 16 bú- jarðir eru nú yfirgefnar daglega i Noregi, var mér tjáð. Þelamerk- urbændur, sem margir sátu aðal- fund bændafélagsins i Bö, sögðu, aö oft hefði verið vandi á höndum, en nú, þegarverðlag búvöru er skammtað úr hnefa stjórnvalda með gerðardómi, og á hiria sveif er ótakmörkuð atvinna úti á Norðursjó, og kannski alla leið til Spitzbergen á komandi árum — þvi að liklega er olia i undirdjúp- um alla leið utan strandlengjunn- ar —■ væri vandséð, hvernig bú- skapur yrði rekinn i sveitum landsins, en hans væri þó þörf, þvi að þannig horfir nú þegar, að þjóðin er ekki sjálfri sér nóg með framleiðslu vissra búvöruteg- unda. Þó eru aðrar raddir, sem segja allt aðra sögu. Blöðin tjáðu að viðhorf stjórnvalda til oliumál- anna bentu til bjartrar framtíðar þvi að nú fengi rikið 1300 milljón króna tekjur af oliunni (vist að verulegu leyti sem söluskatt), og i framtiðinni miklu meira, með aukinni oliuvinnslu. Og bændurn- ir við Ardal i Hjelmeland þurfa ekki að kvarta að minnsta kosti ekki þeir, sem urðu milljónamær- ingar við sölu á sandi og möl, sem notuðer til þess að steypa eyjarn- ar, sem fleyta skal út i Norðursjó- inn. Fyrir þá er um að gera að nota krónurnar til fjárfestingar i mannvirkjum en skattarnir gleypa kúfinn af þeim. Strikin sýna skiptingu Noröursjávar miili aöliggjandi rfkja. Olfuborunarsvæöiö er auökennt meö sérheitum og sýnt er hvaöa lelöir olfu- leiöslur eru lagöar til ianda. Norömenn eiga mikla aöild aö oliu og vinnslu hennar og tæknimenn þeirra eru snjallir verkfræöingar. Gert er ráð fyrir aö leiöslan til Karmeyjar geti flutt 2,5 milljarða af gasi á ári, ennþá er lögn hennar ekki fullráöin, en oliuvinnsla Norömanna er f gangi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.